Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1978 Baráttuþing ungra sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi Sjálfstæði eða sósíalisma? Un>?ir Sjálfstæðismenn í Reykjaneskjördæmi héldu fjöl- mennt baráttuþing í Kópavogi s.l, laugardag undir kjörorðinui „Sjálfstæði eða sósíalisma?“ A þingið voru mættir flestir ungir trúnaðarmenn flokksins í kjör- dæminu. og urðu mjög fjörugar umræður á þvi um markmið og leiðir Sjálfstæðisflokksins á kom- andi árum. um efnahagsmálin, varnarmálin, Morgunblaðið, síð- degisblöðin, rikisfjölmiðlana og skólakerfið. Eyjólfur Guðmunds- son, formaður Kjördæmissam- taka ungra Sjálfstæðismanna á Reykjanesi, setti þingið, en Jón Pétur J. Eiríksson hagfræðingur sagði. að einungis væru til tvcnns konar hagkerfi. miðstýrt og frjálst. Ilagkerfi Kambódíu eftir valdatöku Rauðu kmeranna kæm- ist líklega næst því að vera „hreint" miðstýrt hagkerfi. Lítill sem enginn ágreiningur væri á milli hagfræðinga um það. að rekstur væri hagkvæmari í frjálsu hagkerfi. Sjálfstæðis- flokkurinn kysi frjálst hagkerfi. Magnússon, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, sleit þvi. Matthías A. Mathiesen fjár málaráðherra, sem er í 1. sæti D-listans í kjördæminu, Hannes Hólmsteinn Gissurarson háskóla- nemi, sem er í 8. sæti listans, og Pétur J. Eiríksson hagfræðingur fluttu framsöguræður. Ríkisbúskapurinni Umbætur í anda frjálshyggju Matthías ræddi um ríkisbúskapi; inn og benti á nokkrar umbætur i anda frjálshyggju, sem gerðar voru á þessu kjörtímabili. Hlutur ríkisins í þjóðarframleiðslu lækk- aði úr 31% í 27%. Hlutur beinna skatta — sem eru skattar á aflafé einstaklinga -r- í tekjum ríkisins lækkaði úr 19% í 14%, og hlutur óbeinna skatta — sem eru skattar á eyðslu — hækkaði að sama skapi. Útgjöld ríkissjóðs umfram áætlun lækkuðu úr 37% fjárlaga í 10%, þannig að fjárlög eru miklu nákvæmari en áður. Matthías sagði, að í n.k. þingkosningum væri kosið um stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða vinstri stjórn, stjórn í anda frjálshyggju eða stjórn í anda sósíalismans. Sjálfstæðisflokkurinn gengi óbundinn til þessara kosninga og væri tilbúinn til samstarfs eftir þær við alla þá, sem vildu leysa vandann með þjóðarsátt. Hannes Hólmsteinn sagði, að tvær stefnur tækjust. á í íslenzkum Ungir Sjálfsta‘ðismenn (S.u.s.j hala gefið út tvo bæklinga, sem eru að sögn þeirra ómissandi fyrir þá, sem ætla að taka málefnalcga afstöðu í nk. þingkosningum. Friedrich von Ilayek, sem fékk Nóhelsverðlaunin í hagfræði 1974, segir í öðrum, að sósialisminn sé „leiðin til ánauðar", en þeir Baldur Guðlaugsson lögfra>ðingur, Geir II. Haarde hagfræðingur. Baldur Sveinsson kcnnari og Björn Bjarnason skrifstofustjóri skrifa í hinum um hlutverk varnarliðsins. Bæklingarnir eru fáaníegir á skrifstofu Sjálfsta-ðisflokksins í Reykjavík. Matthías Á. Mathiescn fjármálaráðherra ræðir við starfshóp á baráttuþinginu. í ræðu hans kom fram, að margar umbætur í anda frjálshyggju hafa verið gerðar á rikisbúskapnum á þessu kjörtímabili. Til dæmis hefur hlutur ríkisins í þjóðarframleiðslu lækkað úr 31% árið 1975 í 27%, og útgjöld ríkisins fóru einungis 10% fram úr áætlun 1977. en 37% 1974. stjórnmálum eftir sigur sósíalista- flokkanna í byggðakosningunum, stefna Sjálfstæðisflokksins eða sósíalisminn. Munurinn á þeim væri sá, að skv. sjálfstæðisstefn- unni veldu menn sér markmiðin í lífinu sjálfir, en skv. sósíalisman- um veldi einhver hópur markmiðin fyrir alla. Sjálfstæðisflokkurinn berðist fyrir sjálfstæði einstakl- ingsins og þjóðarinnar, hann hefði haft forystu um stofnun lýðveldis 1944, aðildina að Atlantshafs- bandalaginu 1949, sem tryggði sjálfstæði þjóðarinnar, og þær breytingar á hagkerfinu, sem juku frelsi einstaklinganna, árin 1950 og 1960. Sjálfstæðismenn í þessari ríkisstjórn hefðu tryggt varnir landsins, fært fiskveiðilögsöguna út í 200 mílur án mannfórna, og verðbólgan hefði á fyrstu þremur árum kjörtímabildsins hjaðnað úr 52% í 26%, en hagsmunahóparnir ekki verið tilbúnir til þeirra fórna, sem nauðsynlegar væru til þess, að verðbólguvandinn leystist, og verðið hefði því bólgnað upp aftur. Haftabúskapur væri líklega rek- inn, ef Sjálfstæðismenn hefðu ekki tekið forystu í ríkisstjórn 1974. Pétur sagði, að einungis væru til tvær fræðilegar lausnir á þeim vanda, hver ætti að taka efnahags- legar ákvarðanir eða ráðstafa þeim takmörkuðu gæðum, sem til væru. Önnur lausnin væri, að einstaklingarnir ættu sjálfir að taka ákvarðanirnar, og fæli hún í sér frjálst hagkerfi eða markaðs- kerfi, en hin væri, að ríkið (undir ýmsum nöfnum.) ætti að gera það, og fæli hún í sér miðstýrt hagkerfi. í frjálsu hagkerfi gætti tilhneigingar til lýðræðis, en í miðstýrðu hagkerfi væri einræði nauðsynlegt. Þessi fræðilegu líkön ættu sér auðvitað ekki fullkomnar samsvaranir á jörðinni. Líklega kæmist hagkerfi Kambódsju eftir valdatöku Rauðu kmeranna næst því að vera miðstýrt, en oftast væri hagkerfi Ráðstjórnarríkj- anna talið miðstýrt, en hagkerfi Bandaríkjanna frjálst. Á íslandi væri hagkerfið miklu nær því að vera frjálst en miðstýrt, en þó væri arðsemi greinilega ekki eins algengt markmið og í öðrum frjálsum hagkerfum, ýmiss konar „félagsleg" sjónarmið eða „rétt- lætissjónarmið" hefðu ráðið miklu, en vandinn væri auðvitað að meta, hvað væri réttlátt og „félagslegt" og hvað ekki. Pétur sagði, að Sjálfstæðisflokkurinn kysi frjálst hagkerfi. Lausn verðbólguvandansi Takmörkun án nauðungar Baráttuþingið samþýkkti ræki- legar ályktanir um verðbólguna, byggðastefnuna og ríkisbúskap- inn. í ályktuninni um verðbólguna segir m.a.: „Til eru tvær lausnir á verð- bólguvandanum. Önnur er að auka frelsi einstaklinganna. Þessa lausn kjósa ungir Sjálfstæðismenn í Reykjaneskjördæmi. Hin er að auka vald ríkisins. Þessa lausn kjósa sósíalistar. Lausnin, sem Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að reyna að vinna að í samstarfi við aðra flokka (þangað til hann fær meirihlutafylgi), er samhæfing aðgerða í peningamálum, launa- málum, ríkisfjármálum og at- vinnumálum. Hún er: í peningamálum að takmarka útlán banka og opinberra sjóða með vaxtabreytingum, þannig að jafnvægi sé með innlánum og útlánum, að takmarka innflutning með gengisbreytingum, þannig að jafnvægi sé með innflutningi og útflutningi, og umfram allt að takmarka aukningu peningamagns við aukningu þjóðarframleiðslu, í launamálum að takmarka launa- Hannes H. Gissurarson háskóla- nemi sagði, að kosið væri í þingkosningunum 25. júní nk. um sjálfstæði eða sósialisma og að kjörorð ungra Sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi væru sjálfstæði cinstaklingsins — sam- vinna stétta og sjálfstæði íslands — samvinna Vesturlanda. hækkanir við hækkun þjóðar- tekna, í ríkisfjármálum að takmarka opinberar framkvæmdir, reka rík- ið án halla og lækka hlut þess í þjóðarframleiðslu, í atvinnumálum að safna sjóðum í sjávarútvegi til þess að jafna sveiflur í verði og magni sjávar- afla og auka fjölbreytni út- flutningsvöru með iðnvæðingu. Lausn verðbólguvandans er í rauninni einföld: Takmörkun án nauðungar.“ I ályktuninni um ríkisbúskapinn er þeim umbótum á ríkisbúskapn- um, sem gerðar hafa verið að frumkvæði Matthíasar Á. Mathiesens, á þessu kjörtímabili, fagnað. I henni segir m.a.: „Að lokum minna ungir Sjálfstæðis- menn í Reykjaneskjördæmi á þau frumsannindi, sem menn mega alls ekki gleyma: að ríkið er fyrir mennina, en mennirnir ekki fyrir ríkið." I ályktuninni um byggðastefn- una segir m.a.: „Fjárfesting á að fara eftir arðbærni framkvæmda, en ekki atkvæðavon stjórnmála- manna." Síðan segir: „Fólkið á að hafa réttinn, en ekki byggðarlögin. Það skiptir ekki máli, hvort kjósandinn er karl eða kona, ungur eða gamall, ríkur eða fátækur, Vestfirðingur eða Reyknesingur. Kyn, aldur, eign og búseta eiga ekki að gefa sumum mönnum atkvæðisrétt umfram aðra. Ungir Sjálfstæðismenn á Reykjanesi krefjast þess vegna jafnréttis Reyknesinga á við aðra lands- menn, þannig að enginn munur sé á atkvæðisrétti manna eftir búsetu þeirra."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.