Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1978 39 Nokkur ord í kjöl- far fálkamálsins - frá Náttúrufrædistofnun íslands Það uppistand, sem varð vegna komu þýsku fálkafangaranna hingað til lands í lok maí, hefur vart farið fram hjá neinum. Mönnum hefur sýnst sitt hvað um það mál og þær móttökur, sem þeir feðgarnir Konrad og Lothar Ciesielski fengu hér á landi. Það var ekki að tilefnislausu, að ákveðið var að hafa eftirlit með þeim feðgum, þegar í ljós kom, að þeir væru á leiðinni til landsins. Konrad Ciesielski er víðfrægur vegna iðju sinnar, en hann hefur verið sekur fundinn í Þýskalandi og á Ítalíu fyrir þjófnað á fáikaungum, og vitað er til þess, að hann hefur athafnað sig í ýmsum öðrum löndum Evrópu og N- Afríku, en hann er fær á sínu sviði og ber þar hæst mengun, sem leikur þá grátt í nágrannalöndum okkar, og ýmsa sjúkdóma. Það er því skylda okkar að vernda rán- fuglana gegn þeim örlögum að hafna í höndum erlendra peninga- braskara, sem koma hingað til lands, ræna hreiðrin og selja ungana fyrir morð fjár til auðkýf- inga. Allir þekkja sögu hafarnarins hér á landi, en hann var mjög hætt kominn á tímabili. Þá hóf Fugla- verndarfélagið umfangsmiklar og lofsverðar aðgerðir honum til verndar, og hefur náðst undra- verður árangur. Samt er arna- stofninn enn í hættu ekki síst vegna þess, að enn eru til menn, sem ekki virða rétt þessa konungs fuglaríkis okkar. Grunur leikur á, og lætur því ekki oft standa sig að verki. Þau ummæli sumra, að óréttmætt sé að kalla manninn fálkaþjóf, þar sem ekki tókst að standa hann að verki hér á landi í þetta sinn, eru því úr lausu lofti gripin. Maðurinn er dæmdur fálkaþjófur í tveimur löndum og er því engin ástæða til að hafa af honum þá nafnbót. Samkvæmt upplýsingum, sem fengust erlendis frá, er þessi maður skæðasti fálkaþjófur, sem um getur í Evrópu, og þarf mikið til. Þá hefur það verið gagnrýnt, að manninum skuli yfir höfuð hafa verið sleppt inn í landið og fá að valsa um varpstöðvar fálkans að eigin vild og fá tækifæri til að eyðileggja svo og svo mörg hreið- úr. Ég ætla að biðja menn að gleyma því ekki, að fylgst var með hverju fótmáli mannsins, m.a. til þess að spjöll yrðu ekki unnin. Þar sem undirritaður er einn þeirra, sem að eftirförinni stóðu, er ég flestum hnútum kunnugur í þessu máli. Ég vil halda því fram, að þessar aðgerðir reyndust fylli- lega réttmætanlegar og sá áhugi, sem yfirvöld sýndu málinu, er mjög virðingárverður. Þótt ekki hafi tekist að standa manninn að verki, náðist mikill árangur, sem örugglega var virði þeirra peninga, sem rekstur málsins kostaði. Konrad Ciesielski var gerður brottrækur frá íslandi og verður því ekki velkominn hingað á næstu árum, og þar með er hann einnig óvelkominn til annarra Norður- landa, en frændur okkar í Skandinavíu standa einnig í stríði við fálkaþjófa. Þá hefur mál þetta hlotið verðskuldaða athygli hér á landi. Það ætti nú að vera öllum Ijóst, að okkur er annt um ránfulgana okkar. Þau eru næg vandamálin, sem að þeim steðja, að nokkur hreiður séu eyðilögð á ári hverju og ernir jafnvel skotnir, en slíkar aðgerðir jafnast á við landráð að dómi okkar friðunar- manna. Nú er komið fram nýtt frumvarp til laga um fuglafriðun, og er það von okkar, að stórauknar sektir fyrir meint brot á þeim fái menn til að hugsa sig um tvisvar, áður en umrædd ódæði eru framin. Þá er rétt að koma sér að tilefni þessara skrifa. Til þess að hægt verði að hafa eftirlit með athöfn- um fálkaþjófa hér á landi, þyrftum við að afla okkur ítarlegra upplýs- inga um varpstaði fálkans. Ég skora því á menn um land allt, sem einhverjar upplýsingar kynnu að hafa um fálkavarpstaði, að senda þær til undirritaðs á Náttúru- fræðistofnun Islands. Allar upp- lýsingar, sem kunna að berast, verða geymdar þar, og það verður séð til þess, að þær berist ekki í hendur vafasamra manna. Mikil- vægt er að fá upplýsingar bæði um staði þar sem fálki hefur orpið á undanförnum árum og gamla varpstaði (lýsing varpstaða og nákvæm staðsetning er æskileg), einnig hversu reglulegur varpfugl fálkinn er á hverjum stað og hvernig honum hefur farnast. Allar aðrar» upplýsingar eru vel þegnar. Að lokum vil ég þakka þeim aðilum, sem stóðu að meðferð Ciesielski-málsins, en því stýrðu Menntamálaráðuneytið, Dóms- málaráðuneytið og Útlendingaeft- irlitið. Þá á vegalögreglan og fjarskiptastöðvar Landsímans í Gufunesi, að Brú og á Akureyri þakkir skyldar fyrir ómetanlegt framlag. Reykjavík 12. júní 1978. Erling Ólafsson. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐTNTT Kæra til lögreglu um vopnaburð og ölvun v/akstur í desember 1976 höfðaði ríkissaksóknari opinbert mál á hendur A, þar sem honum var gefið að sök að hafa að kvöldi 13. júní s.á. borið fram vísvitandi ranga kæru við lögregluna í Reykjavík þess efnis, að B hefði þá skömmu áður ógnað sér með skamm- byssu í húsinu X og síðan ekið á brott í bifreið sinni, vopnaðri fyrrnefndri byssu, ölvaður eða undir áhrifum lyfja. Krafist var refsingar skv. 149. gr. alm. hegningarlaga og skaðabóta, auk sakar- kostnaðar. Málsatvik Um kl. 19.00 sunnudaginn 13. júní 1976 barst fjarskiptastöð iögreglunnar í Reykjavík til- kynning um að maðurinn B hefði ekið bifreið sinni frá húsinu X ölvaður eða undir áhrifum lyfja og auk þess vopnaður skammbyssu. Til- kynning var send til allra lögreglubifreiða um málið. Tveir lögreglumenn eltu bifreiðina uppi og stöðvuðu hana til móts við Hljómskálagarðinn. Öku- maðurinn B bar engin merki ölvunar né annarlegra áhrifa. Hann féllst á að leitað yrði á honum og í bifreið hans, en engin skotvopn eða skotfæri fundust. B var á leið frá húsinu X þar sem Y bjó, en þar hafði hann fundið A fyrir sem þar var í heimsókn, en A var nokkuð undir áhrifum áfengis. Að sögn A hafði B verið með „einhvern hlut“ í hendihni sem hann hefði otað að honum, en A hefði talið að um byssu væri að ræða. Hann hefði talið B undir annarlegum áhrifum og verið hræddur við hann og borið fram kæru sína fyrir lögreglunni í góðri trú. Þó kannaðist hann ekki við að hann hefði fundið vínlykt af B. Bskýrði frá því að hann hefði engu otað að A, en hugsanlegt væri að hann hefði haft reykjar- pípu í hendinni. Vitni í húsinu X sagði að B hefði ekkert haft í hendinni sem líktist byssu, en sagði A hafa tekið upp símann eftir að B var horfinn af braut og viðhaft þau orð að hann „ætlaði að stríða B svolítið". Hún hefði ekki getað afstýrt því að hann hringdi. Annar lögreglumannanna sem handtók B skýrði frá því fyrir dómi, að þeir hefðu stöðvað bifreið B og handtekið hann síðan með þeim hætti sem við ætti þégar grunur léki á því að maður væri vopnaður. Þegar í ljós hefði komið að allt var með felldu með B, hefðu þeir beðið hann afsökunar strax. B hefði síðan fúslega fylgt þeim á lögreglustöðina. Þegar A bar fram kæruna til' lögreglunnar kynnti hann sig DOMSMÁL Umsjón: ÁSDÍS RAFNAR undir réttu nafni. Bar hann kæruna tvívegis fram, en hringdi síðar um kvöldið og baðst afsökunar á því ónæði sem hann hefði valdið lögreglunni. Miskabætur dæmdar og varðhald í 45 daga 1 niðurstöðum sakadómara í málinu segir m.a., að ákærði A hefði borið fram við lögreglu kæru á hendur B fyrir tvenns konar refsivert athæfi, þ.e. að hann hefði ógnað A með byssu og að hann hefði ekið ölvaður eða í annarlegu ástandi. Báðar þessar sakargiftir hefðu reynst einber uppspuni. A hefði haldið því fram, að hann hefði verið i góðri trú að B hefði byssu í hendinni og að B væri í annar- legu ástandi. Það fengi ekki staðizt að mati dómsins. Það þætti fullsannað að B hefði ekki haft byssu meðferðis og ekki yrði tekið mark á tilgátu A um annað. Það yrði að líta svo á, að ákærði hefði kært B fyrir athæfi, sem honum sjálfum var ljóst að B var ekki sekur um. Eftir vætti lögreglumanna hafi ástand B ekki verið annarlegt. Kæran hefði leitt til þess að lögregluþjónar eltu B, handtóku hann síðan á þann hátt sem um vopnaðan mann gæti verið að ræða. Telja verði að þessar aðgerðir lögreglunnar hafi verið B mjög tilfinnanlegar og valdið honum óþægindum og miska, þótt lögregluþjónarnir hafi sýnilega hagað aðgerðum sínum af fyllstu gætni. A væri saksóttur skv. 149. gr. alm. hegningárlaga og yrði honum dæmd refsins skv. þeirri grein. Var refsing hans ákveðin 45 daga varðhald. Fjárhæð bóta fyrir hneisu og óþægindi sem atferli A olli B var ákveðin kr. 100 þúsund, auk þess sem A var dæmdur til greiðslu alls sakar- kostnaðar. Halldór Þorbjörnsson, yfir- sakadómari, kvað dóminn upp í héraði. Málinu var áfrýjað til Hæsta- réttar, en þar var úrlausn héraðsdóms staðfest um refs- ingu ákærða, en bætur þóttu þar hæfilega ákveðnar kr. 75 þúsund til B af hendi ákærða. í Hæsta- rétti dæmdu dómararnir Ár- mann Snævarr, Björn Svein- björnsson og Logi Einarsson. Vantar lúsina í Laxá í Kjós „Við fengum 14 laxa á laugar- daginn, þegar áin var opnuð, en síðan dró dálítið úr henni, á sunnudaginn veiddust t.d. að- eins 6 laxar og á mánudaginn sjö. Þetta er þó reytingsveiði og töluvert er komið af fiski í ána,“ sagði Páll Jónsson í Pólaris í samtali við Mbl. í gær. Páll sagði að mest væri enn þá veitt fyrir neðan fossana, en hann vissi um þrjá sem veiðst höfðu fyrir ofan, á Klingebergsbreiðu, í Túnhyl og sá þriðji í Bugðu. Þá hefur veiðst all mikið af vænum silungi í Bugðu, en þar er um vatnasilung að ræða, sjóbirting- urinn kemur varla fyrr en seinni hlutann í júlí. Að sögn Páls vakti það athygli veiðimanna, að fæstir laxanna voru lúsugir og eru þeir því mjög snemmgengn- ir. Laxinn hefur verið mjög vænn að meðaltali, 11—12 pund, en þó taldi Páll, að hann hefði verið vænni framan af í fyrra. Stærsti laxinn sem Páll hafði frétt af, var 16 punda fiskur, dreginh fyrsta daginn. Það hefur verið sérlega gott vatnið í Laxá það sem af er, en þó hefur kuldi hamlað veiðum nokkuð sagði Páll að lokum. Sæmileg veiði í Norðurá Jón Sveinsson í Veiðihúsinu við Norðurá tjáði okkur í gær, að undanfarið hefði verið sæmi- leg veiði í ánni og á land væru komnir milli 140 og 150 laxar. Laxinn er vænn eins og venju- lega að vori u.þ.b. 10 pund að meðaltali taldi Jón og sá stærsti í sumar var 15 pund. Mest er veitt á maðk, en túpur eru einnig góðar á þessum tíma. Sagði Jón að töluverð fiskiför væri upp ána og vatnsmagnið hefði verið hagstætt veiðimönn- um, en eins og víðar hefði kuldinn hamlað veiðum nokkuð. Þá hélt Jón að lítið væri farið að ganga upp fyrir Laxfoss, en þar er teljari og því hægt að fylgjast með. Stórstreymt um helgina Víðast hvar virðist veiðin hafa farið sæmilega af stað að þessu sinni, en sums staðar virðast menn vera á þeirri skoðun, að frekar lítið virðist vera komið af laxi, a.m.k. miðað við undangengin ár. En um helgina er stórstreymi og því vafalaust tíðinda að vænta. — BK-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.