Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1978 35 Halldór Halldórsson: U pplýsingafrelsi eða baktjaldamakk? Um opna fundi og bann við lokuðum meirihlutafundum Helzta baráttumál bandarískra blaöamanna undanfarna áratugi hefur verið að tryggja fjölmiðlum aðgang "áð upplýsingum. Þetta baráttumál hefur verið tvíþætt. Annars vegar hefur verið barizt fyrir aðgangi fjölmiðla, og um leið almennings, að fundum stjórn- málamanna og embættismanna þeirra, og hins vegar hefur verið barizt fyrir rétti blaðamanna til að afla sér gagna í skjallegu formi í stjórnarstofnunum. Hvort tveggja hefur verið leitt í lög í Bandaríkjunum. Hið síðarnefnda hefur verið rætt stöku sinnum hérlendis á undanförnum árum og nefnt upplýsingaskylda stjórnvalda. Frumvarp til laga var lagt fram á Alþingi 1973 um upplýsingaskyldu stjórnvalda í samræmi við þings- ályktunartillögu, sem fyrst var borin upp 1970. Frumvarpið dag- aði uppi, en nýtt frumvarp sama efnis var lagt fram í marz s.l. Enginn hefur dregið í efa nauðsyn á góðri löggjöf af þessu tæi. Bandarísk lög um opna fundi I Bandaríkjunum er þetta kallað upplýsingafrelsi, sbr. tjáningar- frelsi, félagafrelsi, fundafrelsi o.s.frv. Hin hlið upplýsingafrelsisins, þ.e. aðgangur að fundum hefur ekki verið rædd hérlendis fyrr en nú á vordögum 1978. Vestra eru lög þessa efnis („open meetings laws“) í gildi í 48 ríkjum Banda- ríkjanna. Fyrstu lögin voru sam- þykkt í Alabama 1915. Hins vegar er engin alríkislög- gjöf sem slík til um opna fundi. Fundir Bandaríkjaþings eru haldnir fyrir opnum tjöldum samkvæmt hefð. Fundir nefnda þingsins eru einnig opnir og hafa verið um langa hríð. Árið 1970 kvað Banda- ríkjaþing upp úr um, að meirihluti þingnefndar eða undirnefndar hennar þyrfti að greiða atkvæði um það hvort loka ætti fundi. Árið 1973 samþykkti fulltrúadeild þingsins, að nöfn þeirra nefndar- manna, sem greiddu atkvæði með lokun, skyldu gerð opinber hverju sinni. Öldungadeildin býr ekki við slíka reglu. Þá voru samþykkt fyrir tveimur árum alríkislög, sem kveða á um, að hulu verði svipt af u.þ.b. 50 mikilvægum stjórnum, nefndum og ráðum ríkisins og fundir þeirra opnaðir blaðamönn- um og almenningi. Bandarískum sérfræðingum í fjölmiðlalöggjöf þykir þetta stutt skref, en þó í áttina. Heróp bandarískra blaðamanna í baráttunni fyrir auknum aðgangi að upplýsingum og um leið opnari stjórnsýslu hefur verið „rétturinn til að vita“. Þessa réttar hafa þeir krafizt í krafti.skyldu sinnar til að veita lesendum sínum glöggar og nákvæmar upplýsingar. Forsenda skynsamlegra skoðanaskipta er öflun upplýsinga og vissulega efast enginn um rétt almennings til þess að vita hvað stjórnvöld aðhafast. Madison og Jón Sigurðsson Madison, fjórði forseti Banda- ríkjanna sagði: „Þjóð, sem vill vera sinn eiginn ' herra, verður að. hervæðast því valdi, sem fólgið er í þekkingu.“ Hann bætti við, að lýðræði í landi, þar sem almenn- ingur byggi ekki yfir upplýsingum um athafnir stjórnvalda, væri einungis hægt að líkja við forspjall að skopleik eða sorgarleik; nema hvort tveggja væri. Hann sagði ennfremur, að upplýsingafrelsi og rétturinn til að ræða og kynna sér aðgerðir stjórnvalda væri hin eina raunverulega trygging allra ann- arra mannréttinda. Jón Sigurðsson orðaði sömu hugsun á íslenzkari hátt: „Sá bóndi myndi harla ófróður þykja um sinn eiginn hag og lítill búmaður, sem ekki vissi tölu hjúa sinna eða heimilisfólks, eða kynni tölu á, hversu margt hann ætti gangandi fjár... I fám orðum að segja, sá sem ekki þekkir ásig- komulag landsins ... sem glöggv- ast og nákvæmlegast, hann getur ekki með neinni greind talað um landsins gagn og nauðsynjar; hann veit ekkert nema af ágizkun, hvort landinu fer fram eða aftur; hann getur ekki dæmt um neinar uppástungur annarra í hinum merkilegustu málum né stungið sjálfur upp á neinu, nema eftir ágizkun." Jón og Madison eru m.ö.o. sammála um, að forsenda lýðræð- islegrar stjórnskipunar sé upplýst alþýða. I Bandaríkjunum er lögum um opna fundi ætlað að tryggja þessa forsendu og um leið sjálf- sögð mannréttindi. Andíýöræöislegur hégómi? Þorbjörn Broddason, borgarfull- trúi í minnihluta, braut straum fyrir hugmyndum í ætt við lög um opna fundi í borgarstjórn Reykja- víkur fyrir skemmstu. Þeim var vísað á bug og málið allt talið hinn mesti hégómi. Tillaga hans var sniðin að nokkru eftir bandarískri fyrirmynd og hófst með almennri stefnuyfirlýsingu, eins og tíðkast vestra: ,,-Borgarstjórn Reykjavíkur þiggur vald sitt frá Reykvíkingum og starfar eingöngu í þágu borgar- búa. Til að tryggja þetta megin- sjónarmið er nauðsynlegt, að borgarstjórn starfi fyrir opnum tjöldum og taki ákvarðanir og íhugi mál, er almenning varðar, fyrir opnum tjöldum. Þess vegna skulu fundir hennar, stjórna, nefnda og ráða borgarinnar og embættismanna hennar vera opnir almenningi og fjölmiðlum." Hér eru tekin af öll tvímæli um það, að borgarfulltrúar starfi fyrir og vegna borgarbúa; störf þeirra séu ekki einkamál þeirra sjálfra og því eigir þú og ég rétt á að fylgjast milliliðalaust með störfum þeirra. Davíð Oddsson, borgarfulltrúi í meirihluta, andmælti tillögunni. Hann ræddi um geitur og fiski- rækt(!), en þegar hann vék að tillögu Þorbjarnar sagði hann, að hún væri „rómantísk14, „furðuleg“, „út í bláinn“, byggð- ist á „fóbíu“ og í frávísunartillögu, sem hann bar upp lýsti hann tillögurnar „óraunsæjar, illfram- kvæmanlegar, og í raun spor í andlýðræðislega átt...“ (Leturbr. mín, HH). Með þessum orðum felldi Davíð lok á málið. Níu fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins samþykktu, að tillagan væri andlýðræðisleg, fulltrúar krata og Framsóknar- flokks þorðu ekki að taka afstöðu, en flokksfélagar Þorbjarnar í Alþýðubandalaginu réttu upp hægri hönd (skv. fundarsköpum). Orð Davíðs Oddssonar get ég ekki skilið á annan veg en þann, að bandarísk lög um opna fundi séu andlýðræðisleg, og einnig, að reglan um opna fundi Alþingis og dómþinga, og síðar sveitarstjórna, sé andlýðræðisleg. I Réttarsögu Alþingis eftir Einar Arnórsson segir, að það hafi verið aðalreglan á Alþingi hinu forna, að hver maður, karl sem kona, iiai: ’-fct Ilalldór Ilalldórsson sækja Alþingi: „Það var réttur, sem hver maður átti.“ Þessi regla er nú bundin í stjórnarskrá íslenzka lýðveldisins og sveitar- stjórnalögin kveða á um, að fundi bæjar- og borgarstjórnar skuli heyja í heyranda hljóði. Hugsunin er náttúrlega sú, að almenningur þekki „ásigkomulag landsins". Raunveruleikinn og formiö En þessi ákvæði nægja ekki. Því veldur flóknari stjórnsýsla en áður var. Störf, sem áður fóru fram á fundum Alþingis og bæjarstjórna hafa færzt til ýmiss konar nefnda og ráða. Og ekki nóg með það, heldur hefur t.d. borgarstjórn Reykjavíkur framselt vald sitt að hluta til borgarráðs, sem skv. lögum er heimilt að taka fullnaðarákvarðanir um mál fyrir luktum dyrum. Af þessu ætti að vera ljóst, að sá ásetning- ur, sem felst í þeirri aðalreglu, að fundi Alþingis og bæjar- og borgarstjórnar skuli heyja í heyr- anda hljóði, er að litlu gerður með því að loka t.d. fundum allra undirstofnana Reykjavíkurborgar, einmitt þar sem megni allra borgarmála er í raun ráðið til lykta. Ákvæði sveitarstjórnalaganna um opna bæjarstjórnafundi full- nægir einungis formlegum kröfum lýðræðislegrar stjórnskipunar, en ekki raunverulegum kröfum lýð- ræðis og réttindum almennings. Rétt er að taka fram, að í tillögu Þorbjarnar er að sjálfsögðu gert ráð fyrir að halda megi lokaða fundi um viðkvæm einkamál manna eða mál, þar sem hagsmun- ir borgarinnar réttlæta slíkt. En hann vill, eins og alsiða er í bandarískum lögum, að undan- þáguheimildir til lokunar verði taldar tæmandi talningu til að tryggja að heimildinni verði ekki misbeitt. Aðeins tvö dagblöð gerðu tillög- unni einhver skil, Morgunblaðið og Þjóðviljinn, bæði á flokkspólitíska vísu. Þjóðviljinn hrópaði að sjálf- sögðu húrra fyrir sínum manni og tillögu hans. Morgunblaðið gerði hins vegar að aðalatriði upphaf fjórða liðar hennar, sem kvað á um bann við lokuðum meirihlutafund- um borgarstjórnar og af fréttum blaðsins að marka þótti það hin mesta firra. Hverju barni ætti hins vegar að vera ljóst af hverju þetta ákvæði er nauðsynlegt og raunar skilyrði þess, að tillaga um opna stjórn- sýslu nái tilgangi sínum. Megin- regla íslenzkra laga er nefnilega sú, að einfaldur meirihluti nægi til að ákvörðun sé bindandi: „Sveitar- stjórn getur enga ályktun gert, nema meira en helmingur sveitar- stjórnarfulltrúa sé viðstaddur," segir í sveitarstjórnarlögunum. Minnihluti getur hins vegar ekki tekið bindandi ákvarðanir. Tillagan misskilin Nú liggur fyrir, að fyrrverandi meirihluti hélt reglulega fundi um málefni borgarinnar. Ákvarðanir, sem þar kunna að hafa verið teknar, öðluðust hins vegar ekki gildi „í stjórnskipulegri merkingu" fyrr en hægri hendurnar níu lyftust á málfundum borgarstjórn- ar. Um gildi meirihlutafundanna sagði Davíð: „Menn (þ.e. borgarfulltrúar) koma þá betur upplýstir á borgar- stjórnarfundina og minni tíma þarf að eyða í það að fræða kollegana um einstök framkvmda- atriði, sem átt hafa sér stað í hinum einstöku og fjölmörgu nefndum." Samkvæmt þessu koma þessi „framkvæmdaatriði" almenningi ekkert við. Þau á ekki að ræða fyrir opnum tjöldum. Skrumskælingin á ákvæðinu um bann við meirihlutafundum, sem fram kom í ræðu Davíðs og Morgunblaðið lét villast af, var sá misskilningur, að fyrst banna ætti meirihlutafundi, þá ætti að sjálf- sögðu jafnframt að banna minni- hlutafundi. í þessu sambandi ræddi Morgunblaðið við formenn þriggja stærstu þingflokkanna og spurði hvort til greina kæmi að opna þingflokksfundi. Þess var hins vegar ekki geti í fréttum, að enginn þingflokkur hefur meiri- hlutaaðstöðu á Alþingi, og getur þannig ekki tekið bindandi ákvarð- anir. (Hitt er svo annað mál hvort það horfðj ekki til heilla að opna slíka fundi einnig). Svo enn sé vitnað til Bandaríkj- anna, þá hafa dómstólar og fræðimenn í lögum skilgreint hugtakið „opinber fundur“, þ.e. opinn fundur. Niðurstaðan er ■ þessi: Hvenær sem meirihluti kemur saman, að ekki sé talað um reglulega, er um að ræða opinber- an fund og samkvæmt lögum skal sá fundur vera opinn almenningi. Fræðimenn hafa sérstaklega tekið fram, að meirihlutahugtakið skipti aðalmáli. Ákvarðanir, sem meiri- hluti tekur á öðrum vettvangi en lög og reglugerðir gera ráð fyrir, eru því ólögmætir. Jafnframt er bent á, að ekki ráði úrslitum hvort ákvarðanir séu teknar eða ekki. Aðalatriðið sé, að slíkir fundir geti tekið ákvarðanir. Það er í sjálfu sér athyglisvert spursmál fyrir fræðimenn í ís- lenzkum lögum að meta hvort lokaðir meirihlutafundir stjórnar, sem samkvæmt lögum á að halda fundi í heyranda hljóði, séu ekki lagabrot. Eða m.ö.o., hvort meiri- hlutafundir fyrTverandi borgar- stjórnar og væntanlegir meiri- hlutafundir núverandi borgar- stjórnar séu ekki brot á sveitar- stjórnalögunum, og þá alveg sér- staklega með hliðsjón af sérstöðu borgarráðs. En hvað sem íslenzkum lögum líður væru meirihlutafundir borg- arstjórnar bannaðir samkvæmt bandarískum lögum. Furðuleg ummæli Nú er svo að sjá, að forystu- manni Alþýðubandalagsins í borg- arstjórn, Sigurjóni Péturssyni, þyki hugmyndin ekki jafnfýsileg og fyrir kosningar. Morgunblaðið spurði forystumenn samsteypu- flokkanna þriggja í borgarstjórn hvort meirihlutafundir þeirra yrðu opnir. Sigurjón vék sér fimlega frá því að svara, Kristján Benediktsson, framsóknarmaður, sagði málið úr sögunni og Björgvin Guðmundsson, krati, sagði: „hugmyndin er íráleit“, raunar þvert ofan í yfirlýst stefnumið flokks síns. Vinur hans Vilmundur Gylfason sagði t.d. í Alþýðublað- inu 7. þ.m.: „... þingnefndir eiga að starfa fyrir opnum tjöldum." Björgvin á sér þó skoðanabróður, þar sem er boðberi kristilegrar frjálshyggju á Islandi, Hannes Gissurarson. Hann kallaði tillög- una „alræmda“. Það er ekki hátt skrúfið á svona athugasemdum. Þó eiga þeir Björgvin og Hannes ekki metið. Það fellur í skaut fyrrnefnds Davíðs Oddssonar. Hann sagði í borgarstjórn: „... svona tillaga á heima í gaggó“. Bandaríkjamenn eru þannig að hans mati á gagnfræða- stigi í lýðræðislegum efnum. Framhald á bls. 30. BiB. BYGGINGAVÖRUR HE Suöurlandsbrau t 4. Simi 33331. (H. Ben. húsiö) STÁL OG EMELERAÐIR ELDHÚSVASKAR Emelcruðu vaskarnir eru fáanlegir í brúnum, grænum og gulum lit. ;tian RR BYGGINGAVÖRUR HE Suöurlandsbrau t 4. Simi 33331. (H. Ben. húsiö)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.