Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 129. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sadat gagnrýnir Israelsmenn en vill vidrædur Kaíró — Róm — Beirút — 20. júní — AP — Reuter. SADAT Esyptalandsforseti sagði í dag að svör ísraelsmanna við spurningum Bandaríkjastjórnar um íramtíð Vesturbakka Jórdan- ár og Gaza svæðisins hefðu ekki verið jákvæð, en hann væri þó enn reiðubúinn til frekari íriðar- viðraeðna ef eitthvað nýtt heyrðist frá ísraelsmönnum um málin. Hann sagði svar ísraelsstjórnar ekki loka öllum möguleikum um friðarviðræður. Sadat lét þessi orð falla í ræðu í egypzka þinginu. Forsetinn sagði síðar um daginn í viðtali við ítalska sjónvarpsstöð að aðeins væri mánuður liðinn frá því að Ezer Weizman varnarmála- ráðherra Israels hefði aftur boðið Egyptum sérfriðarsamninga, en því hafi verið hafnað af sömu ástæðu og fyrr, að slíkur friður leysti ekki grundvallarvandann í Miðausturlöndum, þ.e. málefni Palestínuaraba og Vesturbakka Jórdanár. Sadat sagði í viðtalinu að hann væri í nær því daglegu sambandi við Carter Bandaríkjaforseta fyrir milligöngu ýmissa manna og hann hefði einnig persónulegt samband við Brezhnev forseta Sovétríkj- anna. Hann sagði í viðtalinu að Egyptum væri að nokkru um að kenna hve Rússar væru nú fyrir- Framhald á bls. 18 Tító varar við heimsstyrjöld Bclgrad. 20. júní. Reuter. — AP. TÍTÓ Júgóslavíuforseti sagði í dag að versnandi sambúð stórveldanna tveggja að undanförnu gæti leitt til nýrrar heimsstyrjaldar. Forsetinn flutti ræðu á þingi kommúnistaflokksins í Júgóslavíu og sagði hann m.a. að Afríka væri orðin vettvangur stórvcldaátaka og að héimsfriðnum stafaði mest hætta af ástandinu í Miðausturlöndum. Ræða Títós var flutt við upphaf þingsins og fjallaði forsetinn um þróun kommúnistaflokksins síð- ustu þrjátíu ár, efnahagsástandið í Júgóslavíu, stjórnmálaástandið og framtíðarhorfur. Ónafngreindir Enn lækkar dollarinn London — 20. júní. AP. — Reuter. BANDARÍKJADOLLAR lækkaði í dag á gjaldeyrismörkuðum gagnvart öðrum gjaldmiðlum, einkanlega japanska yeninu, og hefur dollarinn aldrei staðið verr gagnvart yeninu. Þegar gjald- eyrisviðskiptum var hætt á markaðinum í London í kvöld voru 211.6 yen í dollar en voru 215.6 kvöldið áður. bykir nú líklegt að dollarinn eigi eftir að lækka í 200 yen innan skamms ef svo heldur fram sem horfir. Pundið hækkaði heldur á mörkuðum í dag og sama er að segja um þýzka markið, sviss- neska og franska frankann og hollenzka gyllinið. embættismenn í Belgrad létu hafa það eftir sér í dag að þessi ræða Títós væri erfðaskrá hans, en Tító er nú 86 ára að aldri, þótt ern sé og heilsugóður. Þing kommúnistaflokksins er haldið þegar þrjátíu ár eru liðin frá því að Tító gerði upp mál sín við Sovétríkin og ákvað að fara sínar eigin leiðir við uppbyggingu þjóðfélags þess sem hann hugðist koma á fót. A fundinum eru fulltrúar frá 130 löndum, þ.á m. Enrico Berlinguer leiðtogi ítalskra kommúnista. Tító var í ræðu sinni gagnrýninn á margt í efnahagsuppbyggingu í Júgóslavíu og kvartaði m.a. undan lítilli framleiðni, óarðbærri fjár- festingu og mistökum við stjórn verkamanna á fyrirtækjum. Hann kvaðst þó bjartsýnn á framtíð efnahagslífsins í landinu og sagði Júgóslava staðráðna í að standa af sér ásælni annarra þjóða. Ræðu Títós var tekið með miklum fagnaðarlátum á þinginu og annars staðar' í landinu. Rúm- lega eitt hundrað þúsund manns voru á götum úti og hylltu Tító Framhald á bls. 18 Korchiioi spáir hörku viðureign Ziirich. Svíks. 20. júní. AP. VICTOR Korchnoi, áskorand- inn í væntanlegu einvígi hans og Karpovs heimsmeistara í skák, telur að viðureign þeirra á Filippseyjum í næsta mánuði verði stórfenglcg barátta tveggja raunverulegra kon- unga. I viðtali við svissneska blaðið „Tages Anzeiger" lét stórmeist- arinn, sem er landflótta frá Sovétríkjunum, svo um mælt, að aðilarnir hefðu svo til jafna möguleika á sigri. Hann kvaðst vera sterkari nú en hann var fyrir fjórum árum er hann tefldi síðast við Karpov um heims- meistaratitilinn og tapaði naumlega. Hann viðurkenndi þó að Karpov hefði einnig bætt sig síðan. Korchnoi lýsti andstæðingi Framhtld á bls. 18 FORSETI íslands og kona hans eru nú á ferð á Englandi en forsetinn tók við heiðursdoktorsnafnbót við háskólann í Leeds í fyrradag. í gær voru forsetahjónin í York þar sem grafið hefur verið eftir fornleifum frá tíma víkinganna. Á myndinni er verið að sýna dr. Kristjáni Eldjárn og Ólöfu Pálsdóttur sendiherrafrú fornleifarnar. símamynd ap Mannskæður jarðskjálfti í Grikklandi Saloniki - 20. júní. - AP-Reuter. TALIÐ er að margir hafi farizt í grísku borginni Sal- oniki í kvöld þegar mikill jarðskjálfti varð í borginni og jafnaði við jörðu margar byggingar. Vitað var um tuttugu hús sem hrundu til grunna, þar af tvö fjölbýlis- hús, og er óttazt að fáir hafi komizt af sem í þeim voru, en óp og kvein heyrðust í rústun- um í kvöld þegar björgunar- menn hófu aðgerðir til að bjarga þeim sem grafist höfðu undir rústunum. Mikill ótti greip um sig í borginni, en þar búa um 600 þúsund manns og þyrptust borgarbúar úr húsum sínum og af götunum á bersvæði í borginni þar sem óttast var að fleiri kippir fylgdu í kjölfarið. Fyrsta líkið sem fannst-var af júgóslavneskum ferðamanni sem verið hafði gestur á 10. hæð á strandhóteli sem hrundi til grunna. Sjónarvottar í borginni sögð- ust í gærkvöldi hafa séð fólk stökkva af svölum í angist til að komast í burtu og blaðamað- ur nokkur í borginni sagði: „Borgin skelfur eins og lauf- blað í vindi.“ Rafmagn og vatn fór af víðs vegar um borgina í kvöld og samgöngur fóru úr skorðum. Jarðskjálftinn varð um kl. 23 að staðartíma og mældist um 6,5 stig á Richterkvarða. Varð hans m.a. vart í Júgóslavíu og kom hann einnig fram á mælum í Stokkhólmi og í Kaliforníu. Áfengisbann á Grænlandi? Godtháb — Grænlandi — 20. júní — Reuter. GRÆNLENDINGAR greiða í dag um það atkvæði hvort banna eigi eða takmarka sölu áfengis í landinu eftir að heimastjórn verður komið þar á. Atkvæða- greiðslan er ekki bindandi fyrir stjórnvöld heldur til hliðsjónar. Áfengisneyzla hefur verið land- lægt vandamál á Grænlandi um árabil og neytir hver Grænlend- ingur að meðaltali tvöfalt meira áfengismagns árlega en hver Dani. Áfengisbann gæti komið mjög við fjárhag hinnar nýju heima- stjórnar því skattar af áfengissölu eru helzta tekjulind stjórnarinnar. „Borgin skelfur sem lauf í vindi” Ecevit fer til Moskvu Ankara. 20. júní. Reuter. AP. BULENT Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, heldur á morgun (mið- vikudag) í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna þar sem hann mun undirrita vináttu- og samstarfs- samning sem löndin hafa gert með sér. Þessi för Ecevits verður fimmta utanlandsferð hans frá því hann tók við embætti fyrir fimm mánuðum, en hann hefur gert sér far um að efla samband Tyrkja við nágrannaþjóðirnar og jafnframt unnið að því að fá Bandaríkjaþing til að aflétta vopnasölubanni því sem sett var á Tyrkland 1975. Samkomulag það, sem undirrit- að verður í Moskvu, gengur ekki jafnlangt og Sovétmenn höfðu óskað, en þeir hafa á undanförnum árum lagt mikla rækt við ná- granna sína Tyrki og m.a. veitt þeim lán og tækniaðstoð. Samn- ingurinn, sem nú verður undirrit- aður, er talinn í líkingu við hliðstæð plögg sem Sovétmenn hafa samið um við Norðmenn og Frakka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.