Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 32
32 MOKG UNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1978 UfllHORP Umsjón. TRYGGVI GUNNARSSON OG ANDERS IIANSEN. — Á Kúbu eru mannréttindi fótum troðin, þúsundir sitja í fangelsi, pyntingar eru dag- legt brauð, en umræðuefnið á „heimsmóti æskunnar* verður „frelsisbarátta æskunnar í auðvaldsríkjunum“!! m Rússar og Kúbumenn í Afríku? þið eiginlega að tala? Um hvað eruð ríkjunum. Ekki verður minnst einu orði á það hvernig mannréttindi eru fótum troðin á Kúbu. — Hvað á þá að ræða, kann einhver að spyrja. Og svarið er, ótrúlegt en satt, umræðuefnið á „heimsmóti æskunnar" á Kúbu verður „frelsisbarátta æskunnar í auðvaldsríkjunum"!!! Líklega eiga æskumenn frá Bret- landi, Bandaríkjunum, Sví- þjóð, Danmörku, Hollandi og jafnvel frá íslandi að segja jafnöldrum sínum á Kúbu hvernig æskan verði að berj- ast harðri baráttu fyrir frelsi sínu úti í hinum vonda kapítalíska heimi! I þeirri rreinargerð verður væntan- lega ekki minnst á það, að í hinum svonefndu auðvalds- ríkjum ríkir prent- og mál- Kúbumenn hafa verið mikið í sviðsljósi heims- fréttanna undanfarna mánuði og ár. Einkum hefur mönnum orðið tíðrætt um dvöl kúb- anskra hersveita í Afr- íku, og afskipti þeirra af ýmsum hernaðar- átökum þar í álfunni. Er nú svo komið, að varla kemur svo til hernaðarátaka eða upp- reisna í Afríku, að ekki séu Kúbumenn þangað komnir. Eru Sovétmenn þá sjaldnast langt í burtu, enda Kúbumenn þeim háðir um vopn, ráðgjafa og fjárhagsleg- an stuðning. Lenda Kúbu- menn og Rússar í nýrri i „Vietnamdeilu“? Vesturlandabúar spyrja sjálfa sig oft þeirrar spurn- ingar, hvort ekki sé mögu- leiki á því að Rússar og Kúbumenn lendi í samskonar ógöngum í Afríku og Frakkar og Bandaríkjamenn í Indó- Kína. Rétt er það, að margt kann að virðast svipað með þessum málum við fyrstu sín, en íslenzkt æskufólk heimsækir Kúbu, land harðstjórans Castros litlar líkur eru þó til þess að sama staða muni koma upp í Afríku og í Vietnam fyrir nokkrum árum. Það kann að vísu að gerast, að hernaðar- legir erfiðleikar verði svipað- ir, en óhugsandi er að sömu hlutir geti gerst í Sovétríkj- unum og á Kúbu og gerðus í Bandaríkjunum og í Vest- ur-Evrópu meðan á Viet- nam-styrjöldinni stóð. Gagn- rýni heima fyrir verður aldrei þoluð, og því er ekki þaðan að vænta þess þrýst- ings sem dugi til að stjórn- vöjd breyti um stefnu. I öðrum löndum mun held- ur ekki verða vart neinnar gagnrýni frá hinum ýmsu vinstrihópum, enda er það tvennt ólíkt að drepa sak- laust fólk í My lai eða þegar hersveitir studdar af félaga Castro og félaga Breshnef myrða fólk og nauðga konum í Zaire. Hvernig er ástandið á Kúbu? Hér á Umhorfssíðunni var greint frá ástandi mannrétt- indamála á Kúbu í grein Einars K. Guðfinnssonar í síðustu viku. Þar var meðal annars skýrt frá því, að margar alþjóðlegar stofnanir telja, að á Kúbu sitji tugir þúsunda manna í fangelsum af pólitískum ástæðum, og að þar eru pyntingar á þeim föngum daglegt brauð. Castro sjálfur segir 20 þús- und manns sitja í fangelsi af stjórnmálaástæðum á eyjunni. Hver tilraun til frjálsrar skoðanamyndunar og skoð- anaskipta er kæfð í fæðing- unni. Stjórnmálaafskipti og iistsköpun er aðeins fyrir þá sem eru félaga Castro þókn- anlegir. Kosningar fara ekki fram, dómskerfið starfar aðeins til þess að halda andstæðingum stjórnvalda í skefjum, og svo mætti lengi telja. Mannréttindi eru fót- um troðin. Yfir öllu þessu vakir svo „stóri bróðir" í > Moskvu og lítur með velþókn- un á hvernig málum er háttað. „Heimsmót æskunnar“ í Havana á Kúbu Nú síðar í sumar verður haldið í Havana á Kúbu svonefnt „heimsmót æskunn- ar“, þar sem æskulýður víðs vegar að mun koma saman til þess að ræða hugðarefni sín og dást að fyrirmyndarríki félaga Castros. Ekki er ætl- unin að minnast einu orði á íhlutun Sovétmanna og Kúb- ana í Afríku. Ekki verður minnst einu orði á ósjálf- stæði Kúbu gagnvart Sovét- frelsi, þar eru frjálsir fjöl- miðlar, þar situr enginn í fangelsi fyrir skoðanir sínar, þar fara ekki fram pyntingar á föngum, nei þessu verður vafalaust sleppt. Þess í stað verður þjóðfélagi Vestur- landa lýst með augum þeirra sem sjá hlutina aðeins með gleraugum trúarofstækis kommúnismans, og það kruf- ið í samræmi við það. Ekki verður í fljótu bragði séð hvaða erindi Islendingar eiga til Kúbu nú í sumar, en þangað munu að öllum lík- indum fara fulltrúar frá Æskulýðssambandi Islands. Það verður tekið eftir því hverjir fara, en fulltrúar ungra sjálfstæðismanna hafa þegar lýst því yfir að þeir telji sig ekki eiga neitt erindi á þetta svokallaða „heims- mót æskunnar" eins og að málum er staðið. - AH Afturhalds- öflin Alþýðubandalagsmenn, ekki síst þeir af yngri kyn- slóðinni, reyna oft að telja fólki trú um það, að Alþýðu- bandalagið sé mesta unjbóta- og framfaraaflið í íslenskum stjórnmálum. Þeir sem séu fylgjandi framförum og breytingum á íslensku þjóð- félagi eigi því að fylkja sér um Alþýðubandalagið. Ekki fer hjá því að þessi málflutningur hljómi dálítið ankannalega þegar betur er að gáð, og það kannað hvers konar fólk skipar forystu- sveit Alþýðubandalagsins. Þar kemur nefnilega í ljós hið svartasta afturhald á mörgum sviðum, og séu ís- lenskir stjórnmálaflokkar skoðaðir hlutlaust og án fordóma kemur í ljós að afturhalds- og íhaldsöfl í neikvæðri merkingu ráða lögum og lofum í Alþýðu- bandalaginu. Lítum á nokkur dæmi þessu til stuðnings: • Forystumenn Alþýðu- bandalagsins hafa alla tíð barist hatrammlega gegn opnum (og raunar einnig lokuðum) prófkjörum sem mjög hafa rutt sér rúms á sviði islenskra stjórnmála síðustu ár, fyrir tilstilli og frumkvæði Sjálfstæðis- flokksins. Forysta Alþýðu- bandalagsins vill ekki að hinn almenni flokksmaður, hvað þá aðrir stuðningsmenn flokksins, hafi nokkur minnstu áhrif á hverjir skipa framboðslista hans. • Forysta Alþýðubanda- lagsins hefur marg oft lýst því yfir að hún hafi óbeit og fyrirlitningu á frjálsri blaða- mennsku og fjölmiðlun yfir- leitt. I Þjóðviljanum fá að- eins inni með skrif sín sauðtryggir kommúnistar, enda hætt við því að sumir lesenda blaðsins fengju hland fyrir hjartað ef ein- hverjir „óæskilegar" skoðan- ir bærust inn um bréfalúg- una þeirra með Þjóðviljan- um. • Á síðasta flokksþingi Alþýðubandalagsins var samþykkt að blaðamönnum skyldi heimilt að sitja þingið. Ekki náði þetta „frjálslyndi" þó lengra en svo, að þegar víðkvæm mál voru til um- ræðu voru blaðamenn jafnan látnir víkja úr salnum á meðan. • Minna má á, að forysta Alþýðubandalagsins er ein- r / M "> '■wy % Jónas Árnason og Njörður P. Njarðvík. Jónas var á móti litvæðingu íslenska sjónvarpsins. Njörður er á móti því að íslendingar geti séð sendingar erlendra sjónvarpsstöðva. Vafalaust hefðu þeir verið á móti símanum á sínum tima, hefðu þeir verið uppi þá. dregið á móti því að útvarps- rekstur verði gefinn frjáls hér á landi. • Minna má á, að Jónas Árnason, alþingismaður, var á móti því að litasjónvarpi yrði komið á hér á landi. • minna má á, að Njörður P. Njarðvík, ein helsta skrautfjöður íslenskra vinstrimanna, er á móti því að íslendingar geti séð send- ingar erlendra sjónvarps- stöðva um gervihnetti. • Þessi dæmi nægja til að sýna það, að öflugustu aftur- halds- og kyrrstöðuöflin í íslenskum stjórnmálum er að finna í Alþýðubandalaginu. - AH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.