Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978 Myndir á borö viö litlu myndina til vinstri málaöi Kristján eftir Ameríkudvöl sína og Parísardvölina 1919. En hin myndin er ný. Á sýningunni eru myndir frá öllum hans fcrli. Ljósm. Kr. Ól. og valdi liti fyrir fólk og þess háttar. Vann fyrir mér á þann hátt. — Þarna varð eitthvert hlé í listinni hjá þér? — Já, eftir 1950 og allt til 1956 snerti ég varla á pensli. Þá var uppi á teningnum meðal allra minna vina þessi geometr- íska stefna. Mér féll hún ekki. Fannst ég vera einn í heiminum og lagði blátt áfram upp laup- ana. Og þarná er fyrsta myndin, sem ég málaði eftir þetta hlé. Eg var þá farinn að verða var við að ég átti skoðanabræður í París og víðar. Var ekki lengur einn í heiminum. Myndin „Hvít hreyfing á gulum fleti", máluð 1956, er úti í glugga sýningarsalarins. Og við hlið hennar önnur mynd, máluð 1976, tuttugu árum síðar. Og það er skemmtilegt að sjá hve litameðferðin er lík, ef að er gáð. Síðari myndin nefnist „Leið 72“. Hún er svolítið fígúratívari, má greina strætisvagn að fara gegnum göng, andlit o.fl. Er mjög fróðlegt að sjá þessar tvær myndir hlið við hlið. — Kristján, á tfmabili málað- ir þú fígúrur eða andlit, sem þóttu einkennandi fyrir þig, eins og dæmi má sjá um hér á sýningunni. — Já, sagt hefur verið að ég hafi orðið fyrir áhrifum frá Dubuffet, sem má að vísu til sanns vegar færa. En meiru skipti að ég hafði kynnst Sout- ine, sem er kóloristi af guðs náð, sem Dubuffet var aldrei. Það var mikið af dýrðlegum mynd- um eftir hann í Barnes-safninu. Andlitin eru frá Ameríkuárun- um og Parísardvölinni sumarið 1949. — Já, þú fórst til Parísar og hafðir gott af? — Heppnin hefur gjarnan verið með mér, svarar Kristján að bragði. Eg var svo heppinn að kynnast þar einum mesta mynd- listarfrömuðinum í París á þessum tíma, Tapié. Sýningar- salurinn hans var þá það, sem hæst bar í heiminum. Tapié átti mjög merkilegt einkasafn, sem ég fékk að sjá. Og hann dró fram úr kjallarageymslum sínum fyr- ir mig allt það sem hann átti. Hann bauð mér að sýna hjá sér. Ég taldi mig ekki tilbúinn til þess fyrr en eftir tvö ár. Ætlaði að mála heima fyrir þá sýningu. En þá var þvílíkt eymdarástand hér heima á mér og öðrum, að af því varð ekki. Það var þá, sem ég hætti að mála og fór að teikna húsainnréttingar o.fl. — Síðan þú reifst þig upp úr því um 1956, hefurðu svo sýni- lega málað samfellt og listin haft eðlilegan framgang, eins og sjá má hér á sýningunni? — Já, þessi 20 ár hefi ég málað sleitulaust, nema þegar ég hefi ekki haft húspláss. Lengi vel var ég að hrekjast á milli staða með allt mitt dót. Var í nokkur ár með vinnustofu í Þingholtsstræti, en flutti stund- um á hverju ári. Eða engan stað var hægt að fá og þá pakkaði maður saman. En eftir að ég byggði við Barðavoginn hefi ég haft góða vinnustofu, með bestu vinnustofum í landinu. — Myndirnar hafa tekið breytingum á þessum árum. Ég man eftir sýningu með myndum, þar sem þú notaðir mikið lakk. Þær sé ég ekki hér? — Ein lítil mynd er að vísu hér í horni. Þær myndir eru frá þeim tíma, þegar ég byrjaði aftur að mála og hélt sýningu í Bogasalnum 1958. — Skrýtið hve náttúran er rík í þessum myndum. Eins og að horfa niður fyrir fætur sér og sjá allt þetta smálega? — Já, ég hefi aldrei losnað við 37 að nýta það sem er í náttúrunni, þó í abstrakt-myndum sé. Mað- ur losnar aldrei frá náttúrunni. Inspirationin kemur um leið og maður er byrjaður að vinna og þá tekur myndin að breytast... — Byrjarðu þá að vinna reglulega, eins og ganga til vinnu á vissum tíma? — Nei, ég vinn mjög óreglu- lega. Ég er kannski búinn að neita mér lengi um að mála og farið að langa til að taka pensilinn. Margt fleira þarf að gera en mála og daglegt amstur er tafsamt. — Þú selur myndir þínar heima og mér skilst að þær fari nokkuð jafnóðum. Það er kannski ástæðan til þess að þú sýnir sjaldan? — Þegar ég hefi verið með sýningar, hefur allt þetta til- stand með fjölmiðla og annað sem því fylgir verkað þannig á mig, að ég hefi ekki getað málað á eftir allt upp í tvo mánuði. Það er ein ástæðan fyrir því að ég hafði gefist upp á því. En nú bregður svo kynlega við, meðan þessi sýning er, að mig langar til að mála. I gær komst ég í að mála og málaði stóra mynd. Þetta stafar líklega af því að ég hefi notið stuðnings þeirra, sem buðu mér að sýna, Félags íslenzkra myndlistarmanna og listahátíðar, og sá stuðningur hefur verið mikill og góður. — Og þér líkar salurinn hér? — Já, þetta er besti sýningar- salur fyrir einkasýningar í borginni. Það er mikill fengur að hafa fengið hann. Og með þeim töluðuðum orð- um slitum við tali. — E.Pá. sambönd er gersamlega hrundu til grunna, er íslendingar bjuggu við 20% —30% tolla á sama tíma og keppinautarnir greiddu nánast enga. Horfur eru nú hinsvegar bjartar á þessum markaði. A-Evrópa Hlutdeild A-Evrópulandanna í sölu S.l. var á s.l. ári 77%, 80% árið 1976 og 60% 1975. A-Evrópuviðskiptin eru mikil- væg undirstaða fyrir iðnaðinn, sem ekki væri hæagt að vera án. Það verður þó að teljast spor í rétta átt að dregið hefur nú úr hlutfallslegri stærð þessa markaðar, án þess að um samdrátt hafi verið aö ræða. Verður framvegis lögð áherzla á það og reynt að hindra að iðnaðurinn verði of háður einu markaðssvæði og þar með ein- hæfur. Aukin fjölbreytni vöru- tegunda er tvímælalaust næsta söluátakið á mörkuðum A- Evrópu en þangað eru nú nær eingöngu seldir gaffalbitar, þorsklifur og kavíar. Aðrir markaðir Auk hinna fyrrgreindu hefð- bundnu markaða er unnið að markaðsmálum í Afríku og Asíu og hafa tilraunasendingar farið til Ástralíu, Singapore, Hong Kong og Nigeríu og fengið góðar viðtökur. Rekstrarafkoman Eins og áætlað var í upphafi hafa tekjur hinnar almennu sölustarfsemi, umboðslaunin, ekki staðið undir tilkostnaði. Því hefur styrkur ríkisvaldsins, er nam 25 milljónum króna á ári fyrstu fimm árin, verið stofnun- inni mikilvægur bakhjarl. Mjótt var á munum á síðastliðnu ári, en samt varð nokkur halli á rekstrinum. Eigið fé fyrirtækis- ins var í árslok 23,5 milljónir króna. Á þessu ári standa vonir til að því takmarki verði náð, að reka stofnunina hallalaust og án aðstoðar hins opinbera. Þróunarsjóður Heildartekjur Þróunarsjóðs urðu 75 millj. kr. og nam eigið fé sjóðsins í árslok 137 millj. kr. Rekstur söluskrifstofunnar í Bandaríkjunum var stærsta verkefni sjóðsins, og voru veittar til starfsemi hennar 18,8 millj. kr. Sjóðnum hafa verið tryggðar verulegar tekjur næstu þrjú ár, en enn bíða mörg brýn verkefni úrlausnar. Matvælaverkfræð- ingur verður ráðinn til S.l. á þessu ári og eru talsverðar vonir bundnar við störf hans að vöruþróun. Stjórn og varastjórn í aðalstjórn S.l. voru skipaðir á aðalfundinum þeir Lárus Jónsson, tilnefndur af iðnaðar- ráðherra og er hann formaður, Heimir Hannesson, tilnefndur af viðskiptaráðherra, varafor- maður, Kristján Jónsson, Tryggvi Jónsson og Þorsteinn Jónsson, allir tilnefndir af framleiðendum. í varastjórn: Benedikt Antonsson frá iðnaðarráðuneyti, Stefán Gunn- laugsson frá viðskiptaráðuneyti, . Egill Thorarensen, Magnús Guðmundsson og Böðvar Svein- bjarnarson frá framleiðendum. Samkvæmt lögum S.l. skipar iðnaðarráðherra alla stjórnar- menn en samkv. tilnefningu ofangreindra aðila. Starfsmannahald Gylfi Þór Magnússon var um s.l. áramót ráðinn einn fram- kvæmdastjóri allrar starfsemi S.I., er Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri sölumála, sagði starfi sínu lausu. Þorvald- ur Finnbjörnsson var ráðinn skrifstofustjóri 1. maí s.l. og sölustjórar ráðnir Eyþór Ólafs- son og Jörundur Guðmundsson. Starfsmenn eru nú 10 auk sendiboða hálfan daginn. (Frá Sölustofnun lagmetis). StórFeILcI VERÖl/EkkuN Vörubílstjórar athugió — vid höfum fakmarkadar birgóir af hinum vióurkenndu BARUM vörubíh- hjólbördum til afgreióslu nú þegar á ótrúlega lágu verói 825 1200X20/18 verókr. 1100X20/16 veröfrákr 1000X20/16 ------ 900X20/14 ------ X20/14 - --- 89.350 72.500 67690 61.220 47920 JÖFUR hf AUOBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI - SÍMI 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.