Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978 47 Tarakis, Amir Akhbar Khyber hafi verið tekinn af lífi, en hann var skotinn til bana á götu úti í Kabúl hinn 17. apríl síðastliðinn. „Okkur var nauðugur einn kostur að grípa til aðgerða gegn Daud forseta, því að öðrum kosti hefði hann lagt flokk okkar í rúst og látið þurrka út heila kynslóð byltingarsinna. Arðrán afganska aðalsins og útlendinga í Afganist- an hefði þá verið framlengt um áratugi, ef Daud forseti hefði komið áformum sínum í fram- kvæmd." Hin nýja stétt „I fyrsta skipti í sögu Afganist- ans hefur ný stétt tekið við ríkisvaldinu. Sjálft ríkisvaldið hefur verið hrifsað úr hendi aðalsins og arðræningjanna og fengið í hendur verkamönnum og bændum landsins, hinni fjölmennu og langkúguðu stétt vinnandi manna, sem hingað til hafa alltaf lifað eymdarlífi. Við höfum í hyggju að koma á gagngerum endurbótum í landinu og látum fortíðina vera okkur víti til varnaðar. Það verður að losa Afganistan undan því þjóðfélags- lega óréttlæti, sem ríkt hefur hér, vinna bug á vanþróun atvinnuveg- anna og berjast gegn þeirri mismunun, sem þegnar landsins hafa verið beittir, eftir því hvaða stétt þeir tilheyrðu, og við verðum að berja niður þessa þjakandi svartsýni, sem gripið hefur þjóð- ina. Mútur og spllling Svo ekki sé minnst á mútuþægn- ina og fjármálaspillinguna, sem hefur tröllriðið þessari þjóð svo lengi, siðspillinguna, ólæsið meðal almennings og atvinnuleysið; allt þetta verður að uppræta. Þess vegna höfum við, hinir nýju stjórnendur landsins, skipað trygga flokksmenn jafnvel í lægstu stöður í opinberri þjónustu ríkisins, til þess að vera fremur öruggir um, að þeir láti ekki múta Afghanistan JRAfTL f • Herat í AFGHANIS7 J • m Æ Kandahar#^ — —^a... ■ m Kíbul S ®/ f ** PAKISTAN’ sér eða misnoti stöður sínar. Bændum verður úthlutað bújörð- um til eignar, og við munum stofna samvinnufélög í landbúnað- inum, og binda þannig endi á undirokun aðalsins á bændum landsins. Eg reikna með, að það taki um það bil tvö ár, þar til þessar endurbætur og endurskipu- lagning til sveita er komin í kring. Þá er ætlunin að setja verzlunina bæði innanlands og við • útlönd undir strangara ríkiseftirlit held- ur en hingað til hefur verið og fylgjast náið með þróun verðlags- mála. Engin þjóðnýting Það er ekki ætlunin að fara út í frekari þjóðnýtingu atvinnuveg- anna eða einstakra fyrirtækja. Klíkan í kringum Daud forseta hefur þegar mergsogið Afganistan og ránsfengnum var strax komið úr landi og í geymslu á Vestur- löndum. Þetta eru mörg hundruð milljónir dala. Það er einfaldlega ekkert eftir lengur, sem unnt er að þjóðnýta." Spurningunni um það, hvort „Lýðræðislegi alþýðuflokk- ur“ Tarakis forsætisráðherra væri kommúnískur svaraði hann á þá lund, að í Afganistan væri enginn kommúnistaflokkur, og hann og flokksmenn hans væru fyrst og fremst Afganar og í öðru lagi fulltrúar hinna vinnandi stétta. „Við berum virðingu fyrir lögmál- um islamstrúar og hinum jákvæðu siðum og hefðum múhammeðstrú- armanna í landi voru. Við virðum eignarréttinn. Stefna okkar í utanríkismálum mun mótast af beinu hlutleysi og Afganir munu ekki taka þátt í neinu hernaðar- bandalagi. Efnahagsaðstoð velkomin Við munum þiggja hjálp og aðstoð alls staðar að, sé hún veitt okkur án pólitískra skilyrða, og ekki lúri þar að baki endurvakin nýlendustefna eða snörur heims- valdasinna." Það er augljóst, að það af hinum tveim risaveldum, Ráðstjórnarríkjunum eða Banda- ríkjunum, sem örlátara verður á efnahagsaðstoð við hina nýju stjórnarherra í Kabúl, mun auð- veldlega geta sveigt landið, a.m.k. óbeint inn á sínar brautir. Og hreint landfræðilega hafa Ráð- stjórnarríkin miklu betri aðstöðu til þess að veita Afganistan skjóta og áhrifaríka aðstoð við að byggja upp nýtt þjóðfélag og stuðla að iðnvæðingu landsins og þróun atvinnuveganna. Það er því ekki að undra, að fylgst skuli náið með Framhald á bls. 63. ÞESSIR krakkar efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir tækjakaup fyrir vistfólk Kópavogshælis. Söfnuðu þau 6900 krónum. — Krakkarnir heita: Helga Svanlaug, Ásta Þorarinsdóttir, Hermann Freyr, Ormar Gylfason og Hjördís Zoéga. Flugdagur á Saudárkróki Flugklúbbur Sauðárkróks og Flug- málafélag íslands munu standa aö Flugdegi 15. júlí n.k. í minningu 90 ára afmælis dr. Alexanders Jóhannessonar og 50 ár flugs til Sauðárkróks. Á flugdegi verður hafin fjáröflun til aö reisa dr. Alexander minnísvaröa við Sauðár- króksflugvöll, sem flugklúbburinn mun standa fyrir. Dr. Alexander Jóhannesson fyrr- verandi rektor við Háskóla íslands. Dr. Alexander Jóhannesson fæddist á Gili í Skaröshreppi, Skagafirði 15. júní 1888. Tveggja ára fluttist hann til Sauöárkróks og bjó þar sín unglingsár. Hann var brautryöjandi á sviði íslenzkra flugmála og stofnaöi Flug- félag íslands 1928. Hann var formaö- ur þess og framkvæmdastjóri öll árin sem það starfaöi, en félagið var lagt niöur 1931. Undir hans stjórn hófst reglubundiö farþegaflug innanlands, póstflug og sjúkraflug. Sumarið 1930 heimsótti dr. Alexander flesta bæi og stærri þorp í landinu og átti fund með forráðamönnum þeirra um flugmál og kynnti kost flugsins og möguleika. Um mánaðarmótin júlí-ágúst 1928 lenti fyrsta flugvélin á Sauðárkróki, þetta var Súlan, eign Flugfélagsins, sem lenti á höfninni. Með vélinni var dr. Alexander Jóhannesson. Flugvöll- ur var byggöur á staðnum 1949, er reyndist alla tíö vel. Nýr völlur var tekinn í notkun árið 1977. Sauðárkrókur. AUGIYSINGASTOFA SAMBANDSDXS GMCVANDURA 0G GMC RALLY VAN Endingarmiklir sendi- og fólksflutn- ingabílar á mjög hagstæðu verði. Hafa náð miklum vinsældum á undanförnum árum vegna lipurðar, þæginda í akstri og mikillar burðargetu. Bílar, sem ryðja sér til rúms hjá einka- aðilum sem sportbíll og ferðabíll. Höfum ávallt fyrirliggjandi í miklu úrvali eftirtaldar gerðir: GMC VANDURA 25, burðargeta 1.600 kg, sjálfskiptur með vökvastýri o.m.fl. en án hliðarglugga. GMC RALLY VAN 35, burðargeta 2.400 kg, sjálfskiptur með vökvastýri o.m.fl. með hliðargluggum og 12 sætum. VÖRN GEGN VINSTRI STJÓRN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.