Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978 29 Djúpivogur heimsóttur: Unnur Jónsdóttir að heimili sínu á Þinghóli „Ungt fólk sezt hér að í verulega auknum mæli" „Astæðan fyrir þcssum miklu nýbyggingum hér á síðari árum. er eflaust sú að hingað kemur fólk meira til að setjast að en áður, sérstaklega er þetta áberandi hjá ungu fólki sem áður kom bara alis ekki,“ sagði Unnur Jónsdóttir á Djúpavogi í samtali við Mbl. þar eystra fyrir skömmu. En það cr einmitt allur sá fjöidi af nýlegum eða nýjum húsum sem vekur mesta athygli aðkomu- manna á Djúpavogi. „Ég fluttist hingað fyrir 16 árum með manni mínum sem er fæddur hér og uppalinn, en ég er úr sveit utan við Höfn í Hornafirði svo að breytingin er ekki svo ýkja mikil fyri mig. Hér er alltaf mjög rólegt og þægi- legt. Öll atvinnustarfsemi á staðn- um er í kringum sjávarútveg, ekki er um neinn iðnað eða þess háttar að ræða. Gerður er út nokkur fjöldi báta af ýmsum stærðum, sem ég kann ekki að nefna. Þar af eru að ég held 4 bátar sem stunda humarveiðar. — Mjög mikið er að gera í fiskvinnslunni og er hér unnið nær öll kvöld og um helgar, þannig að fólk gerir sáralítið annað en að vinna og sofa þegar mest gengur á. Þá hefur það staðið nokkuð fyrir þrifum hér að gamla frystihúsið var' alveg úr sér gengið, en það er nú séð fyrir endann á þeim vandræðum því að nýja frystihúsið sem hefur verið í smíðum alllengi er nú loks komið í gagnið og er til að mynda allur humarinn unninn þar. Auk frystihússins er hér einnig saltfiskverkun og bræðsla sem veitir töluverða atvinnu. 1 frystihúsinu eru það konur sem eru í miklum meiri- hluta, en í saltfiskverkuninni er nokkuð jafnræði með körlum og konum og hefur þar verið mjög góð og stöðug vinna. Þessa dagana er töluvert mikið af aðkomufólki hér í vinnu við frystihúsið. Hafði opnun hringvegarins á sínum tíma ekki mikil áhrif á allt líf þorpsbúa? — Því er ekki að neita að umferð hefur aukist gífurlega hér um, sérstaklega hefur fjölgað sumarferðalöng- um sem koma hingað gjarnan og gista á hótelinu, en hótelið er gamalt verzlunar- og íbúðarhús sem var breytt á sínum tíma og nú hefur það verið endurnýjað mikið. Hvernig er félagslífið í þorp- inu? — Vegna hinnar miklu atvinnu sem hér er hefur félagsstarfsemi öll verið nokkuð takmörkuð. Hér er þó starfandi nokkuð lifandi kvenfélag sem var endurreist síðastliðinn vetur upp úr gamla kvenfélaginu sem ekki hefur starfað lengi. — Hér var og stofnað nýtt leikfélag í vetur og er þar starfandi fólk á öllum aldri. Það flutti í vetur leikritið, „Seðlaskipti og ást“ við góðar undirtektir. Nokkurt líf hefur verið í íþróttastarfi á staðnum og hefur í því sambandi verið fenginn hingað íþróttaþjálfari hluta úr sumri til að leiðbeina, en það háir allri íþróttastarfsemi hversu öll aðstaða er slæm hér. Við höfum t.d. ekkert hús til að vera í á veturna og má segja að íþróttastarf leggist niður á þeim tíma. Ekkert skipulagt tómstunda- starf er hér fyrir börnin, en þau una hag sínum eigi að síður mjög vel því hér er frjálsræði þeirra mjög mikið. Við sleppum börnunum bara út á morgnana og þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af þeim. Öll fimm börn mín hafa alist upp við það og líkað bara vel. Hér geta börn lokið námi allt að 9. bekk grunnskóla, þá verða þau að fara burt. Flest fara á Eiða í heimavist. Töluvert hefur verið rætt um að bæta við skólann þannig að börnin þyrftu ekki að fara langar vegalengdir í burtu, en mér er ekki kunnugt um hver verður framvinda þeirra mála. Hvað með samgöngur? — Samgöngur eru orðnar nokkuð góðar, sérstaklega á landi eftir að vegurinn um Hvalnesskriður var opnaður en áður þurfti að fara um Lónsheiði sem jafnan er lokuð töluverðan hluta vetr- ar. Vöruflutningabílar aka hing- að þrisvar í viku allt árið um kring og áætlunarferðir eru hingað frá Höfn í sambandi við flugið á Hornafjörð. Svo fáum við auðvitað mjög mikið af vörum með strandferðaskipun- um sem koma hingað hálfsmán- aðarlega, sagði Unnur að síð- ustu. Við höfnina Framboðlistar í Olfushreppi Þorlákshöfn, 20. júní. EFTIRTALDIR listar komu fram til sveitarstjórnarkosninga í Ölf- ushreppi 25. júní n.k. D-listi Sjálfstæðisfélagsins Ægis: 1. Jón Sigurmundsson, Selvogs- braut 31, 2. Karl Karlsson, Heina- bergi 24, 3. Petra Vilhjálmsdóttir, Oddabraut 10, 4. Sesselja Ósk Gísladóttir, Klébergi 15, 5. Guðni Ágústsson, Klébergi 16, 6. Jón Pálsson, Selvogsbraut 27, 7. Franklín Benediktsson, Skálholts- braut 3, 8. Guðfinnur Karlsson, Lýsubergi 5, 9. Guðmundur Bjarnason, Selvogsbraut 37, 10. Karl S. Karlsson, Klébergi 6. Til sýslunefndar: 1. Jón Guðmundsson, Reykjabraut 21, 2. Sesselja Ósk Gísladóttir. H-listi óháðra kjósenda: 1. Guðjón Sigurðsson, Kirkjuferju- hjáleigu, 2. Hrafnkell Karlsson, Hrauni, 3. Halldór Guðmundsson, Hjarðarbóli, 4. Ólafur Tr. Ólafs- son, Stuðlum, 5. Þrúður Sigurðar- dóttir, Hvammi, 6. Vigdís Viggós- dóttir, Vötnum, 7. Engilbert Hannesson, Bakka, 8. Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Kröggólfsstöðum, 9. Helgi Jóhannsson, Núpum, 10. Hákon Guðmundsson, Straumum. Til sýslunefndar: 1. Grétar Unnsteinsson, Reykjum, 2. Bjarni E. Sigurðsson, Hvoli. K-listi óháðra og frjálslyndra: 1. Þórður Ólafsson, Setbergi 19, 2. Sigurður Helgason, Hjallabraut 14, 3. Erlingur Ævar Jónsson, Klébergi 5, 4. Árni Þorsteinsson, Hjallabraut 9, 5. Hilmar Andrés- son, Setbergi 10, 6. Guðni Karls- son, Egilsbraut 12, 7. Friðrik Guðmundsson, Heinabergi 22, 8. Grétar Gissurarson, Lyngbergi 2, 9. Andrés Kristjánsson, Setbergi 16, 10. Jóhann Þ. Karlsson, Heina- bergi 7. Þ-listi vinstri manna: 1. Þorvarður Vilhjálmsson, Set- bergi 21, 2. Ásgeir Benediktsson, Eyjahrauni 9, 3. Ketill Kristjáns- son, Reykjabraut 10, 4. Þorsteinn Sigvaldason, Reykjabraut 5, 5. Halldóra Oddsdóttir, Hjallabraut 18, 6. Guðmundur Jónasson, Set- bergi 12, 7. Hallgrímur Sigurðsson, Hjallabraut 5, 8. Margrét Aðal- steinsdóttir, Oddabraut 7, 9. Guðmundur Bjarni Baldursson, Hjallabraut 1, 10. Aðalsteinn Guðmundsson, Selvogsbraut 29. Til sýslunefndar: 1. Benedikt Thorarensen, Háaleiti, 2. Vernharður Linnet, Oddabraut n — Ragnheiður. SKYNDIMYNDIR Vandaöar litmyndir í öll skírteini. bama&fjölsk/ldu- IjDsmyndir AUSTUR5rR€TI 6 3’Ml 12644 Morgunblaðið óskar ^eftir blaðburðarf ólki Uthverfi Skeiöarvogur Upplýsingar i síma 35408 VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVlKUR KAUPMANNASAMTÖK iSLANDS Auglýsing um lokun verzlana á laugardögum í sumar Samkvæmt kjarasamningum milli Kaupmanna- samtaka íslands og Verzlunarmannafélags Reykjavíkur skulu verzlanir hafa lokaö 10 laugardaga yfir sumarmánuöina, frá 20. júní til ágústloka. Kaupmannasamtök íslands Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.