Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 48
Verzlið í sérverzlun með 'litasjónvörp og hljómtæki. Skipholti 19, sími 29800 lér^nTOWííijiifo FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1978 Vinstri meirihlutinn í Reykjavík; Gengur ekki að kröfu VMSÍ um verðbætur frá 1. marz TILLÖGUR vinstri stjórnarinnar í Reykjavík í kjaramálum fullna'gja ekki kröfugerð Verkamannasambands íslands frá 19. maí síðastliðnum eins o>f talsmenn meirihluta borgarstjórnar hafa haldið fram og forystumenn Verka- mannasambandsins og Dagsbrúnar hafa tekið undir. Krafa Verkamannasambandsins byggðist á því. að verðbætur yrðu greiddar frá 1. marz síðastliðnum. Tillögur vinstri meirihlutans í horgarstjórn Reykjavíkur gera hins vegar ráð fyrir verðbótagreiðslum frá 1. júlí næstkomandi og munar þar fjórum mánuðum. Auk þess gerir tillaga meirihlutans ráð fyrir að vísitalan komi til framkvæmda í áföngum á næstu 5 mánuðum og verða þá aðeins 66% starfsmanna Reykjavíkurborgar komnir með fullar vísitölubætur. Ljósm. Mbl. Friðþjófur Einar Ágústsson, utanríkisráðherra: Varnarliðið færi jafnvel á skemmri tíma en fjórum árum — ef vinstri stjóm tæki við Fulltrúar Alþýðubandalagsins í verkalýðsstétt lýsa því nú yfir að meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hafi gengið að kröfu Verkamannasambands Islands og þessari fullyrðingu er slegið upp yfir þvera forsíðu Þjóðviljans í gaer. A forsíðunni er einnig viðtal við Eðvarð Sigurðsson, formann Dagsbrúnar, sem segir að „árang- ur kosninganna sé kominn í ljós“. Athyglisvert er hins vegar að krafa Verkamannasambandsins, sem lögð var fram á sáttafundi 19. STÓt AIANOI I IA8ATT1 NM (.IGN ItAtMtANM fX.t Nl M Borgin gengur ad kröfu Verkamannasambandsins Allirsamninqar vtrda I fullnitildi meA nýrn/járhanxáætlun ~ Framsókn í íhaldskórinn í BoAar samsljórn ihaldsog Framsóknar eflir kosningar — { og raóst heiflarlega t AlþyftubandalagiA I Timanum jS i Forsíða Þjóðviljans í gær. maí síðastliðinn er hvergi birt í heild. Krafa Verkamannasambands- ins, sem á sáttafundi var nefnd: „Til athugunar frá samninganefnd Verkamannasambands Islands varðandi samninga þess.“ Hún var svohijóðandi: „Greiddar verði óskertar verð- bætur á öll dagvinnulaun, sem eru kr. 130. þús. á mánuði og lægri (miðað við laun 1. des. 1977). Laun, sem eru hærri, fái í verðbætur sömu krónutölu og 130 þús. kr. Hlutfall yfirvinnu og vaktaálags verði óbreytt. Reiknitölur tímamæidrar ákvæðisvinnu — bónus — verði viðkomandi dagvinnukaup eins og það er á hverjum tíma. Önnur ákvæðisvinna í samningum VMSI hækki um eitthvert hlutfall þeirr- ar hækkunar, sem samsvarandi tímakaupstaxtar hækka hverju sinni. Framangreind ákvæði um verð- hadur gildi frá 1. mars 1978.“ Síðasta setning í þessu plaggi VMSÍ er feitletruð af Morgunblað- inu, en hún gerir ráð fvrir því að fullar vísitölubætur séu greiddar frá 1. marz síðastliðnum, en ekki að fullum verðbótum verði náð með áföngum, eins og meirihluta- flokkarnir leggja til. í fyrsta áfanga er raunar gert ráð fyrir að Framhald á bls. 26. „ÉG HEF ekkert umboð til þess að lofa því að það þurfi að taka fjögur ár,“ sagði Einar Ágústsson utanríkis- ráðherra er hann var í sjónvarpsþætti í gærkvöldi spurður að því að hvort hann væri reiðubúinn að beita sér fyrir því að varnar- liðið færi á fjórum árum, ef að loknum Alþingiskosning- um yrði mynduð vinstri stjórn með aðild Framsókn- arflokksins. Gaf ráðherrann í skyn að það kynni jafnvel að taka skemmri tíma. Einar Agústsson var í þættinum spurður um stefnu Framsóknar- flokksins í varnarmálum og sagði hann hana vera óbreytta þannig: „Við viljum vera í NATO og við viljum láta NATO hafa tiltekna aðstöðu svipaða því sem við settum frani 1974, en að herinn geti fariö burt. Til þesg þarf náttúrulega þjóðarvilja." Markús Örn Antonsson bar síðan fram eftirfarandi spurningu: Framhald á bls. 26. Hassmál í Eyjum Einn í varðhaldi MAÐUR á fertugsaldri var á sunnudaginn úrskurðaður í allt að 10 daga gæzluvarðhald í Vestmannaeyjum vegna rann- sóknar á fíkniefnamáli. Að sögn Agnars Angantýsson- ar yfirlögregluþjóns leikur grun- ur á því að umræddur maður hafi lagt fram fé til fíkniefna- kaupa erlendis. Rannsókn máls- ins er skammt á veg komin og kvaðst Agnar ekki geta skýrt nánar frá málinu á þessu stigi. Tilkynning frá auglýsingadeild Morgunblaðsins Athygli auglýsenda er vakin á því, að Morgunblaðið kemur ekki út sunnudaginn 18. júní, vegna 17. júní hátíðahalda n.k. laugardag. Auglýsingar í Morgunblaðið 17. júní þurfa að berast fyrir kl. 18 fimmtudaginn 15. júní. Geir Hallgrímsson um aðgerðir meirihlutans í Reykjavik: Standa ekki við stóru orðin - viðurkenna nauðsyn aðgerða sinna með því að skattleggja borgarana eða draga úr fram- kvæmdum eða þjónustu í þeirra þágu. Slík kauphækkun er sjónhverfing, þar aem hún er greidd af almenningi, þ.á m. þeim, sem launin þiggur. Með samþykkt meirihlutans í Reykjavík, sagði Geir Hall- grímsson hafa vinstri flokkarn- ir enn einu sinni staðfest, hve ábyrgðarlausir þeir eru í með- ferð sinni á opinberum fjár- munum. I öðru orðinu segja þeir fullir vandlætingar, að 247 millj. króna vanti í borgarsjóð til að standa undir eigin Framhald á bls. 26. GEIR Hallgrímsson, íorsætisráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær um aðgerðir meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur í kjaramálum að í þeim fælist viðurkenning á nauðsyn efnahagsaðgerðanna. Ekki er staðið við stóru orðin fyrir borgarstjórnar- kosningar, sagði forsætisráðherra, samningarnir eiga fyrst að taka gildi, þegar gildistími efnahagslaganna hefur runnið sitt skeið.“ Geir Hallgrímsson sagði: Efnahagsráðstafanirnar í vetur voru gerðar til að tryggja rekstur atvinnuveganna — m.a. útgerðar og fiskvinnslu í land- inu. Miðað við útflutningsverð stóð sjávarútvegurinn ekki undir þeim kauphækkunum, sem fyrirsjáanlegar voru — valið var þá á milli áframhald- andi atvinnu eða atvinnuleysis, verðhjöðnunar eða vaxandi verðbólgu, aukins viðskipta- halla eða viðskiptajafnaðar. Opinberir aðilar geta að vísu hækkað kaup starfsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.