Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978 Hinir afgönsku valdhafar kalla sig þjóðbyltingarmenn. Noor Taraki, forsætisráðherra, neitar því harðlega, að hann sé kommúnisti en hann hrósar samt hinni óeigingjörnu hjálp, sem byltingarmönnum barst frá Ráðstjórnarríkjun- um. Mun Moskvuvaldið komast þar til áhrifa á næstunni? Herforingjar þeir og stjórn- málamenn, sem hrifsuðu völdin í Kabúl í apríllok, eru gjörsamlega óþekktir menn. Áður en hin blóðuga stjórnarbylting átti sér staö, þekkti vart nokkur sála nöfn þeirra eða andlit. Enn þann dag í dag eru fréttaritarar erlendra blaða, sem þó eru kunnugir staðháttum öllum í Kabúl, að velta fyrir sér uppruna, ferli, menntun, aldri og öðrum, pólitískt mikilvæg- um þáttum í fari hinna nýju valdhafa. í Afganistan eru ríkj- andi sterkar, fornar hefðir, þar sem ættartengslin og öll skipan fjölskyldunnar eiga sér afar djúp- ar rætur í þjóðfélaginu. Og í þessu landi er það allt að því verra að vera óþekktur heldur en að vera þekktur að illu einu. Þess vegna mótast líka afstaða Afgana sjálfra til hinna nýju valdhafa bæði af eðlisbundinni tortryggni og af ótta. Að vísu hefur kornmatur og brauð strax lækkað í verði, og hinar fyrstu byltingaraðgerðir „Alþýðulýðveldisins Afganistans" voru kunngerðar hátt og greini- lega í „nafni Allahs". En eru það samt ekki „kasírarnir", þ.e. hinir trúlausu, og kommúnistar, sem komnir eru til valda? Karmal að tjaldabaki kempur í Kabul Með hinu góðlátlega og hlýlega fasi, sem honum er eiginlegt, á Taraki kannski aðeins að vera eins konar framhlið hinnar nýju vald- stjórnar fyrst um sinn, til þess að vekja traust og vinna fylgispekt landsmanna sinna við hina nýju stjórnendur. Höfuðpaurinn væri þá fremur sá torræði persónuleiki Babrak Karmal, sem afar erfitt er að henda reiður á, þótt hann sé annar valdamesti maður landsins og einnig varaformaður byltingar- ráðsins. Hann er leiðtogi hins róttæka smáflokks, sem nefnir sig „Parcham" („Fánann"), en flokks- brot þetta klauf sig á sínum tíma, um 1969, út úr röðum „Lýðræðis- lega alþýðuflokksins" vegna beinn- ar andstöðu við Taraki, sem aftur vill fara varlegar í sakirnar. Parchamflokkur Karmals samein- aðist ekki flokki Tarakis aftur fyrr en síðastliðið sumar, og þá að sögn fyrir atbeina sovézkra ráðgjafa. Götusalan í Kabul Hinar nýju Mikil launung Meðlimir hinnar nýju lands- stjórnar segjast vera áhangendur hins framfarasinnaða vinstri „Lýðræðislega alþýðuflokks Afg- anistans." Stefnuskrá þessa flokks, sem verið hefur meira eða minna ólöglegur allt frá árinu 1965, er samt ómögulegt að kynna sér neins staðar. Tölu flokks- manna er haldið leyndri. Eftir byltinguna er því Afganistan að mestu stjórnað af „nafnleysingj- um“ og frá leynilegum bækistöðv- um í landinu. Noor Mohammed Taraki er hinn þekktasti af hinum lítt þekktu nýju valdamönnum í Kabúl. Samkvæmt prótokollinum og hvað tölu opinberra embætta snertir, er hann æðsti maðurinn í landinu. Hann er aðalritari mið- stjórnar flokksins, formaður bylt- ingarráðsins og forsætisráðherra landsins. En ef til vill er hinn 61 árs gamli Taraki í rauninni aðeins bráðabirgðaforingi en ekki hinn eiginlegi sterki maður og foringi hins nýja pólitíska tímabils, sem nú virðist runnið upp í Afganistan. Veldi aðalsins brotið Undir stjórn fyrrum forseta lýðveldisins, Mohammed Dauds, hélt afganski aðallinn áfram fullum völdum og áhrifum í landinu, þótt sjálft konungsdæmið hefði verið afnumið árið 1973. En núna hefur aðlinum verið tvístrað af byltingarmönnum, mjög margir handteknir og afganski aðallinn er orðinn með öllu áhrifalaus á stjórn landsins. Svo virðist, sem það sé hin fremur efnalitla miðstétt Afganistans, er nú hafi komizt til áhrifa í stað aðalsins. Vaxandi áhrif miðstéttarinnar I langan tíma hafa fulltrúar afgönsku miðstéttarinnar með borgaralegri iðjusemi sinni verið í stöðugri sókn upp metorðastigann í þjóðfélaginu. Mest ber á pólitískt áhugasömum kennurum, læknum, verkfræðingum, lögfræðingum, auk höfuðsmanna og majóra í afganska hernum, óæðri embætt- ismönnum, háskóladósentum og ýmsum öðrum hópum mennta- manna. Það er aðallega þetta fólk, sem nú eygir í fyrsta skipti tækifæri til pólitískrar valdaað- stöðu í landinu. Einn af þessum nýju afgönsku valdasinnum er Noor Mohammed Takari, fæddur Taraki (orsætisráðherra og for- maður byltingarráðsins. árið 1917 í þorpinu Moqor í suðvesturhluta Afganistans. Smalinn varð stjórnmálamaður Sem unglingur hélt hann þar sauðfé til beitar og gekk aðeins tvö ár í barnaskóla þorpsins. Sem ungur fulltíða maður vann hann um skeið sem afgreiðslumaður í verzlun í indversku borginni Bombay, sótti þar kvöldskóla og lauk gagnfræðaprófi. Nú er hann sem sagt kominn til valda í föðurlandi sínu og ætlar ásamt skoðanabræðrum sínum að láta hendur standa fram úr ermum við uppbyggingu landsins og nýsköp- un. Nú skal hin pólitíska gagnrýni, sem „Lýðræðislegi alþýðuflokkur- inn“ beitti áður gegn fyrri stjórn- endum landsins, umbreytast í markvissa stjórnarstefnu. Nú skulu loks allir draumarnir um hinar margvíslegustu þjóðfélags- legu og þjóðhagslegu endurbætur verða að veruleika í hinu þrjózka, staða þjóðlandi Afgana. Ósvikin bylting Afganski forsætisráðherrann Noor Mohammed Taraki ræddi nýlega við blaðamann hins virta Hamborgarblaðs „Die Zeit“, og tók forsætisráðherrann á móti blaða- manninum á skrifstofu sinni í hinni fyrrverandi konungs- og forsetahöll í Kabúl. Höllin ber nú heitið „Hús alþýðunnar". Aðspurð- ur um eðli þeirrar stjórnarbylting- ar, sem átti sér stað í landinu í apríllok, svaraði forsætisráðherr- ann, að í þetta skipti hafi verið um alveg ósvikna byltingu að ræða en ekki aðeins stjórnarbyltingu, og að baki byltingunni standi flokkur hans, „Lýðræðislegi alþýðuflokk- urinn." Noor Taraki skýrði frá því, að fáum dögum áður en til byltingarinnar kom, hafi Daud forseti látið handtaka leiðtoga sjö stjórnmálaflokka í landinu, og hafi varpað þeim í fangelsi. Meðal hinna handteknu var einnig hinn núverandi forsætisráðherra. Ætl- un Dauds forseta hafi verið að láta lífláta flokksleiðtogana með Ieynd, á sama hátt og flokksbróðir Noor Buxur kr. 1000 og kr. 2000 Flauelsjakkar og gallajakkar kr. 2000 Buxur margar geröir, þar á meöal gallabuxur kr. 1000. Flauelsbuxur kr. 2000. Danskir tréklossar (leöur kr. 2900. Skyndisala á mánudag og þriöjudag aöeins. Fatasalan, Tryggvagötu 10. Bifreiðar Tilboö óskast í nokkrar fólksbifreiöar og Volkswagen fólksflutningabifreiö, ennfremur í nokkrar ógangfærar bifreiöar er veröa sýndar aö Grensásvegi 9 þriöjudaginn 20. júní kl. 12—3. Tilboöin veröa opnuö í skrifstofu vorri kl. 5. Sala VarnarliQseigna. # TVÍVIRKIR OG STILLANLEGIR höggdeyfar með ábyrgð Viögeröar- og varahlutaÞjónusta. SMYRILL HF., Ármúla 7, sími 84450, Rvík GAGNRÝNK) - EINNIG ÞÁ SEM GAGNRÝNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.