Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978 Ólafsvík Bygging heilsugæzlu- stöðvar í ,undir- búningi í Ólafsvík „Hér hef ég kunnað vel við mig. enda kann ég að meta lífið úti á landi. l>ar nýtur einstaklingur- inn sín betur en á Reykjavíkur- svæðinu. þar sem maður hverfur í fjöldann. Úti á landi hefur fólk það á tilfinningunni, að það sé einhvers virði,“ sagði Kristófcr Þorleifsson héraðsla knir í ólafs- vík þegar Mbl. ræddi við hann. í samtalinu við Morgunblaðið gat Kristófer þess, að til Ólafsvík- urlæknishéraðs teldust nú 2400 manns, þ.e. Ólafsvíkurhreppur með um 1200 íbúa, Neshreppur utan Ennis, Staðarsveit, Breiðu- víkur- og Fróðárhreppur. „Fram til ársins 1974 var hér aðeins 1 læknir og ljósmóðir og hjúkrunarkona um tíma. Frá árinu 1974 hefur verið rekin hér heilsugæzlustöð og við hana starfa tveir læknar, hjúkrunarkona, ljós- móðir, sjúkraliði og læknaritari. Auk þess er aðstaða fyrir tann- lækni og aðstoðarmanneskju hans. Það vantar ekki, að nú er hér fullmannað samkvæmt lögum, en húsnæði heilsugæzlustöðvarinnar er alls ófullnægjandi eins og er. Nú er hins vegar stefnt að byggingu nýrrar heilsugæzlu- stöðvar og á síðustu fjárlögum voru veittar 3 millj. kr. til að hanna stöðina. Við í Olafsvík erum helzt á því að fá að byggja heilsugæzlustöð svipaða þeirri.sem er á Höfn í Hornafirði, en það hús er 600—700 fermetrar og þar geta starfað samtals 6—7 læknar. Þá erum við með mjög góða læknamóttöku á Hellissandi, og þar er hægt að gera flestar aðgerðir sem við ráðum við hér nema taka röntgenmyndir, en þá aðstöðu höfum við í Ólafsvík." — Er þá læknaþjónusta orðin góð hér um slóðir? „Ég tel að sú þjónusta sem hér er veitt sé eins góð og hægt er að veita miðað við stað, þar sem ekki er sjúkrahús. Hins vegar þyrfti einnig fyrir utan byggingu heilsu- gæzlustöðvarinnar að byggja hér smá sjúkraskýli. Eins vantar hér tilfinnanlega elliheimili. Bygging þess hefur lengi verið á döfinni, en ekkert orðið úr framkvæmdum fyrr en nú að það stendur til að byrja á héimilinu. Þá þurfum við nauðsyniega aðstöðu fyrir lang- legusjúklinga í sjúkraskýli. Bæði vegna þess að hér eru vegir oft lokaðir á vetrum og stundum ekki hægt að fljúga hingað, enda er það Kristófer Þorleifsson héraðslæknir svo að það kemur fyrir að við erum jafn illa settir og Vestfirðingar og Austfirðingar í þessum efnum.“ „Ég viðurkenni það fúslega að það er ýmislegt sem ég sakna frá stærri stöðunum, en það er annað sem bætir það upp. Hér hefur maður mikla möguleika á alls konar útivist og ýmissi tóm- stundaaðstöðu, má þar nefna fjallgöngur, fiskveiðar, fuglaveið- ar eða fuglaskoðun o.fl. Hér vantar okkur þó stórlega nýtt félagsheimili, gamla sam- komuhúsið er orðið allt of lítið og er staðnum til skammar. Það hefur nú staðið til í 20 ár að byggja nýtt félagsheimili, en fram að þessu hefur bygging þess aöeins verið kosningaloforð. Það er þó búið að teikna húsið núna og velja því stað, þannig að kannski verður byrjað á því nú.“ — Ertu ánægður með atvinnu- hætti staðarins? „Það þarf að reyna að gera atvinnulífið fjölbreyttara, hér lifa nú allir á því sem fæst úr sjónum og fá störf að fá nema erfiðsstörf. Það er því nauðsynlegt að koma á einhvers konar léttum iðnaði éf fólk á ekki að þurfa að flytja af staðnum þegar það ræður ekki lengur við erfiðisstörfin. Þá má — fíætt við Krístófer Þor/eifsson héraóslækni einnig bæta við þjónustufyrir- tækjurn." „Frá því að ég kom hingað fyrir 3 árum, hefur það færst sífellt í aukana að fólk fær sér einhver sérstök tómstundastörf. Hér hefur nú verið starfandi í 3 ár góður kór, sem unnið hefur gott starf og skemmt öllum bæjarbúum og fleirum. Þá er íþróttalíf staðarins nokkuð blómlegt og nú er áhugi á að koma upp skíðaaðstöðu á Fróðárheiði. Það ætti að vera auðvelt í framkvæmd, enda er yfirleitt nægur snjór á heiðinni allan veturinn." — Samgöngumálin, eru þau í góðu horfi? „Vegamálin á Snæfellsnesi eru í miklum ólestri og vegir hér eru langt á eftir því sem annarsstaðar gerist þótt samgönguráðherra sé héðan úr kjördæminu. Hér þarf að hyggja vegakerfið upp úr snjó og eins að byggja nýjar brýr í stað trébrúanna sem allsstaðar eru. Þá hefur ekkert verið gert til þess að draga úr grjóthruni í Ólafsvíkur- enni. Þó flugsamgöngur hingað séu nokkuð góðar, þá mættu þær vera betri. Flugvöllurinn, sem upphaflega var byggður af flug- félaginu Vængjum, er nákvæm- lega eins og þegar lokið var við gerð hans. Eftir að Flugmála- stjórn tók við honum, hefur ekkert verið gert við hann. Það hefur verið rætt um að færa völlinn lengra frá fjallinu, lýsa hann, setja upp skýli við hann, leggja veg að honum o.fl. en ekkert gerist. Engu að síður er þessi flugvöllur geysimikið notaður, og hjá Vængj- um kemur þessi völlur næst á eftir flugvellinum á Siglufirði hvað farþegafjölda snertir. í Stykkis- hólmi er líka flugvöllur og hefur miklu meira fé verið veitt til vallarins þar. Samgönguráðherra segir að það sé vegna þess að þar sé sjúkrahús. Hins vegar teljum við í Ólafsvík og á Hellissandi, að frekar eigi að verja framkvæmda- fé til vallarins hér, þar sem hér er ekkert sjúkrahús, og oft þarf nauðsynlega að flytja fólk suður með flugvélum," sagði Kristófer. „Afkoman af hörpu- diskveiðun- um góð mpnn prn k — segir Gissur Tryggvason í Stykkishóimi Það býr mikið af ungu fólki í Stykkishólmi og tekur það mik- inn þátt í uppbyggingu atvinnu- lífsins þar og er óhrætt við að taka þátt í rekstri fyrirtækjanna. Á sýsluskrifstofunni í Stykkis- hólmi hittum við ungan mann, Gissur Tryggvason, sem auk þess að gegna starfi sýsluskrifara, tckur nú þátt í útgerð þriggja báta og sér ennfremur um Báta- tryggingafélag Breiðafjarðar. Þegar við ræddum við Gissur sagði hann, að bátarnir sem hann sæi um rekstur á ásamt öðrum væru Ársæll, sem gerður væri út á skel frá Stykkishólmi, Tjaldur sem gerður væri út frá Rifi, og á næstunni bættist þeim þriðji báturinn, Sæunn Sæmundsdóttir. Sá bátur yrði einnig gerður út á skelfisk. „Menn vita að hverju þeir ganga þegar þeir senda bátana á skel,“ sagði Gissur. „Það eru átta bátar gerðir út til hörpudiskveiða héðan um þessar mundir og er aflinn þetta 4—6 tonn í róðri. Árskvótinn er að þessu sinni 6000 tonn og er útlit fyrir, að hann verði búinn í september n.k. Afkoma manna á þessum veiðum er mjög góð og vinnutíminn þægilegur. Bátarnir fara út kl. 6.30—7.00 að morgni og menn eru komnir heim til sín á ný milli kl. 5 og 6 á daginn og síðan er ávallt tveggja daga frí um helgar. Það er mun erfiðara að gera út trollbáta, því maður veit aldrei hvernig gengur og áhættan er þar miklu meiri. Búnaður til hörpu- diskveiða er líka miklu ódýrari en til botnvörpuveiða. T.d. kosta hörpudiskveiðarfærin aðeins um 500 þús. kr. og olíueyðslan er ekki meiri en 300—400 þús. kr. á mánuði. Hörpudiskurinn er nú unnin á tveimur stöðum hér í Stykkis- hólmi, hjá Sigurði Ágústssyni h.f. og Rækjunesi. Mér er kunnugt um að nú gengur mjög vel að losna við skelina og selst hún jafnóðum og hún er unnin. Það eru um þessar mundir gerðir út sjö bátar héðan, þar af gerir Þórsnes út 2 báta og Rækjunes tvo“. — Hvernig er hafnaraðstaða hér í Stykkishólmi? „Hafnaraðstaðan er mjög góð, en margt má bæta, hafnarskilyrði eru mjög góð frá náttúrunnar hendi, en það þarf að lagfæra viðlegukanta og löndunaraðstöð- una. Það er líka svo að flotinn hefur stækkað, bátarnir eru stærri en áður, flestir stunda skelfisk- veiðar, en á sl. vertíð fóru þeir allir til þorskveiða nema bátar Rækju- ness og voru bátarnir á þorskveið- um 1—114 mánuð.“ — Hvað er það sem mest er aðkallandi að bæta hér í kringum Stykkishólm? „Endurskoða þarf allt land- búnaðarkerfið" — segir Davíó Pétursson bóndi á Grund í Skorrada/ „Manni skilst, að það sem nú verður eítir af rekstri búanna fari beint í þennan verðjöfnunar- sjóð bænda, þ.e. fóðurbætisskatt, og að því ég bezt veit, þá eru það um 350 þús. kr. sem bú sem þetta þarf að greiða,“ sagði Davíð Pétursson bóndi á Grund í Skorradal þegar rætt var við hann. Davíð er með myndarbú á Grund, 2000 kindur og 20 kýr. — Það er mikið rætt um of- framleiðslu á landbúnaðarafurð- um í okkar landi og sjálfum finnst mér það harla einkennilegt að það skuli veittir styrkir til að rækta grænfóður, sem lömbunum er Davíð Pétursson bóndi á Grund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.