Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978 „Allir frjálslyndir menn hljóta að fagna útkomu bókar Ólafs. Hann er málefnalegur og skýr rithöfundur.“ oftir IIANNES HÓLMSTEIN GISSURARSON Komið að kjarnanum Loksins! Loksins kemur út bók á íslenzku, þar sem stjórnmálunum er lýst frá sjónarmiði frjálslyndra manna. Það er mér undrunarefni, hvað rætt er af litlu viti um stjórnmál á Islandi. Flestir skiptast á skætingi, gera hismið að ágreiningsefni, en sneiða hjá kjarnanum. En að kjarnanum kemur Ólafur Björns- son, prófessor í hagfræði og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í bók sinni, Frjálshyggju og alræðishyggju, sem Almenna bókafélagið gefur út. Hver er kjarninn? Hann er, að valið er í stjórnmálum, um frelsi einstaklinganna eða vald ríkisins, um það, hvort einstaklingarnir ráði sem flestum málum sjálfir eða ríkið undir ýmsum nöfnum ráði sem flestum málum fyrir þá. Frjálslyndir menn eins og Ólafur velja frelsið (en orðið „frjálshyggja" er íslenzkun hans á enska orðinu „libertarianism"), en alræðissinnar vald- ið (en orðið „alræðishyggja" er íslenzkun hans á enska orðinu „totalitarianism"). „Meginmunur þessara stefna er sá, hvort stjórnvöld eiga í nafni heildarinnar að ákveða öll þau markmið, sem ein- staklingarnir og þá um leið heildin eigi að stefna að, eða hvort einstaklingarnir eigi sjálfir að ákveða sín markmið og megi framfylgja þeim innan takmarka þeirra leikreglna, sem alltaf verður að setja vegna tillits til annarra þjóðfélags- þegna," ritar Ólafur. Sumir telja stefnuás stjórnmálanna liggja um hægri og vinstri eða um íhaldssemi og róttækni eða um lýðræði og einræði eða um frjálshyggju og félags- hyggju. En Ólafur kennir, að stefnuásinn liggi um frjálshyggju og alræðisstefnu, og leiðir rök að því í bókinni, hugtökin tvö eru að mati hans frumhugtök allrar stjórnmálagreiningar. Þessi kenning hans er mjög mikilvæg. í stjórnmáladeil- um er frjálshyggjumönnum sigurinn vís, ef þeim tekst að telja menn á það með rökum að vera á þessum vettvangi, því að hugsjónir þeirra eru hugsjónir flestra siðaðra manna, valið er auðveit, ef það er um frjálshyggju og alræðisstefnu. Lýðræðisskipulag til friðsamlegra samskipta Allir frjálslyndir menn hljóta að fagna útkomu bókar Ólafs. Hann er málefnaleg- ur og skýr rithöfundur. Og ég er sammála honum um flest eða allt í henni, það er „talað út úr mínu hjarta" eins og stundum er sagt. Ég ætla þess vegna einungis að reyna að bæta við mál hans, þar sem það hefur verið misskilið, oggera nokkrar athugasemdir við það. Ölafur kemur víða við í bókinni, segir lauslega sögu frjálshyggju og alræðisstefnu frá tíma Forn-Grikkja til nútímans, greinir nokkur hugtök stjórnmálanna, færir rök fyrir markaðskerfinu og gegn mið- stjórnarkerfinu og bendir á þær innri og ytri hættur, sem frjálsar þjóðir Vestur- landa búa við. Komum að kjarnanum. Ólafur velur frelsið. En hvaða skipulag kemst næst því að tryggja frelsið? Hvaða reglur ber að setja einstaklingunum í leikjum þeirra og störfum? Frjálshyggju- menn telja lýðræðisskipulagið æskileg- asta skipulag stjórnmála og efnahags- mála, en Ólafur varar við algengum misskifningi lýðræðishugtaksins: „Eru rökin fyrir því, að lýðræði sé æskileg skipan mála, ekki þau, að meirihlutinn hafi jafnan rétt fyrir sér, heldur þau, að hér sé um þá leikreglu að ræða, sem líklegust sé til þess að tryggja friðsamleg samskipti manna á milli." Orðið „lýð- ræði“ er tvírætt orð. Það hefur mjög verið misnotað og misskilið. Flestir eru sammála — að minnsta kosti í orði kveðnu — um lýðræði í stjórnmálum. En sósíalistar eða samhyggjumenn deila á skipulag vestrænna lýðræðisríkja vegna þess, að ekki sé í þeim lýðræði í efnahagsmálum. Þeir ætla að „fullkomna lýðræðið" með því að koma því á í efnahagsmálum. En þá greinir á við frjálslynda menn um það, hvað lýðræði í efnahagsmálum sé. Þessi ágreiningur skiptir miklu máli, gerir gæfumun frjálshyggju og alræðisstefnu. Hann er í rauninni um tvenns konar aðferðir til að taka efnahagslegar ákvarðanir, aðferð markaðskerfisins og aðferð miðstjórnar- kerfisins, en efnahagslegar ákvarðanir, eru mikilvægustu ákvarðanir einstakling- anna. Allir upplýstir menn verða að skilja lögmál markaðarins. Ég held, að ein ástæðan til fylgis alræðisstefnunnar sé sú, að menn misskilji þessi lögmál, og ætla þess vegna að fara um þau fáeinum orðum, bæta við rök Ólafs fyrir markaðs- kerfinu. Tvenns konar atkvæðagreiðslur Lýðræði er aðferð atkvæðagreiðslunn- ar, en ekki handalögmálanna. En til eru tvenns konar atkvæðagreiðslur, sem hvorar tveggja eru lýðræðislegar, en eiga við í tvenns konar málum. Atkvæða- greiðsla getur verið þannig, að sumir taki ákvörðun fyrir alla. Hún á við í stjórnmálum í þrengsta skilningi (og sá skilningur á stjórnmálum er frjálslyndra lýðræðissinna), til dæmis í öryggismál- um. Annað hvort eru Islendingar í Atlantshafsbandalaginu eða ekki. Meiri hlutinn tekur ákvörðun fyrir alla, og minni hlutinn unir henni, ef hann er lýðræðissinnaður (sem þeir voru að minnsta kosti ekki, sem gerðu árásina á Alþingishúsið 30. marz 1949). Eða hver heldur, að 80% Islendinga geti verið í Atlantshafsbandalaginu og 20% ekki? Atkvæðagreiðsla getur einnig verið þannig, að hver maður taki ákvörðun fyrir sig sjálfan. Hún á við í efnahags- málum (að mati frjálslyndra manna). Sumir kaupa bifreið, aðrir reiðhjól. Sá, sem kaupir reiðhjólið, lætur það afskipta- laust, Jsótt hinn kaupi bifreið. Bæði geta 80% Islendinga ekið bifreiðum („greitt bifreiðum atkvæði") og 20% notað reiðhjól („greitt reiðhjóli atkvæði"). Att er við þessa aðferð við ákvörðunartöku, þegar rætt er um frjáls neyzluvah Peningaseðillinn er atkvæðaseðillinn. Og slíkar atkvæðagreiðslur gerast á hverjum degi og með öllum mönnum. Atkvæða- greiðsla í stjórnmálum er „annaðhvort -eða“ -ákvörðun, en atkvæðagreiðsla í efnahagsmálum er „bæði -og“ -ákvörðun. Sá kostur er á atkvæðagreiðslu í efnahagsmálum að ákvörðun eins manns kemur ekki niður á öðrum (nema í skilningi sem þeim, að sú ákvörðun neytandans að kaupa fremur reiðhjól en bifreið kemur auðvitað niður á bifreiða- framleiðandanum), nauðung er engin. Hún er ein lýðræðisleg í efnahagsmálum, þó að sumar ákvarðanir verði að taka með atkvæðagreiðslu, þar sem meiri hlutinn ræður. Af þeirri ástæðu styðja frjálshyggjumenn markaðskerfið, en telja ríkið nauðsynlegt. Ákvarðanir í stjórnmálum taka einstaklingarnir sem hópur. en (flestar) ákvarðanir í efnahags- málum taka þeir sem einstaklingar. Rökum róttæklinganna svarað Kenning Ólafs er sú, að markaðskerfið sé bezta og lýðræðislegasta tækið til að koma óskum og þörfum einstaklinganna sjálfra (en að vísu ekki þeim óskum og þörfum, sem einstaklingarnir eiga að hafa eftir kenningu mannkynsfrelsar- anna) til skila. Færa róttæklingarnir einhver frambærileg rök gegn henni? Þeir segja, að sumir eigi fleiri peninga- seðla en aðrir og menn hafi þess vegna ekki jafnan atkvæðisrétt. Ólafur svarar þessu svo: „Enginn neitar því að vísu, að kaupgetan eða fjárráðin hafa fnikil áhrif á eftirspurnina. En ef þjóðfélagið viður- kennir launarnismun — og ekkert þjóð- félag er til, hvort sósíaliskt eða kapítaliskt, sem ekki gerir það að vissu marki — þá verður líka að viðurkenna réttmæti þess, að fólk geti veitt sér mismunandi mikla neyzlu, annars hefði launamismunurinn sem hvati til aukinna Ólafur Björnsson framleiðsluafkasta engan tilgang." Við þetta svar hans er því að bæta, að ríkinu ber að mati frjálslyndra manna að tryggja lágmarksafkomu þeirra, sem geta það ekki sjálfir, með öðrum orðum að tryggja öllum einstaklingunum lág- marksfjölda atkvæðisseðla. Róttækl- ingarnir segja einnig, að menn framleiði í markaðskerfi til að hagnast, en ekki til að fullnægja þörfum annarra. Ólafur svarar þessu svo: „Það er að vísu rétt, að þegar einstakur atvinnurekandi tekur ákvarðanir um, hvað framleiða skuli, þá hugsar hann að jafnaði um það eitt að öðlast sem mestan ágóða, ekki um það að fullnægja svokölluðum félagslegum þörf- um. En þarf að vera um árekstur að ræða milli þessara markmiða? Ekki má missa sjónar á því, að það er markaðurinn, sem FYRSTA GREim ákveður, hvaða vöru er ágóðavænlegast að frar leiða, í hve miklu magni og á hvaða hátt. Enginn græðir á því að framleiða vöru, sem enginn vill kaupa. Því fer þannig fjarri að ágóðasjónarmiðið og þarfafullnægingarsjónarmiðið rekist á, þvert á móti hlýtur þetta tvennt, a.m.k. að vissu marki, að fara sarnan." Ríkisrekstur eða einkarekstur útvarps? Mikilvægt er að skilja það, að markað- urinn þjónar neytendunum betur en ríkið í langflestum efnum. Tökum útvarp til dæmis, en deilt er um rekstur þess á íslandi. Eiga starfsmennirnir að taka ákvörðun um útvarpsefnið? Samhyggju- menn telja það, en þeir eru stuðnings- menn „starfsmannalýöræðis". Það, sem skiptir þá máli, er skoðun útvarpsþular- ins eða tæknimannsins. Frjálshyggju- menn telja, að hlustendurnir eigi að taka ákvörðun um efnið, enda beri þeir kostnaðinn, útvarpið sé og eigi að vera þjónustustofnun. Én hvernig geta hlust- endurnir tekið ákvörðún? Þannig að velja það útvarpsefni, sem þeir hlusta á, úr því, sem boðið er fram af mörgum útvarps- stöðvum, sem keppa hver við aðra. Einkarekstur útvarps, þar sem hlustend- ur taka sjálfir ákvarðanir, tryggir betri þjónustu við þá en ríkisrekstur þess, þar sem ráð stjórnmálamanna tekur ákvarðanir fyrir hlustendur. Þessi rök fyrir einkarekstri útvarps er ekki hægt að hrekja, nema menn telji tilgang útvarps ekki þann að veita hlustendum þjónustu, heldur að mennta almenning. En hverjir eiga að mennta hverja? Eiga stjórnmála- mennirnir að mennta almenning? Ráð stjórnmálamanna eiga eins að taka ákvarðanir um kennsluefni í Háskóla íslands og útvarpsefni, ef þeir lýðræðis- sinnar, sem telja ráðstjórn útvarpsins æskilega eiga að vera samkvæmir sjálfum sér. Én hver kýs það? Auðvitað á útvarpsrekstur að vera í höndum einstaklinga, ef tilgangur hans er þjón- usta við hlustendur, en í höndum fræðimanna, ef tilgangur hans er mennt- un hlustendanna. Kenning Ólafs misskilin Þeir róttæklingar, sem hafa tekið til máls um bók Ólafs, misskilja kenningu hans — einkum vegna þess að mínu viti, að þeir gera ekki greinarmun á þessum tvenns konar atkvæðagreiðslum, á lýð- ræði í stjórnmálum og lýðræði í efna- hagsmálum. Þeir skilja eldri lögmál markaðarins. Ólafur Grímsson deilir (í Vísi 12. júní) á Ólaf fyrir „bókstafstrú" og færir þessi rök fyrir ádeilunni: „Það eru ekki einstaklingar sem ráða framþró- un eða markmiðssetningu, heldur eru það félagseiningar eins og fyrirtæki, aðallega stórfyrirtæki og hagsmunasamtök af ýmsu tagi.“ Öðru nær. Einstaklingarnir taka sem neytendur ákvarðanir um það, hvað er framleitt, því að þær vörur, sem þeir kaupa ekki, seljast ekki. Stórfyrir- tæki sem framleiða vöru, sem fáir eða engir kaupa, hætta fljótlega framleiðsl- unni — eða verða gjaldþrota. Það er að vísu rétt, að á Vesturlöndum tekur ríkið allt of margar ákvarðanir, nemur lögmál markaðarins of víða úr gildi, „en leiðin til úrbóta í því efni er endurbætur á markaðinum, ekki afnám hans“, ritar Ólafur. Haraldur Ólafsson deilir (í Tímanu;.i 11. júní) á Ólaf fyrir að finna ekki „hvaða form á æðsta valdi þjóðarinnar saman- lagðrar stuðli bezt að því, að vilji meirihlutans og minnihlutans verði einn og hinn sami. Með öðrum orðum: hvernig er tryggt, að stjórnað sé með hag allra fyrir augum?" En Ólafur leiðir sterk rök að því í bók sinni, að vilji hóps (þjóðar, meiri hluta og minni hluta) sé hugtak, sem mjög beri að nota í hófi, og að ekki sé hægt að stjórna „með hag allra fyrir augum“, því að nægilegar upplýsingar um hag einstaklinganna séu ekki og geti ekki verið tiltækar þeim, sem stjórni. Ólafur kennir, að á markaðnum séu óskir ög þarfir einstaklinganna samhæfðar, sérþekking þeirra notuð og lífsgæðin verðlögð. „Er það varla ágreiningsmál, að í hagkerfi, þar sem stjórnvöld verða að taka allar ákvarðanir um framleiðsluna, er mikil upplýsingasöfnun nauðsynleg, bæði um smekk og þarfir neytendanna og tæknilega eiginleika framleiðslutækj- anna. Þessar upplýsingar veitir markað- urinn í kapítalisku hagkerfi. En er hægt að fá þær með öðru móti? Svarið við því verður neitandi," ritar hann. Með öðrum orðum komast óskir og þarfir einstakl- inganna ekki til skila nema í markaðs- kerfinu — með atkvæðagreiðslum þeirra, með frjálsu neyzluvali þeirra. En kenning Ólafs er einnig sú, að markaðskerfið sé eina tækið til þessa, sem notandi sé án nauðungar, að andstæðingar þess séu alræðissinnar, og fyrir því færir hann sterk rök, sem ég ræði um í næstu grein. FRJÁLSHYGGJA ÓLAFS BJÖRNSS0NAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.