Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 3 Forsætis- ráðherra á kosninga- skemmtun á Akranesi Sjálfstæöisflokkurinn á Akranesi efnir til kosn- ingaskemmtunar á Hótel Akranesi kl. 21.00 í kvöld. Geir Hallgrímsson for- sætisráðherra mun flytja ávarp á skemmtuninni. Auk ráðherrans flytja frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins í Vestur- landskjördæmi ávörp, þeir Friðjón Þórðarson alþm., Jósep Þorgeirsson framkvstj. og Anton Otte- sen, Ytra-Hólmi. Valdimar Indriðason út- gerðarmaður mun stjórna skemmtuninni. Þá skemmtir Jörundur og að lokum verður stiginn dans. Framboðs- fundir í Reykjanes- kjördæmi SAMEIGINLEGIR framboðs- fundir frambjóðenda Reykjanes- kjördæmis til Alþingiskosninga 25. júní nk. verða haldnin mánudaginn 19. júní í íþrótta- húsi Garðabæjar kl. 20.30. Þriðju- daginn 20. júni í samkomuhúsinu Stapa, Njarðvík kl. 20.30. Listahátíð 1 kvöld: Píanótón- leikar og barnakórar í KVÖLD leikur franski píanóleik- arinn France Clidat á listahátíðar- tónleikum í Háskólabíói og mun hún leika þekkt verk eftir meistar- ana List, Dbusy, Ravel og fleiri. Samkvæmt upplýsingum skrif- stofu Listahátíðar í gær voru ennþá til miðar á píanótónleikana, em miðinn kostar 1500 kr. og tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Þá eru einnig i kvöld á sama tíma tónleikar barnakóra Norður- landanna og eru þeir í Hamrahlíð- arskólanum og þar kostaði miðinn 1000 kr. AUUI.VSINOASÍMINN ER: 22480 JB«rexwbI«íiil» Bankastræti 14, Sími 25580 NYKOMIÐ JAKKAR PILS BUXUR BLÚSSUR VESTI SKÓR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.