Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.06.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1978 63 Friðrik var hársbreidd frá efsta sæti Ilór oÍKast vid þoir Friðrik og annar sÍBurvojfaranna. Tukmakov. Friðrik Ólafsson. stórmeist- ari tók nýloga þátt í hinu árloga skákmóti í Las Palmas á Kanaríeyjum. Mótið var að venju allvel skipað, en af 16 þátttakendum voru níu stór- meistarar. Ekki er hægt að segja annað en að frammistaða Friðriks hafi verið með miklum ágætum, eins og oft áður á þessu móti. Hann var í toppn- um allt mótið og hefði orðið einn efstur hefðu honum ekki orðið á slæm mistök í vinnings- stöðu gegn Bent Larsen í síðustu umferð. Lokastaðan í mótinu varð þessii 1. —2. Sax, Ungverjalandi, og Tukmakov, Sovétríkjunum, 10*/2 v. af 15 mögulegum. 3. Friðrik Ólafsson 10 v. 4.-5. Englendingarnir Stean og Mil- es 9‘/2 v. 6.-8. Larsen, Dan- mörku, Mariotti, Ítalíu, og Westerinen, Finnlandi, 9 v. 9. Csom, Ungverjalandi, 8 v. 10. —12. Panchenko, Sovétríkj- unum. Diez del Corral, Spáni, og Rodriguez, Perú, 7 v. 13. Sanz, Spáni, 4V4 v. 14. Garcia Padron, Spáni, 4 v. 15. Medina, Spáni 3 v. 16. Dominguez, Spájni. 2Vi v. Ekki má heldi r gleyma að geta þess að Friðriki áskotnuð- ust fegurðarverðlaun Las Palm- as-mótsins fyrir frábæra tafl- mennsku sína gegn Rodriguez. 1975 hlaut hann reyndar einnig fegurðarverðlaunin fyrir ógleymanlega skák við sjálfan fléttusnillinginn Mikhail Tal. Það er þó ekki fegurðarverð- launaskákin sem við tökum til meðferðar í þættinum í dag, heldur skulum við líta á mjög athyglisverða viðureign Friðriks við hinn upprennandi sovézka skákmann, Panchenko. ' í upphafi skákarinnar virðist Panchenko ná að jafna taflið i með svörtu án teljandi erfið- leika og hefur síðan að þrýsta á drottningarvæng hvíts. Svo virðist helst sem að hann gleymi kóngsvæng sínum við þessa iðju og þegar hann loksins horfir í þá átt er það um seinan. Sannfær- andi sigur hjá Friðrik, þar sem hann færir sér eftirminnilega í nyt reynsluleysi andstæðings- ins. Hvítti Friðrik Ólafsson Svarti Vladimir Panchenko Sikileyjarvörn. I. e4 - c5, 2. Rf3 - Rc6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 - d6, 6. f4 (þennan leik telja allar byrj- endabækur vafasaman, einmitt vegna svarleiks svarts) g6! (Nú er komið upp hið svonefnda drekaafbrigði, en gegn því þykir 6. f4 miður góður leikur. Friðrik kærir sig þó kollóttan um þetta, enda hefur hann ýmislegt í pokahorninu) 7. Bb5 — Bd7, 8. Bxc6 — bxc6 (Engu síðri leið til tafljöfnunar er 8... Bxc6, 9. e5 — dxe5, 10. fxe5 — Re4!) 9. e5 — Rd5,10. Rxd5 — cxd5, II. 0-0 - Bg7, 12. DÍ3! - e6, 13. c3 - 0-0! (Eftir 13 ... dxe5,14. fxe5 — 0-0, 15. Bf4 - f6!?, 16. exf6 - Dxf6, 17. Hael stendur hvítur augljós- lega betur að vígi vegna hinnar tætingslegu peðastöðu svarts) 14. Dg3 — Dc7, 15. exd6 — Dxd6, 16. Be3 - a5 (Svartur hefur nú áreiðanlega talið sig mega vel við una. Hvíta peðið á b2 er augljós veikleiki og auk þess hefur svartur biskupa- parið. Hvítur hefur hins vegar mjög góð tök á miðborðinu og hvítreitabiskup svarts á fárra kosta völ. Panchenko ákveður nú að þrýsta á peðið á b2. Gallinn við þá áætlun er þó sá að hrókar hans á b8 og b7 taka ekki þátt í baráttunni á kóngs- væng og því var líklega vænleg- ast fyrir svart að leika strax 16. ... f6! og síðan e6 — e5. Panchenko dregur þetta hins vegar þar til að hvítur er betur undir átök á miðborðinu búinn). 17. Hadl - Hab8 18. Hd2 - a4, 19. a3 - Hb7, 20. h4 (Friðrik sættir sig að sjálfsögðu ekki við að bíða aðgerðalaus og hefur virkar aðgerðir á kóngs- væng). Hfb8, 21. Hff2 - f6 (Þessi leikur hlaut að koma, þó að hann veiki stöðu svarts. Áætlun hvíts var 22. Rf3 og 23. Bd4). 22. Rf3 - De7 (22. ... e5 gekk ekki vegna 23. fxe5 — fxe5, 24. Bd4! — He8, 25. Hde2). 23. Bd4 - Bb5, 24. Rh2 - Bc4? (Þessi og næstu leikir svarts bera því glöggt vitni að honum hefur mistekist að finna hald- góða áætlun. Hér átti hann kost á að opna taflið með 24. ... e5! Hvítur má t.d. tæplega leika 25. Be3 vegna d4, 26. cxd4 — exd4, 27. Hxd4 — f5 og biskupapar svarts nýtur sín vel. Bezt er líklega 25. fxe5 — fxe5, 26. Be3 - d4, 27. Bg5 og staðan er tvísýn). 25. Rg4 - Kh8 (Ekki 25. ... h5?, 26. Re3 - e5, 27. Rxc4 — exd4, 28. He2 og hvítur leikur næst 29. Re5 með betri stöðu) 26. h5! (Hvítum hefur nú skyndilega tekist að hrifsa til sín frum- kvæðið) gxh5 27. Re3 — Ba2, 28. Dh4 - Df7, 29. Rfl - Bbl, 30. Rg3 - Bg6 31. (Þessi leikur breytir stöðu svarts, sem fyrir stundu gaf svo fögur fyrirheit, í rjúkandi rúst) exf5, 32. Df4 - Dd7? (Betra var að reyna að koma hrókunúm í gagnið og leika 32. ... He8). 33. c4! - Dc7, 34. Dxc7 - IIxc7, 35. cxd5 (Hvítur er að vísu enn peði undir, en svörtu peðin eru dæmd til að falla, eitt af öðru) Hd7, 36. Rxf5 - Bxf5 (Eftir 36. ... Hxd5? 37. Rxg7 — Kxg7, 38. Bxf6+ vinnur hvítur hrók) 37. Hxf5 - Hb5, 38. Bc3 - Kg8 (Hvítur vinnur einnig létt eftir 38. ... h4 39. Hd4) 39. Hxh5 - Kf7 40. Hxh7 - Kg6 (Eða 40. ... Hbxd5, 41. Hxd5 — Hxd5 42. Hh4) 41. Hh4 - Bh6,42. Hd3 - Bcl, 43. Hg3+ - Bg5, 44. Ilxa4 - Hbxd5, 45. Ha6 - Hf5, 46. HÍ3 - Hdl+, 47. Kf2 - Bh4+, 48. Ke2 (Lakara var 48. g3 — Hfl+!) Hgl, 49. Hxf5 - Kxf5,50. Ha5+ - Kg4, 51. Ha4+ - Kh5, 52. g4+! — IIxg4, 53. Hxg4 — Kxg4, 54. a4 - Í5, 55. Bd4 - Bd8, 56. b4 - Kf4 og svartur gafst upp um leið. I næsta skákþætti verður einnig fjallað um skákmótið á Kanaríeyjum og birtar nokkrar skákir. — Hinar nýju kempur Framhald af bls. 47. framvindu mála í Afganistan jafnt í austri sem vestri. Rauðleitur blær Það litla, sem hinir nýju stjórn- arherrar í Kabúl hafa sýnt af hinum pólitísku spilum sínum, í stefnuyfirlýsingum og fyrstu stjórnaraðgerðum, ber helzt rauð- leitan eða rauðbleikan lit. Enn sem komið er, virðist stjórnin alls ekki orðin svo ýkja föst í sessi, því hinni nýju „alþýðustjórn" Afgan- istans virðist líða bezt og finna sig öruggasta bak við gljáfægða byssustingi og fallbyssuhlaup. Taraki greindi frá því, að hermenn úr hallarlífverði Dauds, fyrrum forseta, hefðu ekki verið líflátnir eftir sigur byltingarmanna, heldur hefði lífvörðurinn verið leystur upp og hermönnunum vísað til herþjónustu með öðrum herdeild- um víðs vegar um landið. Hins vegar var Daud forseti og hluti af fjölskyldu hans drepinn í bylting- unni eins og kunnugt er af fréttum, og einnig drápu bylting- armenn marga af ráðherrunum úr stjórn Ðauds. Hamingjan er ___________hverful____________ 47 manns, körlum, konum og börnum er haldið föngnum, og á meðal þessa fólks eru einnig nokkrir fyrrverandi ráðherrar. Að sögn forsætisráðherrans er þetta allt aðalsfólk. Konum og börnum mun ekkert mein verða gert, en karlmönnum yrði stefnt fyrir herdómstól byltingarmanna til þess að láta þá svara til saka fyrir gjörðir sínar á valdadögum Dauds. Um örlög þeirra manna þarf víst ekki frekar að grennslast. Andreas Kohlschiitter. Samvinnufélögin eru afl og lyftistöng héraðanna. Þau tryggja að fjármagn hverrar byggðar nýtist heima fyrir. Ogframtíð landsbyggðar- innar hlýtur ávallt mjög að vera undir því komin, að fólkið sjálft vilji nota þessi óviðjafnanlegu tœki sín til síaukinna framkvæmda og hagsbóta á hverjum stað. Sjálfstœðisbaráttu þjóðar er aldrei lokið, nema hún tapi henni og gefist upp. Trú samvinnumanna á landið, forysta þeirra í verslun og athafnalífi, saga þeirra og hugsjónir eru afl, sem allir íslendingar finna að þeir hafa traust og hald af í ævar- andi sjálfstœðisbaráttu þjóðarinnar, hvort sem þeir játa samvinnustefnu eða ekki. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.