Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978 5 Vaxandi stuðningur við tillögu Eyjólfs Konráðs um greiðslur beint til bænda EYJÓLFUR Konráö Jónsson og Jóhann Hafstein fluttu á AlÞingi í vetur tillögu til Þingsályktunar Þess efnis aö fela ríkisstjórninni að hlutast til um að viðskiptabankar greiði rekstrar- og afurðalán land- búnaöarins beint til bænda. Í framsöguræöu sinni fyrir tillögunni lét Eyjólfur einnig í Ijós Þá skoðun að leita Þyrfti leiða til að greiða niöurgreiðslur og útflutningsbætur einnig beint til bænda. Á AlÞingi urðu verulegar umræður um tillög- Eyjólfur Jóhsnn K. Jónsson Hafstein una en allsherjarnefnd sameinaös AlÞingis klofnaði í afstöðu sinni til málsíns. Tillagan hlaut ekki endan- lega afgreiðslu fyrir Þinglausnir í vor. • Meirihluti allsherjarnefndar, Þeir Ellert B. Schram, Ólafur G. Einars- son, Lárus Jónsson og Jónas Árnason lögðu til að tillagan yrði samÞykkt með Þeirri breytingu að jafnframt Því, að ríkisstjórninni yrði falið að hlutast til um að settar Ellert B. Ólafur G. Schram Einarsson verði reglur um rekstrar- og afurða- lán landbúnaðarins sem tryggi að bændur fái í hendur Þá fjármuni sem Þeim eru ætlaðir um leiö og lánin eru veitt, láti rikisstjórnin athuga hvernig heppilegast sé að koma við breytingu á greiðslum útflutningsbóta og niðurgreiðslna Þannig að Þær nýtist betur. Minni- hluti nefndarinnar, Jón Helgason, Jón Skaftason og Magnús T. Ólafsson, vitnuðu í áliti sínu til umsagna ýmissa aðila um tillöguna Lárus Jónss Jónsson Árnason og lögöu til að henni yröi vísaö frá með rökstuddri dagskrá. • Á Þessu ári er áætlað að útflutningsbætur úr ríkissjóði nemi alls 3,2 milljörðum og niðurgreiðsl- ur samkvæmt fjárlögum og lögum um efnahagsráöstafanir frá í febr- úar sl. 7.681 milljónum. Aö frá- dregnu framlagi af niðurgreiöslum í Lífeyrissjóð bænda nema útflutn- ingsbætur og niöurgreiðslur sam- tals 11.007 milljónum króna. Sam- kvæmt skattaframtölum árið 1976 Gunnar ólafur Guðbjartsson Jóhannesson voru bændur 4477 og sé fjölda Þeirra deilt í 11.007 milljónir koma tæplega 2.5 milljónir króna í hlut hvers bónda. Laun bónda eru nú skv. verðlagsgrundvelli landbúnað- arafurða frá 1. júní ‘78 2.994.681.00 krónur. • Heildar rekstrar- og afurðalán til landbúnaðarins eru mjög mishá eftir árstíma. Á sl. ári urðu afurða- lánin hæst í desember eöa samtals tæplega 12.700 milljónir króna. Framhald á bls. 27 Lúðvík Gylfi Þ. Jósepsson Gislason Gaf Reykja- víkurborg Fjalaköttinn ÞORKELL Valdimarsson efndi til hófs í Fjalakettinum síðdegis í gær og þar færði hann Reykjavík- urborg húsið að gjöf með því skilyrði að það verði fjarlægt af lóðinni fyrir 28. desember n.k. Meðal viðstaddra voru borgarfull- trúar meirihlutans í Reykjavík og sagði Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar að málið yrði kannað, m.a. afstaða skipulags- nefndar, og hafnar um það viðræð- ur. Póststimpill MEINLEG prentvilla var í gær í Dagbók Mbl. er sagt var frá dagstimpli á sendibréfi til Mbl. frá Fréttastofu útvarpsins. Stóð í klausunni að bréfið hefði verið póstlagt 15.16.‘78. Hér átti að standa 15.6.‘78. Guðmundar- og Geirfinnsmál: Dómurinn 870 síður UNNIÐ er að lokafrágangi dóms- ins í Guðmundar- og Geirfinns- málunum og verður málið sent ríkissaksóknara til umfjöllunar um mánaðamótin, að sögn Gunn- laugs Briem sakadómara. Dómur- inn er mikill að vöxtum, 870 blaðsíður, og fylgiskjöl eru mörg þúsund talsins. au<;i,ysin<;asiminn eil 22480 3TI*r0mibI«bið Hvert sem feröinni erheitiö... getum viö boöiö upp á stórkostlegt úrval af allskonar sportfatnaöi. ; mm- Ný/ar sumarvörur t&knar fram minns t'vi&var sinnum í viku í öllum vsrzlunum ofcfcar. TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS Wkarnabær Laugaveg 20 Laugaveg 66 Austurstræti 22 Glæs<bæ Sirni 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.