Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978 MattWas Blarnason ráðherra: Þróun almannatrygginga frá 1971 og nýjungar á sviðl tryggingarmála á stjðrnartíma- blll núverandi rlkisstlórnar Á síðasta Alþingi var gerð breyting á lögum um almannatryggingar. Merkustu breytingarnar, sem þar eru að finna, eru þær, að tekin er nú upp í fyrsta skipti í sölu almannatrygginga ferðakostnaður sjúklinga hér innanlands, sem þarfnast ítrekaðrar meðferðar við sjúkrahús, og sömuleiðis, ef sjúklingur utan af landi þarf að leita sér lækninga erlendis, þá er sá ferðakostnaður greiddur frá heimastað til ákvörðunar- staðar og heim aftur. Ákvæði um greiðslu vegna tannlækninga eru töluvert breyttar með hliðsjón af fenginni reynslu. Þá er breytt ákvæði um sjúkradag- peninga, fæðingarstyrkur er lagður niður, en sjúkra- samlög greiða vist á fæðingastofnun og þær konur, sem kjósa að fæða í heimahúsum fá greiddan ljósmóður- kostnað ásamt dagpeningum. Þá er sett inn ákvæði um upphaf og lok sjúkratrygginga í sambandi við búferlaflutning tii og frá landinu og gert er ráð fyrir, að sett verði reglugerð um sjúkrahjálp, sem veitt verði umfram það, sem lögboðið er í stað þess, að slík ákvæði eru nú í samþykkt einstakra sjúkrasamlaga. Að lokum eru nokkur ákvæði gerð skýrari og færð til samræmis við núverandi framkvæmd. Önnur nýmæli þessara laga eru þau, að trygging ökumanna bifreiða er felld niður, en í staðinn er slysatrygging ökumanns fyrir tiltekinni fjárhæð við örorku og dauða innifalin í ábyrgðartrygg- ingu bifreiða. Ennfremur að í stað vikugjalda atvinnurekenda annars vegar til lífeyristrygginga og hins vegar til slysatrygginga er komið á einu sameiginlegu gjaldi, sem reiknað er sem hundraðshluti af heildarlaunagreiðslum á árinu. Flokkun eftir áhættu er felld niður og sjóðamyndun slysatrygginga verður úr sögunni að mestu leyti. Endurkröfuréttur almanna- trygginga skv. 59. gr. laganna er felldur niður, en har'- snertir bæði endurkröfu slysatrygginga og sjúkratry inga. Á þessu kjörtímabili hafa einnig verið tekin upp þau nýmæli í lög, þar sem kveðið er svo á, að þær konur sem eiga undir lögin um atvinnuleysistryggingar að sækja skuli njóta afvinnuleysisbóta í 90 daga ef þær forfallast frá vinnu vegna barnsburðar. Þessi lög tóku gildi 1. jan. 1976. Þá var einnig tryggt í lögum, að réttur til atvinnuleysisbóta haldist óskertur, þótt bótaþegi sæki námskeið á vegum verkalýðssamtaka, ef um almenn námskeið sem miða að aukinni starfshæfni hans er að ræða, enda standi þau skemur en einn mánuð. Tjón af völdum náttúruhamfara Fyrir utan það, sem hér hefur verið rætt um almannatryggingar almennt, þá voru sett mjög markverð lög um Viðlagatryggingu Islands. Þessi lög kveða svo á, að stofnunin hafi það hlutverk að tryggja gegn tjóni af völdum náttúruhamfara. Til þessarar lagagerðar var stofnað eftir náttúruhamfarirnar í Vestmannaeyjum í janúar 1973 og vegna snjóflóðanna í Neskaupstað í desember 1974. Viðlagatrygging íslands vátryggir gegn beinu tjóni af völdum náttúruhamfara, eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatns- flóða. Vátryggingarskyldar eru allar húseignir og lausafé, þar með taldar vörubirgðir, vélar og tæki, sem brunatryggðar eru hjá vátryggingarfélagi, sem starfsleyfi hefur hér á landi. Vátryggingarfjárhæðir eiga að vera þær sömu og brunatryggingarfjárhæðir á hverjum tíma. Eigin áhætta vátryggðs er 5% af hverju tjóni, þó eigi lægri fjárhæð en 100 þús. kr. Árleg iðgjöld til viðtalatrygginga eru 0.25 prómill af vátryggingar- fjárhæðum tryggðra verðmæta. Fyrst reyndi verulega á þau lög í jarðskjálftunum, sem urðu á Kópaskeri á öndverðu ári 1976 og sömuleiðis vegna skaða við Mývatn, og víðar á landinu af völdum ágangs sjávar. Á sviði annarrar vátryggingarstarfsemi hefur verið sett margvísleg löggjöf bæði um breytingu á lögunum um Samábyrgð íslands á fiskiskipum, um bátaábyrgð- arfélög, um innlenda endurtryggingu, slysatryggingu skipshafnar, lögum um vátryggingastarfsemi. Merkast þessara laga er síðasta breyting, sem gerð var á lögum um Samábyrgð íslands á fiskiskipum og er helzta breyting þeirra laga sú, að kaflinn sem fjallaði um bráðafúadeild Samábyrgðarinnar er breytt á þann veg, að sú deild er lögð niður og stofnuð ný deild um aldurslagasjóð fiskiskipa og er tilgangur þeirrar deildar aðallega að greiða fyrir því með bótagreiðslum, að gömul, óhentug fiskiskip verði tekin úr notkun og eyðilögð og tekur þetta til allra fiskiskipa, er undir lögin falla, burtséð frá því hvort um er að ræða stálskip eða tréskip. Ég tel, að þessi löggjöf sé mjög merk. Þarna er þegar til sjóður, sem var eign bráðafúadeildarinnar og sömuleiðis gefur þessi löggjöf einnig tækifæri til Frá sýningu Listiðnar Aðalfundur félags- ins Listiðnaðar FÉLAGIÐ Listiðn; samband list- iðnaðarmanna. iðnhiinnuða og arkitekta. hélt aðalfund í Norr- æna húsinu í maí. Formaður félagsins er Stefán Snæbjörnsson. húsgagna- og innanhúsarkitekt. I félaginu eru nú 75 einstaklingar auk aðildar fagfélaga listiðnaðar- manna sem telja um 80 meðlimi. Tilgangur félagsins Listiðnar er að sameina listiðnaðarmenn og hönnuði hinna ýmsu greina á framleiðslu- og auglýsingasviði. Félagið hefur fvrst og fremst á stefnuskrá sinni að stuðla að bættu listmati og betri fram- leiðsluháttum íslenzks listiðnaðar. Einnig kynnir félagið listiðnað sem sýningum og útgáfustarfsemi. Það reynir að stuðla að bættum skilyrðum til menntunar í listiðn hér á landi og að gæta hagsmuna þeirra, er starfa að íslenzkum listiðnaði. Félagið hefur gengist fyrir sex kynningarsýningum á verkum listiðnaðarfólks og arkitekta á þeim sex árum sem það hefur starfað. Umfangsmest þessara sýninga var sýning sú er félagið gekkst fyrir í samvinnu við Norræna húsið, Utflutningsmið- stöð iðnaðarins og Listahátíð 1976. Sú sýning var ein fjölsóttasta sýning Listahátíðar þá. Ólafur Björnsson, prófessor: Merkar nýjungar í verðlagslögum „Virk samkeppni hefur tryggt hagstæðara vöruyerð,, Ný lög um verðlag, sam- ' keppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, sem samþykkt voru á Alþingi í maímánuði sl., koma til framkvæmda í nóvem- bermánuði nk. Meginefni lag- anna felst í 8. grein þeirra þar sem segin „Þegar samkeppni er nægileg til þess að tryggja æskilega verðmyndun og sann- gjarnt verðlag skal verðlagn- ing vera frjáls.“ Reynist sam- keppni takmörkuð, eins og nánar er tilgreint í IV. kafla laganna, getur verðlagsráð ákveðið sérstakar aðgerðir, m.a. hámarksverð og hámarks- álagningu einstakra vöruteg- unda, verðstöðvun í takmark- aðan tíma o.sv.frv. Verð á álagningu má þó aldrei ákvarða lægra en svo að fyrirtæki fái greiddan nauð- synlegan kostnað við innkaup, framleiðslu, aðflutning, sölu, afskriftir og sanngjarnan hagnað, eins og það er orðað í 12. gr. laganna. Mbl. sneri sér til Ólafs Björnssonar, prófessors, og bað hann að segja í stuttu máli álit sitt á þessari nýju verðlagslög- gjöf. Ólafur sagði m.a. að hér væri um að ræða grundvallarbreyt- ingu á skipan verðlagsmála. Þessi löggjöf væri í höfuðatr- iðum sniðin eftir hliðstæðum lögum hjá öðrum norrænum þjóðum, sem fyrir löngu hefðu snúið frá þess háttar verðlags; reglum, sem enn giltu hér. I gildandi verðlagslögum væri gert ráð fyrir ákveðinni hlut- falls- eða prósentuálagningu, sem ekki hefði í öllum tilvikum virkað sem hvati til hagstæðra innkaupa hjá verzlunarfyrir- tækjum. Álagning í krónum talin hefði verið þeim mun meiri sem hún hefði lagst á hærra innkaupsverð. í hinum nýju lögum er lögð áherzla á það, sagði Ólafur, að verðlagsyfirvöld meti, hvort samkeppni sé virk til þess að vara seljist á samkeppnis- og sannvirði. Þetta er til samræm- is við þá reynslu, sem fyrir hendi er víðast erlendis, að samkeppni hefur tryggt hag- stæðara vöruverð en þar sem verðlagsákvæði ríkja. Hins veg- ar er það ekki rétt, að verðlagn- ing sé með þessum lögum gefin alfrjáls. Ef samkeppnin er ekki metin nægileg til að tryggja samkeppnisverð eða sannvirði vöru er verðlagsyfirvöldum heimilt að grípa inn í verð- myndun, skv. ákvæðum 8. gr. laganna, sbr. þó fyrirvara í 12. gr. þeirra. Hér er um ramm- alöggjöf að ræða og það verður fyrst og fremst undir fram- kvæmd hennar komið, hvern veg til tekst. Ólafur sagði og, að það, hve seint væri losað hér um verð- lagsákvæði ætti ma. rætur í hinni öru verðbólguþróun hér á landi, en verðlagsákvæði væru fremur afleiðing verðbólgu en meðvirkandi orsök, þó þau gætu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.