Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 1
64 SIÐUR 126. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Birgir ísl. Gunnarsson í borgarstjórn í gærkvöldi: Aldrei hata jafnstór kosningaloforð veríð svfldn á jafnskömmum tíma ,Ég vil fullyrða að aldrei haíi jafnstór kosningaloforð verið svikin jafnrækilega á jafnskömmum tíma og nú," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, á borgarstjórnarfundi í gær, er hann ræddi þá kosningabaráttu Alþýðubandalagsins og að nokkru leyti Alþýðuflokksins, sem fólst í« „Samningana í gildi" og „Kosningar eru kjarabarátta", og þá tillögu sem meirihlutaflokkarnir lögðu fram í vísitölumálinu. Birgir ísleifur sagði, að af hálfu sjálfstæðismanna hefði verið reynt að halda kosningabaráttunni við borgarmálefni. „Þetta tókst ekki, þvi einkum Alþýðubandalagið og PLO- maður veginn Kuwait. 15. júní. AP. FULLTRÚI Frelsissamtaka Palestínu (PLO) í Kuwait, Ali Yassin, var ráðinn af dögum með skambyssu fyrir utan heimili sitt í morgun að sögn yfirvalda. Yassin var ákafur stuðn- ingsmaður Yasser Arafats og hafði verið fulltrúi PLO í Kuwait í 10 ár. Hann átti nokkrum sinnum mikinn þátt í því að fá palestínska flug- vélaræningja til að gefast upp í Kuwait. Fyrir sex mánuðum var fulltrúi PLO í London, Said Hamani, myrtur. palestínskur öfgahópur lýsti sig ábyrgan og sakaði Hamani um stuðning við viðræður milli Araba og Isra- elsmanna. Rúmlega 200.000 Palestínu- menn búa í Kuwait fleiri en nokkurs staðar annars staðar í Arabaheiminum nema Líbanon. ef til vill þó í minna mæli Alþýðuflokkurinn gerðu kjaramál- efni að einu aðalmálinu í kosninga- baráttunni. Þessi slagorð: „Samningana í gildi" og „Kosningar eru kjarabar- átta" hljómuðu frá degi til dags með sívaxandi þunga eftir því sem nær dró kosningum. „Að því var látið liggja," sagði Birgir, „að enginn vandi væri að greiða fullar verðbætur á laun og orð eins og kauprán voru frambjóð- endum Alþýðubandalagsins töm á tungu. Að því var látið liggja að það byggi nánast illmennska að baki viðnámsaðgerða ríkisstjórnar- innar. Undir þennan söng tók Alþýðuflokkurinn að nokkru leyti. Kosningarnar fóru fram og Al- Framhald á bls. 18 bessi mynd var tekin á fundi borgarstjórnar í gær. Frá vinstri Ólafur B. Thors, Birgir ísl. Gunnarsson og Magnús L. Sveinsson. Leone segir af sér Róm. 15. júní. Routor. AP. GIOVANNI Leone forseti ítalíu sagði af sér í kvöld vegna ásakana um skattsvik og fjármálamisferli sex mánuðum áður en sjö ára kjörtímabili hans lýkur. Leone tilkynnti ákvörðun sína í sjónvarpi og kvaðst hafa tekið hana til að mæta æsifréttum um mál sitt. „Þar sem svo var komið að óhróðursherferðin virtist hafa valdið trausti á stjórn- málaöflunum áfalli átti ég ekki annarra kosta völ," sagði hann. Forseti öldungadeildar- innar Amintore Fanfani verður forseti til bráða- birgða unz báðar deildir þingsins og fulltrúar 20 fylkja ítalíu kjósa nýjan Begin neyðist kanski til að biðjast lausnar Jorúsalom. 15. júní — Routor. ÍSRAELSK blöð gáfu í skyn í dag að Menachem Begin forsætisráðherra kynni að neyðast til að segja af sér sökum ágreinings í stjórn- inni út af tveimur mikilvæg- um fyrirspurnum f rá Banda- ríkjamönnum um leiðir að friði milli ísrealsmanna og Araba. Talsmaður stjórnarinnar flýtti sér að staðhæfa að ekkert benti til þess að Begin hefði í hyggju að biðjast lausnar og sagði að hann hefði ekki gefið til kynna hvaða afstöðu hann mundi taka. Samkvæmt áreiðanlegum heimildúm standa yfir erfiðar bak- tjaldaviðræður um mála- miðlunarsamkomulag um svar við spurningum Bandaríkjamanna. Heimildirnar herma að farið geti svo að harðlínuafstaða Begins bíði ósigur þegar ráðherrarnir greiða atkvæði um málið á sunnu- dag. Slíkur ósigur gæti orðið til þess að Begin ætti erfitt með að halda áfram störfum forsætisráð- herra. Blaðið Haaretz segir að Begin muni hugleiða afsögn ef stjórnin samþykki ályktun sem hann sé andvígur en blöðin Maariv Yediot Aharonot og Davar segja aðeins að afsögn Begins sé möguleiki. Bandaríkjamenn spurðu í fyrsta lagi að því hvort ísrealsmenn Framhald á bls. 18 forseta sem er valdalítil staða. í ávarpi sínu sagði Leone: „Það er skylda mín að segja ykkur — og það er réttur ykkar sem ítalskra borgara að ég fullvissi ykkur um — að í sex og hálft ár hafið þið haft heiðarlegan mann fyrir forseta lýðveldisins." Hann hélt því fram að hann hefði þjónað landinu í samræmi við stjórnarskrána og í anda virðulegs siðgæðis. Leone bætti því við að hann sæi ekki eftir því að segja af sér. Hann lauk boðskap sínum þannig: „Ég bind vonir við framfarir og réttlæti í borgara- legu lífi fyrir ykkur og land okkar." Forsetinn baðst lausnar fljót- lega eftir að kommúnistaflokkur- inn krafðist þess að hann segði af sér. Fráför hans getur dregið dilk á eftir sér í órólegu stjórnmálalífi ítala aðeins nokkrum vikum eftir morðið á Aldo Moro fyrrverandi forsætisráðherra. Kristilegi demókrataflokkurinn lýsti því yfir að hann vonaði að málið raskaði ekki viðkvæmu samstarfi flokks- ins við kommúnista og þrjá aðra flokka sem styðja stjórnina. Flokkur kristilegra demókrata sagði í yfirlýsingu að Leone hefði orðið fyrir barðinu á óhróðursher- ferð og hældi ákvörðun hans sem væri „siðferðilega rétt og vænleg leið til að vernda starf lýðræðis- legra stofnana." í yfirlýsingu flokksins er talað um laumuspil á bak við blaðaherferðina en það var ekki skýrt nánar. Leone er fyrsti þjóðhófðingi sem hrökklast úr embætti á ítalíu síðan fasisminn leið undir lok. Antonio Segni forseti sagði af sér vegna heilsubrests 1964. Tilkynning Leones í kvöld kom flestum ítölum á óvart. Það var Framhald á bls. 20 Stjórn Belgíu biðst lausnar Briissol. 15. júní. Routor LEO TINDEMANS forsætis- ráðherra baðst í dag lausnar fyrir sig og stjórn sína en Baldvin konungur bað um frest til að ákveða hvort hann tæki lausnarbeiðnina til greina. Stjórnarkreppunni olli ágreiningur um hvernig draga skuli úr ríkisútgjöldum milli tveggja helztu stjðrnar flokkanna, Kristilega flokks- ins undir forystu Tindemans og Sósíalistaflokksins. Stjórn- Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.