Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 Frá ferðalagi frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins um Reykjanes: 1488milljónum kr. veitt til skólahúsa 1975-1978 Mannvirki á Álftanesi og f Garðabæ skoðuð Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi fóru í seinni ferð sína um kjör- dæmið sunnudaginn 11. júní, en fyrri ferðina fóru þeir um Suður- . nesin 4. júní. Lagt var af stað frá ! Hafnarfirði um morguninn, og var Jóhann Petersen, fyrrverandi for- maður Kjördæmisráðsins, farar- stjóri. I ferðina fóru frambjóðend- ! urnir Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra, Oddur Ólafsson læknir og alþingismaður, Ólafur G. Einarsson alþingismaður, Eiríkur Alexandersson bæjar- stjóri í Grindavík, Salóme Þorkelsdóttir skrifstofumeður, Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, Hannes Hólm- steinn Gissurarson háskólanemi, Ellert Eiríksson verkstjóri og Axel Jónsson alþingismaður og bæjar- fulltrúi í Kópavogi. Ekið var um Hafnarfjarðarhraunið og út á Álftanes, þar sem nýtt skólahús íbúa Bessastaðahrepps var skoðað undir leiðsögn Einars Ólafssonar oddvita og Eyþórs Stefánssonar fyrrv. oddvita. Þeir buðu fram- bjóðendum síðan til kaffidrykkju með hreppsnefndamönnum og nokkrum fleirum í Bjarnastaða- skóla. Þar sagði Einar frá fram- kvæmdum í Bessastaðahreppi, fyrirhugaðri lagningu vega og hitaveitu, og Ólafur G. Einarsson þakkaði fyrir móttökurnar. Hann minnti á það, að fjárveitingar til skólahúsnæðis hefðu verið 1488 milljónir kr. á þessu kjörtímabili. Frá Álftanesi var ekið til Garða- bæjar og skipasmíðastöðin Stálvík skoðuð. Jón Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, aðrir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins og trúnaðarmenn tóku á móti ferðamönnum og sýndu þeim stöðina. Jón sagði nokkuð frá íslenzka skipasmíðaiðnaðinum. Eiríkur Alexandersson þakkaði móttökurnar og hvatti til baráttu fyrir hagsmunum sjávarútvegsins, sem væru reyndar hagsmunir þjóðarinnar allrar. Hann minnti á þær miklu hafnaframkvæmdir, sem hefðu verið í kjördæminu á undanförnum árum, en á þessu kjörtímabili hefur 1018 milljónum kr. verið veitt í þær. Alftanes. Frambjóðendur og sjálfstæðismenn í Bessastaðahreppi við grunnskólann. sem er í smíðum á Álftanesi. Á þessu kjörtímabili hefur 1488 miiljónum kr. verið veitt til skólahúsa í Reykjaneskjördæmi. Garðabær. Jón Sveinsson sagði framhjóðcndum og fleirum frá skipasmíðaiðnaðinum í Stálvík. Reykjanes er mikill sjávarútvegsstaður. og á þessu kjörtímabili hefur 1018 milljónum kr. verið veitt til hafnarmannvirkja þar. Ekið um Kópavog og áð í Kjósinni Frá Garðabæ var ekið um Kópavog, Mosfellssveit, Kjalarnes og upp í Kjós. Axel Jónsson sagði frá framkvæmdum í Kópavogi, en miklar, framfarir hafa orðið þar í atvinnumálum síðustu átta árin, en Sjálfstæðisflokkurinn tók for- ystu í bæjarmálunum árið 1970: Til dæmis fjölgaði atvinnutæki- færum í Kópavogi úr um 800 árið 1970 í um 3000 árið 1978. Axel sagði frá mönnum og málefnum í Kjalarnesi á leiðinni upp í Kjós. Fjölmargt sjálfstæðisfólk I Kjósinni tóku á móti frambjóð- endum í Félagsgarði og drukku með þeim kaffi. Helgi Jónsson form. Þorsteins Ingólfssonar ávarpaði hópinn, en Oddur Andrésson sagði frá vandamálum Kjósverja og kvað landið verða varnarlaust, ef vinstri stjórn tæki við. Salóme Þorkelsdóttir þakkaði móttökurnar, og Gísli Jónsson forstöðumaður settist við píanóið og lék undir, á meðan allir viðstaddir sungu: „Hvað er svo glatt ... „ Matthías Á. Mathiesen sagði nokkur orð og hvatti menn til að standa saman gegn hættunni á sósíalisma og vinstri stjórn, sem væri nú mjög mikil. Kópavogur. Ekið var fram hjá húsi Öryrkjabandalagsins í Kópavogi, en Oddur ólafsson læknir og alþingismaður Reyknesinga. sem er í 2. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins, hefur verið formaður hússjóðs bandalagsins frá upphafi. Kjalnesingar heimsóttir Frá Félagsgarði í Kjós var ekið til Fólksvangs á Kjalarnesi, þar sem Bjarni Þorvarðarson oddviti tók á móti gestum. Sjálfstæðis- menn á Kjalarnesi snæddu há- degisverð með frambjóðendum í Fólkvangi. Gísli Jónsson sagði, að fólkið yrði að spara, íslendingar hefðu lifað um efni fram síðustu árin. Axel Jónsson þakkaði mót- tökur Kjalnesinga og sagði, að flestar framkvæmdirnar, sem ráð- izt hefði verið í á Reykjanesi á þessu kjörtímabili, væru vegna þess, að ríkisstjórnin væri undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Ellert Eiríksson, Bjarni oddviti, Jón Ólafsson í Brautarholti og Matthías Á. Mathiesen fluttu stuttar ræður um vanda atvinnu- rekstrarins í landinu. Matthías sagði, að allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn kysu aukinn ríkisrekstur eða „félagslegan" rekstur, eins og hann héti á dulmáli sósíalista. Hann sagði, að tekizt hefði þrátt fyrir allt á þessu kjörtímabili að lækka hlut ríkisins í þjóðarframleiðslunni úr 31% í 27%. Gestirnir færðu Aðalheiði Sigurðardóttur húsverði og Björgu Jóhannsdóttur skólastjórafrú, sem sáu um hádegisverðinn, sérstakar þakkir. Staldrað við í Mosfellssveit Frá Fólkvangi var ekið til Hlégarðs í Mosfellssveit, þar sem fjöldi Sjálfstæðismanna tók á móti frambjóðendum og drakk með þeim kaffi. Jón Guðmundsson á Reykjum, oddviti Mosfellinga, sagði frá helztu málefnum þeirra, einkum hinni öru fólksfjölgun vegna aðflutninga og hitaveitunni. Eiríkur Alexandersson, Salóme Þorkelsdóttir og Jóhann Petersen tóku til máls. Þökkuðu þau mót- tökurnar. Jóhann sagði, að Sjálf- stæðisflokkurinn stæði einn vörð um sjálfstæði einstaklingsins og þjóðarinnar. Að kaffidrykkjunni lokinni voru framkvæmdir í Mos- fellssveit skoðaðar undir leiðsögn Jóns oddvita. Sverrir Haraldsson listmálari og Steinunn Marteins- dóttir leirkerasmiður voru heim- sótt í Hulduhóla, og sýndu þau ferðamönnum listaverk sín, sem eru bæði innan húss og utan. Fannst ferðamönnum mikið til listaverkanna koma, húss þeirra hjóna og umhverfis, og þökkuðu þeim fyrir tækifærið til að skoða allt þetta. Lokaáfangi á Seltjarnarnesi Ekið var frá Mosfellssveit í gegnum Reykjay'k og út á Sel- tjarnarnes, þar sem Sigurgeir bæjarstjóri, sýndi mönnum fram- kvæmdir. Kristinn Michelsen form. fulltrúaráðs, Magnús Er- lendsson, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness, Gísli Ólafsson forstjóri og fleiri Sjálfstæðismenn tóku á móti þeim í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi og drukku með þeim kaffi. Þar fluttu Kristinn, Magnús, Gísli, Matthías fjármála- ráðherra, Snæbjörn Ásgeirsson bæjarfulltrúi og Salóme stuttar ræður. Sögðu ræðumenn, að í þessum kosningum væri kosið um sjálfstæði einstaklinganna eða sósíalismann, um varið land eða varnarlaust, um stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða vinstri stjórn. Matthías sagði, að vígorð vinstristjórnarflokkanna: „Kosningar eru kjarabarátta!" hitti í annað mark en þeirra, því að kaupmáttur ráðstöfunartekna Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.