Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978 Emi! Magnússon kaupmadur í Grundarfirdi: „Hamingja okkar að skuttogarinn lenti í höndum einkaframtaksins" „Viðskipti hcr á staðnum skiptast nokkurn veginn til helminga milli okkar og kaup- félagsins og það er líka ágætis samvinna milli minnar verzlun- ar og kaupfclagsins,“ sagði Emil Magnússon kaupmaður í Grundarfirði og framkvæmda- stjóri verzlunarinnar Grundar hf. þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Emil hefur átt heima í Grundarfirði síðan 1952 eða í 26 ár. Upphaflega réð hann sig sem verzlunarstjóra að verzlun Sigurðar Ágústssonar og gegndi hann því starfi í tvö ár. I>á varð úr að Emil stofnaði fyrirtæki .utan um verzlunar- rekstur Sígurðar á staðnum. Verzlunarfélagið Grund h.f., og voru útgerðarmenn staðarins meðeigendur Emils. „Verzlunin var rekin í upphaf- legu formi nokkuð lengi, en með góðum skilningi skiptum við síðan verzluninni, þannig að útgerðarmennirnir yfirtóku þann þátt verzlunarinnar, sem að þeim sneri, en ég og fjöl- skyldan fengum hinn hluta verzlunarinnar. Við fórum fljót- lega út í að byggja stórt verzlunarhús, og fluttum inn í það árið 1970,“ segir Emil. „Verzlunarhús okkar hefur góðu heilli aukið verzlun hjá okkur verulega, en eðlilega byggist velgengni okkar á góð- um og traustum viðskiptavin- um. Núverandi kaupfélagsstjóri hér í Grundarfirði er aftur á móti sá tíundi síðan ég kom hingað og segir það sína sögu, en allt hafa það verið góðir menn, sem hingað hafa komið. Mér og minni fjölskyldu hefur tekizt að halda vel saman utan um verzlunina og nú vinna 2 börn og 2 barnabörn mín með mér í verzluninni, og alla jafna er ég eini karlmaðurinn innan- búðar. Þá höfum við alla tíð verið sláturleyfishafar og slátr- um við í samvinnu við Kaup- félag Grundfirðinga og fyrir- tæki í Stykkishólmi, en þar er sláturhúsið." — Hvernig er að vera kaup- maður úti á landi? „Það hafa skipst á skin og skúrir í þessu hjá mér, en hér úti á landi er maður í miklu nánari tengslum við fólkið en í Reykjavík og það eitt gefur tilefni til margra ánægjustunda. Annars er það svo, að svona verzlunarrekstur gengur ekki nema maður leggi mikið á sig. Við flytjum alla vöru hingað með bílum frá Reykjavík og fylgir því mikill kostnaður, en sú þjónusta er mjög vel af hendi leyst." — Er ekki alltaf aukning í verzluninni með fólksfjölgun staðarins? „Byggðarlagið hefur vaxið mikið frá ári til árs og ungt fólk ættað héðan festir gjarnan rætur hér, enda er nú mikil uppbygging á vettvangi hús- næðismála. Grundarfjörður er hins vegar dæmigert sjávarþorp þar sem allt fellur og stendur með sjávarfangi. Með tilkomu skuttogarans Runólfs varð hér bylting í atvinnuháttum og öryggi staðarins, og hamingja Grundfirðinga er að þegar þessi skuttogari var keyptur, þá lenti hann í höndum einkaframtaks- ins.“ fíætt vid Guðmund Þórisson, bónda á Hléskógum í Eyjafirdi: „Kvótakerfi gæti verið lausnin" Bústólpi er hlutafélag sem fjórir bændur í Eyjafirði stofn- uðu árið 1969, en félagið rekur fóðurvöruverslun á Akurcyri. Formaður í stjórn félagsins cr Guðmundur Þórisson bóndi í Hléskógum í Grýtubakka- hreppi, en Mbl. náði tali af honum í vikunni. „Hver ástæðan var fyrir stofnun Bústólpa? Við sem stöndum að félaginu töldum óheppilega þá einokun sem hér hefur ríkt í verzlun með rekstr- arvörur bænda, enda sýndi það sig að verðlag á kjarnfóðri lækkaði stórlega með tilkomu fyrirtækisins. — Einokun? Já ég tel að ekki sé hægt að kalla það annað en einokun þegar aðeins einn aðili ræður viðskiptakjör- um bænda og gerir ýmsa hluti til að hindra eðlilega sam- keppni. Annars er það athyglis- vert að frá stofnun verslunar- innar hefur sala austur í Skaga- fjörð aukist mun meira en hér í Eyjafjörðinn." Hvern telurðu vera höfuð- vanda landbúnaðarins í dag? „I dag er örugglega um offramleiðslu að ræða og til að ráða bót þar á, tel ég að taka verði upp stjórn á fram- leiðslunni og sú leið sem ég tel helzt færa í þeim efnum er að taka upp svonefnt kvótakerfi. Þá yrði hverjum bónda skamm- taður ákveðinn framleiðslukvóti með tilliti til fyrri framleiðslu. En hins vegar yrðu engar ráðstafanir gerðar sem drægju úr því að hver bóndi gæti haldið uppi framleiðslu á sem hag- kvæmastan hátt á sinni jörð. Og þó að mönnum kunni að þykja þessar aðgerðir nokkuð harkalegar í upphafi, þá mundi það sýna sig þegar frá liði að þetta leiddi til aukinnar hag- kvæmni í búrekstri.“ „Já, ég tel hag bænda mjög slæman. Ég tel að þeir beri of lítið úr býtum fyrir hverja vinnustund og að það hafi skort mjög í kjarabaráttu undanfar- inna ára að ráða bót á því, — en nú er einungis horft á heildartekjur þeirra. Brýnasta hagsmunamál bænda í dag, er að þeir fái allt afurðaverðið greitt fyrr og helst strax, en eins og nú er má segja að megnið af nettótekjum bænda berist þeim ekki í hendur fyrr en á næsta ári eftir að þeirra er aflað. Það getur hver maður séð hversu mikil kjaraskerðing það er miðað við núverandi verðbólgu og vaxtagreiðslur að fá meiri- hluta launa sinna ekki greiddan fyrr en svo löngu síðar.“ Hvað segirðu um tillögur Eyjólfs Konráðs Jónssonar um nýja tilhögun á rekstrarlánum til bænda? „Ég tel að það gæti orðið mjög til bóta, en jafnframt þyffti að hækka lánin mjög svo að bænd- um væri tryggt efnahagslegt sjálfstæði.“ „Störf sex-mannanefndarinn- ar, hvort hún eigi að halda áfram störfum? Ég tel að það sé orðið ljóst að þetta kerfi hafi ekki tryggt bændum þau kjör sem til var ætlast og því ber að leggja það niður og taka upp beina samninga við ríkisvaldið. Enda eru þau atriði fjölmörg í Guðmundur bórisson. bóndi í Hléskógum. sambandi við kjaramálin þar sem ríkið hefur afgerandi áhrif. Svo sem í sambandi við lánamál, útflutningsuppbætur og fleira. — Ég lít svo á og tel að það sé nokkuð almenn skoðun meðal bænda að frammistaða núver- andi landbúnaðarráðherra hafi verið léleg, t.d. teljum við furðulegar þær fullyrðingar hans að tal bænda um versnandi kjör byggist að mestu leyti á rangri meðferð talna. Einnig verður að telja það mjög ámæl- isvert að helstu úrræði ráðherr- ans virðast hafa verið þau, að þrengja hag bænda enn með nýjum gjöldum á rekstrarvörur þeirra og framleiðslu. Og ég vil bæta því við að við höfúm saknað Ingólfs Jónssonar í embætti landbúnaðarráðherra." Hallgrímur Guómundsson í Búóardal: „Hér er maður laus við allt stress " Búðardal. „Það er gott að vera kominn hingað aftur, enda er gott að búa hér, ólíkt betra heldur en í Reykjavík. þar sem ég bjó í fimm ár,“ sagði Hallgrimur Guðmundsson bifreiðasmiður í Búðardal þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Hallgrímur er annar eigenda fyrirtækisins Dalverks s.f. í Búðardal, en það fyrirtæki var stofnsett á s.l. ári. Dalverk sér um bifreiðavið- gerðir. bifreiðasmíði og spraut- un og er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar í Búðardal. „Það verður að segjast að við höfum meira en nóg að gera, fyrstu mánuðina eftir að fyrir- tækið var stofnsett var tiltölu- léga rólégt hjá okkur, en nú er ástandið þannig, að það er allt upp í tveggja mánaða bið eftir að komast á verkstæðið hjá okkur. Áður en þetta verkstæði var stofnað sóttu bifreiðaeig- endur hér mest til Reykjavíkur, ef þeir þurftu að láta rétta og gera við bílana sína. Við erum hér tveir fastir starfsmenn og yfirleitt 2 laus- ráðnir. Annars höfum við alltof lítið pláss í núverandi húsnæði, sem meðeigandi minn, Vagn Guðmundsson, á. Það er ætlun okkar að hefja byggingu á nýju bifreiðaverkstæði í sumar, og verður .það 600 fermetra stál- grindarhús. Sjálfir munum við nófa megnið af húsinu en Kristinn Olafsson trésmiður fær 140 fermetra til afnota." „Við reynum að halda uppi þeirri þjónustu fyrir ferðamenn sem við getum, m.a. erum við með hjólbarðaviðgerðir og ger- um síðan við bíla ferðamanna til bráðabirgða eða fullgerum ef hægt er.1 — Hver er helzti munurinn á að búa í Búðardal og í Reykja- vík? „Heizti munurinn er sá, að hér er maður persóna og eins þekkir maður allt og alla hér á staðnum. Þá er maður alveg laus við allt stress, þótt mikið sé að gera.“ „Þótt Búðardalur sé ekki stór staður þá er félagslíf ágætt hér og ungmennafélag starfar í þorpinu. Hins vegar hef ég ekki gefið mér tíma til að fara í þetta starf aftur enn sem komið er. , Sjálfur er ég ákveðinn í að setjast hér að til frambúðar og í vor byrjaði ég á mínu íbúðar- húsi. Hér er nú mikið af ungu fólki og fer fjölgandi. Búðardal- ur byggist allur upp á þjónustu við landbúnaðinn og hér er sáralítill iðnaður nema í nýju mjólkurstöðinni," segir Hall- grímur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.