Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JUNÍ 1978 11 KOSNINGAGETRAUN RAUÐA KROSSINS B|arni P. Magnúaaon koaningaatjórí AIDýóuflokkaina ÉG SPÁI: Fjöldi þingmanna er verður Alþýöubandalag 11 12 Alþýðuflokkur 5 10 Framsóknarflokkur 17 14 Samtök frjálsl. og vinstri manna 2 Sjálfstæðisflokkur 25 23 Aðrir flokkar og utanflokka 0 1 Samtals 60 60 Svona einfalt er aö vera með. Klippið þessa spá út og berið saman við aðrar sem birtast. ALLIR MEÐ! RAUÐI KROSS ÍSLANDS HJÁLPARSJÓÐUR Baldur Guðlaugsson, lögfræðingur: „Fólkið það er ég” Orð og athafnir vinstri rót- tæklinga hafa löngum endur- speglað það hugarfar sértrúar- safnaða, sem þeir einir hafi höndum tékið „stórasannleika", þeir einir viti hvað öðrum er fyrir beztu. Hér á landi þykjast alþýðubandalagsmenn einir vera þess umkomnir að tala máli og gæta hagsmuna almennings, „al- þýðunnar" eða „fólksins" eins og það heitir á máli lýðskrumara Alþýðubandalagsins. „Fólkið krefst" og „fólkið vill“ segja þessir sjálfskipuðu talsmenn al- mennings í landinu, sem sjaldn- ast hafa þegið umboð sitt frá öðrum en þröngum og lokuðum flokksklíkum. „Ríkið það er ég,“ sagði Lúðvík 14. eins og frægt er, „fólkið þáð er ég“ segir Ólafur Ragnar Grímsson og sálufélagar hans. Það niá kannski segja, að ástæðulítið væri að elta ólar við sjálfumgleði og lýðskrum af þessu tagi, ef um orðagjálfur eitt væri að ræða. En því miður er því ekki að heilsa. Alls staðar þar sem kommúnistar eða sósíalistar, hvaða nafni sem þeir nefnast, hafa komist til einhverra áhrifa hefur hið sama komið á daginn: Baldur Guðlaugsson Þessir menn hafa talið sig eina vita hvað almenningur vildi, eða eigum við frekar að segja ætti að vilja, og hafa bælt og barið niður allar skoðanir og athafnir sem ekki samrýmdust þröngsýnni hugmyndafræði þeirra sjálfra. Umburðarlyndi eða skilning á margbreytilegum mannlegum eiginleikum og löngunum eiga þessir menn ekki til. Ástæðan til þess að ég fæ ekki orða bundist er sú, að í leiðara Þjóðviljans í dag, þar sem Svavar Gestsson hlakkar yfir sigri Al- þýðubandalagsins í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum í Reykjavík, segir hann: „Og Al- þýðubandalagið vann kosnigasig- ur, svo myndarlegan og afger- andi, að fólkið sjálft tók völdin í Reykjavík eftir áratugastjórn sérhagsmunaaflanna." Svipuð ummæli viðhafði Guðrún Helga- dóttir í sjónvarpinu nýlega. Það er fyrirlitningin á skoðunum annarra sem í svona yfirlýsing- um felst og sú ofstækisfulla trú, að ekki séu aðrir „fólk“ en þeir sem kjósa Alþýðubandalagið, sem er ógnvekjandi. Tugir þúsunda stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins um allt land og raunar stuðningsmenn annarra lýðræð- isflokka eru sem sé ekki fólk. Samkvæmt kokkabókum Alþýðu- bandalagsins þarf væntanlega ekki að taka mikið tillit til slíkra „ómenna“, þegar borgarmál eða landsmál eru leidd til lykta. Við vitum þá á hverju við megum eiga von ef fulltrúar „fólksins" komast til þeirra áhrifa hér sem þá dreymir um. 80%-VERÐLÆKKUN. í NÝÍEGAR GÓÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.