Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978 27 — Hitaveitan — Carter Framhald af bls. 25 nægur jarðvarmi, verði víða best leyst með fjarvarmaveitum. Með fjarvarmaveitum er átt við lokað vatnsdreifikerfi þar sem hringrásarvatnið er hitað upp í sameiginlegri kyndistöð. I þeirri kyndistöð má nota sem orkugjafa afgangsraforku, af- gangsorku frá fiskmjölsverk- smiðjum og sorpbrennslum, — surtarbrand og önnur hagkvæm brennsluefni, — en heitt jarð- vatn nýtist um leið og það finnst. Með tilliti til þess sem hér hefur verið rakið fól iðnaðar- ráðuneytið Rafmagnsveitum ríkisins í fyrra að hafa forgöngu um gerð frumáætlana um fjar- varmaveitur á þéttbýlisstöðum. Skal áhersla lögð á að velja þá þéttbýlisstaði, þar sem ætla má að hagkvæmt væri, að nýta afgangsorku í stað forgangsraf- magns til húshitunar. Þá skulu í áætlanagarðinni athugaðir möguleikar á að nýta afgangs- varma frá fiskimjölsverksmiðj- um og aðra afgangsorku sem hugsanlegt væri að nýta á hverjum stað. Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að fjarvarmaveitur séu hagkvæmasta lausnin í húshit- unarmálum ýmissa staða. Það er samdóma álit orku- fræðinga að eftir næsta áratug hljóti notkun olíu til húshitunar að dragast mjög saman og aðrir orkugjafar verði að koma í staðinn. Með tilliti til þessa veitir ekki af að nota að fullu þann tiltölulega stutta tíma, sem fyrir höndum er, til þess að hverfa hér frá notkun olíu til húshitunar áður en til hörguls og enn frekari verðhækkana kemur á olíu. — Vaxandi stuðningur Framhald af bls. 5. Rekstrarlán til landbúnaöarins eru hæst í október mánuói 1978 eða 3.325,1 milljónir króna. • Eyjólfur Konráð Jónsson lót bau orð falla í ræðu sinni á framboðs- fundi á Blönduósi fyrir skemmstu, er hann fjallaði um pessi mál, að yrði sú leið valin að greiöa betta fá beint til bænda fengju Deir bannig í hendur milliliðalaust um 5 milljón- ir króna á meðalbú árlega og um 400 búsund krónur á mánuði. Eyjólfur taldi eðlilegast að betta yröu mánaðarlegar greiðslur og mætti bá segja að bændur fengju loks laun sín greidd í peningum eins og lögboðiö hefði verið að bvi er sjómenn og verkamenn varðar fyrir hálfri öld. • Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttarsambands bænda lét bau orð falla í blaðaviðtali fyrir skemmstu að spurningin, hvort sú leið yrði farin að greiða útflutnings- bætur og bá hugsanlega einnig eitthvað af niöurgreiðslum beint til bænda, væri eitt aðalefnisatriðið sem nú er til skoðunar í nefnd beirri er landbúnaðarráðherra skipaði til að greiða tillögur um leiöir til lausnar markaös- og framleiðslu- málum landbúnaðarins. • Ólafur Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins sagði á fram- boðsfundi á Blönduósi að Eyjóltur Konráð væri hugsjónamaður sem beröist fyrir framgangi fyrrnefndrar tillögu sinnar og væri sjálfsagt að skoða tillögur hans og Jóhanns Hafstein gaumgæfilega. bá hafa forsvarsmenn tveggja stjórnarand- stöðuflokka, beir Gylfi b. Gíslason og Lúðvík Jósepsson, lýst yfir stuðningi sínum við tillögu Eyjólfs og Jóhanns á Alpingi. Framhald'af bls. 1 Hann kvaðst heita því að Banda- ríkin gripu ekki til íhlutunar eða drægju taum einstaklinga eða flokka meðan slíkt millibilsástand ríkti. En forsetinn sagði að Bandarík- in mundu „stöðugt styðja og hvetja stjórnarform þar sem fólki væri veitt frjáls og lýðræðisleg hlutdeild í ákvörðunum sem gætu haft áhrif á líf þess.“ Carter sagði að nokkrar fram- farir hefðu orðið síðastliðið ár því pólitískir fangar hefðu verið látnir lausir í mörgum löndum, umsát- ursástandi hefði verið aflétt og losað hefði verið um hömlur á frelsi blaða. „Á næsta ári gerum við okkur vonir um meiri framfarir,“ sagði hann. „Baráttan er rétt hafin. En ljóst er að sagan stefnir til aukinna mannréttinda." Forsetinn kvaðst þess fullviss að allar þjóðir Rómönsku Ameríku vildu heim þar sem þegnar allra landa þyrftu ekki að óttast pynt- ingar, gerræðislegar handtökur og langa gæzluvarðhaldsvist án rétt- arhalda. „Stjórn mín lætur ekki aftra sér frá því að fylgja þeirri stefnu opinskátt og ákaft að stuðla að eflingu mannréttinda, þar á meðal efnahagslegra og þjóðfélagslegra réttinda á alla lund eins og hún framast getur,“ sagði hann. — Þróun ríkisfjármála Framhald af bls. 25 árum við að gera ríkisfjármálin áhrifaríkara tæki við úrlausn efnahagsmála. Ekki er þess kostur hér að gera tæmandi grein fyrir þeim verkefnum sem biða úrlausnar á þessu sviði en nokkur höfuðatriði skulu þó nefnd. í fyrsta lagi þarf að endur- skoða þátt óbeinna skatta í kaupgreiðsluvísitölunni. Það er engum vafa undirorpið að hag- stjórnarhlutverki ríkisfjármál- anna eru þröngar skorður settar með gildandi fyrirkomulagi þar sem t.d. sú ráðstöfun, að fjár- magna auknar bætur almanna- trygginga til þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu með hækkun óbeinna skatta, hefur þau áhrif að laun allra hækka. Verður að telja ótrúlegt að ekki megi takast að vinna þeirri skoðun fylgi að breyting slíks fyrirkomulags sé þjóðarheild- inni fyrir bestu um leið og tryggt sé að tekjur launþega séu í eðlilegu samræmi við þjóðar- tekjur og hag atvinnuvega án víxlhækkana verðlags og kaup- gjalds. í öðru lagi dregur það úr áhrifamætti ríkisfjármálanna sem hagstjórnartækis að æ stærri hluti ríkisútgjalda skuli tengdur verðvísitölum eða vera fastákveðinn á annan hátt með sérstökum lögum. Fjárveitingar eiga vitaskuld að ákvarðast af raunverulegum þörfum en ekki annað hvort af meira og minna rígbundnum lagaákvæðum, sem tímafrekt er að breyta, eða hreir.um prósentureikningi. — Mikilvægt að kirkjan . . . Framhaid af bls. 34. ænnfremur, og það þarf vissu- lega að auka starf og líf kirkjunnar, skapa henni þá aðstöðu sem hún þarf bezta innan ríkisvaldsins, því þetta er kirkja þjóðarinnar og hefur verið í aldanna rás og haft menningarleg og félagsleg tengsl við fólkið, en tengslin við sjálfan höfund kirkjunnar eru þó aðalatriðið og það sem mest er um vert að kirkja komandi ára varðveiti. — Fangar þurfa . . Framhald af bls. 34. mína starfsbræður og er vissu- lega ekki einn á báti þrátt fyrir ólík störf að ýmsu leyti. Það hafa fleiri prestar en ég nokkra sérstöðu, t.d. æskulýðsfulltrúi, biskupsritari og sjúkrahúss- prestur, við föllum ekki ná- kvæmlega inní kerfið og okkur er ekki markaður neinn sérstak- ur bás í prófastdæmunum. — Oskýr svör Framhald af bls. 1 vesturbakkans og Gaza-svæðisins að loknu fimm ára tímabili sjálfstjórnar sem ísraelsmenn hafa heitið. Stjórnin í Washington hefur lagt fast að ísraelsstjórn að afsala sér yfirráðum yfir svæðun- um. Síðan ísraelsstjórn tók ákvörð- un sína hefur sendiherra Banda- ríkjanna í ísrael, Samuel Lewis, rætt málið við Moshe Dayan utanríkisráðherra. Bandaríkin hafa einnig rætt svar ísraels- manna við egypzku stjórnina. í næstu viku fer Walter Mondale varaforseti í fjögurra daga heim- sókn til ísraels. Upphaflega var ferðin ákveðin til að minnast 30 ára afmælis Israelsríkis en nú hefur heimsóknin fengið aukna þýðingu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum verða í fylgd með Mondale nokkrir starfsmenn bandaríska utanríkisráðuneytisins sem hafa fjallað um friðartilraun- irnar í Miðausturlöndum. Árás á Norðmenn í dag réðust vopnaðir hægri- menn á norska hermenn friðar- gæzluliðs Sameinuðu þjóðanna í Líbanon með vélbyssum og fall- byssum en skothríðinni var ekki svarað og engan mun hafa sakað. Seinna sagði stjórn gæzlusveit- anna að hermenn þeirra hefðu sótt inn í 14 mikilvægar stöðvar í Suður-Líbanon síðan brottflutn- ingi ísraelsmanna lauk 1. júní. — Minning Johan Framhald af bls. 38. 1954, sagði hann mér strax, að ég mætti standa mig í stykkinu ef ég ætlaði að líkjast honum afa mínum, en þeir voru miklir mátar. Hvort sem ég hefi nú gert það eður ei, hefir alla tíð síðan verið með okkur mikil vinátta. í laxveiði var Rönning allra manna veiðisælast- ur, létt skap og góð félagslund var veiðifélögum hans gjarnan til hinnar mestu ánægju eins og allt hans dagfarslyndi var hverjum og einum í hinum daglegu störfum. I verki töluðum við sama tungumál en ekki í orði, en hann náði aldrei fullum tökum á íslenzkunni, það vissi hann mæta vel og gerði gjarnan grín að sjálfur. 1 fyllstu orðsins merkingu færði hann okkur Reykvíkingum birtu með komu sinni hingað til íslands því hann kom gagngert til að setja upp búnað Elliðaárstöðvarinnar á sínum tíma. Ég sakna heiðarlegs og drenglynds vinar við fráfall hans og færi eftirlifandi eigin- konu, dóttur og öðrum ættingjum mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Þórir Lárusson í dag verður Johan Rönning, forstjóri, jarðsettur frá Foss- vogskirkju, en hann lést að heimili sínu að Áusturgerði 7, fimmtudag- inn 22. júní, tæplega 84 ára að aldri. Johan Rönning fæddist 17. júlí 1894 í Haldel í Vesterálen í Norður-Noregi, og var hann þriðji í röð sjö systkina. Foreldrar hans voru Karen og Johan. Ungur að árum hóf Rönning störf í heima- byggö sinni, eins og títt var um unglinga á þessum árum og starfaði meðal annars við rafveitu, sem reist var á eynni Hanöja. Vegna þessa starfa fékk hann áhuga á að læra rafvirkjun. Hann hafði erft hagleika föður síns, sem var þúsundþjalasmiður, svo allt lék í höndum hans. Rönning hleypti því heim- draganum 1914 og fór til Oslóar og hóf nám í rafvirkjun hjá raf- magnsfyrirtækinu Á/S Elektrisk Bureau og lauk námi í rafvirkjun vorið 1919 með lág- og háspennu- réttindi. Útþráin gerði fljótt vart við sig og leitaðist Rönning mjög eftir að komast á vegum fyrirtækisins erlendis, en það annaðist verk- framkvæmdir víða um heim. Brátt kom að því að honum var gert boð um verkefni erlendis og fékk hann aðeins tvo daga til umhugsunar, því þá skyldi hann fara um borð og sigla til Islands. Þrátt fyrir vonbrigði, þá ákvað hann að taka þessu boði, en það var að vinna að uppsetningu og tenginu á fyrsta orkuveri Reykja- víkur, rafstöðinni við Elliðaár. Það sýnir traust það, sem stjórnendur Elektrisk Bureau báru til þessa unga manns, sem þá var aðeins 26 ára gamall, að fela honum þetta verkefni. Rönning steig á iand hinn 1. dag janúar 1920 til að tendra ljós Reykjavíkur og fór aftur til Noregs að loknu því verki 12. ágúst 1922, en ekki dvelur hann lengi þar, því nú stefnir hugur hans til meiri mennta og er förinni haldið til Þýzkalands. Hann lýkur námi í rafmagnstæknifræði við Technik- um Hainichen í Saxlandi vorið 1925. Rönning kemur svo aftur til Islands í nóvember 1926 og tekur við starfi sem verkstjóri hjá Júlíusi Björnssyni, rafvirkjameist- ara, en 1933 fær hann íslenzkan ríkisborgararétt og stofnsetur sitt eigiö fyrirtæki. Leiðir okkar Rönnings liggja fyrst saman síðsumars 1939, en þá fór hann þess á leit við mig að ég tæki að mér skrifstofuhald fyrir sig um skamman tíma, en sá tími hefur nú varað í tæp 40 ár og hefur aldrei fallið skuggi á samstarf okkar öll þessi ár. Fyrirtæki hans varð brátt eitt stærsta rafverktakafyrirtækið hér á landi, sem hafði yfir 50 starfs- menn í sinni þjónustu, tók að sér rafmagnsframkvæmdir bæði í Reykjavík og úti á landi m.a. uppsetningu véla og rafbúnaðar í allflestar síldar- og fiskimjöls- verksmiðjur, uppsetningu raf- stöðva, lagningu háspennulína og raflagnir í skip, sjúkrahús, skóla, verksmiðjur og íbúðarhús. Rönning hefur sennilega út- skrifað flesta nemendur í rafvirkj- un, en þeir sýndu honum virðingu sína á áttræðisafmæli hans með því að færa honum námssamning úr silfri með nöfnum allra nem- enda hans. Árið 1941 breytir hann fyrirtæki sínu í hlutafélag og býður mér að gerast hluthafi, og rekum við fyrirtækið saman sem rafverk- takafyrirtæki fram tí ársins 1961, er starfsemin var seld og stofnsett umboðs- og heildverslunin Johan Rönning hf. Árið 1947 gengur Rönning að eiga eftirlifandi konu sína Svövu Magnúsdóttur og eignuðust þau eina dóttur, Ástu Sylvíu, sem er gift Nils H. Zimsen, kennara, og eiga þau þrjá drengi. Johan Rönning tók þátt í félags- starfi innan stéttar sinnar og sat í stjórn Félags löggiltra rafverk- taka, og var hann gerður að heiðursfélaga þess, einnig sat hann í stjórnum ýmissa annarra fyrirtækja og félaga. Þá var hann sæmdur riddarakrossi íslnesku Fálkaorðunnar fyrir unnin störf. Hann naut mikilla vinsælda starfsmanna jafnt sem stéttar- bræðra og sæmdi sér vel í glöðum hóp. Var hrókur alls fagnaðar og kunni þá list að fá mikið út úr lífi sínu og að njóta vel frístunda sinna. Fyrr á árum á skíðum, en seinni árin við laxveiðar, en sú íþrótt varð að listgrein í hondum hans. Rönning var að undirbúa lax- veiðiferð vestur á land, en þar átti hann stefnumót við dótturson sinn og nafna, og var fyrirhugað að veiða í Laugardalsá, en sú ferð var aldrei farin, því hann átti annað stefnumót og lengri ferð fyrir höndum, þá ferð sem okkur öllum er ætluð, en kemur alltaf á óvart. Undirbúning að þessari ferð hafði hann fyrir löngu hafið og var búinn að segja mér fyrr á árinu að þetta yrði sitt síðasta sumar. Ég tel að Rönning með líferni sínu hafi verið vel undirbúinn. Hann var trúaður á annað líf fyrir handan og er það vissa mín að svo vinamargur, sem Rönning var hafi margir verið til að taka á móti honum. Þessi litla mynd sem dregin hefur verið upp um nokkur atriði úr ævi Rönning sýnir aðeins brot af okkar langa samstarfi sem átti að vara skamma stund, en stóð yfir í tæp 40 ár. Við Dóra viljum með þessum fátæku línum færa honum þakkir og færa Svövu konu hans, Ástu Sylvíu, Nils og barnabörnunum okkar innilegustu samúð. Daginn eftir að Rönning lést var undirritaður verksamningur við umboðsfyrirtækið ASEA varðandi vélar og rafbúnað fyrir Hrauneyj- arfossvirkjun. Þetta er stærsti samningur sem gerður hefur verið milli Islands og Svíþjóðar, sem á eftir að færa íslandi birtu og yl um ókomin ár, sem síðsti vottur af starfi þessa mæta drengs. ASEA hefur sent hingað einn af vinum hans til að vera sem fulltrúi þeirra hér við útför hans. Blessuð sé minning hans. Jón Magnússon Kveðja frá rafverktökum. Þegar fyrsta alvarlega tilraunin var gerð til vatnsvirkjunar á Islandi kom Jóhan Rönning og hjálpaði okkur við framkvæmdina. Næstum óslitið síðan hefur Rönn- ing unnið að virkjun og útbreiðslu rafmagns í landinu, en nú alveg nýlega gerði fyrirtæki hans samn- ing við Landsvirkjun um fram- kvæmd við virkjun hrauneyjafoss. Lengstan tíma ævinnar rak Rönn- ing rafverktakafyrirtæki, er hafði í þjónustu sinni marga menn og sinnti mörgum og ólíkum verkefn- um. Á þeim vettvangi komu hæfileikarnir glöggt í Ijós er honum tókst með lipurð og mann- gæsku að halda saman stóru fyrirtæki, sem var mikils metið bæði af starfsmönnum og við- skiptavinum. Á sviði félagsmála var Rönning einnig virkur og var um tíma í stjórn Félags löggiltra rafverk- taka í Reykjavík og var gerður heiðursfélagi þess félags fyrir allmörgum árum. Auk tæknikunnáttu bjó Rönning yfir mikilli þekkingu á sviði skemmtilegheita, bæði varðandi íþróttir og gleðskap. . Hann var afburða skíðamaður og laxveiðin virtist honum í blóð borin. Þegar efna átti til fagnaðar og ekki síst þegar mikið átti að hafa við, þótti hann eins sjálfsagð- ur og veisluföngin. Þegar haldið var hér í fyrsta skipti norrænt mót rafverktaka fyrir um það bil hálfum öðrum áratug, stóð Rönn- ing fyrir veislu undir berum himni austur við Brúarhlöð, sem tókst með slíkum ágætum að útlendir þátttakendur töldu að um íslensk- an þjóðarsið væri að ræða. Við slik tækifæri gekk Rönning sjálfur um beina ásamt aðstoðarmönnum og hafði stóra matsveinahúfu á höfði. Þótt Rönning væri norskur að uppruna, var hann á margan hátt íslenskari en margur íslendingur- inn, unni útilífi og íslenskri náttúru og aldrei virtist það á hann fá þótt veðurfar væri óblíð- ara en hann hafði vanist á yngri árum. Er rafverktakar sjá nú á bak góðum félaga er þess að minnast að hann eyddi starfsárum sínum meðal stéttarbræðra, þeim og öðrum til ánægju og blessunar. Hann átti þátt í að skapa þjóðinni þau verðmæti er hún nú býr að og mun gera um ókomna framtíð. Fyrir þetta veittu íslensk stjórn- völd honum viðurkenningu, en hann mun líklega vera sá eini í stéttinni er fálkaorðuna hefur hlotið. Rafverktakar senda eiginkonu og dóttur innilegustu samúðar- kvcðjur og þakka góðum dreng þau ár er leiðir lágu saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.