Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978 35 V-listinn áfrýjar til Hæsta réttar Umboðsmenn V-listans í Reykjaneskjördæmi hafa áfrýj- að til Hæstaréttar úrskurði fógetaréttar um synjun á lög- banni vegna framboðsþátta í sjónvarpi. Umboðsmenn V-listans kröfðust sem kunnugt er lög- banns við framboðsþáttum í sjónvarpi þar sem aðeins full- trúar þingflokka koma fram en úrskurður fógetaréttar var sá að umbeðin lögbannsgerð skyldi ekki fara fram og var málskostnaður felldur niður. FYRSTI fundur nýskipaðrar stjórnar Iðntæknistofnunar íslands var haldinn hinn 19. þ.m. Samkvæmt liigum stofnunarinnar. sem samþvkkt voru á síðasta Alþingi. er hlutverk hennar að vinna að tækniþróun og aukinni framleiðni í íslenskum iðnaði. með því að veita iðnaðinum sérhæfða þjónustu á sviði ta'kni- og stjórnunarmála og stuðla að hagkvæmri nýtingu íslenskra auðlinda til iðnaðar. Meðal fyrstu verkefna hinnar nýskipuðu stjórnar. en formaður hennar er Bragi Ilannesson. bankastjóri. var að gera tilliigu um skipun forstjóra stoínunarinnar. Samkva'mt samhljóða tillögu stjórnarinnar hefur iðnaðarráðherra. dr. Gunnar Thoroddsen. í dag skipað Svein Björnsson. verkfra'ðing. forstjóra stofnunarinnar til næstu fjögurra ára. Ris við Kröflu í hámarki? Gos næstu IIALLAMÆLINGAR í stöðvar- húsinu við Kröflu sýna nú. að landið hefur risið um það bil jafn hátt og áður þegar jarðhræringar hafa orðið þar eins og sjá má á línuriti því í Norrænu eldfjalla- stöðinni sem hallamælingarnar eru færðar inn á daglega. Norr- æna eldfjallastöðin er með nýja segulhallamæla ásamt eldri mæl- unum við Kröflu. í fyrradag sýndu þeir óvænt smáris í aust- ur vestur stefnu og mælirinn við Reynihlíð rís til norðurs og daga? vesturs þaðan. Fór maður frá eldfjallastöðinni því strax norður í gær til að ná mælingum áður en næsta hrina verður að því er Guðmundur Sigvaldason sagði. Ilræringarnar hljóta að verða innan fárra daga, sagði Guð- mundur, gætu lengst dregist fram yfir mánaðamót. Spurning- in er hvort verður eldgos eða jarðskjálftar. En goslíkur aukast stöðugt eftir því sem ris og eftirfarandi sig endurtekur sig oftar. — Ef gliðnun hættir hafa gosefnin enga aðra leið en upp á yfirborðið, sagði hann. Nú hefur mestur hluti sprungunnar gliðn- að. svo gliðnun hlýtur að fara að hætta. bví eru meiri líkur nú til að úr verði gos en nokkru sinni áður. Og gos vcrður fyrr eða síðar. Aðspurður hvar líklcgast væri að gysi. svaraði Guðmundur á þá leið að ef eldgos yrði í þessari hrinu eða næstu, væru mestar líkur til. að það yrði við Leir- hnjúk. En ekki væri hægt að útiioka að gysi í Bjarnarflagi. Tilraunaveiðar á kolmunna að hefjast: 250 millj. kr. veitt til veiðitilrauna í sumar Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að halda áfram tilrauna- veiðum á kolmunna í sumar og hefjast veiðar mcð tveggja báta vörpu þegar um næstu hclgi, en Örn KE og Albert GK hafa verið lcigðir til þessara veiða. í byrjun júlí fer rannséknaskipið Baldur til kolmunnaveiða mcð flotvörpu úti fyrir Austurlandi. og hafa ALÞÝÐUBANDALAGIÐ hefur í stefnumótun sinni fyrir þessar alþingiskosningar skýrt frá því að það hyggist beita sér fyrir því að lagt verði á 1,2% veltugjald á aöstöðugjaldsstofn. Morgunblað- Sleppt úr gæzlu MANNI þeim, sem setið hefur í gæzluvarðhaldi í Vestmannaeyjum vegna rannsóknar á fíkniefnamáli, hefur verið sleppt og er þáttur hans í málinu upplýst- ur. Þetta var angi máls sem komst upp nýlega en starfs- maður í vörugeymslu Haf- skips hafði tvívegis smyglað inn hassi í vetur, samanlagt tæplega einu kílói. verið leigðir tveir bátar til að flytja aflann í land. Seley SU og Arnarnes HF. Á fjárlögum þessa árs eru veittar 250 millj. kr. til veiðitilrauna og eitthvert fé er eftir af því sem veitt var til veiðitilrauna á s.l. ári. Á síðustu tveimur árum hefur sjávarútvegsráðuneytið beitt sér fyrir tilraunaveiðum á kolmunna, ið Icitaöi álits Félags íslenzkra iðnrekenda á þessu markmiði Alþýðubandalagsins. Blaðafulltrúi FÍI, Pétur Svein- bjarnarson, sagði um þetta veltu- gjald: „Væntanlega má ganga út frá því sem vísu, að 1,2% veltu- gjald eigi ekki að fara út í verðlagið og hvað íslenzkan iðnað varðar þá er þessi hugmynd fráleit. Hún hefur í för með sér meiri hækkun á innlendum iðnað- arvörum en erlendum samkeppnis- vörum, þar sem innlenda varan fer í gegnum fleiri framleiðslu- og þjónustustig en erlenda varan. Er því hér um að ræða aukna skattlagningu á íslenzkan iðnað, sem rýrir samkeppnisstöðu hans gagnvart innfluttri vöru. Hér er jafnframt um nýjar skatt að ræða á sama tíma og sömu aðilar eru að tala um að efla eigi íslenzkan iðnað.“ Þá sagði Pétur að ef að þessi 1,2% ættu að fara út í verðlagið væru hér aðeins á ferðinni nýjar álögur sem sóttar yrðu beint í vasa almennings og hefðu í för með sér hækkun alls vöruverðs í landinu. bæði úti fyrir Austurlandi og á Dohrnbanka, en til þessara veiða leigði ráðuneytið skuttogarana Runólf SH og Guðmund Jónsson GK. í fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu barst í gær frá sjávarútvegsráðuneytinu, segir um veiðitilraunirnar í sumar: Um næstu helgi mun hefjast tilraunir til kolmunnaveiða með tveggja báta vörpu. Hefur ráðu- neytið fengið tvo 300 lesta báta til þessara tilrauna. Til þess að þessar tilraunir megi takast sem bezt hafa skipin verið búin ýmsum tækjum svo sem höfuðlínumæli og sérstakri vindu fyrir flotvörpu. Ennfremur hefur ráðuneytið feng- ið frá Hirtshals í Danmörku skipstjóra sem vanur er veiðum með tveggja báta vörpu og verður hann skipstjórum bátanna til aðstoðar. Tilraunir þessar eiga að fara fram á Dohrnbanka í tvær vikur en fáist ekki reynsla á þetta veiðarfæri þar munu skipin reyna það úti fyrir Austurlandi. í byrjun júlí mun rannsókna- skipið Baldur halda til kolmunna- veiða með flotvörpu úti fyrir Austurlandi en á þessum tíma í fyrra og hitteðfyrra var góð kolmunnaveiði út af Austfjörðum. Magni Kristjánsson, sem er skipstjóri á Berki NK, stjórnar veiðitilraununum á Baldri. Til flutnings á afla hefur ráðuneytið tekið á leigu tvo báta sem hvor um sig ber u.þ.b. 500 lestir af kol- munna. Eiga þessir bátar að dæla afla úr poka Baldurs og flytja aflann síðan til hafnar. Eru slíkar veiðar stundaðar með góðum árangri t.d. í Norðursjó og víðar. I lok fréttatilkynningarinnar segir að það sé von ráðuneytisins að þessar tilraunir verði til þess að sanna að hægt sé fyrir fiskiskip almennt að stunda þessar veiðar. FÍI um 1,2% veltugjald Alþýðubandalagsins: Fráleit hugmynd Kjörfundur í Reykjavík viö alþingiskosningarnar 25. þ.m. hefst kl. 9.00 og lýkur kl. 23.00. Talning atkvæöa hefst þegar aö kjörfundi loknum. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördegi veröur í Austurbæjarskólanum. Yfirkjörstjórn Reykjavíkur 17. júní 1978. VERZLUNARMANNAFÉLAG KAUPMANNASAMTÖK REYKJAVlKUR ÍSLANDS um lokun verzlana á laugardögum í sumar Samkvæmt kjarasamningum milli Kaupmanna- samtaka íslands og Verzlunarmannafélags Reykjavíkur skulu verzlanir hafa lokaö 10 laugardaga yfir sumarmánuðina, frá 20. júní til ágústloka. Kaupmannasamtök íslands Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. I REYKJAVÍK HVERFISSKRIFSTOFUR SJÁLFSTÆDISMANNA i REYKJAVÍK á vegum fulllrúaráðs Sjálfstæöisfélaganna í Reykjavík og hverfafélaga Sjálfstæöismanna eru starfandi eftirtaldar hverfisskrif- stofur. Nes- og Melahverfi: Lýsi, Grandavegi 42, sími 25731 og 25736. Opiö frá 16—20 Sörlaskjóli 3, sími 10975, opiö frá 18—22. Vestur- og Miðbæjarhverfi: Ingólfsstræti 1 A, sími 25635. Austurbæ og Norðurmýri: Hverfisgata 42, 3. hæð sími 19952. Hlíða- og Holtahverfi: Valhöll, Háaleitisbraut 1, sími 85730, 82900. Laugarneshverfi: Bjarg, v/Sundlaugaveg, sími 37121 og 85306. Langholt: Langholtsvegi 124, sími 34814. Háaleitishverfi: Valhöll, Háaleitisbraut 1, símar 28144 og 82900. Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi: Langageröi 21, kjallari. Sfmi 36640. Árbæjar- og Seláshverfi: Hraunbær 102 B, (aö sunnanveröu) sími 75611. Bakka- og Stekkjahverfi: Seljabraut 54, 2. hæö, sími 74653. Fella- og Hólahverfi: Seljabraut 54, 2. hæö, sími 74311. Skóga- og Seljahverfi: Seljabraut 54, 2. hæö, sími 73220. Skrifstofurnar eru opnar alla virka daga, frá kl. 16—22 og laugardaga frá kl. 14—18. Stuöningsfólk D-listans, er hvatt til aö snúa sér til hverfisskrifstofanna, og gefa upplýsingar, sem aö gagni geta komið í kosningunum. Svo sem upplýsingar um fólk, sem er eöa veröur fjarverandi á kjördag o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.