Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978 13 Colin Porter: Notið atkvæðisrétt ykkar til að tryggja hann í framtíðinni — og rétt barna ykkar í framtíðinni sem frjálsir fslendingar Kæru lesendur Ég vona að þetta bréf birtist ykkur fyrir næsta sunnudag, því að þann minnisverða dag munuð þið ganga til að greiða atkvæði þeirri ríkisstjórn sem þið kjósið sjálf. Það út af fyrir sig er réttur, sem verður ekki metinn til fjár. Sú staðreynd ein að þið eigið kosta völ ætti að nægja til að hugleiða það hvernig þið öðluðust þetta stór- kostlega frelsi, valfrelsið. Þetta frelsi hlutuð þið að gjöf frá forfeðrum ykkar að lokinni langri og erfiðri baráttu þeirra fyrir sjálfstæði, og þið getið annað hvort haldið í þetta frelsi eða hent því frá ykkur á sunnudaginn kemur. Þetta kann að þykja djarflega mælt, sérstaklega af útlendingi, en, má ég benda á, útlendingi sem hefur búið á Islandi í 22 ár og fundið með sér vaxandi væntum- þykju í garð íslands og þjóðarinnar sem það byggir, og því sem er jafnvel enn mikilsverðara; lifn- aðarhátta hennar. Má ég taka það skýrt fram strax, að ég styð hvorki né fordæmi nokkurn stjórnmála- flokk á Islandi og hef, af fyrr- greindum ástæðum, ekki einu sinni kosningarétt. Islendingar eru frjáls og fullvalda þjóð og þeir eru bæði stoltir og iðjusamir; stoltir með réttu og frjálsir að eigin ósk, en þótt undarlegt kunni að virðast gætu orðið breytingar á þessu öllu eftir næsta sunnudag. Hugleiðið það litla stund. Kosningarnar á sunnu- daginn gætu markað upphaf enda- loka þess frelsis sem við eigum nú sameiginlegt, eða þær gætu ákveðið framhald þeirra lýðræðis- legu þjóðfélagshátta sem við njót- um nú. Auðvitað geri ég mér ljóst að núverandi skipulag hefur sína galla, lýðræðið er ekkert himna- ríki. Enn bíða mörg vandamál lausnar og margt er ógert. Enginn fær neitað því, að grunnlaun verkafólks eru of lág eða því, að framfærslukostnaður er of hár, þetta vita allir, og ennþá leyfist hverjum sem er að halda því fram. í komandi kosningum sem fyrri kosningum munu allir flokkar setja fram loforð um úrbætur, en hvort þeir standa við orð sín eða ekki mun tíminn einn leiða í ljós. Ég hef hlustað á frambjóðendur ásaka hver annan um núverandi ástand, og allir hafa þeir fram að færa hver sína lausn á vanda- málunum. Sumar þessara lausna gætu e.t.v. reynzt haldgóðar, og allt er þetta auðvitað hluti stjórnmála- baráttunnar. Hvers kyns orða- flækjur og fullyrðingar eru líka hluti af þeirri skák, sem við höfum lært að sætta okkur við og jafnvel hafa ánægju af. Þetta er sú tegund þjóðfélags sem við höfum kosið að lifa í, við munum vonandi halda því áfram næstu árin. Mér er sem ég sjái einhvern stjórnmálamann í Rússlandi koma fram í sjónvarpi í Moskvu og segja rússnesku þjóðinni að Breshnev sé þjófur og hafi stolið úr launaumslagi hennar. Ég er hræddur um að aumingja maðurinn væri kominn inn á geðveikrahæli áður en næsti dagskrárliður hæfist! Þar með er ég kominn að tildrögum þess að ég reit þetta bréf. Þegar ég var að hlýða á kosningaávörp og umræður í sjón- varpi og útvarpi í síðustu viku áttaði ég mig á því að eitthvað hafði breytzt frá síðustu kosning- um. Kommúnistar höfðu nú loksins stigið fram í dagsljósið og ræða um sjálfa sig sem kommúnista. Ég viðurkenni að þeir nefna sig íslenzka kommúnista, en fyrir mér er aðeins til ein gerð kommúnista og það er sá sem trúir á kommún- ismann! Ég hafði aldrei hugleitt myndina af Islandi undir stjórn kommún- ista, en því meir sem ég hugsa um það, þeim mun óttaslegnari verð ég og þeim mun betur geri ég mér ljóst að slíkt gæti gerzt. Óánægja virðist ríkja á Islandi nú, fólk ræðir um þörf á breyt- ingum. Ég skal ekki mæla því mót, en það sem hræðir mig er spurningin um það, hvert sú breyting á að leiða. Ég efast ekki um það að þetta fólk sem segist vera kommúnistar er einlægt í skoðunum sínum og finnst það vera þjónar alþýðunnar. En hvað heldur þetta sama fólk að það gæti lengi haldið áfram að vera „íslenzkir kommúnistar"? Dubchek var kommúnisti og þjónaði tékknesku alþýðunni.þar til „Stóri bróðir" ákvað að hún hefði haft nóg af honum að segja. Heldur þetta fólk, sem er að reyna að boða Islendingum kommúnistma, í alvöru að eftir að það hefur komið Nato brott verði það Iátið afskipta- laust á meðan það framkvæmir þau loforð sem það gefur nú? Það verður að gera sér ljóst mikilvægi Islands í valdatafli heimsins óg það verður einnig að gera sér ljóst hve máttlítið það yrði, ef Kreml- verjar ákvæðu að ýta því til hliðar. Það er hrein fásinna að hala að þetta gæti aldrei gerzt. Ef litið er á heimsmyndina frá stríðslokum sést, að þeir hafa ekki látið ónotuð mörg slík tækifæri. Og þegar Nato er einu sinni farið og þeir hafa komið fæti inn fyrir dyragættina, hver í ósköpunum ætti þá að stöðva þá? Colin Porter Eins og ég sagði i upphafi þessa bréfs styð ég hvorki né fordæmi nokkurn íslenzkan stjórnmála- flokk. Það er satt. Hins vegar fordæmi ég kommúnismann, ekki sem kenningu, heldur framkvæmd hans. Það hefur sannast aftur og aftur að kenningin er óframkvæm- an leg og ástæðan er engin önnur en sú, að manneskjur eru manneskjur, hver og ein er ein- staklingur með eigin þrár og eigin hugmyndir. Það að gera þær að kvikfénaði sem þjónar ríkinu, er glæpur gegn Guði og gegn sjálf- stæðri hugsun mannsins. Ég er enginn stjórnmálamaður, og ég er heldur ekkert sérstaklega menntaður á sviði stjórnmála. Ég er aðeins venjulegur maður með venjulegt heilabú, venjulegar til- finningar og ótta, og sem slíkur höfða ég til hvers þess sem hugsar líkt og ég, að hann tjái hugsanir sínar á sunnudag. Notið atkvæðis- rétt ykkar til að tryggja atkvæðis- rétt ykkar í framtíðinni og, það sem er jafnvel enn mikilvægara, til þess að tryggja að börn ykkar fái tækifæri til að nýta sama rétt sem frjálsir íslendingar. Sú ákvörðun sem þið takið á sunnudaginn gæti orðið ein sú mikilvægasta í lífi ykkar. Ihugið því vandlega áður en þið útfyllið þennan litla miða, að það er framtíð barna ykkar, sem þið setjið í kassann. Og það er framtíð íslands. EKKI BARA BUXUR... mmo er vörumerki yfir ýmisskonar sport- fatnað, fatnaö, sem er ávallt hannaöur og framleiddur eftir ströngustu kröfum tízkunnar. mmo í barnanúmerum denim. Nú er fatnaöur Ifka til riffluöu flaueli og mmo sportfatnaöur fæst í verzlunum Karna- bæjar, svo og öllum verzlunum, sem hafa umboö fyrir Karnabæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.