Morgunblaðið - 21.06.1978, Síða 18

Morgunblaðið - 21.06.1978, Síða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978 Dr. Sigurður Pétursson: Trúboðið um skað- semi mjólkurfitu Flautaklausur í fagnaðarerindinu Á því herrans ári 1977 faerðu manneldisfræðingar íslendingum þann boðskap, að þeir skuli drekka undanrennu í stað nýmjólkur, því að of mikið sé af mjólkurfitu í daglegu fæði landsmanna. Svipað- ur boðskapur um mataræði var þjóðinni færður árið 1964, en þá var ráðlagt að nota jurtasmjörlíki í stað smjörs, því að neyzla mjólkurfitu leiddi til kransæða- stíflu. Þessi boðskapur um óhollustu mjólkurfitu varð til þess, að hér hafa síðan hlaðist upp smjörfjöll svo stór að smjörhlaðar biskups- stólanna hér forðum hverfa eins og þúfnakollar í samanburði við þessi ósköp. Má segja að ræðu- skörungurinn Jón Vídalín hafi misst þarna af nærtæku dæmi um það, hversu jarðneskir fjársjóðir séu fánýtir og geti jafnvel eins og smjörið leitt til tortímingar. En Vídalín biskup vissi að sjálfsögðu ekki neitt um kólesteról, enda safnaði bæði kirkjan og góðir bændur fjársjóðum í smjöri. Flautaklausur Undanrennuna notuðu bændur til osta- og skyrgerðar, annars var hún gefin kálfum. I hallæri voru þó gerðar úr henni flautir og hafðar til viðbits með fiski heldur en ekki neitt. Flautirnar vöru þannig gerðar, að undanrennan var þeytt með þar til gerðum þyrli (flautaþyrli) og óx þá rúmmál hennar um þriðjung eða allt að helmingi við loftið, sem í bættist. Þótti þetta að vonum loftkennd fæða og lítt til saðningar. Hér af dr dregið orðið „flautaklausa", sem í orðabók Blöndals er lagt út „forvrövlet klausul". Virðist þetta heiti fara einkar vel umgetnum boðskap um smjörfituna. íslenzkt úrræði Fordæming smjörsins hefur ekki verið nema hluti af þeim boðskap, sem fluttur er gegn neyzlu á fitu alidýra yfirleitt. Er þar sérstaklega bent á feitt kjöt og mör. Þessi boðskapur veitir mör- landanum að sjálfsögðu lítinn fögnuð, því að hann hefur um aldir lifað á mör og smjöri. Öll mun sú neyzla þó hafa verið í hófi, miðað við loftslag og dagleg störf, og ofát ekki umtalsvert hér fyrr en kyrrsetufólkið kom til sögunnar. f’orfeðrum vorum þótti sámt tólgin óþægilega hörð, en þeir fundu gott ráð við því. Þeir blönduðu þorskalýsi saman við tólgina og fengu þánnig viðbit, sem nálgaðist smjörið að mýkt og nefndist bræðingur. Þetta var snjallt úrræði, tekið á þeim tímum, þegar ekkert var vitað um ómettaðar fitusýrur, kólesteról eða vítamín. Fagnaðarerindi Fagnaðarerindi geta verið margs konar, en þeim mun öllum ætiað að flytja einhvern fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, og móttaka þeirra byggist öllu meira á trú en skoðun. En manneskjan getur verið sérvitur og seintekin og ekki alltaf tilbúin að trúa öllu, sem henni er sagt. FagnaÓarerindi eru því meðtekin af sumum en ekki öðrum, þau eru meira að segja oft véfengd. Fagnaðarerindi um manneldi geta víst ekki talist stórvægileg á móti þeim „evangelia", sem orðið hafa upphaf trúarbragða eða stjórnarfarslegra ,,-isma“. Þó er eitt „evangelium" varðandi mann- eldi, sem margir bíða eftir, en það er hvernig metta skuli allar þær milljónir manna, sem fæðast í þennan heim. Sá Messías, sem fært getur slíkan fögnuð, er sennilega ekki borinn, að minnsta kosti er hann ekki farinn að gera kraftaverk. En þó ótrúlegt sé, þá virðast vera komin til sögunnar ný fagnaðarerindi, sem ganga í öfuga átt, nefnilega út á það, hvernig forðast beri ofát. Þessi boðskapur, sem er allrar virðingar verður, flytur að sjálfsögðu þeim einum fögnuð, er lifa í hinum marglofuðu velferðarþjóðfélögum, með öllum þeirra kræsingum í mat og drykk. Forskriftir að megrunarkúrum eru að verða eitt vinsælasta efni dagblaða og vikurita og móttekið Sigurður Pétursson. sem fagnaðarerindi. Kyrrsetufólk er réttilega varað við ofneyzlu orkuríkra fæðutegunda. En í einhverjum trúarhita þá eru nokkrar fæðutegundir fordæmdar með öllu, án þess að sönnuð sé skaðsemi þeirra í smærri skömmt- um fyrir heilbrigt fólk. Flýtur þarna með mörg flautaklausan, eins og þegar banna skal öllum að borða smjör vegna þess að ein- hverjir hafa étið of mikið af floti. Þeir átu saltlausan hafragraut Á árunum kringum 1940 hófst hér hreyfing sú í manneldisfræði, sem kennd er við náttúrulækning- ar. Gengur boðskapur hennar út á það, að maður skuli neyta náttúr- legrar fæðu. Boðskapur þessi hefur valdið byltingu í mataræði íslendinga og það mjög til bóta. Fyrir tilverknað NLFÍ hefur neyzla ávaxta, grænmetis og grófra brauða færst hér mjög í vöxt, svo að nú er fólk hér orðið sér þess meðvitandi, að þessar fæðutegundir eru því lífsnauðsyn- legar. En þarna hefur mörg flautaklausan flotið með. Þannig hefur áróðurinn fyrir heilhveiti gengið svo langt, að hvítt hveiti er nánast talið eitur, sömuleiðis hvítur sykur. Eru þetta taldar ónáttúrulegar fæðutegundir, sem hafi verið eyðilagðar með tækni- legum hreinsunaraðferðum. En hvað segir þetta fólk þá jum feitiherzlu og smjörlíkisfrám- leiðslu? Ofstækisfullur áróður gegn $ölt- uðum mat gekk svo langt, að matarsalt var fordæmt til nota í mat. Samkvæmt því tóku hinir heitttrúuðu að borða saltlausan hafragraut. Það er löngu vitað að matarsalt (natríumklóríd) er manninum lífsnauðsynlegt og hef- ur jafnvel orðið gulls ígildi, þegar skortur var á því. Hrátt kjöt og hrár fiskur gaf manninum til að byrja með það matarsalt, sem hann þarfnaðist, en þegar hann tók upp á því að sjóða kjötið og fiskinn í vatni og neyta kornmatar í vaxandi mæli, þá kom salthungr- ið til sögunnar. Framangreind tilfelli eru dæmi um það, hvernig áróður getur gengið of langt. Hvítt hveiti og hvítur sykur er ágæt fæða og auðmelt, og matarsalt er ómiss- andi, en auðvitað er hægt að neyta of mikils af þessu sem öðru. „Sáuð þið hvernig ég tók hann?“ (Jón sterki) Ekki verður farið hér út í alla þá sálma, sem kyrjaðir hafa verið um kólesteról og mettaðar fitusýr- ur sem orsakir kransæðastíflu. En ekki verður hjá því komist að minnast á fund, sem haldinn var á Hótel Sögu þ. 9. marz s.l. Samtök íslenzkra bænda stóðu fyrir þess- um fundi og höfðu boðið til hans sem málshefjanda prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, dr. med. Paul Aastrup. Hafði próf. Aastrup, eins og hann segir sjálfur frá, „ásamt þrem öðrum prófessor- um við Kaupmannahafnarháskóla mótmælt þeim háværu röddum, sem börðust fyrir breytingu á mataræði dönsku þjóðarinnar í þá veru að minnka fituneyzlu, einkum á mettaðri fitu, auk neyzlu á ómettaðri fitu og minnka kólester- ólneyzlu". Þótti prófessorunum „réttmæti áróðursins ekki nægi- lega rökstutt og fannst því nauð- synlegt að andmæli kæmu fram af hendi lækna“. Prófessorinn flutti mál sitt á fundinum af hæversku og án staðhæfinga og stóryrða. Lagði hann fram þau rök, sem kunn eru fyrir því, að of mikið sé gert úr þeirri hættu, er sumir telja stafa af fituneyzlu. Að loknu erindi prófessorsins kom fljótt í ljós að háværar raddir, sem berjast fyrir breyttu mataræði, eru einnig til á Islandi. íslenzkir sérfræðingar lögðu fram niðurstöður vísindalegra rann- sókna og skoðanakannana víðs vegar að, og skyldi þar með ónýtt rök prófessorsins. Þetta var allt eins og gerist og gengur, þangað til trúarhitinn tók yfirhöndina. Brauzt hann út í hvatskeytlegum aðdróttunum um hagsmunasjón- armið fundarboðehda og lítilsvirð- andi ummælum um gestinn. Klausan til prófessorsins var eitthvað á þá leið, hvað hann eiginlega vildi upp á dekk, ekki hefði hann verið á stóra fundinum í Stokkhólmi s.l. sumar. Þar með voru fullyrðingar hinna ágætu íslenzku sérfræðinga um skaðsemi fituneyzlu orðnar svo áróðurs- kenndar að ástæða var til að efast um, að þær væru réttmætar, sumar þeirra væru sennilega flautaklausur. Lögmálstaflan Trúaratriði eru oftast torskilin eða jafnvel óskiljanleg. Til þess að frelsa lýðinn er því nauðsynlegt að gefa honum reglur eða lögmál til þess að lifa eftir, eins og t.d. „þetta máttu eta“ og „þetta máttu ekki eta“. Við boðun skaðsemi fitu- neyzlu eru því oft birtar upptaln- ingar eða töflur yfir þau matvæli, sem innihalda mettaðar fitusýrur eða 'kólesteról. Ein slík lögmáls- tafla, sem ætluð er öllum lýðnum, birtist í Vísi þ. 6. maí s.l. Er þar sýnt svart á hvítu, svo að ekki verður um villst, hvar og hvar ekki er að finna erkióvininn, kólesteról. Mun það nauðsynlegt í öllum fagnaðarerindum að geta bent á og nafngreint ímynd hins illa, og það á víst að hafa tekist þarna. En málið er ekki svona einfalt. Eins og kunnugt er, þá hefur þegar margsinnis verið á það bent af sérfræðingum, að of mikið sé gert úr þætti kólesterólsins sem orsök kransæðastíflu. Skal hér nú greint frá einni slíkri ábendingu, en hún ber það með sér, að horfur eru á því að kólesteról-draugurinn verði nú endanlega kveðinn niður. Er kólesterólið meinlaust? Allt frá því árið 1955, að dr. Ancel Keys birti niðurstöður víðtækrar könnunar sinnar á samræmi milli tíðni hjarta- og æðasjúkdóma annars vegar og magni kólesteróls í blóði og fituneyzlu hinsvegar, hafði kólest- erólið verið talin ein helsta orsök æðakölkunar og kransæðastíflu að dómi hjartasérfræðinga. En í lok ársins 1976 gerðist það á fundi Félags ameríska hjartasérfræð- inga í Miami í Flórída, að blaðinu var snúið við og skaðvaldurinn í æðakerfinu var ekki lengur kólest- eról. Athyglin beindist aftur á móti að æðaveggjunum sjálfum og vissum blóðkornum. Voru í því sambandi rifjaðar upp skoðanir, sem þróast höfðu í Evrópu á undanförnum árum, einkum fyrir rannsóknir prófessors Henri Brieaud, forstöðumanns hjarta- rannsóknastofnunar í Bordeaux- Pessac, og aðstoðarmanna hans. Þannig var frá þessu skýrt í franska vikuritinu L'Express, 24.—30. jan. 1977, en þá birtir ritið viðtal við próf. Bricaud. Próf. Brieaud tekur fram, að hann neiti ekki áhrifum þeirra þátta, sem hafa verið taldir auka hættuna á kransæðastíflu, en athygli manna hafi beinzt um of að sjálfum dreggjunum, sem setj- ast fyrir í æðunum, og gleymst hafi að æðaveggirnir eru lifandi vefir, líffæri, sem geta sýkst eins og önnur. Æðakölkun er ekki aðeins elliskúkdómur, segir próf. Bricaud. Byrjandi skemmdir í æðaveggjum geta komið fyrir hjá ungu fólki, jafnvel börnum. Þetta er sérstakur æðasjúkdómur, sem getur haft í för með sér truflanir á storknun blóðsins og þá.leitt til myndunar blóðtappa. Við sýking- una missir æðaveggurinn sitt eðlilega viðnám gegn ýmsu í þeirri súpu blóðkorna og efnasambanda, sem blóðið er. En hvað er það sem í upphafi sýkir æðaveggina og gerir þá svo viðkvæma? Að lausn þessarar gátu hefur próf. Bricaud unnið ásamt 5 samstarfsmönnum sínum, en þeir eru úr hópi sérfræðinga í blóðrannsóknum, lífefnafræði, lyfjafræði og læknisfræði. Hafa þeir m.a. gert tilraunir með æðabúta úr mönnum, og er bútum þessum haldið lifandi í tilrauna- glösum, eins og. nú tíðkast við ræktun margs konar vefja. Hafa þeir Bricaud og félagar hans. prófað áhrif margs konar efna á æðabútana með því að bæta viðkomandi efni í næringarvökv- ann eða láta það skorta þar. Leitast þeir þannig við að koma af stað skemmdum á æðaveggjunum, eins og þeim, sem eru upphaf æðakölkunarinnar. Þetta hefur þeim tekist. Skemmdirnar telur próf. Bricaud því stafa af truflun á efnaskiptum ísjálfum æðaveggn- um og hefur athyglin m.a. beinst að skorti á vissum fágætum.efnum (sporefnum), sem orsök svona truflana. Eitt slíkt efni hafa vísindamennirnir fundið og er það frumefni kóbalt. Samskonar skemmdir í æðaveggjunum gætu einnig orsakast af sýklum eða lyfjum, segir próf. Bricaud. Niðurstaðan í þessu viðtali vikuritsins er sú, að frumorsök æðakölkunar sé veiklun í æða- veggjunum, en við hana missi veggirnir eðlilegt viðnám sitt gegn vissum áhrifum blóðsins. Séu það blóðflögurnar, sem ryðja brautina og setjast í hinn sýkta vef, en síðan koma m.a. þau fituefni í blóðinu, er svo mjög hafa verið tortryggð. Er bent á sem hlið- stæðu, þegar magaveggurinn miss- ir eðlilegt viðnám sitt gegn meltingarvökvunum í maganum og af hlýzt magasár. I augum lesandans verður þannig kólester- ólið og önnur fituefni í blóðinu ekki hættulegri æðakerfinu en maturinn maganum. Lokaorð Það er augljóst mál að þau rök, sem hafa verið færð fyrir skað- semi mjólkurfitu til manneldis eru langt frá því að vera nægilega sannfærandi, enda vefengd af mörgum. Sú skoðun eða trú, að byggja megi á þessum forsendum róttækar breytingar á mataræði Islendinga, hvað snertir fitu- neyzlu, er fjarstæða, og taka þeir menn á sig mikla ábyrgð, sem þann boðskap flytja. Sigurður Pétursson. Káta ekkjan (Sieglinde Kahmann) í hópi vonbiðla (herrar úr Þjóðleikshúskórnum. Mikil aðsókn að Kátu ekkjunni Síðustu þrjár sýningarnar á Kátu ekkjunni í Þjóðleik- húsinu verða á miðvikudags- föstudags- og laugardags- kvöld í þessari viku. Mikil aðsókn hefur verið að þessari óperettu Lehárs og hefur verið uppselt á allar sýning- ar til þessa. I hlutverkum Hönnu Glavari og Danilo greifa eru Sieglinda Kahmann og Sig- urður Björnsson en með önnur stór hlutverk fara Ólögf Harðardóttir, Magnús Jónsson og Guðmundur Jónsson. Þá hefur Rúrik Haraldsson tekið við hlut- verki Njegusar af Árna Tryggvasyni. Allur Þjóðleik- húskórinn kemur fram í sýningunni, svo og íslenski dansflokkurinn. Leikstjóri er Benedikt Árnason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.