Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 7 r-tlHVAlDSSTJÓRN NtSKAUPSSTADAR Á RtYKJAVÍK- „Erkibiskups boöskapur aö austan“. Svarthöföi Vísis segir s.l. miövikudag: „Reykjavík hefur fram að Þessu verið sjálfri sér næg um yfirstjórn eigin mála. Aftur á móti ber svo vió, eftir aó kommún- istar eru orónir helstu forustumenn borgarinn- ar, að henni er stjórnað utan af landi. Fráttir af býöingarmiklum stjórnunaratriöum, sem snerta Reykjavík, berast úr fjórum landshornum, og eru Það nokkur við- brigði frá Því sem áður var, Þegar borgin átti sér stjórnendur heimilisfasta í Reykjavík. Engu breytir, Þótt svonefndur forustu- maður kommúnísta í borgarmálum beri til baka aö ákveðnar ákvarðanir, sem tilkynnt- ar voru í Neskaupstað, hefðu enn ekki verið teknar. Hann ræður bara engu um Það. Nú er Það Neskaupstaður sem er orðin einskonar yfirborg borgarinnar og Þaðan berst henni erkíbiskups boðskapur. Það er ekki einasta, að Lúðvík Jósepsson sé for- maður Alpýðubandalags- ins. Honum er ekkert óviökomandi og sam- kvæmt Þeírri reglu til- kynnti hann á fundi í Neskaupstað aö hann hefði ákveðið að núver- andi meirihluti borgar- innar skyldi brjóta gegn efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar og greiða fullar vísitölubæt- ur á laun. Kemur petta við Þann „samvinnuvilja", sem kommúnistar sýna hvarvetna, Þar sem Þeir Þurfa að starfa með öðr- um flokkum. Ekki Þarf að leita endanlegs sam- Þykkis samstarfsflokk- anna í borgarstjórn. Lúð- vík ákveður Þetta bara austur á Neskaupstað." „Ræöur fyrir hálfan milljarö eöa svo“ „Samstarfsflokkarnir í vinstri stjórninni síðustu gætu sem best gert handbók yfir „samvinnu- vilja“ kommúnista handa fulltrúum Alpýðuflokks- ins og Framsóknar- flokksins í borgarstjórn. Þar kæmi í Ijós, að kommúnistar fara sínu fram í samstarfi við aðra flokka hvað sem annars kann að standa í samn- ingum, en frekastir eru Þeir Þó til almannafjárins, enda kunna Þeir ekki viö að halda ræður fyrir minna en háifan milljarð eða svo, minnugir Þess að völd Þeirra vara ekki að eilífu og best er aö arfleiða borgaraslektið að óleysanlegum efna- hagshnútum. Og Þeir eru ekki fyrr farnir að ráska meö borgarmálin en ákveðið er aö spreða sjö hrundruð milljónum af almannafé í ævintýri Guðmundar J., sem hefur tekist að leika sór að opinberum atvinnufyrir- tækjum og einkafyrir- tækjum með útflutnings- bann að vopni Þannig að Þau sitja að einskonar neyðarundanÞágum i stað Þess að hætta rekstri á meðan Guðmundur J. telur að hann eigi að stjórna út- flutningsverslun lands- manna. Hér í Reykjavíkhefur Það lengi verið lenskan að halda fundi í borgar- ráði og síðan fundi í borgarstjórn, og hafa t.d. fjölmiðlar taliö nægja aö forvitnast um gerðir á Þessum fundum til aö komast að hinu sanna um fyrirætlanir borgar- stjórnar. Nú hefur hins vegar sýnt sig, að engu skiptir hvað sagt er og gert er á Þessum fund- um. Hafi fjölmiðlar ekki vit á Því að fylgjast meö tali manna á Neskaup- staö vita Þeir ekkert hvaö er á döfinni í málum Reykjavíkur." Framhald á bls. 24. Messur — sjá bls. 29 PLAKOT i miklu úrvali sendum í póstkröfu NO 48 Stærð 68x99 cm siGTON No 55 paddington No 20 NO 41 cnm Hallarmúla 2, aimi 91-38402 Laugavegi 84 Hjartanlegar þakkir til allra sem glöddu mig á níræðisafmæli mínu, 1. júní s.l. með heimsókn- um, hlýjum kveðjum, blómum og góöum gjöfum. Guö blessi ykkur öll. Hermann G. Hermannsson. Nýjar vörur Danskar terylene — karlmannabuxur, þvegnar gallabuxur, sportskyrtur, peysur, og peysur með rennilás og vösum. Fallegar vörur, hagstætt verð. Fyrirliggjandi flauelsföt (blússa og buxur) kr. 6.975,- flauelisblússur kr. 3.750,- gallabuxur kr. 2 ®75,‘ Andrés Skólavörðustíg 22. 5 manna bifreiö. Mjög góöir aksturseiginleikar. Framhjóladrifinn, sjálfstæö fjöörun á öllum hjólum, sparneytinn og meö hin viöurkenndu Peugeot gæöi. I HAFRAFELL H.F. UMBOO A AKUREYRI: } Vagnhöfða 7, Víkingur S.F. ; símar: 8521 1 Furuvöllum 11. j 85505_________V_________sími: 21670 ; Nýkomið Höfum fengiö nýjar sendingar af gólf- og veggflísum. ítalskar, tékknesk- ar og þýzkar. Eigum nú fyrirliggj- andi í úrvali hinar viöurkenndu þýzku Buchtal flísar, á gólf og veggi úti og inni. Nú er rétti tíminn til aö leggja flísarnar úti. Jón Loftsson, byggingavörudeild, Hringbraut 121, sími 28600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.