Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 Oddur Olafsson, alþingismaður Unnið að bættri að- stöðu öryrkja og aldr- aðra á nýloknu þingi Félagsmál. Undanfarið hefur allmikið verið rætt og ritað um aðbúð aldraðra og öryrkja og sýnist þar sitt hverjum. Ekki skal því neitað að margt mætti betur fara á þessu sviði hjá okkur, hins vegar er ástæðulaust að fara með það sem algjört leyndarmál að við erum hér svo sem á ýmsum öðrum sviðum betur á vegi staddir en flestar aðrar þjóðir heims. A nýloknu þingi voru samþykkt lög og það reyndar fleiri en ein lög er munu leiða til bættrar aðstöðu öryrkja og aldraðra. Byggingalög höfðu verið til umfjöllunar á þrem þingum. Þessi lagabálkur kveður á um stjórn byggingarmála, og er rammalöggjöf um ýmis grund- vallaratriði húsagerðar okkar. í 4. gr. byggingarlaga segir svo meðal annars: „I bygg- ingarreglugerð skal setja ákvæði varðandi umbúnað bygginga til þess að auðvelda ellihrumu og fötluðu fólki að komast leiðar sinnar". Hér er ekki um heimildar- ákvæði að ræða svo sem víðast er, heldur ótvíræða skyldu húsbyggjenda til þess að taka tillit til umferðarþarfa fatl- aðra og aldraðra við gerð þeirra mannvirkja þar sem almenningur þarf að komast um. Hvað þýðir svo þetta ákvæði. Til þess að fá bygg- ingarleyfi t.d., til þess að byggja vinnustaði, verslanir, safnahús, kirkjur og aðrar þjónustustofnanir þar sem almenningur þarf að komast um, þá þarf að ganga þannig frá teikningum að áðurnefnd- um ákvæðum 4. gr. sé fullnægt. Þetta á meðal annars að tryggja þeim sem bundnir eru við hjólastól möguleika á að stunda vinnu, að fara í lyfja- búð, í afgreiðslu trygginga- stofnana o.s.frv. En það eru ekki aðeins byggingar sem geta orðið öldruðum og fötluðum erfið umferðar. Skipulag sveitarfél- aganna getur verið mjög mikil- vægt fyrir þessa aðila og þess vegna var skipulagslögunum breytt nú á þessu þingi meðal annars á þann veg að hér segir. Til viðbótar 13. gr. komi: „Þá skal kveða á um að hið skipulagða svæði geri fötluðu og öldruðu fólki auðvelt að komast leiðar sinnar og að tekið skuli að öðru leyti tillit til sérþarfa þess, svo sem varðandi götur, gangstéttir, bifreiðastæði og staðsetningu íbúðarhúsa, sem sérstaklega eru ætluð þessu fólki". Nú hyllir því undir það, að byggingar okkar, götur og garðar verði greiðfærir öllum. Að sjálfsögðu er svo það erfiða verkefni eftir, að breyta þeim byggingum sem nú eru í notkun á þann veg, að auðvelda fötluðum umferð um þær. Slíkt verður að gerast í áföngum og mun því taka alllangan tíma. Þá voru á nýloknu þingi samþykkt lög um Heyrnar- og talmeinastöð íslands. Sam- kvæmt 5. gr. þeirra laga, þá skal stofnunin annast hvers konar þjónustu við heyrnar- skerta, t.d. prófun heyrnar og úthlutun heyrnartækja, enn- fremur á sú stofnun að hafa yfirumsjón með þjálfun og endurhæfingu heyrnarskertra og málhaltra, að því er tekur til heyrnartækja, meðferðar og heyrnarrannsókna. Mikil þörf var á þessari Oddur ólafsson löggjöf, þar sem heyrnarleysi er ein mesta örorka sem um getur. Nútíma tækni gerir það að verkum, að með kennslu, þjálfun og aðstöðu, þá má oftast skapa heyrnarskertum aðstöðu og möguleika til starfs og mannsæmandi lífs. Þessi löggjöf á að tryggja heyrnleysingjum mjög bætt skilyrði ekki aðeins hér á Reykjavíkursvæðinu, heldur einnig með því að starfræktar verði deildir í heilsugæslu- stöðvum úti á landi. Þá voru í þinglok samþykkt lög til breytinga á lögum um almannatryggingar. Meðal annarra nýmæla í þessum lögum var það, að ráðherra er John Barron: Stóraukin umsvif KGB og GRU á Norðurlöndum Á allra síðustu árum hefur njósnurum sovézku leyniþjónustunnar KGB og leyniþjónustu hersins, GRU, á Norðurlöndum og annars staðar í Vestur-Evrópu fjölgað um 35—40%. í Bandaríkjunum hefur starfsemi þessara stofnana aukizt enn meira, eða um 50%, en aðeins eru meðtaldir þeir einstaklingar, sem samkvæmt öruggum heimildum hafa njósnir að atvinnu og eru búsettir í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í viðtali danska blaðsins Berlingske tidende við bandariska rithöfund- inn og njósnasérfræðinginn John Barron. Hann er m.a. kunnur f.vrir bók sína um KGB, sem út kom fyrir nokkrum árum. í bókinni voru nafngreindir samtals 1597 sovézkir starfsmenn KGB í fjöl- mörgum löndum, og sem dæmi um það hversu alvarlegum augum Sovétmenn litu útkomu bókarinn- ar má geta þess að Victor I. Lipasov, þriðji ritari í sovézka sendiráðinu í Kaupmannahöfn, gerði ráðstafanir til að kaupa upp í heilu lagi fyrstu sendingu forlagsins til Danmerkur. Barron segir í viðtalinu að auk þess sem sovézkum sendiráðs- starfsmönnum og verzlunarfull- trúum hafi fjölgað mjög verulega í Bandaríkjunum að undanförnu sé fuilvíst að fjölmargir sovézkir atvinnunjósnarar hafi komið til landsins sem vísindamenn og námsmenn eða sem meðlimir verzlunarsendinefnda. Þá hafi FBI, bandaríska alríkislögreglan, hvað eftir annað upplýst mál þar sem sovézkir sjómenn hafa verið viðriðnir njósnir, en frá því að bandarískar hafnarborgir voru opnaðar sovézkum skipum fyrir tveimur árum hafa yfir 25 þúsund sovézkir sjómenn fengið þar land- gönguleyfi. Barron bendir á nýútkomna opinbera skýrslu í Kanada um skipulagðar tilraunir Sovétmanna til að fá háttsetta embættismenn til að útvega vísindalegar upplýs- ingar í Kanada og í Bandaríkjun- um. Segir hann að í öðrum NATO-löndum sé þróunin sú sama, að Bretlandi þó undan- skildu. Þar hafi njósnastarfsemi kommúnistaríkjanna verið haldið í skefjum með nákvæmu eftirliti síðan rúmlega hundrað sovézkum njósnurum var vísað þar úr landi fyrir nokkrum árum. Álmenningsálitið John Barron full.vrðir að helzti tilgangurinn með njósnum á Norðurlöndum sé sá að hafa áhrif á almenningsálitið, einkum með það fyrir augum að veikja sam- stöðu aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins og Efnahagsbanda- lagsins. Dæmi um slíkt sé skipu- lagður áróður í umhverfis- og orkumálum. Vaxandi mengun og bygging kjarnorkuvera séu njál, John Barron. Hann er ritstjóri Reader's Digest. Skrif hans um ástandið í Kambódíu eftir valda- töku Kauðu khmeranna vöktu heimsathygii fyrir nokkrum misser um og upplýsingar í bók hans um KGB urðu meðal annars til þess að upp komst að Farafonoff sendi- herra Sovétríkjanna á íslandi. var njósnari í þjónustu KGB. sem almenningur láti sér réttilega annt um, en kommúnistar hafi kunnað að nota þetta málstað sínum til framdráttar með því að ala á sundrungu. Nærtækt dæmi um þetta sé herferðin gegn nev- trónusprengjunni nýlega, en þar hafi komið greinilega í ljós aðferð- in, sem notuð sé til að hafa áhrif á almenningsálitið í flóknu og umdeildu máli. Barron leggur áherzlu á það í þessu sambandi að því fari vita- skuld fjarri að allir andstæðingar kjarnorku og mengunar séu á snærum KGB. Hér sé um að ræða raunveruleg vandamál, sem nauð- synlegt sé að finna lausn á, en slík lausn sé að sjálfsögðu ekki í því íólgin að afskrifa kjarnorku eða stöðva iðnað, og athyglisvert sé, að sjálfir hafi Sovétme'nn aldrei séð neitt því til fyrirstöðu að hagnýta kjarnorkuna, enda spretti kjarn- orkuver nú upp eins og gorkúlur í austantjaldslöndunum. Barron minnir á aðvörun sovézka kjarn- orkueðlisfræðingsins og Nóbels- verðlaunahafans Andrei Sakharovs þegar hann sagði að vestræn ríki ættu ekki að hætta við byggingu kjarnorkuvera. Ella yrði afleiðingin sú að Vesturlönd yrðu háð orku frá Sovétríkjunum. Afleiðingin yrði „pólitiskt úrfelli" John Barron varpar fram þeirri spurningu hvað gerast muni í Vestur-Evrópu á næstu 25 árum án kjarnorku. Hann telur að afleiðingarnar verði stöðnun á efnahagssviðinu og stöðvun hag- vaxtar. Ástandið mundi hafa í för með sér gífurlegt „pólitískt úr- felli“, sem óhjákvæmilega mundi auka enn þá sundrungu, sem Sovétríkin hafi um árabil alið á innan NATO og Efnahagsbanda- lagsins. Niðurstaða Barrons er sú, að meðal annars með því að verjast ásælni sovézkra njósnara og gera viðeigandi ráðstafanir til að hefta starfsemi KGB, geti Vesturlanda- búar styrkt þau öfl í Sovétríkjun- um sem raunverulega vilji stuðla að friði um leið og þeir verji sína eigin hagsmuni. Það sé augljóst að á meðan ríkisstjórnir láti sér umsvif KGB í léttu rúmi liggja, verði ekki hlustað á þau öfl innan sovézka kommúnistaflokksins, sem draga vilji úr veldi þessarar stofnan sovézka kommúnista- flokksins, sem draga vilji úr veldi þessarar stofnunar innan lands og utan, en leita í þess stað raun- hæfra leiða til að leysa hin gífurlegu vandamál innanlands. Nokkrar breyting- ar á leið- um SVR Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi fréttatilkynning frá Stræt- isvögnum Reykjavíkuri Laugardaginn 17. júní n.k. tekur gildi ný leiðabók og leiðakort SVR. Úm leið verða nokkrar breytingar á akstri á cinstökum leiðum. Verður hér gerð grein fyrir þeim. Leiðir 6 og 7i Þær verða gerðar að hringleiðum og sameinaðar þannig, að leið 6 mun framvegis aka af Lækjartorgi sömu götur og hingað til, að gatnamótum Bústaðavegar og Óslands, en halda þaðan áfram sömu götur og leið 7 nú að Lækjartorgi. Leið 7 mun hins vegar aka öfuga leið miðað við það, sem hér var lýst. Tímajöfnun verður á báðum leiðum við Ósland. Ekið verður á 15 mín. fresti á daginn virka daga, en á 30 mín. fresti á kvöldin og um helgar. Bent skal á, að tímasetning við Ósland miðast við, að sem best samband skapist við leið 11 fyrir þá, sem fara milli Miðbæjarins og Breiðholts I og II. Tilgangurinn með þessari breytingu er að bæta þjónustuna við þau hverfi, sem þessar leiðir þjóna, svo og að skapa betra samband milli Miðbæjarins og ofangreindra hverfa í Breiðholti. Þá verður sú breyting gerð á leið 1, að vagnarnir aka af Njálsgötu um Snorrabraut, Hverfisgötu og Hlemm á Rauðarárstíg og síðan sem leið liggur. Með því er leitast við að skapa betra samband en hingað til milli Hlemms og Austurbæj- ar/Landspítalasvæðisins, en á það hefur nokkuð þótt skorta í núverandi leiðakerfi. Á leið 10 hefur að undanförnu verið gerð tilraun með akstur um iðnaðarhverfið á Ártúnshöfða í báðum leiðum. Með hliðsjón af fenginni reynslu verður framvegis aðeins ekið um þetta hverfi á virkum dögum til kl. 19, en akstri um það hætt á kvöldin og um helgar. Á leið 13 verður sú breyting, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.