Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JUNI 1978 Fjölþætt verkefni á vegum sýslusjóðs A-Skaftafellssýslu Frambjóðendur Sjálfstæðisílokksins í Rcykjaneskjördæmi fyrir framan listaverk Asmundar Svcinssonar á Seltjarnarnesi. Frá v.i Axei Jónsson, Oddur Ólafsson, Hannes H. Gissurarson, Eiríkur Alexandersson, Ellert Eiríksson, Samóme Þorkelsdóttir, Ólafur G. Einarsson, Ásthildur Pétursdóttir, Sigurgeir Sigurðsson og Matthías Á. Mathiesen. Fundur Vorboðans í Hafnarfirði VORBOÐINN í Hafnarfirði heldur fund um stjórnmálavið- horfið í Sjálfstaeðishúsinu í Hafnarfirði nk. fimmtudag kl. 20.30. Salóme Þorkelsdóttir skrifstofumaður í Mosfellssveit, Eiríkur Alexandersson bæjar- stjóri í Grindavík, Hannes H. Gissurarson háskólanemi í Kópavogi og Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra í Hafnarfirði flytja ávörp á fund- inum, kaffiveitingar eru að því loknu í boði stjórnarinnar og Berglind Bjarnadóttir syngur einsöng. Til fundarins er sér- staklega boðið öllum Sjálfstæð- iskonum í Reykjaneskjördæmi. Þjóðhátíð í Reykjavík: Norrænir barna- og unglinga- kórar syngja á fimm stöðum Kvöldskemmtun á Arnarhóli- dansað á þremur stöðum Ilöfn í Ilornafirði. 10. júní. SÝSLUNEFND A-Skaftafells- sýslu hélt fund á Höfn dagana 31. maí til 2. júní s.l. í upphafi minntist sýslumaður Friðjón Guðröðarson nýlátins héraðslæknis Kjartans Árnason- ar. sem varð bráðkvaddur í Skotlandi þann 2. mai s.l.. þá aðeins 55 ára að aldri. Kjartan hafði þjónað í A-Skaftafellssýslu um 28 ára skeið af frábærum dugnaði og samvizkusemi og naut óskoraðs trausts sýsluhúa. I nafni sýslubúa heiðraði sýslunefnd minningu hins látna með því að annast útfiir hans, Helztu verkefni á vegum sýslu- nefndar eru nú: 1. Rekstur Elli- og hjrúkrunar- heimilis ásamt fæðingardeild. 2. Uppbygging byggðasafns, en þar er unnið að endurbyggingu verzlunarhúss, sem upphaflega var reist á Papós, en flutt árið 1897 til Hafnar og var þar lengst af aðalverzlun sýslubúa. Áformað er að flytja muni byggðasafns í hús þetta, en miklu hefur verið safnað og er það á hrakhólum. 3. Endurbætur og viðhald læknisbústaðar, en húsið er illa farið að utan og mun einkum að kenna gölluðu byggingarefni. 4. Sýslan hefur með höndum og styrkir ýmis framfara- og menn- ingarmál. Nýlega hafa verið fest kaup á kvikmyndinni „I jöklanna skjóli“, en þá mynd lét Skaftfell- Judy Florentino Bandarísk kona biður fyrir sjúkum BANDARÍSK kona, Judy Florentino frá Jacksonville í Florida, mun koma hingað til lands á miðvikudag og stunda bænalækningar. Judy hefur fcrð- ast vi'ða um heim og segir hún að Guð stjórni ferðum sínum. Á veturna starfar hún sem kennari í gagnfræðaskóla. Judy mun verða á samkomum hjá söfnuðinum Nýtt líf að Hamraborg 11 í Kópavogi hvert kvöld frá miðvikudegi fram á laugardag, en á sunnudag heldur hún áfram ferð sinni til Evrópu. Hingað kemur hún á eigin vegum. Allir eru velkomnir á samkomurn- ar en þar mun hún leggja hendur yfir sjúka og einnig biðja fyrir fjarverandi sjúklingum. Söfnuðurinn Nýtt líf er frjáls og óháður söfnuður, sem hefur sam- komur tvisvar í viku. Hann hefur starfað í þrjú ár og byggir á sama grundvelli og Hvítasunnusöfnuð- irnir. Hann leggur áherzlu á samskipti við erlendar trúhreyf- ingar og hjá þeim hafa fjölmargir erlendir gestir predikað, meðal annars frá Suður-Afríku, Bret- landi og Bandaríkjunum. Gunnar Þorsteinsson mun verða túlkur á samkomum Judy Florent- ino, en um þessar mundir undirbýr hann bók um trúarvakningu Jimmy Carters Bandaríkjaforseta. Guðmundur Helgason bóndi á Hoffelli færði sýslunefnd að gjöf sýslustein. sem komið hefur verið fyrir ofan svokallaðra Illaup- geira í Hvalnesskriðum. en það er í landnámi Þórðar Skeggja Ólafs- sonar. Á myndinni eru gcfandinn Guðmundur Helgason t.v. og Friðjón Guðröðarson sýslumaður við steininn. sem cr úr gabbró. Ljósm. Elías. ingafélagið í Reykjavík gera. Nú er verið að vinna myndina upp og gera ný eintök og fær sýslan eina þeirra. Ákveðið er að gefa út ársrit A-Skaftafellssýslu nú í haust og verður þar ýmiskonar fróðleikur um nútíð og fortíð. Auk framangreinds leggur sýsl- an nokkurt fé til velflestra starf- andi félaga áhugamanna. Fjár- hagsáætlun sýslusjóðs vegna árs- ins 1978 nemur 15 millj. kr. Áætlun fyrir sýsluvegasjóð nemur tæpum 14 milljónum og fer mestur hluti þess til nýbygginga Dagskrá þjóðhátfðar í Reykja- vík í ár verður með nokkuð hefðbundnu sniði en þó hafa verið gerðar á henni nokkrar breyting- ar. Þjóðhátíðardagskráin hefst að morgni 17. júní á samhljómi kirkjuklukkna í Reykjavík klukk- an 9.55, en kl. -10.00 leggur Sigurjón Pétursson, forseti borg- arstjórnar, blómsveig frá Reykvík- ingum á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum v/Suðurgötu. Lúðrasveit Reykjavíkur mun einn- ig leika þar. Við Austurvöll mun Margrét S. Einarsdóttir formaður þjóðhátíð- arnefndar setja hátíðina kl. 10.40, en á eftir verður dagskrá þar með nokkuð hefðbundnum hætti og verður henni útvarpað beint, svo og guðsþjónustu í Dómkirkjunni sem hefst kl. 11.15. Sú nýbreytni verður nú að norrænir barna- og unglingakórar munu syngja á eftirtöldum stöð- um: við Hrafnistu, Elliheimilið Grund, Landakotsspítalann, Borg- arspítalann og Grensásdeild, Landspítalann og Hátún. Söngur- inn hefst alls staðar kl. 10.00 nema við Hátún en þar hefst hann kl. 10.45. Skrúðgöngur hefjast kl. 14.45 og verður safnast saman á Hlemm- torgi, Miklatorgi og við Sundlaug Vesturbæjar.en göngurnar, enda allar á Arnarhóli. Skátar ganga undir fánum fyrir eða um 10 millj. kr. Umdæmis- verkfræðingur Vegagerðar ríkis- ins Einar Þorvarðarson kom á fundinn og veitti ýmsar upplýsing- ar, einnig Hafsteinn Jónsson umdæmisverkstjóri. Á fundinum kom m.a. fram, að ástand sýsluvega í A-Skaftafells- sýslu er talið gott og það langbezta sem gerist á Austurlandi. Mjög gott samstarf er á milli sýslu- nefndar og Vegagerðar, sem er ráðgefandi um samningu vega- áætlunar. Ymsar nefndir starfa nú á vegum sýslunnar, svo sem Nátt- úruverndarnefnd, rekstrarnefnd Elli- og hjúkrunarheimilsins, Hér- aðsskjalanefnd og Héraðsbóka- safnsnefnd. Samþykkt var einróma á fundin- um að gera þá breytingu á lögreglusamþykkt A-Skaftafells- sýslu, að bönnuð væri lausaganga stórgripa, en þörf á slíku banni er m.a. tilkomin vegna gífurlegrar umferðaraukningar. Er þess vænzt að staðfesting ráðuneytis fáist á næstunni enda er málið brýnt. Olafur Ólafsson aðalbókari, hef- ur nú látið af störfum við embætti sýslumanns, en hann gegndi jafn- framt stöðu hreppstjóra Hafnar- hrepps. Þakkaði sýslufundur Ólafi vel unnin störf í þágu embættis og héraðs. Hreppstjóri var kjörinn Karl Þór Sigurðsson viðskipta- fræðingur sem kominn er til starfa sem fulltrúi og aðalbókari við sýslumannsembættið. Eyþór Einarsson formaður Náttúru''erndarráðs kom á fund- inn og flutti hann yfirgripsmikið erindi um hlutverk ráðsins svo og almennt um náttúruverndarmál og þá með sérstöku tilliti til A-Skaftafellssýslu. Elfas. 17.JÚNÍ 1978 Merki þjóðhátíðardagsins. skrúðgöngunum og stjórna þeim og lúðrasveitir leika. Barnaskemmtun hefst á Arnar- hóli kl. 15.30 og verður hún á sviði rétt við Hreyfilsplanið. Þar verður flutt fjölbreytt samfelld dagskrá og kynnir verður Gísli Alfreðsson. Ein helsta nýjungin í dagskrá þjóðhátíðar nú hefst kl. 17.00 en það er akstur gamalla bifreiða. Félagar úr Fornbílaklúbbi íslands aka bifreiðum sínum umhverfis tjörnina og síðan að Melavelli en kl. 17.30 er ráðgert að hefja þar akstursþrautakeppni í samvinnu við Bindindisfélag ökumanna. Það verða gömlu bílarnir sem taka þátt í keppninni og verður hún í léttum dúr. í Laugardal hefst 17. júní mótið í frjálsum íþróttum kl. 14.00 og sundmót í Laugardalshöll kl. 17.00. Fjölskylduskemmtun hefst á Arnarhóli kl. 20.30 en slík skemmtun hefur ek.ki verið haldin undanfarin ár. Er henni ætlað að reyna að endurvekja gamla þjóð- hátíðarstemmningu. Dagskráin er mjög fjölbreytt og lýkur henni rétt fyrir kl. 22, en kynnir er Vigdís Finnbogadóttir. Þess má geta að þessari dagskrá verður sjónvarpað beint þannig að þeir sem ekki komast út úr húsi á þjóðhátíðar- daginn fá einnig notið hennar eins og t.d. sjúklingar og aldrað fólk. Árbæjarhverfi í Árbæjarhverfi hefjast hátíða- höld á þjóðhátíðardag kl. 13.30 en þá leggur skrúðganga af stað frá Árbæjarsafni, en síðan verður samfelld dagskrá við Árbæjar- skóla. Kynnir verður Ólafur Lofts- son. Breiðholt í Breiðholti hefjast skrúðgöngur kl. 13.15. Safnast verður saman á Arnarbakka við Eyjabakka og einnig við Shellstöð við Norðurfell. Samfelld dagskrá'við Fellaskóla hefst kl. 14.00 og kynnir verður Hákon Waage. Við íþróttavöllinn í Breiðholti III hefst dagskrá er nefnist Skátaútilíf kl. 15.00 og kl. 15.15 hefst á sama stað íþróttahátíð í umsjá íþróttafélagsins Leiknis. Kvöldskemmtanir Dansað verður á þremur stöðum í borginni en í fyrra voru dans- staðirnir sex. Hefst dansinn kl. 22.00 og stendur yfir til kl. 1.00 eftir miðnætti og er það klukku- tíma lenging frá því í fyrra. Við Árbæjarskóla leikur hljómsveitin Tívolí, við Austurbæjarskóla leik- ur hljómsveitin Brunaliðið og.við Fellaskóla leikur hljómsveitin Póker. Til greina kom einnig að dansað yrði í miðbænum eins og tíðkaðist hér áður fyrr en árið 1972 var síðasta árið sem það var gert. Þá var miðborgin eins og eftir spreng- ingu og þótti ekki ráðlagt að taka það upp aftur að sögn þjóðhátíðar- nefndar. Einnig hafa ýmsar breyt- ingar verið gerðar á miðbænum síðan þá sem gera það að verkum að umráðasvæðið hefur þrengst talsvert og mundi því varla þola allan þann fjölda sem búast mætti við að sækja myndi slíka dans- skemmtun. Tjaldsölur verða eins og venju- lega og í strætisvagnaskýlinu v/Lækjartorg verður aðstaða fyrir týnd börn. Þjóðhátíðarnefnd hóf störf við skipulagningu á þjóöhátíðardag- skránni um mánaðamótin apríl- maí en kostnaður í sambandi við hátíðina mun nema um þrettán milljónum króna. Til samanburðar má geta þess að í fyrra var hann 9,6 milljónir. Þjóðhátíðarnefnd skipa: Mar- grét S. Einarsdóttir formaður, Ómar Einarsson framkvæmda- stjóri, Hilmar Svavarsson ritari, Böðvar Pétursson, Nína Hjalta- dóttir og Bjarni Felixson. Dagskrárstjóri er Klemens- Jónsson og merki þjóðhátíðar- dagsins gerði Ástmar Ólafsson teiknari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.