Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1978 vlw MOBö-tlK/--. v . _ KAFF/NU * 1 ___ jU', u. -v. P\ GRANI göslari ,W«’ Hvað gerir maður þegar öll hótel eru fullskipuð? 105! - 106! - 107! - 108! Hættu manneskja — er ekki nógu blautt hér samt! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Ávallt eru skiptar skoðanir um hvort opna skuli létt við hvert tækifæri, sem býðst. í leikjum íslands við Svíþjóð á þriðjudags- kvöld reyndist það ekki vel í viðkvæmu spili. Austur gaf, austur-vestur á hættu. Norður S. ÁG84 H. 2 T. D3 L. 1087642 Vestur S. 1073 H. G3 T g2 L. ÁKDG95 Austur S. K965 H. ÁK1097 T. 765 L. 3 Suður S. D2 H. D8654 T. ÁKG1094 L. - í opna flokknum voru Guð- mundur Pétursson og Karl Sigur- hjartarson með hendur n-s. Aust- ur, Svíinn Gullberg, opnaði á einu hjarta og Karl stökk í þrjá tígla. Vel heppnuð sögn, sem setti Pyk í vanda. Að segja 4 lauf gat útilokað vel spilanlegan hjartasamning og valdi hann því að segja þrjú hjörtu, sem varð lokasögnin. Karl fann bestu vörnina þegar hann spilaði út tígulás, síðan kóng og þriðja tígli. Sagnhafi trompaði í borðinu með gosa og tók síðan hjartaás og kóng. Legan kom í ljós , þegar Guðmundur lét lauftvist. Sagnhafi reyndi að ná laufslag en suður trompaði, hélt áfram með tígulinn og hafði þar með fullkom- ið vald á spilinu. Að lokum varð sagnhafi að spila frá spaðakóngn- um og fékk þannig aðeins 5 slagi, alla á tromp. 400 til íslands og 7 impar græddir þar sem suður fékk að spila tígulbút í lokaða herberg- inu en þar opnaði austur ekki. í yngri flokknum opnaði austur á báðum borðum. íslendingurinn varð sagnhafi í 4 H eftir þvingaðar sagnir og fékk sömu 5 slagina og Svíinn í opna flokknum. En Svíarnir sluppu við gameið í hinu herberginu þrátt fyrir opnunina. Spiluðu þrjú hjörtu og fengu þau gefin. Ungu mennirnir okkar töpuðu því duglega á spili þessu, 640 eða 12 impum. ©P1B COSPER 7728 Ha! I>ú? — Hann Siggi hefur gleymt því að þú ætlaðir að koma í kvöld — ‘ann er heima. Róttæklingaútvarp Þa gefum við „Útvarpshlust- anda“ orðið: „Ég þakka þér birtingu orðsend- ingar minnar þann 7. júní s.l. varðandi ofangreint efni, og hér koina athuganir á staðreynda- könnun, sem var gerð á útvarps- efni róttæklingagöngudaginn 10. júní. Áróðursvél róttæklinga, ríkisút- varpið (hljóðvarp), reyndist að þessu sinni heldur slakara í stuðningi sínum við gegn- her-í-landi málefnið en oft áður. Hefur mikið verið ígrundað hvað valdi, og líkleg skýring talin vera fundin. — Að því er virðist mun nefnilega nýlega hafa verið stofn- að til nýrra samtaka undir forystu þeirra Þjóðviljamanna, og er undirrituðum tjáð að samtök þessi nefni þeir SUSÚ, sem útleggst SAMTÖK UM SÓSÍALISTA- ÁRÓÐUR ÚTVARPSINS. Hafi þessi framásveit komizt að þeirri niðurstöðu að Straumsvíkurdag- inn í fyrra hafi róttæklingaáróður í útvarpinu (hljóðvarpi) nálgazt hættumörk, hvað umfang og sam- setningu varðar, svo að broslegt varð. Því hafi nýlega verið birt í Þjóðviljanum dagskipan um al- gera nýskipan þessara mála, en útvarpsliðið þá nánast ruglazt í ríminu vegna tímaskorts til að kynna sér nýskipanina, enda málefnið viðamikið. — Hafi afleið- ingin því orðið sú, að að þessu sinni einkenndist áróðurinn af hiki, tvístíganda, deyfð og skipu- lagsleysi. — En hvað um það, snúum okkur að málefninu sjálfu. • Bleik brugðið Strax við upphaf dagskrár var það ljóst að morgunþulur gerði sitt bezta til að standa í stykkinu. En fljótlega virtist eins og Bleik væri nú á einhvern hátt brugðið, og mesti vindurinn úr honum, miðað við frammistöðu fyrri ára. Anda- giftin, mælt af munni fram eftir innblæstri, reyndist nú stórskert, og hik og kraftleysi ráðandi. — Nefna mætti sem dæmi, að nú vantaði alveg hátíðarmarsana hefðbundnu: „Sjá roðann í austri", — „Internationalinn" og aðra slíka. — I stað þess virtist hugmyndaflugið nú varla ná neitt að ráði út fyrir hugtakið GÖNG- UR, GÖNGUR og aftur GÖNGUR, og allt milli himins og jarðar varðandi göngur, — svo sem trimmgöngur, haustgöngur, göngufótabúnað, göngur með horskum hug, beinar göngur og göngur með leik og söng og Laufásvegargöngur. — En þegar safnið virtist ekki ætla að duga til MAÐURINN A BEKKNUM Framhaldssaya eftir Georges Siinenon Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði 67 mynduð herja mig og ég myndi játa eitthvað sem ætti sér cnga stoð. — Hefurðu líka iesið þetta í blöðunum? Hafði lögmaður Rene Le- coeurs ekki talað um það fyrir réttinum hversu lögrcgian kæmi ruddalega fram og höfðu ekki hlöðin ginið við yfiriýsing- um hans. Með morgunpóstinum haíði komið bréf frá Lecœur. Hann hafði verið dæmdur tii dauða og grátbað nú Maigret að heimsækja sig í fangelsið. Maigret var skapi næst að sýna piitinum bréfið. Ilann myndi gera það ef nauðsynlegt rcyndist. — Hvers vegna fórstu úr felustaðnum í Rue Gay Lussac? — Vegna þess að ég gat ekki afborið að liggja undir rúminu ailan daginn. Mér fannst rykið fara upp í nefið á mér og mér fannst allan tímann ég þurfa að hnerra. íbúðin er iítil og dyrnar voru opnar og ég hcyrði frænku vinar míns í stofunni og ef ég hefði hrcyft mig hcfði hún uggiaust heyrt til mín. — En væntanlega geta verið fleiri ástæður fyrir því iíka? — Já. ég var soltinn. — Hvað gerðirðu siðan? — Ég reikaði um. Svaf á bekkjum í görðunum. Ég fór tvívegis niður að Saint Michei- brúnni og ég sá Monique. Ég fór líka nálægt Rue d’Angou- leme og ég sá mann sem virtist vera á verði. Ég bjóst við að hann væri frá lögregiunni. — Hvaða ástæðu hefðir þú haft til að drepa Louis Thouret? — Þér vitið liklega að hann lánaói mér peninga? — Lánaði? — Jæja. beðið hann um pen- inga. ef þér viljið orða það svo? — Beðið um? — Hvað eigið þér við? — Það cr hægt að biðja á ýmsan hátt, meðal annars þannig að ekki er hægt að neita. I»að er í daglegu máli kallað fjárkúgun. Ilann þagði og starði niður í gólfið. — Svaraðu! — Auðvitað hefði ég aldrei sagt frú Thouret neitt! — En þú hótaðir að gera Það? — Ég þurfti þess ekki. — I»ví að hann skildi hvað fyrir þér vakti. — Ég veit það ekki. Ég átta mig ekki lengur á því hvað þér eruð að fara. Svo ba-tti hanqvviði — Ég er svo ákaflcga syfjað- ur. — Fáðu þér nú kaffi. Ilann drakk án þess að líta af Maigret. — Fórstu oft á hans fund? — Aðeins tvisvar. — Vi.ssi Monique af þvi? — Hvað sagði hún yður? — I»að kemur ekki málinu við hvað hún hefur sagt. nú ríður á að sannleikurinn komi í ljós. — Hún vissi um það. — Hvað sagðir þú? — Við hvern? — Nú Thouret vitaskuld. — Að við yrðum að fá pen- inga. — Við? — Monique og ég. — Til hvers? — Til að borga ferðina til Suður-Ameríku. — Þú sagðir honum sum sé að þið ætluðuð að fara? - Já. — Og hverju svaraði hann til? — Hann viðurkenndi að lok- um að það væri víst ekki um annað að ræða. Eitthvað var hér sem ekki kom heim og saman. Maigret skildi að pilturinn hélt að hann vissi meira en hann gerði. Ilann varð því að fara gæti- lega. — Sagðist þú ekki ætla að kvænast henni? — Jú. en hann vissi vel að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.