Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978 RAUÐI KROSS ÍSLANDS HJÁLPARSJÓÐUR ”HANN ER Á” Aðalatriði veiðisportsins eru rétt og góð veiðarfæri. Dvínandi áhugi byrjandans og óhöppin við löndun þeirra stóru er oftast röngum áhöldum að kenna. Gæði SHAKESPEARE sportveiðarfæranna eru óumdeilanleg hvort sem um hjól, stengur, línur eða annað er að ræða. Hvort sem þú ert 10 eða 60 ára byrjandi eða þaulreynd aflakló, færðu SHAKESPEARE við þitt hæfi. SHAKESPEARE fæst í næstu sportvöruverslun. — Fullkomin varahluta- og viðgerðaþjónusta. Þú nýtur óblandinnar ánægju með SHAKESPEARE í veiðitúrnum. fyrir stórlaxana Reynsla tveggja kvenna af fósturflutningum: Tíu sinnum sársaukaminna en að láta draga úr sér tönn 99 Brezku erfðafræðingarnir Patrick Steptoe og dr. Robert Edwards hafa á undanförnum árum gert tilraunir með fósturflutn- inga, sem miða að því að flytja fóstur, sem mynduð er á rannsóknarstofum, í kon- ur sem ekki geta frjóvgað egg sín. Tilraunir þeirra hafa borið góðan árangur og nú er ein kona, sem fóstur var flutt í, komin átta mánuði á leið og á vona á barni í næsta mánuði. Ný- lega skýrðu tvær konur, Aline Brown og Anne-Marie Sykes, frá sinni eigin reynslu en þær gengu með fóstur í 14 og 21 dag áður en þær misstu þau. Báðar konurnar voru mjög ánægðar með gang tilrauna erfða- fræðinganna og létu í ljós mikla bjartsýni á þær. Og báðar hafa mikinn hug á að reyna fósturflutn- inginn á nýjan leik. Anne-Marie Sykes er dönsk en er gift Englendingi og búa þau hjónin í Norður-Englandi. Hún sagði að þegar hún hefði gifzt fyrir átta árum hefðu þau hjónin vitað að þau gætu aldrei eignazt barn. „Mér kom ekki til hugar að af því gæti nokkurn tíma orðið fyrr en ég heyrði um tilraunir Steptoes og dr. Edwards. Eg var svæfð meðan egg var tekið úr mér en síðan var farið með eggið á rannsóknarstofu og það frjóvgað með sæði. úr eigin- manni mínum. Ég man eftir því er ég lá einu sinni í sjúkrarúmi mínu og heyrði að verið var að ryksuga rannsóknarstofuna fyrir ofan mig. Þá bað ég til Guðs: „Góði Guð, Anne-Marie Sykes „Búin að ákveða hvað ég ætlaði að skíra barnið.“ láttu ekkert koma fyrir tilrauna- glasið sem fóstrið er geymt í.“ Fósturflutningurinn sjálfur tók hins vegar aðeins tvær mínútur. Ég var allan tímann með fullri meðvitund og það var tíu sinnum sársaukaminna en að láta draga úr sér tönn. Ég var ólétt í þrjár dásamlegar vikur. Það var stórkostlegt. Ég var jafnvel búin að ákveða hvað ég ætlaði að skíra barnið. Heitasta ósk okkar hjónanna var sú að ég eignaðist barnið svo við gætum boðið kunningjum okkar og vinum í skírnarveizluna og svo að Steptoe og dr. Edwards gætu orðið guð-foreldrar barnsins. Ef einhver gerist svo ósvífinn að gagnrýna Steptoe fyrir að reyna að leika guð, ætti sá hinn sami að hafa það hugfast að í hvert sinn sem karlmaður sefur hjá konu er viðkomandi par að leika Guð með því að skapa líf. Steptoe er aðeins að hjálpa okkur hjónunum að eignast barn sem við þráum en getum ekki undir venjulegum kringumstæðum eignazt. Hvað mér viðkemur þá hlýtur barnið að vera fullkomlega eðli- legt. Það er tekið úr líkama mínum í formi eggs, en flutt aftur í hann í formi fósturs. Eini munurinn á venjulegu fóstri og mínu er sá, að mitt var frjóvgað á rannsóknar- stofu.“ Eiginmaður Sykes sagði: „Ég fæ ekki séð að það sé neinn munur á því hvort fóstrið er frjóvgað á rannsóknarstofu, eða inni í kon- unni minni." Anne-Marie Sykes og Aline Brown voru meðal 12 kvenna sem allar gengust undir fósturflutning á sama tíma. Þær voru lagðar inn á sama sjúkrahúsið og fylgdust náttúrulega náið með gengi hver Aline Brown „Ekkert athugavert við að eignast barn á þennan hátt.“ annarrar. Anne-Marie Sykes sagði um sjúkrahúsvistina að allar aðstæður hefðu verið mjög erfiðar og „það er þess vegna sem við höfum ákveðið að reyna að styrkja Steptoe og dr. Edwards. Okkur hefur verið sagt að þeir þurfi á 200.000 sterlingspundum (jafnvirði 95 milljóna króna) að halda til að geta haldið tilraunum og rann- sóknum sínum áfram og við ætlum að reyna að leggja okkar skerf af mörkum til söfnunarinnar." „Ef konan, sem nú er komin átta mánuði á leið, eignast barn verð ég auðvitað öfundsjúk," sagði Aline Brown. „Sú kona verður mjög, mjög heppin. En hennar heppni mun aðeins styrkja okkur hinar í trúnni á að þetta sé hægt. Ég er kaþólsk, en mér finnst ekkert athugavert við að eignast barn á þennan hátt. Hins vegar verður einhvern veginn að útvega erfðafræðingunum fé svo þeir geti haldið starfi sínu áfram. Mér finnst að þeirnfái ekki þann stuðning sem þeir eiga skilið. Þegar ég missti fóstrið féll ég í grát, en ég mun svo sannarlega reyna aftur seinna. Steptoe og dr. Edwards eru að vinna mjög gott starf og fyrir sumar konur eru fósturflutningar eina vonin sem þær hafa til að eignast barn.“ KOSNINGAGETRAUN RAUÐA KROSSINS ÉG SPÁI: Svona einfalt er aö vera með. Klippiö þessa spá út og berið saman við aðrar sem birtast. ALLIR MEÐ! Svala Nielsan kona Reykjavík aöng- Fjöldi þingmanna er verftur Alþýðubandalag 11 (c Alþýðuflokkur 5 % Framsóknarflokkur 17 (* Samtök frjálsl. og vinstri manna 2 Z Sjálfstæðisflokkur 25 zr Aðrir flokkar og utanflokka 0 D Samtals 60 tó EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al'GLVSINIiA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.