Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978 ,,Merkasta nýjung á sviði skatt amála í t vo áratugi’ ’ Ólafnr Nílsson um nýju skattalögin: Vinstri stjórnin gerði breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt á árinu 1972. Skattalög þau. sem verið haía í gildi og framkvæmd síðan, eru í meginatriðum eins og vinstri stjórnin og stuðningsflokkar hennar gengu frá þeim. Að frumkvæði fjármálaráðherra. Matthíasar A. Mathiesen, voru gerðar verulegar breytingar á skattalögum á síðasta þingi, sem gildi taka 1. janúar 1979 og vakið hafa verðskuldaða athygli. Mbl. sneri sér til Ólafs Nílssonar, löggilts endurskoðanda og fyrrv. skattrannsóknastjóra, og bað hann um umsögn um þessar skattlagabreytingar. Umsögn hans fer hér á eftir orðrétt. „Ilin nýju skattaltfg fela í sér KrundvallarbrcytinKar frá Kildandi ltfKum. sennilega meiri breytingar en áður hafa verið gcrðar á Itfgum um tekju- <>K eignarskatt allt frá 1921, en þá voru í Itfg leidd fyrstu almennu tekjuskattsltfgin. í Itfgunum er bæði að finna ákvæði sem horfa til einföldun- ar og aukins skýrleika. cn einnig eru þar ný og áður óreynd ákvæði sem eflaust verða talin flókin í fyrstu, en þau snúa einkum að atvinnu- rckstrinum. Auk þess sem Itfgin hafa að geyma verulegar efnisbreytingar frá gildandi ltfgum er uppbyggingu og greinaröð allri gjörbreytt, en mikil þörf var á að endurskipu- leggja framsetningu gildandi laga, sem breytt hefur verið ótal sinnum með innskotum og niðurfellingum. Þessu stóra máli verða ekki gerð viðhlít- andi skil f stuttu máli en ég nefni nokkur efnisatriði. matsreglum laganna er í fyrsta sinn tekið verulegt mið af verðbreytingum sem verða frá ári til árs og er þessum ákvæðum ætlað að draga úr áhrifum verðbólgunnar á skattstofna. Einstaklingar • Skattlagningu hjóna er gjör- breytt með því að tekin er upp takmörkuð sérsköttun hjóna. Allar launatekjur hjóna eru taldar fram hjá hvoru hjóna um sig og frá þeim dragast þeir frádráttarliðir sem tengjast þeim svo sem líf- eyrissjóðsgjöld, stéttarfélags- gjöld o.fl. Tekjur hjóna af skattgreiðslum hjá hjónum sem afla hliðstæðra tekna með mismunandi hætti. Þessi regla er fráleit við núverandi þjóðfélagsaðstæður og því tímabært að afnema hana. Ákvæði nýju laganna sýnast ekki þyngja skattbyrði hjóna sem bæði vinna úti fyrr en konan hefur tekjur yfir 2—2.5 milljónir króna en það fer þó að nokkru eftir tekjum hjóna í heild. Tekjur og gjöld vegna eigin húsnæðis falla niður sam- kvæmt lögunum. Þannig verður ekki lengur reiknuð eigin húsaleiga og á móti fellur niður frádráttur vegna „Horfa til einföldun- aros: aukins Verðbólgan og skattalögin • Verðbólgan hér á landi síð- ustu 20 ár hefur leikið skatta- lögin grátt, en skýrgreiningar gildandi laga á skattstofnum, tekjum og frádrætti, eru yfirleitt miðaðar við stöðugt verðgildi krónunnar. Verð- bólgan afskræmir ýmis hug- tök skattalaganna og veldur oft verulegri mismunun milli gjaldenda. • Merkasta nýmæli þessara laga er að mínu mati ákvæði þeirra um almennt endurmat til fyrninga og til ákvörðunar á skattskyldum söluhagnaði eigna. Hér er farið inn á nýja og áður óreynda braut, braut sem enn hefur ekki verið reynd meðal nágrannaþjóða okkar, en hefur verið mikið rædd víða um heim. • Með hinum almennu endur- „Grundvall- arbreyting- ar frá gild- andi lögum” eignum eru taldar fram hjá því hjóna sem hærri hefur launatekjur og tekjur af atvinnurekstri eru taldar hjá því hjóna sem fyrir honum stendur. Af ákvæðum laganna leiðir að hvort hjóna verður skatt- lagt sérstaklega eftir tekju- skiptingunni. • 50% útivinnufrádráttur giftra kvenna fellur niður en við útreikning á tekjuskatti nýtur hvort hjóna persónuaf- sláttar einhleypings og flyst hann á milli þeirra ef hann nýtist ekki að fullu hjá öðru hjóna. 50% frádráttarreglan hefur valdið gífurlegum mismun í „Horfa til einföldun- arogaukins skýrleika” fasteignagjalda, viðhalds og fyrninga. • Mikilvægasta nýmælið varð- andi frádráttinn er það að skattaðilum er heimilað að reikna til frádráttar 10% af launatekjum sínum í stað þess að tíunda einstaka frá- dráttarliði sem eru lífeyris- sjóðsgjöld, iðgjöld af lífs- ábyrgð, stéttarfélagsgjöld, vaxtagjöld o.fl. Þessi regla ætti að geta einfaldað framtalsgerðina og koma þeim til góða sem t.d. búa í leiguhúsnæði og greiða lága eða enga vexti. • Ákvæðum gildandi laga um skattskyldan söluhagnað er Ólafur Nflsson, fyrrv. skatt- rannsóknastjóri. „Grundvöll- ur lagður ad frekari fram- förum á sviði skattamála” gjörbreytt, m.a. ákvæðunum um söluhagnað íbúðarhús- næðis. Söluhagnaður íbúðar- húsnæðis í eigu manna undir ákveðnum stærðarmörkum (1.200 rúmmetra) verður skattfrjáls hafi seljandi átt húsnæðið í fimm ár. Ef selt er innan fimm ára er kostnaðar- verðið hækkað samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar frá byggingar- eða kaupári til söluárs og söluhagnaðurinn ákveðinn sem mismunur sölu- verðs og þannig framreiknaðs kostnaðarverðs. Þá er heimilt að flytja söluhagnað yfir á annað íbúðarhúsnæði þótt selt sé íbúðarhúsnæði í smíð- um. Ákvæði laganna um sölu- hagnað íbúðarhúsnæðis bæta verulega úr göllum gildandi laga. Ættu menn nú t.d. að geta selt hús í smíðum ef þeir af einhverjum ástæðum verða að hætta framkvæmdum minnka við sig eða breyta til með öðrum hætti. • Fjölmörgum öðrum ákvæðum sem varða einstaklinga er breytt bæði varðandi tekjur og frádrætti. Nokkrir létt- vægir frádráttarliðir eru felldir niður en vaxta- frádráttur verður óbreyttur. Atvinnurekstur • Eins og ég nefndi áður tel ég merkustu nýmæli laganna vera ákvæðin um endurmat eigna til fyrninga og til ákvörðunar á söluhagnaði, en ákvæðin um endurmatið snerta fyrst og fremst atvinnureksturinn. • Fyrningarákvæðum er gjör- breytt. Atvinnureksturinn hefur nú val um fyrningar allt að ákveðnu hámarki eftir tegundum eigna en er ekki bundinn af lágmarki og há- marki eins og er í gildandi lögum. Hámarkshundraðshlutar (%) almennra fyrninga breytast ekki verulega en flýtifyrning- ar og verðstuðulsfyrningar falla niður. Mesta breytingin er hins vegar fólgin í því að nú er ekki lengur miðað við upphaflegt kostnaðarverð þegar fyrning er reiknuð heldur er kostnaðarverðið hækkað árlega samkvæmt verðbreytingarstuðli, og er árleg fyrning síðan reiknuð af þannig framreiknuðu verði. Áður fengnar fyrningar eru framreiknaðar með sama hætti. Verðbreytingarstuðull- inn verður miðaður við breyt- ingu á meðaltalsbyggingar- vísitölu milli ára. Það hefur ekki þótt eðlilegt að heimila fullar fyrningar af endurmetnu kostnaðarverði í þeim tilvikum sem hinar fyrnanlegu eignir eru fjár- magnaðar með lánsfé. í lög- unum er ákvæði sem skerða heimild til fyrninga eftir því hvernig eignirnar eru fjár- magnaðar. Sjáum ekki fram á neinar breyting- ar á verdi fisks — segir Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson forstjóri SH Verð á matvælum alltaf að hækka í Bandaríkjunum „VIÐ sjáum ekki fram á neinar breytingar á verði fisks á Bandaríkjamark- aði,“ sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihús- anna er Mbl. spurði hann hvaða áhrif hækkandi matvælaverð í Bandaríkj- unum hefði á fiskinn. „Það hafa nánast engar verðbreytingar átt sér stað nú í nokkurn tíma,“ sagði Eyjólfur. „Sumarið er að vísu alltaf slakur tími, þannig að haustið væri þá vænlegra til breytinga, en um þær eru nú engin merki sjáanleg. Þegar litið er um öxl kemur í ljós að vissu leyti að verð á fiski og verð á öðrum matvælum á Banda- ríkjamarkaði fylgist ekki almennt að. Og þess er einnig að gæta að verð á fiski hefur verið tiltölulega hátt að undanförnu miðað við verð á öðrum matvæl- um og þau gætu því hækk- að verulega án þess að einhverra hliðarverkana færi að gæta.“ Þá kvaðst Eyjólfur einn- ig vilja benda á það, að í Vestur-Evrópu væri ekki um hækkun verðs á fiski að ræða, heldur hefði fiskur- inn frekar lækkað heldur en hitt á meðan Banda- ríkjamarkaðurinn hefði þó reynzt stöðugur. Leiðrétting í GREIN Erlends Jónssonar í blaðinu í gær, „Söguævi", þar sem hann fjallar um bók Björns Þorsteinssonar sem Sögufélagið gefur út, féll inngangurinn því miður niður en þar átti að standa: Björn Þorsteinssoni Á FORNUM SLÓÐUM OG NÝJUM. 200 bls. Stfgufélagið Rvík 1978. VERÐBÓLGA í Handaríkjun- um er nú komin upp í 11.4% á ársmælikvarða, en verð á mat- vælum hækkar enn meir en á öðrum vörum. Stjórnvöld höfðu búist við að litlar verðbreyting- ar á matvælum gætu stemmt stigu við verðbólgunni, en reyndin hefur orðið önnur. Nautakjöt er það sem hækkar einna mest þar sem bændur hafa ekki nautgripi til slátrunar. Þetta eru viðbrögð þeirra við verðlækkunum sem urðu á árun- um 1975,1976 og 1977, en þá voru nautgripir seldir með tapi. Það leiddi til þess að margir bændur minnkuðu hjarðir sínar. Embættismenn í landbúnað- arráðuneytinu búast ekki við að verðhækkanir stöðvist fyrr en með haustinu og að framboð á nautgripum aukist ekki nægi- lega til að lækka kjötverð fyrr en á næsta áratug. Það er lítið sem stjórnvöld geta gert til að auka framboð en yfirleitt tekur það um 10 ár fyrir nautgripastofna að ná upp stærð sinni. Carter forseti íhugar nú að auðvelda innflutning á kjöti sem auka myndi framboð. Ekki er búist við að þessar aðgerðir hafi mikið að segja, þar sem kjötbirgðir eru víðast hvar litlar. Bergland landbúnaðarráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.