Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 — Bridge Framhald af bls. 20 laust út hálfleikinn og var staöan orðin 64—20 í hálfleik. Norðmenn spiluðu síðarl hálfleikinn svo mjög vel og sigruöu í leiknum 20 mínus 3 og titillinn var þeirra hvernig sem leikur Svía og Finna endaöi. Glæsilegur sigur hjá Norðmönn- um sem unnu 8 leiki af 10 og töpuöu aöeins leikjum sínum við Svía. Hinn leikurinn var milli Svía og Finna. Öllum á óvart voru Finnarnir yfir í hálfleik 24—19 og hafði leikurinn veriö mjög vel spilaður af beggja hálfu. Leikurinn hélzt svo í jafnvægi til loka og endaöi 10—10. Kvennaflokkur: Úrslitin í kvennaflokki voru nánast ráöin áöur en þessi umferö hófst. íslenzku konurnar spiluðu gegn þeim sænsku sem þá þegar höföu unniö þennan flokk. Var leikurinn ekki vel spilaöur og höföu sænsku konurnar 48 á móti 14 í hálfleik. Þessi munur hélzt til loka leiksins og geröi þaö 18 gegn 2 fyrir Svíþjóö. Glæsilegur árangur sænsku kvennanna sem unnu alla sína leiki í mótinu og voru í sérflokki. Unglingaflokkur: Svíar og íslendingar spiluöu í unglingaflokki en Norömenn höföu þá þegar unnið þennan flokk. Svíar spiluöu fyrri hálfleikinn mjög vel og einu punktar íslenzku piltanna voru fyrir 3. spil þegar Svíar sögöu hálfslemmu sem ekki stóö. Staöan í hálfleik var 56—13 fyrir Svía. Enda þótt íslenzka liðiö ynni síöari hálfleik var sigur Svía í leiknum ekki í hættu og unnu þelr leikinn 16—4. Lokastaðan. Opni flokkur: Noregur 141 SvíÞjóð 130 Danmörk 104 ísland 80 Finnland 52’A Kvennaflokkur: Svípjóð 99 Danmörk 66 ísland 49 Finnland 26 Unglingaflokkur: Noregur 123 SvíÞjóð 108 island 52 — Umhorf Framhald af bls. 32 Numerus Clausus I innanríkismálum er allt rólegt á yfirborðinu en undir niðri ólgar og kraumar. Náms- menn hyggja á mikla baráttu fyrir rétti. allra til náms, en þessi annars sjálfsagði réttur í öllum löndum Vestur-§vrópu virðist mjög fyrir borð borinn á Möltu aðallega vegna mjög ósvífins Numerus Clausus (fjöldatakmarkana). Hnignun lýðrædis á Möltu Á vettvangi stjórnmálanna standa m.a. yfir mikil málaferli af hálfu stjórnarandstöðunnar á hendur yfirvöldum, t.d. út- varpi og sjónvarpi sem eru ríkisrekin. Halda stjórnarand- stæðingar því fram að.nokkurs konar ritskoðun- eigi sér stað í þessum fjölmiðlum. Hlut- drægnin er svo geysimikil að jafnvel almennar fréttir frá þinginu eru hlutdrægar þannig að ekki er minnst á málflutning stjórnarandstæðinga en allt sem kemur frá stjórnarsinnum er tíundað, hversu ómerkilegt sem það er. Stjórnarandstöðuflokkurinn fór á síðasta ári í mál við útvarpsyfirvöld og fékk þau dæmd fyrir hlutdrægni í frétta- flutningi. í kjölfar þessa var tveimur dómurum vísað úr starfi og þeir fluttir í önnur minni háttar. Hér er um að ræða svo grófan yfirgang fram- kvæmdavaldsins sem hann mestur má verða og eru hér brotnar þær grúndvallarreglur sem þrískipting ríkisvaldsins byggir á í flestum löndum Vestur-Evrópu. Er þessum reglum ætlað að tryggja sjálf- stæði dómsvaldsins meðal ann- ars gagnvart yfirgangi annam hluta ríkisvaldsins. Nú hecrai þessar reglur hafa verið brotn- ar og yfirvöld komist upp með það virðist fokið í flest skjól fyrir réttlæti og hlutleysi á Möltu. „Berufsverbot“ Hér hefur verið nefnd tilraun sósíalistastjórnarinnar á Möltu til að kæfa alla skoðanamynd- un í landinu. Árangursrík tilraun til að svipta dómsvaldið sjálfstæði sínu hefur verið nefnd. Grunur leikur á að sósíalistastjórnin beiti atvinnu- banni. Sá grunur hefur verið staðfestur með fjölda dæma, þrátt fyrir mótmæli stjórnar- innar. Yfirlýstir andsósíalistar hafa verið sviptir embættum sínum hjá hinu opinbera fyrir litlar sem engar sakir og sannir sósíalistar fengið þau. Laus embætti hafa í öllum tilfellum verið fengin sósíalistum, hafi þau verið á einhvern hátt mikilvæg. Háskólinn á Möltu Háskólinn hefur verið lagður niður sem sjálfstæð stofnun og er nú ætlunin að reka hann sem deild í menntamálaráðuneyt- inu. I undirbúningi eru enn frekari breytingar á háskólan- um auk þess sem Numerus Clausus veður þar uppi í sinni svörtustu mynd öllum nemend- um til mikils baga. Þar ríkir ekki kjörorðið „menntun mannsins vegna“, heldur miklu frekar „menntun atvinnuveg- anna vegna“. Námsmenn flykkjast nú unnvörpum til Bretlands og hyggjast halda þar áfram námi sínu sem Numerus Clausus hindraði þá í að ljúka á Möltu, svo gera einnig óheppnir námsmenn sem yfirvöld meinuðu að byrja nám. Verkalýðsfélög Verkalýðsfélögin eru ekki lengur frjáls, heldur hefur sósíalistum tekist að innlima þau stærstu í flokk sinn svo nú geta allir séð hvort einhvern tíma verður um heiðarlega stjórnarandstöðu að ræða ef núverandi stjórnarandstöðu- flokkur kemst í stjórnarand- stöðu. Hvað verður? Hið pólitíska andrúmsloft á Möltu er allt lævi blandið. Fólk ræðir yfirleitt ekki stjórnmál lengur á götum úti. Ástandinu hefur verið líkt við ástandið í Tékkóslóvakíu rétt eftir síðari heimsstyrjöldina, þegar kommúnistar yfirtóku stjórn landsins í skjóli lykilembætta sinna og lokuöu landiö tyrir innán járntjald á mjög svo ósvífinn hátt. Eftir öllu þessu að dæma er skammt að bíða stórra atburða á Möltu. — 1488 millj... Framhald af bls. 26 hefði hækkað úr 127 stigum árið 1975 í 143 stig árið 1978. Annað dæmi mætti taka um kjarabætur: Hitaveita suðurnesja sparaði suðurnesjabúum a.m.k. 1800 mill- jónir kr. á árunum 1977—1980. Hann lofaði sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi fyrir dugnað þeirra í nýlokinni kosningabaráttu. Að kaffidrykkjunni lokinni var mál- verkasýning í Valhúsaskóla heim- sótt, en ferðinni lauk í Hafnar- firði, þar sem frambjóðendur færðu Jóhanni Petersen þakkir fyrir röggsamlega fararstjórn. Fullt hús matar Ódýr matarkaup Nautahamborgari ............... 130.- kr. stk. Folaldahakk ................... 815- kr. kg. Nýr svartfugl ................. 300.- kr. stk. Kálfahryggir ................... 650.- kr. kg. Saltað folaldakjöt ............ 690 - kr. kg. Reykt folaldakjöt ............. 790- kr. kg. Nýtt hvalkjöt .................. 530.- kr. kg. Reykt hvalkjöt ................. 690.- kr. kg. 10 Nautahakk .................2.150.- kr. kg. Saltaöar rúllupylsur ........... 950.- kr. kg. Beikon í sneiöum ..............2.100.- kr. kg. Franskar kartöflur, frystar, tilbúnar beint í ofninn. Aöeins 1.120- kr. kg. Allar tegundir af úrvals nauta- kjötí Nauta T-bonesteik Skráö verö 2.847 - Okkar verö 2240.- Nauta grillsteikur Skráö verö 1.722,- Okkar verð 1.480.” Nautabógsteikur Skráö verö 1.722 - Okkar verö 1.480.” Nautamörbráð Skráö verö 6.034 - Okkar verð 4.890.” Nautasnitchel Skráö verö 5.603- Okkar verð 4.600.- Nautagullasch Skráö verð 4.310,- Okkar verö 3.460.- Nautahakk 1. flokkur Skréð verö 2.759- Okkar verö 2.390.- Nautaroast . Skráö verö 4.8Ö0.- Okkar verð 3.840.- Folaldakjöt Folaldagullasch ...... kr. 2.680.- Folaldasnitchel ... kr. 2.888.- Folaldamörbrá ........ kr. 2.800. Folaldafillet ........ kr. 2.800. Ath: Nú verður lokað á laugardögum í sumar. Verzliö tímanlega. Opið föstudaga til kl. 7. ■cjiiíiiinaaDSiiiSiMM Laugalaek 2. REYKJAVIK. simi 3 So 2o

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.