Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. JUNI 1978 Stuttar íþrótta- fréttir Einstæð- ir með treflasölu SÖLUFÓLK Félags einstæðra for- eldra hefur nú tekið til óspilltra málanna á leikjum 1. deildar íslands- mótsins í knattspyrnu með treflasölu sína sem er orðinn fastur og ómissandi liður í fótboltanum, aö margra dómi. Þetta er fjórða sumariö sem Félag einstæðra foreldra heldur uppi þessu gagnmerka frumkvæði sem hefur mælzt vel fyrir og átt sinn þátt í aö auka stemmningu á áhorfendapöll- unum og á vellinum. Eru seldir treflar og húfur í litum allra félaga í 1. deild sem fyrr. Auk þess verða sérstakir landsliöstreflar, sem urðu mjög vinsælir og eftirsóttir í sambandi við heimsmeistarakeppnina í handknatt- leik sl. vetur, í boöi á landsleikjum í sumar. Þá hefur FEF einnig tekiö að sér að gefa Félögum í Reykjavík og úti á landi kost á því aö panta trefla í viðkomandi félagalitum. Aö sögn forráðamanna FEF skulu áhugasam- iraöilar í því efni, snúa sér tll skrifstofunnar hiö bráðasta. Heimskeppnin í golfi á Hawaii-eyjum AKVEÐIÐ hefur verið að heims- keppnin í golfi fari fram i Ha- waii-eyjum síðustu dagana í nóv- ember og fyrstu dagana í desem- ber. Tveir keppendur fré íslandi verða meöal Þátttakenda ( þessu móti. GSÍ Þarf að tilkynna Þátttöku fyrir 15. égúst. Er Þetta mjög góður tími til aö velja keppendur til fararinnar Þar sem islandsmótið í golfi verður Þé nýafstaðið. Síðasta heimskeppni í golfi fór fram é Manila á Filippseyj- um og Þá kepptu fyrir íslands hönd Þeir Ragnar Olafsson og Björgvin Þorsteinsson. Námskeið í frjálsum íþróttum Frjálsíþróttadeild Ármanns gengst fyrir námskeiði í frjálsum íþróttum þessa dagana og er námskeiöið á Ármannsvellinum við Sigtún. Nám- skeiðið verður í sumar á mánudög- um, þriðjudögum og fimmtudögum og hefst klukkan 15.30 alla dagana. Námskeiðsgjald er 3000 kr. Kennari á námskeiðinu verður Stefán Jó- hannsson. Hópferð KR-inga KR-ingar munu efna til hópferðar é leik Þeirra á Eskifirði n.k. föstudag er Þeir leika gegn Austra. Leikmenn liðsins ætla að tryggja sér stuðningsmenn. Þeir sem éhuga hafa é að tryggja sér ferð geta haft samband við Björn Árnason með Því að hringja í KR-heimilið í dag og é morgun milli kl. 14 og 16. FYRIR 12 árum síðan kom fram á sjónarsviðið tvítug knatt- spyrnustjarna Frans Becken- bauer að nafni. í IIM keppninni í Englandi 19fi6 gafst Beckenbauer tækifæri til að sína hvað í honum bjó. Ilann var látinn leika á miðjunni með reyndum köppum eins og Helmuth Haller og Wolfang Overath. Ilanri hafði þe«ar sannað hæfileika sína í v-þýsku deildarkeppninni og tækifærið lét hann sér ekki úr greipum ganga í HM. Strax í fyrsta leik V-Þjóðverja í keppn- inni sem var á móti Svisslending- um lék Frans stórt hlutverk er lið hans sigraði 5-0. Frans skoraði sjálfur tvö mörk. Síðan hafa knattspyrnuunnend- ur um allan heim séð hann vaxa með hverjum leik, og sjaldan eða aldrei lék hann betur en er V-Þýskaland sigraði í heims- meistarakeppninni 1974. Frans hlaut gælunafnið keisarinn og var átrúnaðargoð í heimalandi sínu. Það urðu því mikil vonbrigði hjá löndum hans er hann tók gylliboði frá knattspyrnuliðinu New York Cosmos, og hélt til Bandaríkjanna. Töframáttur dollaranna breytti honum úr hetju í giataða soninn. Vestur-þýska knattspyrnusam- bandið vildi ekki viðurkenna það fyrr en of seint. Helmut þjálfari landsliðsins gaf út þá yfirlýsingu að keisarinn yrði ekki með í liðinu sem héldi til HM í Argentínu. Arftakí Skarð keisarans var vandfyllt. Enginn hinna mörgu stjörnuleik- manna V-Þjóðverja var sjálfsagð- ur arftaki hins mikla knattspyrnu- manns. I HM keppninni í Argentínu sem enn stendur yfir kom hugsanlegur arftaki hans fram, Hans Muller. Þýskir knatt- spyrnusérfræðingar sjá margt sameiginlegt með Hans og Becken- bauer. Báðir á svipuðum aldri er þeir fá tækifæri í heimsmeistara- keppni. Knattmeðferð þeirra er framúrskarandi. Og síðast en ekki síst hafa þeir auga fyrir því að gera hið erfiða í leiknum einfalt og glæsilegt. menn liðsins á miðjunni yrðu það einnig ári síðar í Argentínu. En á 12 mánuðum getur margt breyst. Hans Muller var valinn á síðustu stundu í landsliðshópinn er fór á HM-keppnina í Argentínu. I leiknum á móti Mexico fékk hann tækifæri og var það hans fjórði landsleikur. Hann sló í gegn. Skoraði sjálfur glæsilegt mark og lagði upp tvö glæsimörk fyrir félaga sinn, Rummenigge. Þótti samvinna þeirra tveggja minna á samvinnu tveggja þekktra kappa, fallbysSunnar Gerd Mullers og keisarans Frans Beckenbauers. Það má enginn halda að þó Jupp Derwall tali svona jákvætt og opinskátt um mig að það stígi mér til höfuðs fullyrðir Hans. Það er ekkert grín að ná langt á frama- brautinni sem atvinnuknatt- spyrnumaður, þar þarf gífurleganl sjálfsaga og það þarf að færaj miklar fórnir og leggja fram mikla vinnu ef árangur á að nást, segir Hans. Það tók Beckenbauer langan tíma að öðlast heimsfrægð, því skyldi enginn gleyma. Mitt fyrsta takmark var að komast í landsliðs- hópinn og nú er það von mín að þeir sem þar eru fyrir sætti sig við mig eins og ég er. Smáfréttir erlendis frá Grikkir á skotskónum ÞAÐ gerðust undarlegir atburðir í áhugamannaknattspyrnunni í Grikklandi síðastliðið keppnistíma- bil. Þegar einum leik var ólokið í fyrstu deildinni, voru Phivos og Antagoras efst og jöfn og höfðu þar að auki sömu markatöluna. Því var síðasti leikurinn mikilvægur. Leik- menn Phivos gengu sigurreifir af leikvelli eftir að hafa unnið síðasta leik sinn 28-0. En það var eigi nóg, því að Antagoras hafði lagt keppi- nauta sína 31-0! Þótti mörgum mútuþef leggja að vitum sínum og yfirvöld lofuðu að rannsaka málið, en úrslit úr því fylgdu ekki sögunni. Getspak- ir feðgar FEÐGAR tveir í Argentínu duttu heldur betur í lukkupottinn nú fyrir skömmu, er í Ijós kom, að þeir höfðu unnið 600.000 dali hvor í HM—get- raunum í Buenos Aires, eða sem svarar 155 milljónum íslenzkra króna. Þeir gátu rétt til um úrslit allra leikjanna í undankeppninni og höföu þetta upp úr krafsinu. Þetta var Daniel Ghisolfi, sárfátækur maður, og 13 ára sonur hans, Nestor Daniel. Ghisolfi er sannfæröur um að þessi óvænta sending sé umbun þess hve hann hefur stritað alla ævi, hins vegar telur hann vera um heppni aö ræöa hjá syni sínum. Enn eitt HM-úrval MIKILS metið dagblaö í Argentínu, Tabloidum Clarin, hefur valið úrvals- lið úr HM-liðunum aö lokinni fyrstu umferð keppninnar. Liðið skipa þeir Ronnie Hellström (Svíþjóð), varnar- menn eru Gentile (Italíu) Tresor (Frakklandi), Krol (Hollandi) og Tarantini (Argentínu), tengiliöir eru þeir Cardenosa (Spáni), Gallegos (Argentínu) og Cubillias (Perú). Framherjar eru Franco Causio (ítalíu), Luque (Argentínu) og Krankl (Austurríki). Það var hinn glöggi landsliðs- þjálfari Helmut Schön sem kom auga á hina miklu hæfileika Hans og kom hann því til leiðar að hann var færður í stöðu tengiliðar hjá félagi sínu VFB Stuttgart. Jupp Derwall, sá er verið hefur hægri hönd Schöns undanfarin ár við stjórnun landsliðsins og mun taka við landsliðsþjálfarastarfinu eftir HM-keppnina í Argentínu, hefur sagt: „Hans Muller getur verið mér það sem Frans Beckenbauer var Helmut Schön.“ . Þegar heimsmeistarar V-Þýska- lands voru á keppnisferðalagi í S-Ameríku fyrir ári síðan átti enginn von á öðru en að miðvallar- leikmennirnir Bonhof, Beer og Hölzenbein sem þá voru aðalleik- i>lovmmWníití» Austurlandsmet á Vormóti ÚÍA VORMOT UIA fór fram að Eiðum hinn 11. júní. Margir áhorfendur fylgdust með skemmtilegri keppni og náðist athyglisverður árangur í ýmsum greinum. Stefán Friðleifsson sigraði í hástökki, er hann stökk 1,92 metra og setti um leið nýtt Austurlandsmet. Stefán Hallgrímsson varpaði kúlu 14,02 metra og hinn bráðefnilegi Pétur Pétursson fleygði kringlunni 40,38 metra og kúlunni 13,02 metra. I kvennaflokki var Halldóra Jónsdóttir sigursæl og sigraði í ekki færri en fimm greinum. Knattspymureglunum breytt? í ATHUGUN er nú hjá FIFA, að gera hugsanlega nokkrar breytingar á knattspyrnureglunum áður en næsta HM keppni fer fram eftir 4 ár. Þeir hjá FIFA eru með ýmis járn í eldinum, en líklegasta breytingin ep fólgin í því að leikmenn verði sendir af leikvelli í 10 mínútur í senn fyrir brot sem verðskulda ekki brottrekstur en eru þó alvarleg. Þetta gera þeir í ísknattleik og gefst það vel. Sem fyrr segir, er margt ólíklegra en að nýjung þessi verði tekin upp, en fleiri breytingar sem til umræðu eru, eru t.d. að taka hornspyrnur frá vítateigslínunni í staðinn fyrir frá hornfánanum eins og nú er gert. Einnig að taka aukaspyrnur er knötturinn hrekkur út fyrir hliðarlínur, í stað þess að taka innköst eins og nú er gert. hetoa BBAsn_'i5t=A- Cieos'iios, ee. sta&- CiEsjCr'iLuirvJsj AHAfe- ILOð. A. C. HlUAK> 'Jit-CVA 5T«A>< KAOfA HAIOM. PRLC TEKue lövca i=wÍT-r i vKAríeA&- HtfLtooOoiM ÞcÍTT HAuu HAri esr'TT H&STOH -TÍMA É6M A.L+CCT=AlOC>i A-t= t-eitOAJlOOM SlO hakskj A o'ium t=«ýrT 'I a'ICtld'l ■gRASilbuMA*OK/A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.