Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978 Loftleiðir: Leiguflug hefst að nýju í dag SAMNINGAR milli Loftleiðaflug- manna og Flugleiða voru undirrit- aðir í fyrrakvöld, en þá voru búnir 25 fundir með deiluaðilum. Þessir samningar hafa það í för með sér að leiguflug Loftleiða með DC-8 þotum hefst nú á ný og verður fyrsta ferðin farin strax í dag. Þá var Morgunblaðinu tjáð í gær að víðtækari ákvæði en áður voru í samningnum varðandi leiguflug eins og t.d. pílagrímaflug. Loftleið- ir hafa þegar gert samninga um 24 leiguflug fyrir innlenda aðila á þessu sumri og eru flest til Spánar, Italíu og Grikklands. Þá fá Loftleiðaflugmenn kjara- bætur til jafns við aðra þegna þjóðfélagsins, sem hafa samið áður, en þessi samningur gildir frá 15. okt. s.l. til 1. febrúar n.k. 5.200 hafa kosið ÞEGAR utankjiirfundarkosn- ingunni var lokað í gærkveldi klukkan 22 höfðu 5.200 manns kosið og er það svipuð kjör- sókn og var fyrir síðustu alþingiskosningar. Utankjörfundarkosningin í Miðbæjarbarnaskólanum verð- ur opin fram á kjördag frá klukkan 10 til 12, 14 til 18 og 20 til 22 í ciag, föstudag og laugardag. Á sunnudag verÁ ur utankjörstaðarkjörstaður- inn opinn fyrir utanbæjarfólk. Fólk. sem þannig er ástatt fyrir, skal varað við að draga ekki fram á kjördag að greiða atkvæði þar sem það þarf sjálft að koma atkvæði sínu í sína heimabyggð. Ef tími er naumur getur það verið óframkvæmanlegt fólki sem lögheimili á í fjarlægum byggðarlögum. Timman og Gulko sigruðu Niksik. JÚKÓslavíu. 2ft. júní. AP. AÐ LOKINNI elleftu og síðustu umferð stórmeistaramótsins í Niksik i Júgóslaviu, sem tcfld var á mánudag, höfðu Hollendingur- inn Timman og Boris Gulko. Sovétríkjunum, hlotið átta vinn- inga og sigrað í mótinu. í síðustu umferðinni bar Timm- an sigurorð af Ungverjanum Layos Portisch eftir mjög við- burðaríka skák, sem lauk eftir 69 leiki. Gulko gerði hins vegar jafntefli við Bozidar Ivanovic í síðustu umferðinni. Önnur úrslit urðu: Drasko Velimirovic tapaði fyrir Ljubomir Ljubojevic, en þeir eru báðir Júgóslavar. Ulf Ander- son, Svíþjóð, vann Wolfgang Uhl- mann, Vestur-Þýzkalandi, skák Svetozars Gligorics, Júgóslavíu, og Zoltan Riblys, Ungverjalandi, fór í bið og jafntefli gerðu Rafael Vaganian, Sovétríkjunum, og Vlastimil Hort, Tékkóslóvakíu. — Framsóknar- flokkur Framhald af bls. 18 varnarlið í landinu, en það yrði að vera að óbreyttum ástæðum. Forsætisráðherra sagði, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði það á stefnuskrá sinni að hækka káup- mátt ellilífeyrisþega og láglauna- fólks, kaupmáttur væri nú meiri en nokkru sinni á Islandi og hefði aukizt um 15—17% og kvaðst hann vona, að kjósendur mætu þá hreinskilni flokksins, þegar hann segði fólki sannleikann um efna- hagsmálin fyrir kosningar og ekki sízt það, að það gæti kostað fórnir fyrir einhverja, ef vinna ætti bug á verðbólgunni. Forsætisráðherra lagði einnig áherzlu á, að nýting sigurs í landhelgismálinu yrði með sem skynsamlegustum hætti. Magnús Torfi Olafsson útilokaði ekki aðild SFV að annarri ríkis- stjórn en vinstri stjórn, en sagði þó að vinstri stjórn væri fyrsti kosturinn. Efnahagsvandinn væri hættulegastur sjálfstæði landsins og „miklu stærra mál en her- stöðvamálið", því að svo hefði verið um hnútana búið, þegar varnarsamningurinn var gerður við Bandaríkin, að Islendingar gætu látið herinn fara þegar þeir vildu. Lúðvík Jósepsson vildi ekki gefa afdráttarlaust svar um, hvaða stjórn Alþýðubandalagið hefði mestan áhuga á að eignast aðild að eftir kosningar, en taldi eðlilegast, að verkalýðsflokkarnir störfuðu saman að lausn verðbólguvandans, sem væri í brennidepli íslenzkra stjórnmála, ásamt atvinnumálum. Hann nefndi ekki vinstri stjórn frekar en Benedikt Gröndal, sem sagði, að það væri merkingarlaus orð. Lúðvík sagði, að eitt helzta mál Alþýðubandalagsins við stjórnarmyndun væri áætlun um brottför varnarliðsins, en Bene- dikt Gröndal lýsti því yfir, um leið og hann sagði að Alþýðuflokkur- inn mundi hafa efnahagssjálf- stæði landsins ofarlega á baugi ef hann tæki þátt í stjórnarmyndun, að Alþýðuflokkurinn teldi ekki tímabært að gera verulegar breyt- ingar á stöðu varnarliðsins, eins og hann komst að orði, heldur yrði að ríkja enn um skeið sama ástand og verið hefði í varnar- og öryggismálum. Hann minnti á, að Tító hefði í ræðu nýlega talað um hættuna á heimsstyrjöld. — Guðmundur Kjærnested I'ramhald af bls. 18 skipherra birtist hér að framan en hann sagði ennfremur: „Spá mín byggist á því að þegar sjálfstæðismenn sjá, og reyndar framsóknarmenn líka, hversu miklu þeir töpuðu í borgarstjórnarkosningunum og menn hafa fengið að sjá árang- urinn af því samstarfi sem upp er komið á þeim vettvangi, hljóti þeir að endurmeta afstöðu sína við Alþingiskosningarnar. Hefðu Alþingiskosningarnar verið á undan hefði tapið komið þar en af því að borgarstjórnarr kosningarnar voru á undan kom óánægja fólksins þar fram. Þegar fólk sér svo hvaða afleið- ingar þessi úrslit hafa þá endurmetur það stöðuna og þess vegna held ég að stjórnarflokk- arnir nái jafnvægi í Alþingis- kosningunum." — 160% Framhald af bls. 18 sýndu að launajöfnunar- stefna ríkisstjórnarinnar hefði borið árangur. Til nokkurra orðaskipta kom milli Geirs Hallgríms- sonar og Lúðvíks Jósepssonar vegna þessara talna og hélt Lúðvík því fram að kaup- máttur tímakaups hefði rýrnað í tíð þessarar ríkis- stjórnar. Geir Hallgrímsson benti á í þessu sambandi að þaö sem máli skipti væri það fé sem fólk hefði handa í milli, þ.e. ráðstöfunartekjur fólks. — Annað hvort. . . Framhald af bls. 3. því ekki að leyns að ég tel að aðalátökin varðandi þau stefnu- mál, sem helst hafa verið á dagskrá í pólitíkinni að undan- förnu, hafi að þessu sinni orðið í byggðakosningunum. Það að byggðakosningarnar voru rétt á undan verður til þess að for- sendur fyrir afstöðu manna til stjórnmálaflokkanna breytast. Aðrar forsendur fyrir spá minni eru ekki aðrar en brjóstvitið." „Sjálfstæðismenn samein- ast einhuga og kjósa sinn flokk en ekki annan né skila auðu eða sitja heima“ Pétur Guðjónsson, rakari spá- ir því að engin breyting verði á fjölda þingmanna Sjálfstæðis- flokksins og hann fái 25 þing- menn. Svar Péturs við spurn- ingu blaðsins var: „Ég byggi mína spá á því að ég tel að oft hafi aðrir flokkar fengið atkvæði frá Sjálfstæðis- flokknum vegna óánægju sjálf- stæðismanna, þar sem þeir hafa talið að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti ekki á því að halda en nú muni sjálfstæðismenn samein- ast einhuga og kjósa sinn flokk og kjósa ekki annan flokk, skila auðu eða sitja heima. Um leið og ég spái þessu þá tel ég að það verði mikil kjörsókn og ég veit að Sjálfstæðisflokkurinn á þau atkvæði sem ekki skiluðu sér við byggðakosningarnar. Yfirleitt hef ég verið ópóli- tískur og er hvergi í flokki og mér finnst ég af þeim sökum geta litið málin nokkuð réttum augum án þess að bregða pólitískum gluggatjöldum fyrir augun. Ég get ekki séð að flokkarnir, sem voru í vinstri stjórninni og féllu frá, þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók við, hafi gert neitt gott. Það eina, sem ég get fundið að Geir Hallgrímssyni, forsætisráð- herra er það að hann sagði í upphafi stjórnartíðar sinnar að við þyrftum að herða sultarólina en hún hefur aldrei verið hert. Þetta er þaö eina sem hægt er að finna að en fyrir því er sennilega sú ástæða að það er ekki hægt að stjórna íslending- um og fólk skilur ekki hversu velmegunin er mikil hér á íslandi.“ „Vil sigur Sjálfstæð- isflokksins sem stærstan“ Haraldur Á. Sigurðssón, leik- ari spáir Sjálfstæðisflokknum einum þingmanni til viðbótar og hann fái 26 þingmenn. Hann sagði: „Þessi spá mín er gerð af handahófi en ég er sjálfstæðis- maður og vil því hafa sigur míns flokks sem stærstan." „Úrslit byggðakosn- inganna ádrepa fyrir Sjáifstæðisflokkinn' sem spáir því að Sjálfstæðis- flokkurinn tapi einum þing- manni, segir: „Ástæðan fyrir því, að ég spái því að Sjálfstæðisflokkurinn tapi ekki nema einum þing- manni og fái 24, er sú að ég býst við því að sú ádrepa, sem flokkurinn fékk í byggðakosn- ingunum, verði til þess að flokkurinn og þeir, sem að honum standa, vinni enn ötul- legar að framgangi hans við þessar kosningar heldur en þeir hefðu gert annars. Útkoman í byggðakosningunum sýnir það að flokknum er í einhverju ábótavant ellegar þeim mönnum sem ssrir flokkinn hafa unnið. Útkoman í byggðakosningunum er ábending til flokksins um að hann er á hraðri leið niður á við og annað hvort verða menn að duga eða drepast." — Víkingar jöfnuðu . . . Framhald af bls. 46. stigið. Leikur Víkinga var ali þokka- legur á köflum en datt niður á milli, vantar meiri hreyfingu á liðið og meiri breidd í leik þess. FH-liðið lék vel með þá Þóri Jónsson, Janus Guð- laugsson og Leif Helgason serri bestu menn. Þá var Viðar Halldórsson mjög traustur í varnarleiknum. Góð barátta var í liðinu og með sama áframhaldi eiga þeir eflaust eftir að krækja í ófá stig. Dómari var Guðmundur Har- aldsson og dæmdi mjög vel að venju. 1 STUTTU MÁLIi Kaplakrikavöllur 21. júní. jslandsmótið 1. deild. FH — Vi'kiniíur 3—3 (2—0) MÖRK FHt Leifur Helgason á 20. minútu. Janus Guðlaugssun á 30. mínútu. Ólafur Danivalsson á G7. mínútu. MÖRK VÍKINGS. Arnór Guðjuhnsen á 52. minútu. Gunnar Örn Kristjánsson á 54. mínútu uk Lárus Guðmundsson á 89. mínútu. ÁMINNINGt Jóhannes Bárðarson VíkinK sýnt (jula spjaldið. AIIORFENDUR. 182. STIGAII/ESTIR, LIÐ FII. Janus Guðlaujtsson 3. Þórir Jónsson 3. LIÐ VÍKINGS. Gunnar Örn Kristjánsson 3. - Alþýðuflokkur Framhald aí bls. 2 orð tillögu sinni til stuðnings og enginn þingmaður mælti með tillögunni, sjálfstæðismenn tóku ekki til máls en framsóknarmenn mæltu gegn breytingunni sem síðan var samþykkt með 19 atkvæðum gegn 14. Tillagan gekk út á að eftirfar- andi ákvæði yrði fellt niður: „Frambjóðendum og umboðs- mönnum þeirra er óheimilt: 1) Að hafa meðferðis á kjör- fundi kjörskrá eða aðra slíka skrá. 2) Að rita til minnis á kjörfundi nöfn þeirra, er neyta atkvæðisrétt- ar. 3) Að senda af kjörfundi eða láta í té upplýsingar um hverjir neyta atkvæðisréttar eða hverjir hafa ekki sótt kjörfund. Skal kjörstjórn hafa eftirlit með því að ákvæðum þessum sé full- nægt og að frambjóðendur eða umbjóðendur þeirra hafist ekki annað að á kjörfundi en að fylgjast með því að kosning fari fram lögum samkvæmt." Ymis önnur ákvæði, sem breyttu þeim reglum sem áður höfðu gilt, komu inn á þessu þingi. T.d. komu inn ákvæði um skerðingu útstrik- ana og ýmislegt fleira. Eftir stendur að umboðsmönnum sé heimilt að vera viðstaddir kosn- ingu í kjördeildum en þeir eigi að hlýta fundarreglum sem kjör- stjórnin setji. Enn eiga þeir að gæta þess að kjörstjórn og kjós- endur hegði sér lögum samkvæmt við kosningaíithöfnina. Segja má að til þess að pessir fúlltrúar flokkanna geti gengið úr skugga um að kosningin fari löglega fram þurfi þeir að vita hverjir séu að kjósa. Þá eru í kosningalögunum önnur ákvæði, sem tryggja umboðsmönn- um flokkanna rétt til þess að fá afritaðar skrár um það hverjir kjósi utankjörstaðar. Um það er sérstakt ákvæði sem kom inn í lögin 1957 að frumkvæði vinstri EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU jliý íi) jmih.mil Nr1 1 AUGLÝSINGA- L SÍ.MINN ER: í)«h.i.iíí^BPp i! 22480 —nn....y>;új ■ r,ic v r./'W Gf|'j ) •/ WVb fffíF Áron Gpðprandssop.iío^fjójí,. ákvæði var sett til þess aþfkpri rétt manna til þess að kjósa utankjörfundar. Áður voru menn ekki spurðir, hvers vegna þeir þyrftu að neyta atkvæðisréttar síns utan kjörfundar og það var ekki skráð eftir þeim hverjar væru ástæður þess að þeir gætu ekki greitt atkvæði á kjörfundi. Er utankjörstaðarkosningaréttur bundinn því að menn geri grein fyrir því hvers vegna þeir kjósi utan kjörfundar og hafi fullgildar ástæður. Síðan er sett inn ákvæði um að flokkarnir geti haft eftirlit með því að ákvæðið um skerðingu kosningaréttar utan kjörfundar sé virt. Þessu ákvæði var ekki breytt á sumarþinginu 1959. I lögunum er síðan skýrt tekið fram að þegar utankjörstaðarat- kvæðin eru opnuð; sem reyndar gerist ekki fyrr en eftir lokun kjörfundar er þau eru borin saman við kjörskrána, þá er sérstaklega tekið fram að það sé athöfn sem þurfi að gera að viðstöddum umboðsmönnum flokkanna. Er þeim því ætlað í 95. gr. kosninga- laganna að athuga fylgibréf og bera þau saman við það hvort viðkomandi sé ákjörskrá og hvórt hann hafi kosið á kjörfundi. Er þar skýrt tekið fram hvert sé þeirra hlutverk og hver sé þeirra réttur. I kosningunum 1958 og fyrri kosningunum 1959 munu flokkarn- ir ekki hafa neytt þess réttar að hafa menn í kjördeildum, þ.e.a.s. á meðan bannákvæðið var í gildi sem Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag beittu sér fyrir að numið yrði úr gildi. — Gyðinga- leiðtogar Framhald af bls. 1 Frú Nudel neitaði að fara inn í dómhús þar sem dómurinn var kveðinn yfir henni í öðrum borgar- hluta án vina sinna um 30 Gyðinga. Til handalögmála kom milli andófsmanna og lögreglu unz háttsettur lögreglumaður kom með skipun sem hann sagði að væri frá dómsforseta um að færa frú Nudel inn með valdi. Lögreglumennirnir þrifu hana þá og ýttu henni inn í bygginguna en hún hrópaði: „Þið hafið ekki leyfí til að gera þetta." Réttarhöld- in töfðust í tvo tíma. Slepak sem er rafeindaverk- fræðingur, hefur í nokkur ár verið potturinn og pannan í samtökum Gyðinga í Moskvu og var einn af fáum meðlimum Helsinkinefndar- innar sem enn var virkur. Leiðtogi nefndarinnar, Yuri Orlov, var dæmdur í sjö ára vinnubúðavist í síðasta mánuði. Frú Nudel er hagfræðingur og hefur barizt fyrir réttindum Gyðinga í fangelsi. Fulltrúar bandarískra sendiráðs- ins fylgdust með réttarhöldunum. — Grikkland Framhald af bls. 1 urra jarðskjálftakippa sem hafa fundizt í borginni í einn mánuð. í dag fannst að meðaltali einn jarðskjálftakippur á dag og starfs- menn almannavarna hvöttu til þess að allt fólk yrði flutt úr skemmdum húsum ef ske kynni að þau hryndu. Flestir borgarbúar flúðu úr borginni og sváfu í görðum og á ökrum úti. Úthverfi Saloniki eru eins og geysistórar tjaldbúðir og þúsundir borgarbúa munu hafast við utan dyra aðra nóttina í röð. Hiti er yfir 30 stig. Frægasta bygging borgarinnar Hvíti turninn skemmdist í jarð- skjálftanum og s'vö’ alvarlegar skemmdir urðu á barnaspítala og á aðalsjúkrahúsinu í Saloniki að flytja varð sjúklingana í burtu. Lík 11 þeirra sem fórust fundust undir húsarústum og fjórir létust úr hjartaslagi. Jarðskjálftans varð einnig vart í Búlgaríu og Júgóslavíu en fréttir hafa ekki borizt af tjóni þar. Engar skemmdir urðu í verksmiðjuhverfi Saloniki. Verdyjtjji ^vqju lokaðar í dag Qg. va^aliffijfpJfÁþrið við gripdeildúm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.