Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 10
[0 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 16. JUNI 1978 Viljayfírlýsing almennings; I VARIÐLAND I Almenningur mótmælti I fyrirætlunum um að I gera Island vamarlaust I Forsíða MorBunblaðsins. þeRar skýrt var írá hinum mikilsverða áranjíri Varins lands o>? undirskriftasöfnuninni. sem sýndi svart á hvítu að mikill meirihiuti þjóðarinnar styður forvígismenn Varins lands ojí örygjíi íslands. Varnarmálin eru komin á dagskrá kosningabaráttunnar þessa dagana, eins og eðlilegt er og vænta mátti. Keflavíkur- ganga var á laugardaginn, þar sem þeir minntu á tilveru sína, sem vilja ísland úr NATO og varnarliðið burt. Þetta var að vísu engin nýjung. Oft áður hefur hópur af fólki lagt upp frá Keflavíkurflugvelli í sama skyni. Jafnoft hafa aðrir, sem hafa þessar skoðanir á varnar- málunum, slegist í hópinn, eftir því sem áhugi og göngugeta hafa enst til. Það er löngu á allra vitorði, að ekki eru allir landsmenn sammála um þá stefnu, sem fylgt hefur verið í varnarmálum í rúmlega aldar- fjórðung. Keflavíkurgangan á laugardaginn minnir á þá, sem eru andvígir þessari stefnu. Hún gefur líka tilefni til að rifja upp, að full ástæða er til að vera á verði og sýna í kosningunum 25. júní, að þessi minnihlutahópur á ekki að fá tækifæri til að koma fram kreddukenningum sínum. Hugur mikils meirihluta þjóðar- innar í varnarmálum hefur komið fram í öllum þingkosn- ingum, eftir að varnarliðið kom hingað til lands 1951. Þá er og fróðlegt að rifja upp til minnis viðbrögð þjóðarinnar, sem birt- ust í þáttöku í undirskrifta- söfnun Varins lands 1974. I júli 1971 mynduðu þrír fiokkar „vinstri stjórn." Það voru Framsóknarflokkurinn, Alþýðubandalagið og Samtok frjálslyndra og vinstri manna. Stjórnarsáttmáli var birtur al- menningi. Þar var sagt, að stjórnarflokkarnir vaeru ekki sammála um aðild að Atlants- hafsbandalaginu. Skoðana- ágreiningur var hins vegar ekki um varnarliðið. I stjórnarsátt- málanum stóð: „Varnar- samningurinn við Bandaríkin skal tekinn til endurskoðunar eða uppsagnar í því skyni að varnarliðið hverfi frá Islandi í áföngum. Skal að því stefnt, að brottför liðsins eigi sér stað á kjörtímabilinu." Hér var vissu- lega um mikla nýjung að ræða. Ef þetta stefnumál „vinstri stjórnarinnar" hefði náð fram að ganga, hefði varnarliðið farið ekki síðar en 1975. Eins og allir vita, er land okkar enn varið. Að því stuðlaði bæði viljayfirlýsing þjóðarinnar snemma árs 1974, þegar safnað var undirskriftum undir kjörorðinu Varið land, og úrslit alþingiskosninganna 30. júní 1974, þegar Sjálfstæðis- flokkurinn vann stórsigur. Undirskriftasöfnunin undir kjörorðinu Varið land fór fram 15. janúar til 20. febrúar 1974. Til hennar efndu 14 einstakling- ar. Þeir buðu öllum íslenskum ríkisborgurum, sem voru tvítug- ir eða eldri 1. mars 1974, að skrifa undir svohljóðandi áskor- un: „Við undirrituð skorum á ríkisstjórn og Alþingi að standa vörð um öryggi og sjálfstæði í'slensku þjóðarinnar með því að treysta samstarfið innan Atlantshafsbandalags- ins, en leggja á hilluna ótíma- bær áform um uppsögn varnar- samningsins við Bandaríkin og brottvísun varnarliðsins.“ í ávarpi, sem fjórtánmenn- ingarnir birtu, segir m.a. um ástæður fyrir undirskriftasöfn- uninni: „Við viljum, að íslendingar taki áfram fullan þátt í sam- starfi vestrænna lýðræðisþjóða, og er það undirstaða skoðana okkar í varnarmálum. Hér á landi þurfa að vera traustar varnir. Varnir landsins eru bæði beint í þágu Islendinga, annarra þjóða við Norður-Atlantshaf, ekki síst Norðmanna, og í þágu varnarsamtaka Vesturlanda, sem eru trygging þess, að ísland haldi frelsi og sjálfstæði. Varnarlaust Island myndi veikja stöðu vestrænna ríkja í tilraunum þeirra til að ná samningum um að draga úr vígbúnaði. Nú er innan og utan ríkis- stjórnar Islands unnið af kappi að því, að varnarliðið fari úr landi, og sumir reyna jafnvel að koma fram úrsögn úr Atlants- hafsbandalaginu. Við teljum fulla ástæðu til, að fram komi, að íslenskur al- menningur krefst þess, að við tökum áfram þátt í samstarfi innan Atlantshafsbandalagsins, og álítur ótímabært að vísa varnarliðinu á brott." Þess varð strax vart, að undirtektir almennings voru sérstaklega góðar. Var engu líkara en fólk hefði beðið þessa tækifæris til að mótmæla fyrir- ætlunum um að gera Island varnarlaust. Fjöldi undirskrifta var sérstaklega athyglisverður, þegar þess er gætt, að undir- skriftasöfnunin fór fram um hávetur, þegar samgöngur voru erfiðar. Þá var skipulag söfnun- a%innar ekki fullkomið, enda ekki gamalgróin samtök, er í hlut áttu. Ur þessu rættist þó betur en við mátti búast, því að um 2.000 manns gerðust sjálf- boðaliðar og tóku lista til að bjóða fólki að skrifa undir. Bárust forgöngumönnunum alls 4.880 áritaðir listar, og höfðu 55.522 atkvæðisbærir íslendingar skrifað undir áskorun Varins lands. Undirskriftalistarnir voru af- hentir Olafi Jóhannessyni jpþáverandi forsætisráðherra og Eysteini Jónssyni þáverandi forseta Sameinaðs Alþingis 21. mars 1974. Gengu á þeirra fund í Alþingishúsinu hinir 14 for- göngumenn, sem í upphafi höfðu gefið út ávarp um söfnunina, og tveir menn, sem höfðu haft forystu um undirskriftasöfnun á Akureyri. Dr. Þorsteinn Sæmundsson flutti ávarp og las m.a. þessi orð úr bréfi forgöngu- manna Varins lands til ráð- herrans og þingforsetans: „Þcssi geysimikla þátttaka ber vott um eindreginn vilja almennings og veitir áskorun- inni svo mikinn þunga. að ráðamönnum þjóðarinnar ber skylda til að taka af henni mið við þær ákvarðanir, sem fram- undan eru. Undirskriftirnar eru talandi vottur þess, að mikill meirihluti hinnar ís- lensku þjóðar telur öryggi og sjálfstæði þjóðarinnar best borgið með því að treysta samstarfið innan Atlantshafs- bandalagsins og áli'tur óti'ma- bært að vísa bandan'ska varnarliðinu úr Iandi.“ Vinstri stjórnin hélt áfram að vinna að varnarmálunum í anda stefnuyfirlýsingar sinnar, en þó hikandi. í apríl 1974 fór Einar Ágústsson utanríkisráðherra með „drög að umræðugrund- velli“ til Washington, og var þar enn að því stefnt, að varnarliðið hyrfi brott. Við þetta var síðan látið sitja fram yfir kosningarn- ar 30. júní. Þá fékk Sjálfstæðis- flokkurinn 42.7% atkvæða, og ný stefna var tekin upp í varnarmálum. Þessi mynd birtist í Morgunblaðinu 14. janúar 1974 með frásögn um blaðamannafund, sem haldinn var í tilefni af upphafi söfnunar undirskrifta undir kjörorðinu VARIÐ LAND. Forgöngumcnn söfnunarinnar eru talið frá vinstri> Stefán Skarphéðinsson. Valdimar .1. Magnússon. Unnar Stefánsson. Jónatan Þórmundsson, Hreggviður Jónsson, Þorvaldur Búason, Þorsteinn Sæmundsson, Þór Vilhjálmsson. Ragnar Ingimarsson. Óttar Yngvason, ólafur Ingólfsson, Björn Stefánsson og Hörður Einarsson. Einn þeirra. scm undirritaði ávarp forgöngumannanna í upphafi. er ekki á myndinnii Bjarni Helgason. Dr. Þorsteinn Sæmundsson flytur Ólafi Jóhannessyni þáverandi forsætisráðherra og Eysteini Jónssyni þáverandi forseta Sameinaðs Alþingis ávarp forgöngumanna VARINS LANDS í Alþingishúsinu 21. mars 1974. Undirskriftalistarnir voru aíhentir við þetta tækifæri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.