Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JUNÍ 1978 Fátt um óvænt úrslit í bikarkeppni KSf Ellefu leikir voru leikn- ir í Bikarkeppni KSÍ í fyrrakvöld og urðu úr- slit þeirra þessii Völsungar — KS (Siglufiröi ) 1—2 Úrslitin koma nokkuð á óvart, enda leika Völsungar í annari deild en KS neöar. Aö sögn sjónarvotta voru Völsungar næsta sigurvissir og kom þaö þeim í koll. Þeir náöu forystu, er KS-menn sendu knöttinn í eigið mark og þannig var staðan í hálfleik. En í þeim síöari komu Siglfirðingar heimamönnum í opna skjöldu og skoruöu tvivegis og slógu þannig Völsunga út úr keppninni. Mörk KS skoruðu þeir Jakob Kárason og Hörður Júlíusson. Þór — HSÞ (B) (Mývetningar) 3—2 Þórsarar virðast vera ótrúlega slakir þessa dagana og þegar aðeins tíu mínútur voru til leiksloka var staöan 2—1 fyrir HSÞ. Þórsurum tókst þó aö bjarga andlitinu meö tveimur mörkum lokakaflann. Hinrik Bóasson náöi forystunni fyrir Mý- vetninga með skoti af 45 metra færi, sem enginn skildi hvernig rataöi í netið. Siguröur Lárusson jafnaöi fyrir Þór og þannig stóö í leikhléi. Björn Lárusson náöi aftur forystunni fyrir HSÞ, en mörk þeirra Siguröar og Jónas Lárussonar tryggðu Þór sigur sem varla var sannfærandi. Þróttur Nes. — Austri 5:7 (2:2) Leikiö var á Neskaupsstaö og aö vanda var hart barizt í viðureign þessara miklu keppinauta. Austri Kúluís fyrir mömmu og pabba óg bamaís og bamashake á bamaverði JÚNDÍS SklphoKi VV/37 haföi nokkra af fastamönnum liösins á varamannabekk aö þessu sinni en samt stóöu Eskfiröingarnir sig vel í fyrri hálfleiknum því þeir skoruöu eitt mark gegn engu. Var Steinar Tómas- son þar að verki. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en í seinni hálfleiknum voru Þróttarar miklu betri. Þó tókst Steinari aö skora fyrir Austra 2:0 en Þrótti tókst að jafna meö mörkum Bjarna Jóhannessonar og Lárusar Valgeirs- sonar og kom jöfunarmarkið þegar komið var 3 mínútur fram yfir venjulegan leiktíma. Nú var framlengt en ekkert mark skorað og þá kom til vítaspyrnu- keppni. Þeir Steinar Tómasson, Pétur ísleifsson, Halldór Árnason og Ágúst Ingi Jónsson skoruöu fyrir Austra og Helgi Benediktsson, Helgi Ragnarsson og Njáll Eiðsson fyrir Þrótt. Hins vegar varði Sigurður Gunnarsson markvöröur Austra spyrnu Bjarna Jóhannessonar og þegar Ágúst Hlöðver Rafnsson skor- aði úr fimmtu spyrnunni fyrir Austra var óþarfi aö láta Þróttara taka síöustu spyrnuna, Austri haföi þegar tryggt sér sigur í þessum hörku- spennandi leik. Ármann — Selfoss 4—2 (e.frl.) Sigur Ármenninga var sanngjarn, en Selfyssingar eiga þó hrós skiliö fyrir góða baráttu og frammistöðu. Eftir venjulegum leiktíma var staöan jöfn, 2—2, Þráinn Ásmundsson og Viggó Sigurðsson skoruöu fyrir Ármann, en þeir Sumarliöi Guð- bjartsson (víti) og Guöjón Arngríms- son svöruöu fyrir Selfoss. í framleng- ingu tryggöu Ármenningar sér sigur meö mörkum Egils Steinþórssonar, og Einars Guðnasonar. KR — Haukar, á KR-velli: 3—1 (3-1) Leikur þessi var mjög fjörugur og harður, KR-ingar sóttu strax af miklum krafti og eftir aöeins 15 mínútna leik var staöan 2—0 þeim í hag. Fyrra mark KR skoraði Vilhem Fredrekssen, en það síðara Sverrir Herbertsson. Guöjóni Sveinssyni tókst aö minnka muninn niöur í eitt mark er hann skoraöi fyrir Hauka. Litlu seinna var Stefán Örn Sigurðs- son á feröinni og skoraði gott mark fyrir KR. Staðan í leikhléi var því 3—1 fyrir KR, ekkert mark var skorað í síðari hálfleik, sem var ekki eins vel leikinn og sá fyrri. Einherji — leiknir, á Vopnafiröi: 3—1 (2—0) Einherji frá Vopnafirði sigraöi Leikni frá Fáskrúösfiröi nokkuö örugglega í leiknum og lék mun betur. Mörk Einherja skoruöu Krist- ján Davíösson, Baldur Kjartansson og Vigfús Davíðsson. Leiftur — Arroöinn, á Ólafsfjarðar- velli: 3—1 (2—0) Leikur þessi var allvel leikinn og þá sérstaklega síöari hálfleikur. Besti maöur Leifturs var Guðmundur Sigurösson sem skoraði tvö ágæt mörk. Kolbeinn Ágústsson skoraöi þriöja mark Leifturs. Magni — Tindastóll, á Grenivíkur- velli: 3—6 (0—2) Eftir aö venjulegum leiktíma lauk var staðan í leiknum jöfn, 3—3. í framlengingunni tókst Tindastól aö skora hvorki meira né minna en þrjú mörk og sigra meö yfirburöum. Flest mörk Tindastóls skoraöi Birgir Rafnsson 4, þar af tvö úr vítaspyrnu. Páll Ragnarsson og Þórhallur Ás- mundsson skoruðu hin mörkin tvö fyrir Tindastól. ÍBÍ — Bolungarvik, á isafirði: 5—1. ÍBÍ vann auóveldan sigur á Bolvík- ingum og komst því létt áfram í næstu umferö. Mörk ísfiröinga skor- uðu, Haraldur Leifsson 2, Jón Oddsson 1, Gunnar Ólafsson 1. Kristinn Kristjánsson 1 fyrir bolvík- inga skoraöi Karl Gunnarsson. Framhald á bls. 18 • Óskar Jakobsson keppir í öllum kastgreinunum í kastlandskeppn inni við Dani. Kastlandsliðið á móti Dönum valið DAGANA 24. o>; 25. júní n.k. heyja íslendint;ar og Danir kastlandskeppni í frjálsum íþróttum. Keppnin fer fram í Haderslev. Keppt verður bæði í flokki karla og unglinga. í karlaflokki eru tveir keppendur frá hvorri þjóð en í unglingaflokki er einn frá hvorri þjóð. Islenska landsliðið hefur verið valið og skipa það allir okkar bestu kastarar. Keppt verður í sleggjukasti, kringlukasti, spjótkasti og kúluvarpi. Óskar Jakobsson keppir í öllum greinum, Hreinn Halldórsso'n keppir í kúluvarpi, Elías Sveinsson keppir í spjótkasti, og Erlendur Valdimarsson í kringlukasti og sleggjukasti. í unglingaflokki keppir Óskar Reykdal frá Selfossi í kúluvarpi og sleggjukasti, Vésteinn Hafsteinsson Selfossi í kringlukasti, og Einar Vilhjálmsson í spjótkasti. Ólafur Unnsteinsson verður fararstjóri og þjálfari. Skipti á bílnum og aðgöngumiðum ARGENTÍNUMENN hafa gífurlegan áhuga á leikjum sinna manna og komast færri að en vilja. Svartamarkaðsbrask með aðgöngumiða stendur f miklum hlóma. Einn áhugasamur náði sér í þrjá aðgöngumiða á leiki Argentínu gegn Póllandi. Perú og Brasilfu í skiptum fyrir hilinn sinn. Fiat 600. árg. 68. • Holmes t.h. hefur ekki tapað keppni síóan hann geröist at- vinnumaöur. Hér berst hann við Northon. 2 Overlock saumar Q] 2 Teygjusaumar Beinn SAUMUR □ Zig-Zag Hraðstopp (3ja þrepa zig zag) | | Blindfaldur Sjálfvirkur hnappagatasaumur [^] Faldsaumur Q Tölufótur Útsaumur 0] Skeljasaumur ~J Fjölbreytt úrval fóta og stýringar fylgja vélinni. i’OYO Í7\ VARAHLUTAUMBOÐIÐ H/F ARMULA 23, REYKJAVIK SÍMI 81733 Holmes vill ekki berj- ast við Ali „ÉG vil ekki fara í hringinn gegn vini mínum og átrúnaðargoði Mohammeð Alí, hann hefur kennt mér flest af Því sem ég kann fyrir mér í hnefaleikum. Ég hóf feril minn sem aöstoöarmað- ur hans á æfingum og allar götur siðan hef ég litið á hann sem henfaleikameistara allra tíma. Og maður berst ekki viðð vini sína,“ sagöi hinn nýbakaöi heimsmeistarí (annar af tveim- ur) Larry Holmes eftir að hann hafði svipt Ken Norton titlinum um síðustu helgi. Og Holmes heldur áfram: „Eg veit að ég gæti sigrað Ali, hann er jú orðinn 36 ára, en ég vona að hann leggi hanskana á hilluna eftir leikinn gegn Spinks í september næst- komandi." Ali segir: „Það er rétt hjá Larry, við ættum ekki að vera að berja hvor á öörum, enda er pað alger óparfi, ég verð heims- meistari pegar ég rota Leon Spinks í september og pá kveð ég hringinn og Larry fær pá að bítast við alla hina kappana í fríöi fyrir mér.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.