Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 5 mmm I’ er vörumerki '0 yfir ýmisskonar \é sportfatnaö, fatnaö, sem er ávallt hannaöur og framleiddur eftir ströngustu kröf um tízkunnar. wÆ sportfatnaður fæst F0 verzlunum ITornahiWÍar c\/r> Karnabæjar, svo og öllum verzlunum, sem hafa umboö fyrir Karnabæ. A Verkstjórar Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar: Að reka bæjarútgerð eins og fyrirtæki eða „Það er álit okkar verkstjór- anna að ekki. hafi neitt verið reynt til sátta í þessari deilu sem upp kom innan Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar.“ sögðu verk- stjórarnir Guðni Jónsson og Leifur Eiriksson í samtali við Morgunblaðið í gær þegar blaðið innti þá eftir áliti á stöðunni í málinu, en bæjarstjórn Hafnar fjarðar hefur sagt þeim upp störfum með þriggja mánaða fyrirvara. í samþykkt bæjar- stjórnar segir að ekki verði hjá því komizt þar sem ekki hafi tekizt að leysa deiluna sem upp kom miili verkstjóranna og hluta starfsfólksins. „Það hefur ekkert verið talað við okkur verkstjórana," sögðu þeir, „og ekki heldur við framkvæmda- stjórann nema þá í gegn um bæjarfulltrúa og það var aðeins til þess að fá upplýsingar. Það hefur verið sagt að við séum óprúttnir og miklir götustrákar og að stöðugt hafi verið yfir okkur kyartað, en við viljum upplýsa að •Guðríður formaður verkakvenna- félagsins hefur aldrei kvartað við okkur eða rætt þessi mál, Hall- grímur í Hlíf kom einu sinni snemma í vetur með kvörtun og trúnaðarmaður karlmanna kom einnig einu sinni í vetur að fyrra bragði til þess að bera fram kvörtun." Þeir félagar kváðust telja að verkalýðsfélögin hafi algjörlega brugðist, ekki reynt neitt til sátta heldur aðeins notað stór orð á opinberum vettvangi. Ný hreyfing lýsir fyllstu óánægju NÝ hreyfing hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hún lýsir fyllstu óánægju sinni yfir því að nýi borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík telji sig ekki geta orðið við þeirri kröfu að gerðir samning- ar séu haldnir. Ný hreyfing var stofnuð til þess að bjóða fram í síðustu kosningum Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar gegn þáverandi stjórn. Hér fer á eftir fréttatilkynning frá Nýrri hreyfingu: Fundur í Nýrri hreyfingu hinn 14. júní 1978 ályktar: Meginkrafa samtaka launa- manna er að gerðir samningar séu haldnir. Ný hreyfing iýsir fyllstu óánægju sinni yfir því að nýi borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík telji sig ekki geta orðið við þeirri kröfu nema í áföngum. Hins vegar fagnar Ný hreyfing því að nýir viðsemjendur Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar hafi tekið frumkvæði að því að bæta kjör félagsmanna. Þrátt fyrir margyfirlýstan skilning og velvilja milli stjórnar St.Rv. og borgarstjórnarmeirihluta íhalds- ins sáust þess engin merki að þeir hygðust á nokkurn hátt bæta kjararán ríkisstjórnarinnar. Ný hreyfing leggur áherslu á að bæta verði kjör hinna lægstlaun- uðu, sem eru alls óviðunandi. Dagsbrúnarfélagar kæra stjórn sína Nokkrir félagar í Dagsbrún hafa kært stjórn Dagsbrúnar fyrir Þriggja ára drengur lærbrotnaði Akureyri, 15. júní. ÞRIGGJA ára drengur lærbrotn- aði þegar hann varð fyrir bíl á Glerárgötu skammt norðan við Grænugötu um kl. 18 í kvöld. Drengurinn hljóp skyndilega út á götuna, en ökumaður fólksbílsins sá hann ekki fyrr en of seint vegna annars bíls sem ók eftir hægri akrein. Sv.P. Alþýðusambandi Islands vegna þess að ekki hefur verið haldinn aðalfundur í Dagsbrún fyrir 15. febrúar eins og lög félagsins bjóða. Morgunblaðið spurðist fyrir um kæruna hjá skrifstofu Dagsbrúnar í gær, en þar var vísað til ASÍ sem hefði fengiö kæruna. Ekki náðist í neinn aðila hjá ASÍ í gær sem gat tjáð sig um gang málsins. Síbrotapiltur 1 gæzluvarðhald 18 ÁRA gamall piltur var í gær úrskurðaður í gæzluvarðhald til 2. ágúst n.k. vegna fjölda þjófnaðar- brota, sem hann varð nýlega uppvís að. Þessir þjófnaðir voru flestir framdir í Kópavogi í vetur. Pilturinn hefur margsinnis komizt undir hendur lögreglu áður. „Við höfum trú á því þegar við hófum starf hér,“ sögðu Guðni og Leifur, „að það væri hægt að reka bæjarútgerð eins og fyrirtæki, en við erum algjörlega búnir að missa þá trú og ástæðan liggur í því stjórnkerfi sem þessum fyrirtækj- um er búin. Veikleikinn er sá að það er hægt að komast fram hjá venjulegum stjórnendum fyrir- tækisins þar sem pólitískir aðilar geta gripið inn í, jafnvel vegna þess að verkalýðsfélögin ýta þar á án þess að þurfa að hafa haldbær rök fyrir máli sínu. Það hafa engin dæmi verið nefnd frá fyrstu hendi til þess að sýna fram á vanldníðslu okkar, en við höfum heyrt að fólk hafi sagt: „Hann kom ágætlega fram við mig,“ eða eitthvað í þá átt, en síðan er talað um ótuktarlega framkomu við einhverja sem enginn getur nefnt." Guðni sagði það sína skoðun að það mætti ekki rugla saman atvinnufyrirtæki eins og Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar og félagsmála- stofnun, því að svona fyrirtæki væri allt of dýrt fyrir bæjarfélag- ið, það yrði að byggja rekstur þess upp á hagkvæmni. Þegar Mbl. spurði þá félaga hvort þeir hygðust vinna hjá fyrirtækinu þessa þrjá mánuði, svöruðu þeir: „Við höfum þriggja mánaða uppsagnarfrest og þótt það verði þungt fyrir okkur að vinna þarna þá munum við g^ra það. Það er skylda okkar við þaðem við réðum okkur hjá og við munum standa við okkar orð þótt sú staða hafi komið upp að við höfum orðið að lúta stjórn allt annarra en við reiknuðum með þegar við réðum okkur til starfa." Keyrðu á húsvegg í GÆRKVÖLDI var keyrt utan í húsvegg á Akranesi en ökuþórarn- ir hurfu á braut. Var lögreglan að leita að þeim í gærkvöldi og hafði grunsemdir um að próflausir unglingar hefðu verið á ferðinni. INNLENT íslenzkir dýrgripir í handritasýningu STOFNUN Árna Magnússonar opnar handritasýningu í Árna- garði laugardaginn 17. júní og verður sýning’n opin í sumar að venju á þriðjudögum, fimmtudög- um og laugardögum kl. 2—4. Þar verða til sýnis ýmsir mestu dýrgripir íslenskra bókmennta og skreytilistar frá fyrri öldum, meðal annarra Konungsbók Eddu- kvæða, Falteyjarbók og merkasta handrit íslendingasagna, Möðru- vallabók. EKKI BARA BUXUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.