Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1978 21 Henrik Lund skrifar frá Grænlandi: Heimastjórn mun krefjast átaks af okkur öllum Morgunblaðið fór þess á leit við Henrik Lund, frétta- ritara blaðsins á Grænlandi, að hann skýrði frá viðhorf- um Grænlendinga til heima- stjórnar. Fer grein hans hér á eftir: Kjarninn í heimastjórnarhug- myndinni er, aö grænlenzkir stjórnmálaflokkar og fram- kvæmdastofnanir taki þjóðfélags- mál Grænlendinga í sínar hendur og beri ábyrgð á þeim. Hér er ekki aðeins átt við að grænlenzk öfl fái að stjórna þeim þjóðfélagsmálum sem tekin verða yfir, heldur ráði þau einnig verkefnum og setji þær reglur sem stjórnað verður eftir. Það munu sem sé verða græn- lenzkir stjórnmálamenn sem bera ábyrgð á að landinu verði stjórnað eftir grænlenzkum skilyrðum og ákvæðum. Grænlenzkar stofnanir munu i stórum dráttum taka við hlutverki Grænlandsráðuneytisins og hafa fullt vald til að setja gildandi reglur í landinu. Vald heimastjórnarinnar til að setja reglur þýðir að þær þarf ekki að bera undir neinn (grænlands- ráðherra mun ekki þurfa að staðfesta þær eins og nauðsynlegt er að gera með lög og reglugerðir landsráðsins). Það verður gerður greinarmunur á reglugerðum heimastjórnarinnar. Sumar verða kallaðar landsþingslög en aðrar landsþingsákvarðanir. Munurinn Skattalögum vinstri stjórnar bylt: Sérsköttun hjóna og hlutf allsleg lækkun tekjuskatts Gerbreyting á reglum um fyrn- ingar og söluhagnað Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra lagði fram í aprílmánuði sl. tvö stjórnarfrumvörp um skattamál. Annars vegar frumvarp um tekju- og eignaskatt, sem hlaut sam- þykki Alþingis með gildis- töku 1. janúar 1979. Hins vegar frumvarp um stað- greiðslu skatta, sem ekki varð útrætt en verður væntanlega tekið upp á 100. löggjafarþingi þjóð- arinnar, sem kjörið verður til eftir tæpan hálfan mánuð. Helztu breytingar á enn gild- andi lögum um tekju- og eigna- skatt, sem staðið hafa lítt breytt frá árinu 1972, er vinstri stjórn- in beitti sér fyrir skattlaga- 'breytingu, eru þessar: • I. Skattlagning hjóna: Tekin er upp sérsköttun hjóna. Hvort hjóna um sig telur fram og er skattlagt af launa- tekjum sínum og atvinnu- rekstrartekjum. Eignatekjur beggja eru skattlagðar meö tekjum þess hjóna er hefur hærri launatekjur. Skáttstigi og persónuafsláttur vors hjóna um sig er hinn sami og einstaklinga. Sá hluti perónuafsláttar, sem ekki' nýtist öðru hióna færist yfir til hins. Barnabætur skipt- ast til helminga milli hjóna. Eigriir hjóná eru lagðar saman til eignaskatts og helmingur heildareigna skattlagður hjá hvoru um sig, eftir sama eignar- skattstiga og gildir um einstak- linga. • II. Launa- tekjur barna. Launatekjur barna verða sér- skattaðar hjá þeim með lágu föstu skattahiutfalli, en börn njóta ekki persónuafsláttar. • III. Frá- dráttarkerfi. Frádráttarreglur verða áfram svipaðar og í gildandi lögum, en frádráttarliðum fækkað. Skatt- greiðendur fá að velja milli þess að telja fram einstaka frá- dráttarliði eða nota í þeirra stað einn frádráttarlið, sem nemur 10% af launatekjum. Þetta er nýjung sem jafnar skattalega -aðstöðu þeirra, sem mikið skulda, og njóta góðs af vaxta- frádrætti og hinna, sem hafa lítinn vaxtafrádrátt. Þessi regla dregur og úr líkum þess að menn stofni beinlínis til fjár- festingar með hliðsjón af vaxta- frádrætti. Þessi regla ætti því aö draga eitthvað úr eftirspurn eftir lánsfé til slíkra fjárfest- inga og verka þann veg í verðhjöðnunarátt. • IV. Barnabætur Barnabætur verða hærri með börnum undir skólaskyldualdri og barnabætur til einstæðra foreldra verða 40% hærri en til • V. Skattbyrði lækk- ar Ef gert er ráð fyrir að 35% hækkun tekna milli áranna 1977 og 1978 lækkar heildarskatt,- byrði landsmanna um 1000 miiljónir króna. Talið er að tekjuskattur muni lækka um 7% af álögðum skatti. • VI. Fyrningar og söluhagnaður Reglum um fyrningar og soiunagnað er gjorbreytt. Gert er ráð fyrir að fyrning skuli reiknuð af endurmetnu stofn- verði fyrnanlegra eigna. Fyrningarhlutföll lækka. Ákvæðum um útreikning sölu- hagnaðar er breytt. Útgáfa jöfnunarhlutabréfa er heimiluð miðað við raunverulegt verðmæti hreinnar eignar hlutafélags í árslok 1978 en útgáfa jöfnunarhlutabréfa vegna eignarbreytinga eftir það et bundin almennum verðhækk- unum. Arður verður skattfrjáls hjá hluthöfum, 250 þús. hjá einstaklingum, 500 þús. kr. hjá hjónum. er að landsþingslög verða sett á þeim sviðum sem Grænlendingar munu kosta sjálfir með sköttum og öðrum tekjum, en landsþings- ákvarðanir verða teknar á þeim sviðum sem þarfnast styrkja frá - ríkinu. Heimastjórn þýðir að grænlenzk yfirvöld munu taka smátt og smátt við hlutverki ríkisins á fjölmörgum sviðum. Þau fela m.a. i sér grænlenzkar stjórnarreglur, beina og óbeina skatta, menning- armálefni (utvarp, bókasöfn, o.fl.) og atvinnulíf. Þau svið, sem heimastjórn mun taka yfir eru mörg miðað við verkefni landsráðsins hingað til, og munu augsýnilega fá heima- stjórninni nóg að gera fyrst um sinn. Þegar fram í sækir verða fleiri svið tekin fyrir smátt og smátt. Eitt málefni finnst mér að eigi að vera á sviði heimastjórnar frá byrjun, en það er hráefnasviðið. Heimastjórn mun verða greini- legri ef hún hefur full umráð yfir auðlindum neðanjarðar. Ég undir- strika að þetta er persónuleg skoðun mín. Þessu hefur ekki verið hægt að koma til leiðar. Við Grænlending- ar erum ekki einu sinni á eitt sáttir, en við komumst að sam- komulagi. Við samþykkjum að Danmörk og Grænland séu jafn- ingjar og að sameiginlegar ákvarð- anir verða teknar (gagnkvæmt neitunarvald) og engin niðurstaða nájst án þess að samhugur ríki milli sambandsstjórnar og heima- stjórnar. Það gladdi mig þó að sjá að í ákvörðuninni um heimastjórn seg- ir: „Ibúar Grænlands hafa frum- rétt á þeim náttúruauðlindum Grænlands sem ekki endurnýjast.“ Það er mikil framför frá núver- andi lögum sem aðeins segja, að auðlindir neðanjarðar tilheyri ríkinu. Líklegt er að málið komi aftur upp þegar heimastjórnin hefur fengið að reyna sig. Þrátt fyrir þessa erfiðleika held ég að tilkoma heimastjórnar sé mikilvægasti atburðurinn í græn- lenzkri stjórnmálasögu. Það er framför sem ekki er hægt að véfengja. Heimastjórn mun einmitt sýna, að við tökum nú sjálf stöðu og þar með bera ábyrgð á vandamálum okkar. Heimastjórn er mikilvægt skilyrði þess, að við finnum fótfestu og stöndum báðum fótum í jötu. Við búumst við heimastjórn vorið 1979 og vonum, að hún verði upphafið að betra og heilbrigðara pjóðfélagi, sem við berum ábyrgð á í daglegu lífi okkar. Daglegt líf felur í sér skóla, kirkjur og atvinnulíf okkar, og önnur svið sem ég hef áður nefnt. Það er mikilvægt, að við fáum nú sjálf að annast þessi mál, og að við sjálf munum fullmóta menntunar- og atvinnumálastefnu og ráða hvaða menn annast þau verkefni. Fyrir okkur er heimastjórnin lyftistöng, samanborið við núverandi skipu- lag, til að stuðla að samlyndi, fyrst og fremst í Grænlandi, en einnig við Danmörku innan ramma áframhaldandi ríkisheildar. Okkur er fullljóst, að heima- stjórn er ekki hliðið að himnaríki og ævarandi hamingju. Við vitum, að hún mun færa okkur þungar skyldur og krefjast átaks af okkur öllum, og við erum reiðubúnir að færa fórnir. Okkur er allavega ljóst að við getum ekki haldið áfram að drekka 30 milljónir bjóra á hverju ári. Ekki styðja allir Grænlendingar heimastjórnina. Sumum finnst að við séum ekki sjálfum okkur samkvæmir, og vilja fullt sjálf- stæði. Aðrir segja, að við tökum of stórt skref, og að við séum ekki nógu vel undirbúnir fyrir breyt- ingar á sambandi Grænlands og Danmerkur. Þessar raddir vilja að núverandi ástand haldist óbreytt. Ég er sannfærður um að þessar tvær öfgahugmyndir eru ekki raunsæjar. I fyrsta lagi berjumst við fyrir viðurkenningu á sérstöðu okkar. Við játum, að við séum sjálfstæð þjóð innan danska ríkis- ins. Þess vegna getur núverandi fyrirkomulag ekki haldizt óbreytt. Hins vegar finnst mér ómögulegt að stofna grænlenzkt ríki. Séum við sjálfum okkur samkvæmir eigum við að sjá, að við höfuni hvorki andlega né likamlega krafta til að ráða við fullt sjálfstæði. Raunveruleiki lífsins er erfiðari en hugsjónakenningar, og við verðum því miður að viður- kenna að okkur eru takmörk sett. Ég býst við að allflestir Græn- lendingar muni kjósa heimastjórn. En ef kraftaverk skeður og öfga- öflin þótt af öðrum ástæðum sé, fá sínum vilja framgengt, þá hef ég aðeins eina athugasemd: „Stöðvið heiminn, hér fer ég út...“ MfcMniÍÍT TPinl nEilnilftiB Renault 20 er bíllinn setn sameinar lipurð bcejarbilsins og stcerð og þcegindi ferðabílsins. Bíll sem hentar íslenskum aðstceðum einkar vel. Renault 20 er framhjóladrifinn bíll, með sjálfstceða fjöðrun á hverju hjóli. Vélin er 102 hestöfl og eyðslan aðeins 9 l á 100 km. Renault mest seldi bíllinn í Evrópu 1976. RER 1AU LTO KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.