Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978 t Maðurinn minn JÓN BACHMANN ÓLAF9SON húsasmiöur Iré Flatsyri, Kleppsvegi 24, andaöist fimmtudaginn 15. júní. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 23. júní kl. 10.30. Guörún Ágústa Guðmundsdóttir t Hjartkær sonur minn, bróöir okkar og mágur, HARRY RÚNAR SIGURJÓNSSON Túnbrekku 4, Kópavogi, sen andaöist 13. þ.m. verður jarösunginn frá Neskirkju föstudaginn 23. júní kl. 15.00. Sigrún Sturlaugsdóttir Steinlaug Sigurjónsdóttir, Georg Jósefsson, Soffía Sigurjónsdóttir, Ólafur Stefánsson, Hreinn Sigurjónsson, Helgi Þ. Sigurjónsson. t Maöurinn minn, EINAR TH. GUÐMUNDSSON lóst 12. júni. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey samkvæmt ósk hins látna. Þökkum innilega auðsýndar samúöarkveöjur. Vilhelmina Sumarlióadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir vandamenn. t Bálför konu minnar, NÖNNU KÁRADÓTTUR Laugavegi 70 B, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. þ.m. kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélagið. Gústaf A. Ágústsson. + Bróöir okkar. ÓLAFUR HALLSTEINSSON, Irá Skorholti, veröur jarösunginn frá Saurbæjarkirkju á Hvalfjaröarströnd laugardaginn 24. júní kl. 2. Systkinin. t Maöurinn minn, faöir, tengdafaðir og afi, JÚLÍUS H. S. HELGASON bifreiöastjóri, veröur jarösunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfiröi föstudaginn 23. júní kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Brynja Borgbórsdóttir, Gunnar Júlíusson, Kristín Siguröardóttir, Guörún Júlíusdóttir, jó„ V. Hinríksson, Helgi Júliusson, Júlíus Þór Gunnarsson. JOHAN RONNING — MINNINGAROKÐ Mín kynni af Johan Rönning hófust síðla árs 1931 eða fyrir taepum 47 árum síðan. Ég var að hefja nám í rafvirkjun hjá Júlíusi Björnssyni sem á þeim árum hafði hvað mest umsvif í rafvirkjun ýmiss konar og verslun á því sviði. í þann tíma var þessi starfsemi kennd við rafvirkjameistara en nú hin síðari ár við rafverktaka. Við nemendurnir hjá Júlíusi vorum þá átta að tölu og þótti mikið í þá tíð, en sveinar mismunandi margir á hverjum tíma en samanlagt var starfshópurinn að jafnaði allfjöl- mennur. Johan Rönning eða Rönn- ing eins og hann var að jafnaði kallaður af okkur samstarfsmönn- um hans var þá yfirverkstjóri hjá Júlíusi. Reyndist sú ákvörðun Júlíusar að ráða að fyrirtækinu vel menntaðan raftæknifræðing, sem telja mátti óvenjulegt á þeim árum, skila sér í stórauknum viðskiptum við fyrirtækið. Að fyrirtækinu streymdi hvert stór- verkið eftir annað og má þar til nefna Mjólkurfélagshúsið, Lands- símahúsið, Útvarpsstöðina á Vatnsenda, Landspítalann, Landa- kotsspítala, fyrstu verkamanna- bústaðina o.fl. o.fl. Hér átti Rönning vafalaust stóran hlut að máli en með þeim orðum er í engu rýrður hlutur húsbóndans hér að lútandi. Enda þótt Rönning væri fæddur og uppalinn í Noregi og kominn frá námi í Þýzkalandi átti hann aúðvelt með að laga sig að íslenskum staðháttum og samlag- ast íslendingum á skömmum tíma. Uppruni, náms- og æviferill Rönn- ings verður ekki rakinn í þessum fáu orðum, það munu aðrir gera. Enda þótt Rönning væri mjög kröfuharður verkstjóri og ekki síst við okkur nemendur var hann jafnframt góður leiðbeinandi, enda urðu nemendur hans æði margir áður en þátttöku hans í rafverktakastarfi lauk. Hans miklu vinsældir á meðal undir- manna sinna hjá Júlíusi sáust best í reynd þegar hann fáum árum seinna, árið 1933, stofnaði sitt eigið rafvirkjunarfyrirtæki, Johan Rönning h.f., fjárhagslega af veikum mætti gert á þeim tíma. Flestir gömlu nemendurnir og margir sveinanna tóku fljótlega til starfa hjá honum. Ég var einn þeirra fáu, af gömlu nemendunum, sem ekki hófu störf hjá honum, enda beindist mitt starf fljótlega inn á aðrar brautir. Þetta fyrir- tæki óx og dafnaði svo í höndum Rönnings að undrum sætti og að enda þótt fyrstu sporin væru gengin í gegnum kreppuárin fyrir 1940. Þrátt fyrir það að leiðir okkar skildu á hinum daglega vinnuvett- vangi hélst kunningsskapur okkar áfram, sem með árunum varð að vináttu, er aldrei rofnaði. Við áttum margar góðar stundir sam- an ekki síst við það tómstunda- gaman, sem heillaði Rönning hvað mest, lax- og silungsveiðar. I þeim leik, hvort sem var að byggja lítinn „laxakofa", undirbúa veiðiferð, standa að veiðum og hverju öðru sem að þessum ferðum laut, allt var gert mað sömu nákvæmninni, vandvirkninni og ánægjunni. Laxafjöldinn úr veiði- ferðinni var honum aldrei aðalatr- + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúö og vináttu viö útför GUÐRÚNAR LÝÐSDÓTTUR, Tjörn, Bitkupslungum. Erna Jensdóttir, Guöjón Gunnarsson, börn og barnabörn. t Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö vegna fráfalls ástkærs sonar okkar og bróöur, ÓLAFS PÁLS. Guö blessí ykkur öll. Halldóra Sveinbjörnsdóttir, Hjalti Ó. Jónsson, systkini hins látna og aörir ástvinir. + Þökkum auösýnda samúö vegna fráfalls og jarðarfarar móöur okkar og ömmu, GUDBJARGAR SIGRÍDAR JÓNSDÓTTUR. Steinar Sigurósson, Þuríður Magnúsdóttir, Magnea Magnúsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir vinsemd og samúö viö fráfall og útför móöur okkar og tengdamóöur, ELÍSABETAR SIGFÚSDÓTTUR, Bárugötu 13. Unnur Jónsdóttir, Sigfús Bergmann Jónsson, Úlfar Þóróarson, Guörún Þorvaldsdóttir. + Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför GUÐRÚNAR HELGU SVEINSDÓTTUR Vallargötu 10 Keflavík. Sveinn Guöjónsson, Aðalheiöur Þorsteinsdóttir, Anney Guðjónsdóttir, Bjarni Fríöriksson, Elsa Kjartansdóttir, Axel Ingvarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað í dag kl. 10— 1 vegna jarðarfarar JOHAN RÖNNING RAFVÖRUR sf Laugarnesvegi 52 iði, ferðin sjálf, undirbúningurinn, samveran og góða félaga og ekki hvað síst dvölin við ána og hið síkvika líf í lofti, á láði og í legi heillaði hann ávallt. Þá átti hann sælustundir. Eins og oft vill verða leitaði hugurinn til æskustöðvanna þegar aldurinn færðist yfir og umsvifin við brauðstritið minnkuðu. En leiðin var löng, alla leið norður fyrir 68. breiddargráðu, yfir 1000 km löng loftlína norðan Óslóar, við vesturströnd Noregs eða nánar tiltekið að Mýrlandi í Vesterálen. Þangað fór Rönning marga ferðina hin síðari ár, byggði sér snoturt og þægilegt sumarhús við túnflöt æskustöðvanna og dvaldi þar á meðal skyldmenna, venslafólks og vina, en hvergi leið honum betur en í „gamla stua“, litla húsinu sem geymdi æskuminningar, þar sem hún Marie systir hans hélt hús á hverju sumri og að mestu í gömlum hefðbundnum stíl. Það var notalegt að dvelja og heyra systkinin tala um hina „gömlu góðu daga“ það jafnvel þótt fátæktin væri svo mikil á þessum slóðum sem yíðar um s.l. aldamót, að taka varð til þess ráðs að höggva nær allan hinn þróttmikla skóg í nærliggjandi fjallshlíðum til þess að bægja hungurvofunni frá heimilunum. En svo er gróskan mikil að þessum slóðum að þess sjást ekki merki lengur, skógurinn er vaxinn á ný. Nei uppvaxtarárin böðuðu ekki alltaf í rósum, en hin harða lífsbarátta herti góðan efnivið til átaka á lífsbrautinni og svo reyndist það um Johan Rönn- ing. Við hjónin áttum því láni að fagna að heimsækja þessar undur- fögru og stórbrotnu æskustöðvar hans sumarið 1974 í fylgd með þeim hjónum, dóttur, tengdasyni og börnum og dvelja þar í nokkrar vikur. Með í förinni var systurson- ur hans, Fred, og fjölskylda hans en Fred, sem nam rafvirkjun hjá móðurbróður sínum, Rönning hér á Islandi á sínum tíma reyndist Rönning mikil stoð við ferðalögin og framkvæmdirnar á æsku- stöðvúnum á undanförnum árum enda sjálfur áhugamaður um velferð æskustöðvanna á Mýr- landi. Þessi ferð er okkur ógleymanleg jafn einföld og lát- laus og hún var í sniðum og hafði ég stundum orð á því eftir þessa ferð að ein slík væri eftirsóknar- verðari en þrjár sólarlandaferðir. Ég hafði miklar mætur á mörg- um eiginleikum í fari Johans Rönnings. Hann var með afbrigð- um vandur að virðingu sinni í hvívetna. Hrókur alls fagnaðar á gleðistundum, ávallt ræðinn og spaugsamur, en fylginn sér þegar svo bar undir og vildi hvers manns vanda leysa. Hann var höfðingi í lund og kunni svo vel til margra verka að hrein unun var á að horfa. Þar mátti einu gilda hvort um var að ræða að taka sér smíðatól í hönd, matreiða veislu- mat eða renna fyrir fisk, allt gert með sama látleysinu, vandvirkn- inni og hæfileikunum. Ekki má gleyma þeim einstæða hæfileika og kunnáttu Rönnings að umgang- ast fólk, háa sem lága. Hann gat setið samkvæmi með hinum tign- ustu mönnum af myndugleik í glæstum veislusölum og sjálfur haldið veislur jöfnum höndum í þeim sömu sölum eða úti í guðsgrænni náttúrunni. En hann kunni einnig og naut þess oft ríkulega að sitja að kaffi- eða matarborði þeirra sem minna máttu sín og hafði þá uppi sínar sérkennilegu og skemmtilegu orð- ræður. Við hjónin sendum ykkur ást- vinunum, Svövu, Sylvíu, Nils og drengjunum, okkar innilegustu samúðarkveðjur, en minningin um drengskaparmanninn Johan Rönn- ing mun lifa. Guðjón Guðmundsson. Aldrei heyrði ég hann nefndan öðru nafni en Rönning, þó fornafn hans væri Johan. Þegar ég frétti að vinur minn Rönning væri látinn, setti mig hljóðan og renndi huganum yfir liðna tíð. Þegar ég hóf nám hjá honum í rafvirkjun Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.