Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1978 31 Myndin er frá leik íslendinga og Svía sem spilaður var í fyrradag. Lengst til vinstri er Karl Sigurhjartarson. þá Einar Pyk frá Svíþj»')ð. en honum urðu á þau mistök í leiknum að svíkja lit. Gengt Karli situr Guðmundur Pétursson og við hlið hans fyrirliði landsliðsins Jón Iljaltason. Tommy Gullberg snýr baki í myndavélina. Norðmenn og Sví- ar bítast um titilinn ÞEGAR tveimur umferðum er ólokið f opna flokknum er Ijóst að það verða Svíar og Norð- menn sem keppa um Norður- landamcistaratitilinn. Norð- menn höíðu fengið 114 stig. Svíar 107, Danir 82. íslending- ar 73Vá og Finnar 30% stig. Má telja öruggt að úrslitaleikurinn hafi farið fram í gærkvöldi en þá áttu Norðmenn og Svíar að spila saman. I kvennaílokki eru sænsku konurnar nánast öruggar um titilinn. Þær hafa hlotið 61 stig. Dönsku konurnar eru í öðru sæti með 37 stig, íslenzku konurnar með 36 stig og þær finnsku með 26 stig. í unglingaflokki eru tvær sveitir sem geta unnið ungl- ingatitilinn. Noregur hefir 92 stig. Svíþjóð 84 stig og ísland rekur lestina með 36 stig. Mjög hefir hallað undan fæti hjá fslenzku piltunum í síðustu umferðum. 7. umferð Opinn flokkuri Annar leikurinn var milli Svía og Islendinga. Fyrri leikur þessarra þjóða hafði endað með jafntefli svo búast mátti við skemmtilegum leik. Svíarnir byrjuðu nokkuð vel og höfðu fengið 22 punkta áður en ísland komst á blað en þá skipuðust veður í lofti. I 7. spili unnu Islendingar 4 spaða á meðan Svíarnir urðu 2 niður. í þessu spili gerðist það í opna salnum að annar sænsku spilaranna, Einar Pyk, sveik lit. Það er trúlega ekki oft sem slíkt hendir svo reynda spilara. Þetta varð til þess að Karl vann sitt spil með tveimur yfirslögum. Það skal tekið fram að hann hefði alltaf unnið spilið. í 13. spili fengu íslendingarnir úttektar- sögn á báðum borðum og í 15. spili fóru Svíarnir í úttektar- sögn á báðum borðum og var hvorugan samninginn hægt að vinna og voru þeir báðir „dobl- aðir“. Þessar sveiflur urðu til þess að Islendingar voru vel yfir í hálfleiknum. Var staðan 61 gegn 29. Síðari hálfleikurinn var mun sveifluminni en hann unnu Svíar 40—23 en tap var ekki umflúið. Islendingar unnu leik- inn 14—6. Hinn leikurinn var milli Finna og Dana. í hálfleik var staðan 67—50 fyrir Dani. Þeir juku svo forystu sína í seinni hálfleik og unnu leikinn 18—2 Bridge Umsjón ARNÓR RAGNARSSON en þeir unnu einnig í fyrri umferðinni og þá 17—3. Kvennaflokkun Annar leikurinn var milli Danmerkur og Svíþjóðar. Urðu dönsku konurnar að vinna leik- inn til þess að vera með í baráttunni um meistaratitilinn. Þær sænsku voru þó ekki á þeim buxunum og í hálfleik var staðan 43—29 þeim í vil. Voru þær mun farsælli í minni spilunum. Seinni hálfleikur end- aði með jafntefli, þannig að sænsku konurnar unnu leikinn 15—5 og eru nú mjög sigur- stranglegar í kvennaflokknum með 24 stiga forystu. Hinn leikurinn var milli finnsku og íslenzku kvennanna. íslenzku konurnar höfðu ekki unnið leik og nú var komið að þeim. I hálfleik var staðan 56—31 fyrir ísland. Seinni hálfleikirnir hafa verið erfiðir fyrir konurnar og því gat allt gerzt enn. En þær létu engan bilbug á sér finna og héldu sínu striki. Þær voru mun farsælli og Annette Kristensen heitir þessi fallega kona en hún er f danska kvennalandsliðinu. Þeir sem halda að í bridgeíþróttinni séu bara feitir karlar geta svona hvað af hverju farið að skipta um skoðun ... unnu leikinn verðskuldað. Is- land 18 — Finnland 2. í lok síðari hálfleiks kom fyrir sama óhapp hjá Kristínu og hent hafði Pyk, að svíkja lit. Líklegt er að Kristín hafi verið orðin svolítið þreytt, enda búin að spila allan leikinn. Unglingaflokkuri íslenzku strákarnir spiluðu gegn Svíum og í öðru spili fengu Islendingarnir 8 punkta. Bezt er að fara sem fæstum orðum um það sem eftir var hálfleiksins því eftir 16. spil var staðan 87—8 fyrir Svía. Þegar 23 spil höfðu verið spiluð var staðan orðin 111—8. Svíarnir fengu þó ekkert stig í 9 síðustu spilunum og björguðu íslendingarnir 3 mínusstigum á þeim tíma. Loka- staðan: Svíþjóð 20 — Island mínus 2. Gestaleikuri Norðmenn spiluðu gestaleik við íslenzkt unglingalið og var leikurinn nokkuð jafn allan tímann, en endaði með sigri Norðmanna 13—7. 8. umferö Opinn flokkuri Annar leikurinn í gærdag var milli Dana og Svía. Ljóst var að önnur sveitin varð að vinna leikinn stórt annars ynni Noreg- ur mótið. Svíarnir tóku strax forystu í leiknum og t.d. í 7. spili fengu þeir úttektarsögn á báð- um borðum. Spil nr. 7 átti eftir að gera nokkurt strik í reikning- inn í fleiri leikjum. í hálfleik höfðu Svíarnir 30 punkta for- skot sem þeir svo juku í 50 punkta í síðari hálfleik og Danir urðu aö þola að tapa með 0 gegn 20. Svíar eru því enn í barátt- unni um Norðurlandameistara- titilinn. Hinn leikurinn var milli Norðmanna og Finna. Ekki var talið að Norðmönnum yrði skotaskuld úr því að leggja Finnana, en enginn leikur er f.vrirfram unninn. Finnarnir höfðu yfir í hálfleik 3 punkta og höfðu, eins og í hinum leiknum fengið úttektarsögn á báðum borðum í 7. spili. Þeir urðu þó að láta í minni pokann í seinni hálfleiknum og töpuðu leiknum 15-5. Unglingaflokkuri Islenzku piltarnir spiluðu gegn Norðmönnum. Þeir höfðu unnið Norðmenn í öðrum leikn- Framhald á bls. 26. 'áSjt m Kommóöur hentugar fyrir sumarbústaöi. Sala varnarliðseigna m Allt dilkalqót á gamlaverðinu Libby's tðmatsósa 12 07: 195 kr Libby's tðmatsðsa E4 07 359 kr Sykur 1 kg 135 kr Sykur 5o kg 6 .249 kr Matarepli 1 kg 249 kr Srtap kornflex löoo gr 875 kr Snap kornflex 51o gr 469 kr Erin sðpur 1/1 135 kr Ora fiskbollur dðs 379 kr Ora fiskbðöingur Vl dðs 549 kr Opiö til kLlO föstudagskvöld HACKAUP SKEIFUNN115 Fyrir börnin í Vörumarkaöinum FALLEG BARNAFOT VÖNDUÐ BARNAFÖT ALLT NÝJAR VÖRUR Á VÖRUMARKAÐSVERÐI Sími 86113.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.