Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 32
au(;lVsin<;asíminn er: 22480 2W*r0imbI«íiit) MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978 Símon Hilmarsson Stefán Ægisson Gunnar Jónsson Egill Antonsson Piltarnir taldir af Fengu hval þrátt fyrir nærveru Greenpeace RAINBOW Warrior, skip Green- peace, elti Hval 9 nokkurn tíma í gær djúpt úti af Reykjanesi. Skipverjar Rainbow Warrior eltu Hval 9 á gúmmíbátum, en engu að síður tókst skipverjum Hvals 9 að snúa þá af sér og skjóta einn hval. Þegar hvalurinn. sem var langrcyður var kominn að síðu hvaibátsins, varð hann ekki eins lipur í snúningum, þannig að Itainbow Warrior gekk þá álíka mikið og hélt Hvalur 9 því til hafnar f gærdag með þennan eina hval. Þegar Rainbow Warrior kom að Hval 9 var hann eini hvalbáturinn á miðunum, hinir voru allir í höfn Framhald á bls. 18 PILTARNIR fjórir, sem fóru álciðis til Hríseyjar á litlum plastbáti með utan- borðsmótor snemma 8.1. sunnudagsmorg- un, eru nú taldir af, þar sem leit hefur engan árangur borið. Þeir hétu« Símon Hilmarsson Karlsbraut 21, fæddur 31. maí 1960, Stefán Ægisson Drafnarbraut 1, fæddur 30. september 1959, Gunnar Jónsson Skíðabraut 11, fæddur 3. október 1960 og Egill Antonsson Mímisvegi 7, fæddur 3. maí 1962. Piltarnir láta allir eftir sig foreldra á lífi og þess má geta að bróðir Egils fórst af slysförum fyrir rétt um tveimur árum, þá á svipuðum aldri og Egill var núna. Leit að piltunum var haldið áfram fram eftir nóttu í fyrrakvöld, og í gærmorgun var leitað á ný, en án árangurs. Ekkert hefur fundizt annað en það sem fannst í fyrradag, en þá fannst tréskór sem vitað er að einn piltanna var í, ennfremur ár sem eigendur plastbátsins hafa staðfest að sé úr honum. Ekki er talið að mikið meira geti rekið úr bátnum, þar sem hann var þannig úr garði gerður að okkert lauslegt var í honum. Þrír fangar struku frá Hegningarhúsinu Voru fljótlega gómaðir — Tveir þeirra höfðu leigt sér hótelherbergi ÞRÍR fangar struku frá gæzlu- mönnum sínum fyrir utan Hegningarhúsið við Skólavörðu- stíg laust eftir hádegið f gær. Einn þeirra gaf sig fram við lögregluna um fjögurleytið en hinir tveir fundust á Hótel Heklu við Reykjavík um sexleytið, en þar höfðu þeir leigt sér herbergi. Sátu þeir að sumbli í herberginu þegar þeir voru gómaðir. Þeir höfðu logið til nafns og kváðust vara frá Bíldudal. Fangarnir þrír eru allir um tvítugt. Þeir afplána fangelsis- dóma á Litla Hrauni en höfðu verið sendir til Reykjavíkur til læknisskoðunar. Að sögn Bjarka Elíassonar yfirlögregluþjóns átti að flytja fangana frá Hegningar- húsinu að Litla Hrauni um hálf- tvöleytið í gær. Tveir lögreglu- menn gættu fanganna, sem voru ójárnaðir. Þegar fangarnir voru komnir út á gangstéttina fyrir utan fangelsið og áttu að stíga upp í lögreglubíl skipti engum togum að þeir tóku allir til fótanna, hver í sína áttina og var eftirför tilgangslaus. Hófst skipuleg og umfangsmikil leit að föngunum. Einn þeirra gaf sig fram við lögregluna klukkan fjögur en hinir tveir fundust ekki fyrr en rétt fyrir klukkan sex í Hótel Heklu við Rauðarárstíg. Sátu þeir þar að drykkju og voru orðnir mjög ölvaðir þegar þeir náðust. Framhald á bls. 18 Biskup íslands herra Sigurbjörn Einarsson setur prestastefnuna í gær en hún er þessa dagana haldin í Hallgrímskirkju í Reykjavík. í kvöld er afmælishóf Prestafélags íslands en það er 60 ára um þessar mundir. Ljósm. Ól.K.M. Starfsmaður Ilegningarhússins gengur tryggilega frá dyraum- búnaði eftir að fangarnir höfðu sloppið í gær. Guðmundur H. Garðarsson: Lífeyrir hefur sjöfald- azt sl. tvö og hálft ár — vegna samkomulags um verðtryggingu Á SÍÐASTA tveimur og hálfu ári hafa lífeyrisgreiðslur til aldraðra meðlima lífeyrissjóða hinna almennu launþegafélaga almennt sjöfaldazt. Samtals geta hjón, sem fá ellilífeyri, tekju- tryggingu og verðtryggð eftir laun úr lífeyrissjóði, fengið í eftirlaunagreiðslur á mánuði frá 1. júlí n.k. 191.814 krónur og er þá miðað við 4. taxta Dags- brúnar og að viðkomandi hafi tekið þau laun í 17 ár. Frá þessum miklu umbótum í málefnum öryrkja og lífeyrisþega skýrir Guðmundur H. Garðars- son alþm. í viðtali á bls. 15 í Morgunblaðinu í dag en Guð- mundur H. Garðarsson hefur verið einn af forgöngumönnum umbóta á þessu sviði og flutti í ársbyrjun 1976 viðamikið frum- varp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir verðtryggðum lífeyri til allra landsmanna á grundvelli ævitekna. Guðmundur H. Garð- arsson segir í viðtalinu, að nú njóti um 6000 manns, sem ella hefðu búið við óverðtryggðan lífeyri, með beinum eða óbeinum hætti verðtryggðra greiðslna. Áður voru einungis lífeyrissjóðir opinberra verðtryggðir en með- limir þeirra eru um 3500. Guðmundur H. Garðarsson segir að í ársbyrjun 1975 hafi algengar lífeyrisgreiðslur verið 8000 krónur á mánuði og hefðu verið óbreyttar ef samkomulag um verðtryggingu hefði ekki verið gert milli launþega og vinnuveitenda. í þessum mánuði komast þessar 8000 krónur upp í 52 þúsund krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.