Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978 31 Athyglin beinist að leik Hollendinga og ítala í KVÖLD fara fram fjórir leikir í HM keppninni. í A-riðli leika Ítalía og Holland kl. 16.45 í Buenos Aires, og Austurríki og V-Þýskaland kl. 16.45 í Cordoba. í B-riðli leika Argentína—Perú kl. 22.15 í Rosario, og Brasilía—Pólland kl. 9.45 í Mendoza. Brasilíumenn fóru fram á að fá að leika á sama tíma og Argentínumenn, þar sem það gæti hugsanlega haft áhrif á leik Argentínumanna að vita úrslitin í leik Brasilíu og Póllands en því var ekki sinnt. Sá leikur, sem vekur hvað mesta athygli, er leikur Ítalíu og Hollands. Þjálfari Hollendinga Happel lét þau orð falla að lið hans léki ávallt til sigurs og svo yrði einnig í kvöld. Jafntefli nægir Hollendingum til að komast í úrslitaleikinn þar sem markahlutfall þeirra er svo hagstætt. Óvíst er hvort leikmenn þeir, sem meiddir hafa verið hjá Hollendingum, leika með, þó eru líkur á að Neeskens komi inn í liðið. Ítalía flaggar öllum sínum bestu mönnum. Argentina'78 Hverju spá vegfarendur? Andlhstyftíng Itala ÞEGAR keppnin í Argentínu hófst í byrjun pessa mánaðar, var pað mál afar margra, að landslið Ítalíu væri fjarri pví að vera sterkt. Það hefur pví veriö eitt af Því sem komið hefur verulega á óvart í keppninni, hversu sterkir ítalirnir hafa reynst. MBL. brá sér niöur í Austur- stræti í blíöviörinu á mánu- daginn og kannaöi lítillega hversu almennur áhugi manna er á Heimsmeistara- keppninni í Argentínu. Viö tókum tali átta vegfarendur sem valdir voru af handahófi, og spurðum þá hvort þeir fylgdust meö HM og báöum þá síðan aö spá fyrir okkur hver úrslit yröu. Kom í Ijós, aö flestir fylgd- ust þó ekki væri nema lítillega meö keppninni og voru allir til í aö spá. Fara spárnar hér á eftir: Hrafn Geirsson bankastarfsmað- ur« 1. Ítalía 2. Brasilía 3. Argentína Eyjólfur Magnússon kennarii 1. Holiand 2. Brasilía 3. Pólland Á Ítalíu er knattspyrna á sama palli og trúarbrögö og þess vegna var alþýða manna og fréttamenn fljót aö ráöast aö liðinu, er illa fór að ganga rétt fyrir keppnina. ítalir unnu aöeins einn af 5 upphitunarleikjum sínum og var fyrir vikið óhaggantegur drungi yfir ítalskri alþýðu. En er liðið vann Frakkland í fyrsta leiknum, kom í Ijós, að liðið hafði smollið saman á réttum stað og á réttum tíma. Heiðurinn af þessu hlýtur þjálfarinn Enzo Bearzot að eiga að miklu leyti en hann hefur engan bilbug látiö á sér finna þrátt fyrir feiknarlega gagnrýni undanfarna mánuöi. Hann hefur farið sínu fram og ekki lagt eyrun við orðum þeirra, sem kveina sem mest um hvað hann sé vitlaus og nú fær hann umbun síns erfiðis. Leikmennirnir hafa sjálfir greint frá ýmsum hlutum, sem þeir telja eiga sinn þátt í því hversu vel hefur göngið. Markvörðurinn Dino Zoff hefur sagt, að það hafi haft mikil og góð áhrif á leikmennina hversu kyrrlátur staðurinn er, þar sem ítalir hafa æfingabúöir sínar í Torcuato, nærri Buenos Aires. Zoff sagði einnig: „Við vorum bjartsýnir, er við Nöfn féllu níður VEGNA mistaka, féllu niður nöfn blaðamanns og Ijósmyndara á leik Breiöabliks og Vals sem leikinn var á mánudaginn. Textann ritaði Guð- mundur Guðjónsson og myndina tók Ragnar Axelsson. mættum til leiks, en engan okkar grunaöi að við næðum að sýna slíka stórleiki. Friðsæld staðarins, fjarri öllum fréttamönnum og því sem þeim fylgir hefur verið okkur mikil stoð.“ Giancarlo Antognoni sagði, að hinn mikli fjöldi ítala í Argentínu heföi hjálpað þeim gífurlega mikið með hvatningarópum í leikjunum og undir þaö tók hinn gráhærði Roberto Bettega. Bettega sagöi einnig, að liðið léki nú vel vegna þess, að leikmennirnir hefðu lagt hart aö sér og lagt mikið í sölurnar, þeir hefðu ekki reiknað með að komast í átta liða úrslitin og það væri ennþá til of mikils mælst að þeir kæmust í úrslitaleikinn. Það sem Enzo Bearzot hefur tekist að gera, er að móta topplið sem viröist líklegt til þess aö taka upp þráðinn þar sem frá var horfið, er snillingur eins og Gianni Rivera, Gigi Riva og Sandro Mazola voru upp á sitt besta. í þá daga byggðist leikur liösins á feikilega sterkum varnarleik og síöan stingandi skyndisóknum. Þegar framangreindir kappar hurfu af sjónarsviöinu, voru engir til aö fylla í skörðin sem þeir skildu eftir sig. Engu aö síður reyndi ítalska liðið aö leika sama fótboltann, en nú varð árangurinn lítill sem enginn. Liðið í dag hefur komið á óvart fyrir að leika algera andstæöu varnarleiksins gamla, sem gerði garðinn frægan. Liðið leikur nú hárbeittan sóknarleik og er þó vörnin sem fyrr glerhörð. Ástæðan er sú, að enn á ný eiga ítalir Framhald á bls. 18 íris Þráinsdóttir nemii 1. Holland 2. Brasilía 3. Vestur-Þýskaland Egill Pétursson tæknitoiknari. 1. Argentína 2. Ítalía 3. Ilolland Inga Níelsdóttir nemii 1. Ítalía 2. Brasilía 3. Argentína Gunnar Guðmundsson rafvirkii 1. Holland 2. Argentína 3. óákveðið Sigurður Emil Frfmannsson hlaðasalii 1. Ítalía 2. Pólland 3. Argentína Helgi Indriðason nemii 1. Holland 2. Brasilía 3. Pólland Selfoss skoraði tíu mörk KEPPNIN í þriðju deild íslandsmótsins í knattspyrnu er í fullum gangi þessa dagana og var urmuil leikja á dagskrá um helgina. Hér fara á eftir úrslit þeirra flestra. Selfoss — Þór Þorlákshöfn 10—0 (G—0) Sumarliði Guðbjartsson, sem snúinn er aftur til Selfoss, eftir árs dvöl í herbúðum Frammara, átti stærsta þáttinn í að slátra Þórsurum. Hann skoraði 6 af mörkum Selfyssinga og var mað- urinn á bak við flest hinna, sem þeir Heimir Bergsson (2), Sigurður Óttarsson og Stefán Larsen skoruðu. Grindavík — Víðir 3—1 Mörk þeirra Jóseps Ólafssonar, Júlíusar Ingólfssonar og Einars Jóns Ólafssonar tryggði Grindvík- ingum góðan sigur, en mark Víðis skoraði Guðmundur Knútsson. Tindastóll — Höfðstrendingar 5—0 Tindastóll átti í litlum vandræð- um með Höfðstrendinga, sem klúðruðu sínu besta færi í leiknum er þeir misnotuðu vítaspyrnu.. Mörk Tindastóls skoruðu þeir Birgir Rafnsson (víti), Páll Ragn- arsson (2), Örn Ragnarsson og Karl Ólafsson. Svarfdælir — KS 0—1 Siglfirðingar höfðu umtalsverða yfirburði, en tókst aðeins að skora einu sinni og það gerði Þorsteinn Jóhannsson beint úr hornspyrnu. Hekla - USVS 1-2 Tvö mörk gestanna í síðari hálfleik tryggðu þeim sigur, en Hekla hafði forystu, 1—0 í leik- hléi, Ólafur Sigurðsson skoraði. Mörk Skaftfellinga skoruðu þeir Sigurður Óttarsson og Stefán Larsson. ÍK - UMFN 0-5 Njarðvíkingar unnu léttan sig- ur, þrátt fyrir að þeir yrðu að leika einum færri mest allan leikinn. Stefán Jónsson og Ómar Haf- steinsson skoruðu tvö mörk hvor, en Albert Hjálmarsson skoraði fimmta markið. Léttir — Stjarnan 2—1 Það voru Léttismenn sem sigr- uðu, þrátt fyrir að leikmenn Stjörnunnar væru mun meira í sókn allan leikinn. Sigurður Jóns- son skoraði bæði mörk Léttis, sitt í hvorum hálfleik, en Sigurður Guðmundsson svaraði fyrir Stjörnuna. Víkingur Ól. — Skallagrimur 2—1 Mörk þeirra Atla Alexanders- sonar og Magnúsar Jóhannssonar tryggðu heimamönnum sigur, en Ómar Sigurðsson skoraði eina mark Skallagríms. Leiknir Breiðh. — Snæfell 2—1 Snæfellingar höfðu eins marks forystu í leikhléi með vítaspyrnu Kristjáns Ágústssonar, en í síðari hálfleik tókst Leikni að knýja fram sigur með mörkum Jóhann- esar Sigurðssonar og Hilmars Hjálmarssonar. Leiknir Fáskr. — Höttur 5—3 Leiknir átti meira í leiknum og vann verðskuldað, en leikurinn var opinn og fjörugur. Svanur Kára- son, Ingólfur Hjaltason, Kjartan Reynisson (2) og Helgi Ingason skoruðu fyrir heimaliðið, en Snæ- björn Vilhjálmsson (2) og Stefán Jónsson svöruðu fyrir Hött. Sindri — Ilrafnkell Freysgoði 5—0 Hér var aldrei um neina keppni að ræða, einstefnan var alger og sigurinn hefði getað verið stærri. Einar Ingólfsson (2), Grétar Vil- bergsson, Snorri Gissurarson og Albert Eymundsson skoruðu mörk' Sindra. Einherji — Huginn 2—0 Vopnfirðingarnir eru að sögn erfiðir heim að sækja og það fengu gestirnir að finna, er Baldur Kjartansson skoraði eitt mark í fyrri hálfleik og annað í þeim síðari. Afturelding — Óðinn 6—1 Hér var um einstefnu að ræða, Hafþór Kristjánsson var maður leiksins og skoraði 4 af mörkunum, en þeir Helgi Ásgeirsson og Guttormur Magnússon skoruðu hin tvö. Þrír aðrir leikir fóru fram um helgina, Árroðinn — Magni, Stefn- ir — Bolungarvík og HSÞ — Reyni Árskógströnd. Vegna skorts á upplýsingum munum við birta úrslitin síðar. — Kg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.