Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 25 47 luku burtfararprófi frá Fósturskóla íslands FÓSTRUSKÓLA ísland s var slit- ið 27. maí s.l. að Hótel Sögu. 47 nemendur luku burtfararprófi. ALLS stunduðu 172 nemendur nám við Fóstruskóla íslands á þessu skólaári. Hæstu einkunnir þeirra sem luku burtfararprófi hlutu Sólveig Á. Ásgeirsdóttir, Guðlaug Valdís Olafsdóttir og Guðrún Halldórsdóttir. Þær hlutu allar ágætiseinkunn og bókaverð- laun frá skólanum fyrir frábæran árangur. Einnig hlaut Lilja Eyþórsdóttir verðlaun frá Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur fyrir félagsstarf í þágu nemenda. Við skólaslitin gaf skólastjóri, Valborg Sigurðardóttir, yfirlit yfir starfsemi skólans á s.l. ári og ræddi meðal annars breytingar á námsfyrirkomulagi hans. Einnig fluttu ávörp fulltrúar 25 ára og 10 ára afmælisárganga og afhentu peningagjafir til skólans. Nýjung í tryggingamálum: Viðlagatrygging íslands nær til tjóna af völdum náttúruhamfara Heildarmat vátryggingarfjárhæða 1500 milljarðar Ein af þeim nýjungum á sviði tryggingamála, sem hvað mesta athygli hefur vakið á valdatíma núverandi ríkisstjórnar, er tilkoma Viðlagatrygg- ingar fslands, sem nær til tjóna af völdum náttúruhamfarai eldgosa. jarðskjálfta, skriðufalla, snjó- og vatnsflóða. Viðlagatrygging íslands er þó ekki einsdæmi f tryggingasögu. Önnur lönd, þar sem náttúruhamfarir eru tíðar, Sviss, Japan og Nýja-Sjáland, höfðu áður gripið til hliðstæðra trygginga, en frjáls tryggingafélög höfðu yfirleitt veigrað sér við að taka að sér slfkar tryggingar. Það form, sem Viðlagasjóði íslands var sett, þótti ekki til frambúðar. í almennum sjóði, sem fjármagnaður er með almennri skattheimtu, er erfitt að setja takmörk við bótakröfum. Það form bar fremur að skoða sem átak, sem þurfti að gera við sérstakar aðstæður til uppbyggingar viðkomandi byggðarlögum. Vátryggingarskylda Viðlagatryggingar íslands nær til allra húseigna, lausafjár, vörubirgða, véla og tækja, sem brunatryggðar eru hjá vátryggingarfé- lagi, er starfsleyfi hefur hér á landi. Skemmdir á landi, vegum, vatns- og raflögnum, hafnargörðum o.þ.h. falla þar með ekki undir tryggingarskyldu. Hægt væri þó að opna viðlagatryggingu fyrir þessi mannvirki með viðeigandi iðgjaldi, þ.e.a.s. láta það ekki falla undir tryggingarskyldu, heldur gefa viðkomandi ráðamönnum kost á slíkri tryggingu. Slík trygging er þó e.t.v. ekki jafn aðkallandi meðan hin almenna deild Bjargráðasjóðs er fyrir hendi og henni falið með stuðningi almannafjár að sjá um bætur vegna viðgerða og/eða endurbyggingar mannvirkja vegna skemmda, sem orðið hafa vegna náttúruhamfara. Hugsanlegt væri að takmarka bótaskyldu við t.d. 25—30% tjónsupphæðar og eftirláta afganginn sjálfsábyrgð eigenda, sem notfærðu sér þá möguleika Viðlagatryggingar. Árleg iðgjöld Viðlagatryggingar eru 0.25% af vátryggingarfjárhæðum tryggðra verðmæta. Heild- armat vátryggingarfjárhæða var síðast metið á 1500 milljarða. Hrein eign Viðlagatryggingar var um 200 milljónir króna um sl. áramót. Styrkur Viðlaga- tryggingar felst í tvenns konar endurtryggingum erlendis, þ.e. „excess of loss“, samningur vegna einstaks tjónsatburðar upp á 2.8 milljarða umfram 400 milljónir og svo „aggregate of loss“, samningur, sem er safnsamningur fjölda smátjóna á einu ári upp í 480 milljónir umfram 160 milljónir. Það er álit ráðamanna Viðlagatryggingar að endurtryggja minna eftir því sem sjóðurinn verður stærri. Nú falla iðgjöld niður er hrein eign nær 3% vátryggingarfjár- hæðar, eða sem svarar 4.5 milljörðum kr. í dag. Talið er að takí hálfan mannsaldur að safna þeirri upphæð, ef umframtekjum er varið til kaupa á spariskírteinum ríkissjóðs. Auðbjörg sigraði í kjölbátakeppni Kjölbátakeppni fór fram laugardaginn 3. júní s.l. Keppnin hófst í Arnarnesvogi kl. 10.06 og var siglt sem leið lá stórskipaleið út úr Skerja- firði og áfram út fyrir 6. hauju. Þaðan var tekin stefna suður fyrir Valhúsabauju sem er fyrir mynni Hafnarfjarðar og siglt inn í hafnarmynnið, snúið við og siglt sömu leið til baka og var markið í Arnarnesvogi. Á keppnisdegi var frekar hvasst í veðri, 5-6 vindstig og gekk á með skúraleiðingum. Áttin var suðaustlæg til að byrja með en undir lokin hafði vindur snúist til suð-vestlægrar áttar og lygnt svolítið. Vind- hraði var um fjögur stig. Tveir bátar tóku þátt í keppn- inni. Þeir heita Skýjaborg og Auðbjörg og eru báðir frá Kópavogi. Skýjaborg var skipuð þremur mönnum en Auðbjörg fjórum. Þar sem Skýjaborg er hrað- skreiðari en Auðbjörg tók hún strax forystuna og var á undan fyrir fyrstu bauju. Á útleið úr Skerjafirði reyndu Skýjaborgar- menn að setja upp belgsegl en vegna hvassviðris tókst það ekkí 6 Bavj-a kjölbátakeppninni. Auðbjörg sem skyldi og misstu þeir stjórn á bátnum um stund. Auðbjarg- armönnum hlekktist einnig á en hjá þeim slitnaði fokkuupphald- arinn. Þegar kom í Hafnarfjarð- arhöfn var Skýjaborg um hálfri stundu á undan Auðbjörgu, en Auðbjörg hafði þó betur vegna forgjafar sinnar. Á bakleiðinni gerðist það, þegar Skýjaborg var komin að Kerlingaskersbauju, og hafði þá þurft að sigla beitivind frá 6. bauju, að vindur snerist eins og áður sagði í S.V.-læga átt. Þetta þýddi að Auðbjörg, sem ekki var komin að 6. bauju, hafði hliðarvind á milli 6. bauju og Kerlingaskers- bauju, en það kom sér vel fyrir Auðbjargarmenn. Sigldu síðan bátarnir sem leið lá í mark í Arnarnesvogi. Tími Skýjaborg- ar var 6 klst. og 6 mín. en Auðbjargar 6 klst. og 34 mín. Þrátt fyrir það að Skýjaborg hafi náð betri tíma telst Auð- björgu sigurvegari keppninnar því hún hefur forgjöf. Á leið- réttum tíma telst Skýjaborg hafa farið á 4 klst. og 39 mín. en Auðbjörg á 4 klst. og 12 mín. Skipstjóri á Skýjaborg var Rúnar Steinsen en á Auðbjörgu Jóhann H. Níelsson. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Grein um K jar- val í Farmand í NÝÚTKOMNU norsku blaði, Farmand, er grein um Jóhannes Kjarval eftir Arne Durban í greinaflokki sem nefnist Norræn myndlist. Greinin nefnist Jóhann- es Kjarval og ísland. Þar rekur höfundur sögu íslands í stórum dráttum og leggur áherzlu á starf Jóns Sigurðssonar og frelsisbaráttuna. Ekki fer hann fögrum orðum um veðráttuna en er öllu hrifnari af bókmenntun okkar Islendinga. Nefnir hann Halldór Laxness og minnist á listaverkabók um Kjarval þar sem Halldór skrifaði lesmálið. Arne Durban er hrifinn af myndlist Kjarvals. Um hana segir hann, að enginn einn stíll sé ríkjandi heldur hafi Kjarval reynt flest í myndum sínum. Bezt hafi hann ráðið við náttúru íslands, þar beri Þingvalla- og fjallamynd- ir af. 11/1 RNL' DURBA N: Nordiske ponretter Johannes Kjarval og Island Peter Gabriel: Peter Gabriel Hvaö haldiö þlö ekkil Jú. auövitaö er hún komin í Hljómdeild Karnabæjar, nýja platan hans Peter Gabrlel. Hvort hún sé góð? Væri ekki rétt aö athuga þaö í eigin persónu. Viö getum þó sagt þér að þér leyfist að koma meö háar hugmyndir og kröfur, þar sem þú veist aö Peter Gabriel á í hlut. - Hljómdeild Karnabæjar Laugavegi 66 S. 28155. Glæsibe S. 81915. Austurstræti 27 S. 28155. Heildsölubirgðir Steinar hf. S. 28155 — 19490.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.