Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1978 25 Frá hætíri Guðrún Valbcrssdóttir. framkvæmdastjóri. Moidclc Bickcl. útlitsmcistari. Pctcr Stcin. lcikstjóri ok Rcgina Zicslcr. kvikmyndaframleiðandi. Undirbúa töku kvik- myndar um „Sögu Sáms Þýskir kvikmyndafrömuðir á ferð Einn fremsti sviðsleik- stjóri V-Þýzkalands Peter Stein hefur undanfarna daga dvalið hér á landi ásamt kvikmyndafram- leiðandanum Reginu Ziegler og útlitsmeistaran- um Moidele Bickel en þau hafa í hyggju að kvik- mynda hér söguna „Be- rettelsen om Sám“, eftir sænska höfundinn Per Olof Sundman. Skáldsaga Sundmans er byggð á Hrafnkelssögu Freys- goða, en gerist í nútímanum. Höfundurinn fékk þá hugmynd fyrir nokkrum árum að gera sjónvarpsmynd um Hrafnkels- sögu og ferðaðist hér um landið og kynnti sér söguslóðirnar. Síðan byrjaði hann að skrifa kvikmyndahandrit sem varð að skáldsögu. Eins og hann orðar það sjálfur í formála bókarinnar þá „þýddi" hann söguna yfir á nútímann þar sem hann óttaðist að hinn sígildi og margslúngni boðskapur sögunnar mundi týn- ast með öllu á bak við blikandi hjálma og brynjur. í sögu hans eru aðalpersónurnar tvær, Sám- ur og Hrafnkell, sem eru ólíkir í flestu og fjallar hún um árekstra þeirra á milli og fleiri, árekstra valdamikilla manna og smábænda, en söguþræði Hrafnkelssögu er fylgt að mestu leyti. Fyrirhugað er að Almenna sögufélagið gefi bókina út í íslenskri þýðingu. Mbl. náði tali af Peter Stein og fylgdarliði hans um ætlanir þeirra. Stein sagði ástæðuna fyrir vali sínu á því viðfangsefni að kvikmynda sögu Sundmans vera áhuga sinn á verkum höfundarins. Ennfremur væru bækur hans mjög vel fallnar til þess að gera kvikmynd eftir þeim, auk þess sem hann sjálfur hefði mikinn persónulegan áhuga á Norðurlöndunum, sér- staklega á íslandi þar sem hann sæi fyrir sér manninn í viður- eign sinni við náttúruna. Einnig væri Botho Strauss, sem unnið hefur að gerð handrits að myndinni, áhuga á Norðurlönd- um, en fyrsta uppkasti hand- ritsins er þegar lokið. Kvik- myndatökumaður verður Robby Múller sem töluvert hefur unnið í samstarfi við Wim Wandes sem kom hingað til lands í vor á kvikmyndahátíð Listahátíðar. Peter Stein sagði, að ekki hefði enn tekizt að finna þann stað sem þeim þætti hentugur til töku myndarinnar, þau hefðu ekki enn fundið þann dal þar sem Aðalból, höfuðsetrið, væri staðsett. Fljótsdalshérað væri til athugunar eða annað hérað þar sem fyrirfyndist fallegur dalur. Regina Ziegler, framleiðandi myndarinnar, sagði það vera eitt stærsta vandamál þeirra að finna býli, én sagan gerist að mestu á stórbýlinu „Aðalbóli". Þau vildi ’komast hjá því að byggja það, enda væri það eðlilegra á bæ sem væri til fyrir. Því þyrftu þau að komast í samband við einhvern bóndann og ná samvinnu um töku mynd- arinnar. Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar úm hlutverkaskip- an í myndinni, en Stein kvaðst vonast til þess að einhver samvinna næðist við íslenzka leikendur. Því þyrftu þau að kanna hvort áhugi íslendinga væri fyrir hendi um leik og hvort persónur fyndust sem féllu inn í hlutverkin. Sérstak- lega þyrftu þau á hjálp Islend- inga að halda við þann þátt myndarinnar þar sem gert er ráð fyrir hátíð á Þingvöllum, ef leyfi yfirvalda fæst fyrir því, en þar yrðu þátttakendur um 15 þúsund. Myndin verður m.a. fjármögnuð úr sérstökum sjóði í V-Þýzkalandi, sem styrkir unga kvikmyndaframleiðendur, en fyrir þeirri fjárveitingu er eitt skilyrðið að minnst þrír v-þýzk- ir leikarar skipi hlutverk í viðkomandi kvikmynd. Um 50 manna tæknilið frá V-Þýzka- landi verður við töku myndar- innar en Stein sagði að þeir menn kæmu til með að leita til íslenzkra starfsbræðra sinna um aðstoð. I sumar þegar kvikmynda- gerðin hefst verður Per Olof Sundman viðstaddur upptök- urnar. Aðspurður um það hvort hann væri bjartsýnn um að vel tækist til við vinnu að mynd- inni, svaraði Peter Stein því að hann væri alltaf svartsýnn í byrjun, en honum þætti það þess virði að takast á við þetta viðfangsefni, og ef íslendingar yrðu þeim hjálplegir þá hefði hann fulla ástæðu til bjartsýni. Sigrún Valbergsdóttir, sem stundar nám í leikhús- og kvikmyndafræðum í Köln, hefur verið listamönnunum til aðstoð- ar hér á landi og tekið að sér starf framkvæmdastjóra við vinnslu kvikmyndarinnar um Sám. Hugarburður og tilbúningur Magnúsar Kjartanssonar — segja Henrik Sv. Björnsson og Þórhallur Ásgeirsson Magnús Kjartansson sagði í ávarpi á útifundi á Lækjartorgi að lokinni Keflavíkurgöngu sl. laugar- dagskvöld að tveir fyrstu forsetar lýðveldisins ís- lands. Sveinn Björnsson og Asgeir Ásgeirsson, hefðu viljað að ísland yrði gert að nýlendu Bandaríkjanna. í tilefni af þessum ummælum alþingismannsins hafði Mbl. samband við tvo syni þess- ara forseta, þá Henrik Sv. Björnsson sendiherra og Þórhall Ásgeirsson ráðu- neytisstjóra, og spurði þá álits á þessari fullyrðingu, sem var í heild svohljóðandi: „Þór Whithhead hefur einn- ig rakið að Vilhjálmur Þór, Svcinn Björnsson Ásgcir Asgeirsson valdamesti leiðtogi núver- andi stjórnarflokka á sinni tíð, lagði til við bandarísk stjórnvöld og íslensk. að ísiand fengi sömu stöðu innan Bandaríkjanna og Hawaii en Hawaii var þá nýlenda. Tveir fyrstu forset- ar íslenska lýðveldisins, Sveinn Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson voru sama sinn- is.“ Henrik Sv. Björnsson sagði: „Ég tel að hér hljóti að vera um að ræða einhvern hugarburð Magnúsar Kjartanssonar. Það er af og frá að faðir minn hafi viljað neitt af þessu tagi og þetta á ekkert frekar við um Ásgeir Ásgeirsson. Ég er þess full- viss að þetta er ekki byggt á skrifum Þórs Whiteheads. Þetta er eintóm vitleysa.“ Þórhallur Ásgeirsson sagði: „Þetta er alveg furðu- legur málflutningur og áreiðanlega ekki haft eftir Þór Whitehead, enda þótt það megi skilja þetta svo. Þetta er tilbúningur Magnús- ar. Ég las grein Þórs Whiteh- eads í Skírni og ekki stóð þetta þar. Ég tel einnig að Magnús rangtúlki skrif Þórs um Vilhjálm Þór. Alla vega stenst fullyrðing Magnúsar urn föður minn alls ekki og ábyggilega ekki heldur varð- andi Svein Björnsson." Vinstri stjóm í Vestmanna- eyjum „Ék tel ákveðið að meirihlutasam- starf verði hjá Framsóknarflokki, Alþýðuflokki og Alþýðuhandalagi." sagði Sigurgeir Kristjánsson tals- maður Framsóknarflokksins í Vest- mannaeyjum þegar Morgunblaðið spurði um gang viðræðna," það er ekki búið að skrifa undir. en búið að ákveða samstarfið. Það verður væntanlega bæjarstjórnarfundur í vikunni." Söngkeppni Norræna kórakeppnin hefur verið kórsöng á Norðurlöndum mikil lyftistöng og stórt mark- mið til að keppa að. Fyrir okkur íslendinga er það stórt stökk að hefja á nokkrum árum barna- og unglingasöng á það stig, að samanburði verði við komið, þar sem slík starfsemi hefur átt sér stað um aldir. Meðal menning- arþjóða er þjálfun eins kórs talin full vinna fyrir þrjá og jafnvel fjóra menn. Hér á landi er kórstarfsemi ekki viðurkennd og ekki ætlaður tími til siíkrar starfsemi á stundaskrá Grunn- skólans. Það er fátt á sviði tónmenntakennslu eins áhrifa- ríkt til menntunar, mótunar í smekk, þroskunar félagsanda og ánægjulegrar upplifunar, eins og þátttaka í kórsöng. í kórsöng þjálfast hver einstaklingur í mótun raddarinnar, samvirkum athöfnum, sem eru tengdar listrænum markmiðum, þjálfast í nótnalestri og kynnist marg- víslegri tónlist. Söngtónlist er til frá öllum tímum, allt frá léttri alþýðutónlist til viðamik- illa stórverka, og spannar bók- staflega allt svið mannlegrar upplifunar. Það er vafasamt að nokkur listgrein sé eins óbundin af menningarlegum mun og hafin yfir öll timamörk og Söngur. Þröngsýni á þessu sviði menntunar íslenzkra skóiaæsku er því nokkuð stórt mál og mættu foreldrar leggja tón- listarmönnum þar lið, ef þeir vilja að börn þeirra þroskist við aðra tónlist en þá sem seld er og þjónar undir tískubundið múgatfcrli. Tónlist er mótandi í atferli og samspil þessara þátta er eitt af augljósust.u dæmunum í samfélagi nútímans. Það er óþarfi að fjalla um meðferð barnanna á einstökum verkefn- um, en kórarnir voru mjög ólíkir að gerð. Danski kórinn söng af gleði og með sérlega fallegri raddbeitingu. Finnski kórinn var fallegur í blæ og í rauninni eini barnakórinn í keppninni. Islenzki kórinn var mjög góður og er merkilegt hvað Egill Rúnar Friðleifsson hefur skapað í sínum kór og má segja, aö hann og Þorgeröur Ingólfsdóttir marki þáttaskil í söngmennt íslendinga. Kór Oldutúnsskóla vann ekki til verSlauna. Ekki vegna þess að kórnum tækist illa upp, heldur vegna þess að annar kór var betri. Norski kórinn náði sér ekki á strik en Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON slíkt getur ávallt komið fyrir. Sænski kórinn undir stjórn Bo Johansson sigraði enda er kór- inn sérlega góður. Aðalkeppnis- lagið á tónleikunum, Salutatio Mariæ eftir Jón Norðdal, var sungið af öllum kórunum og skemmtilegt að heyra sama tónverkið sungið sex sinnum og aldrei eins. Tónverkið er fallegt pg nokkur stef þess mjög áleitin. I því eru ýmsar gildrur í takti, samhljómun, raddferli og túlk- un. Sænski kórinn flutti verkið sérlega vel og var hann vel að sigrinum kominn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.