Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978 Var ekki lengur einn í heiminum ViðtaI við Kristján Davíðsson listmálara Listahátíð hefur orðið til þess að nú gefst tæki- færi til að sjá málverk Kristjáns Daviðssonar á sýningu eftir 7 ár. Sýning- in er framlag Félags ísl. listamanna til listahátíðar og er í tiltölulega nýjum sýningarsal samtakanna á Laugarnesvegi 112. Þar eru málverk frá öllum listferli Kristjáns, sú elsta frá 1934, þegar hann var aðeins 17 ára gamall. — Þá var ég búinn að mála lengi, sagði Kristján er blaða- maður Mbl. gekk með honum um salinn. Ég man fyrst eftir því að við móðir mín, Sesselja Sveinsdóttir, vorum að leika okkur að því að mála prófíla, þegar ég var strákur á Patreks- firði. — Hefurðu kannski erft list- ræna hæfileika frá henni? Fæst hún við listir? — Já, og hún er hagyrðingur. Það er töluvert um list í þeirri ætt. Matthías Jochumsson er t.d. skyldur okkur í tvær ættir. Hvort ég er sjálfur hagmæltur? Nei, en það er auðvelt að setja saman stöku, ef maður þekkir reglurnar og hefur tilfinningu fyrir máli. Ég get þó ekki neitað því að ég hefi brugðið því fyrir mig. En ég hefi ekkert gaman að því. Það var helzt að maður kastaði fram klúrum stökum á sjónum. En þær eru ekki haf- andi eftir í viðurvist kvenna. — Varstu á sjónum á Pat- reksfj arðarárunum ? — Ég var þar í alls konar daglaunavinnu, þar til að ég hætti því og fór að mála. Vann eftir það aðeins til að halda lífi. Eftir að ég fluttist til Reykja- víkur 1939 var ég á sjó. En svo kom Bretavinnan. Ég var Iátinn í reddingar, sem kallað var, sem var í því fólgið að hafa verk- stjórn og túlka. Kjörin skánuðu við það. Þá var ég fjölskyldu- maður og veitti ekki af. Ég reiknaði ekki með að selja myndir og gerði enga tilraun til þess. Það er raunar fyrir ein- skæra tilviljun, ef til eru myndir eftir mig frá þessum tíma, því Kristján Davíðsson maður átti ekki striga og málaði yfir eldri myndir aftur og aftur. — Fékkstu einhverja tilsögn? Eða hvernig komstu í tæri við- málaralistina í upphafi? — Ég var ekki nema 15 ára þegar ég komst í skóla Finns og Jóhanns Briem. Svo var ég svo heppinn að kunningi minn á Patreksfirði, Kristján Halldórs- son kennari, keypti þýzkt tíma- rit um listir, og þar kynntist ég expressionistunum, sem voru með því merkilegasta í myndlist á þeim tíma og þó yfir lengri tíma sé litið. Þarna nærðist maður því strax á því besta. Nýlega hitti ég Bandaríkja- mann, ljóðskáldið dr. Alexis Rannit, sem spurði hvenær ég hefði kynnzt myndum Kokoska. Ég nefndi rit þetta, Wester- manns Monatshefte, og sagði, að þar hefði ég séð myndir Kokoska fyrst um 1932. Þá kom í ljós að þessi maður, sem er heimsþekktur og skrifar um myndlist og ljóðlist, hafði ein- mitt ritað í þetta blað. Þarna fylgdist maður með miklum tímamótum í myndlistarsög- unni. — Áður en ég fór til Ameríku 1945 hafði ég svo verið tvo vetur við nám hjá Jóhanni Briem og Finni Jónssyni, hélt Kristján áfram. Annað blað varð til þess að ég fór til Bandaríkjanna. Það kom til mín maður með biaðið Saturday Evening Post. í því var grein um stofnun, sem nefndist Barnes Foundation og er nálægt Philadelphiu. Þar er merkilegt listasafn, og þar er rekinn skóli. — Þangað hefurðu þá haldið? — Svo einfalt var það ekki. í blaðinu stóð, að enginn fengi þar inngöngu fyrr en eftir persónu- legt viðtal. Það var ekki auðvelt. Ég skrifaði þeim og útskýrði hve langan veg ég yrði að fara í þetta viðtal. Eftir það hafði ég þetta á bak við eyrað í næstu tvö ár, áður en af því gat orðið að ég færi þangað. Þetta er merki- leg kennslustofnun. Skólastjór- inn Violette de Mazia, er þekkt kona, sem hefur skrifað bækur um franska menningu og listir og verið 'heiðruð fyrir með orðu frönsku heiðursfylkingarinnar. — Varstu eitthvað farinn að mála abstrakt áður en þú fórst til Ameríku? — Við skulum segja semiab- strakt, segir Kristján og vekur, máli sínu til skýringar, athygli á tveimur málverkum á sýning- unni. Annað er málað 1934 og sýnir tvö natúralistískt máluð andlit, hitt er málað 1942 eða 8 árum síðar, og er uppstilling. — Þá var Þorvaldur Skúlason kominn í spilið, segir hann til útskýringar. Hann færði okkur frönsk sjónarmið. Þetta var á þeim tíma, sem hann var að mála uppstillingarnar, hesta- myndirnar og myndina af henni dóttur sinni og þessháttar. Einnig fannst mér Snorri Arin- bjarnar tilkomumikill málari. þarna hefur greinilega orðið breyting í mínum myndum. — Svavar þekkti maður ekki á þeim árum, skýtur Kristján inn í. En hann var þá að fást við það sem áratugum síðar var kallað abstrakt — expresss- ionismi í Bandaríkjunum og talið þaðan runnið. Kristján var í tvö ár í Bandaríkjunum. — Ég tók nám- ið mjög kerfisbundið og rólega. Endaði þó með því að halda sýningu í Philadelphiu, segir hann. Eftir það kom ég heim og málaði, snerti ekki á öðru. Það er að vísu ekki alveg rétt, áréttar hann, því engin leið var að lifa af því að mála. Ég fór þá að brenna með nál á trévasa á kvöldin. Var fljótur að því og hafði gott upp úr því. Ég teiknaði líka búðarinnréttingar Sölustofnun lagmetis: Útflutningsmagn jókst um70% og verdmætaaukning vard 99% AÐALFUNDUR Sölustofnunar lagmetis var haldinn í Reykja- vík 24. maí s.l. Voru þá mörkuð tímamót í sögu stofnunarinnar skv. nýjum lögum, er samþykkt voru á Alþingi fyrir skömmu. Beinir styrkir úr ríkissjóði til Sölustofnunarinnar falla niður að loknum 5 ára starfstíma en framleiðendur taka við meiri- hlutaábyrgð á stjórn hennar og Þróunarsjóði lagmetisiðnaðar- ins eru tryggðar tekjur næstu 3 árin. Sölu- og markaðsmál s.I. þróuðust verulega til hins betra árið 1977 og jókst útflutnings- magn um 70% en verðmætis- aukning varð 99%. Út voru fluttar 1668 lestir fyrir 1209 milljónir króna á móti 983 lestum að verðmæti 608 milljón- ir króna árið 1976. Bjartar horfur eru um útflutning þessa árs og er gert ráð fyrir að verðmætið muni því sem næst tvöfaldast og að flutt verði út fyrir á þriðja milljarð króna á árinu. Hefir nú þegar verið samið um sölu á 85.250 kössum af gaffalbitum til Sovétríkjanna að verðmæti 3.7 milljónir Bandaríkjadollara eða 964 milljónir íslenzkra króna. Árið 1977 voru seldir til Sovétríkj- anna 100.000 kassar fyrir 840 milljónir króna. Lárus Jónsson stjórnarfor- maður S.I. sagði í skýrslu stjórnar að vissulega væri þróun sölumála jákvæð, en líta yrði nánar á samsetningu útflutn- ings og markaðssetningu, er staða lagmetisiðnaðarins væri metin í lok tímabilsins. Enn sem fyrr væru síldarafurðir u.þ.b. 3/4 af heildarverðmæti út- flutningsins og skipaði gaffal- bitaframleiðslan þar hæstan sess með 64% af heildarút- flutningsmagni ársins og 69% af verðmæti. Eru það sömu hlutföll og árið 1976. Skýrslan segir, að gaffalbita- sala til Sovétríkjanna hafi vaxið mjög verulega á árinu 1977. Einnig varð mikil hlutfallsleg aukning frá árinu 1976 á aðra markaði bæði að magni og verðmæti. Lárus sagði, að enda þótt hin aukna framleiðsla einnar vörutegundar væri mjög ánægjuleg og vissulega lyfti- stöng fyrir sumar aðildarverk- smiðjurnar, væri því ekki að leyna að nokkurra hliðarverk- ana gætti, m.a. þeirra, að ekki hefði tekizt sem skyldi að efla aðra markaði fyrir nýjar síldar- afurðir, og bæru verksmiðjurn- ar sjálfar þarna nokkra ábyrgð með því að leggja minni áherzlu en skyldi á nýjar framleiðslu- vörur úr síld.m.a. vegna anna við framleiðslu gaffalbita. Væri nú mikilvægt að auka fjöl- breytni lagmetis á Sovét- markaðinn, t.d. af síldarafurð- um, jafnframt þeirri auknu áherzlu sem nú er lögð á vestræna markaði. Kvað stjórnarformaður þessu starfi verða haldið áfram af þrótti og yrðu aðildarverksmiðjur S.l. að styðja stofnunina í þessari viðleitni. Sala þorskfiskafurða var ámóta að magni og árið 1976 og varð því hlutdeild þeirra í heildarútflutningi 10% 1977 en var 17% árið áður. Þorsk- hrognasala dróst saman og sala á þorskalifur jókst ekki eins og áætlað hafði verið. Aukning varð á útflutningi annarra vörutegunda, þó ef til vill megi segja að vonazt hafi verið eftir talsvert meiri sölu og þannig betri nýtingu verksmiðjanna. Ymislegt veldur, svo sem hrá- efnisskortur, hráefnisverð, staða keppinauta á mörkuðum o.fl. Til dæmis hefur gengið hægt að auka sölu á íslenzkum kavíar í Efnahagsbandalags- löndunum, þrátt fyrir tollfrelsi, takmarkalítið hráefni og kynn- ingarverð. Ástæðan er einkum sú, að sum merki samkeppnislandanna eru orðin mjög þekkt, t.d. dönsk merki, og þarf nú að endurskoða kavíarsölumálin frá grunni og sýnt að söluátak kostar stórfé. Rækjumálum er þveröfugt hátt- að, þar er mikill markaður og verð svo hátt að hærra skilaverð fæst fyrir hráefnið til niðursuðu en til frystingar. Eigi að síður var það svo á árinu 1977, að ekki tókst að fá framleiðendur til að sjóða niður nema brot af þeirri rækju, sem unnt hefði verið að selja. Markaðssvæði Bandaríkini Á fyrsta heila starfsári dótt- urfyrirtækis S.I., ICELAND WATERS INDUSTRIES LTD., nam salan 106 milljónum króna en hafði verið 51 milljón króna árið áður. Var þetta um 9% af heildarverðmæti útflutnings Sölustofnunar lagmetis. Sölutöl- ur eru nokkurn vegin í samræmi við áætlanir, þó heldur lægri. Kippers eru uppistaðan í söl- unni, en stöðug aukning er á sölu annarra vörutegunda. Hörpudiskur, sem er ný vöru- tegund, lofar góðu. Samkeppni er hörð á Bandaríkjamarkaði, ma.a vegna niðurgreiðslna keppinautanna. V-Evrópa Salan til EBE-landa nam 126 milljónum króna og 33 milljón- um til EFTA-landa, og er bein verðmætaaukning um 90 millj. kr. Tollar EBE lækkuðu 1. júlí 1977 niður í endanlegt mark sem er 0% á rækju, kavíar og hörpudisk en 10% á öðru lag- meti. Ljóst er að nokkurn tíma mun taka að byggja upp viðskipti og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.