Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978 39 - VARNAÐARORÐ TIL VILMUNDAR Framhald af bls. 33 fyrir skjöldu um að hreinsa náunga sinn eða samfélag sitt, hefur svo oft haft á röngu að standa. Og að raunverulegar hvatir hans voru aðrar en þjónusta við hið góða; raunverulegar hvatir voru inni- byrgður ótti og hatur, sem brauzt út í athöfnum þessa fólks dulbúinn í klæðum hins góða. V.G. bendi ég á, að fyrir hann gæti verið uppbyggileg lesning síðasti kaflinn í hinu mikla riti Wilhelms Reich „Character Analysis" (Gefið út af Simon an schuster 1972), þar sem hann fjallar um svokallaða geðs- hræringaplágu (emotional Plague). Vilmundur vildi aðstoða lögreglumanninn Karl Schiitz Að sönnu hafa margir loftkastal- ar V.G. um glæpastarfsemi á æðstu stöðum hrunið í fyllingu tímans, þegar afbrotamál eins og Geir- finnsmálið hafa upplýstst. En það afmáir ekki þá staðreynd heldur sannar, að V.G. hefur verið villu- gjarn í meira lagi í ályktunum sínum. Hann hefur með „rökvísi" sett saman heilt kerfi samsæris afbrotamanna og manna á háum stöðum í ráðuneytum og dómskerfi. Vitaskuld ætti maður, sem hefur viku eftir viku og mánuð eftir mánuð í frammi slíka óra í fjölmiðlum, sem síðan sannast að vera stað%ausir stafir, að sjá sóma sinn í því, að koma ekki nálægt opinberum málum. En það er öðru nær. Þegar þýzki lögreglumaðurinn Karl Schútz kom hingað til lands til að rannsaka Geirfinnsmálið, vildi V.G. uppvægur leggja honum lið. í Dagbl. 17.9.1976 sagði V.G.: „Hvernig t.d. gerir dómsyfir- stéttin Þjóðverjanum grein fyrir þingræðu Sighvats Björgvinssonar, þar sem hann fjallaði um afskipti dómsmálaráðherra? Hefur honum verið gerð hlutlæg grein fyrir öllum þeim þráðum þessa máls — eða er það afgreitt sem pólitískt skítkast óróaafla." Það er svo sem auðséð, hvar V.G. taldi þræðina liggja og hann vildi koma rannsóknarlögreglumannin- um á sporið með þvi að þýða fyrir hann ræðu Sighvats Björgvinssonar? ? ? Vitaskuld bera þessi skrif vitni um dómgreindarleysi V.G. Afbrýðisemi út í dagbl. Þjóðviljann Athygli V.G. og skrif hafa einkum beinzt að glæpamálum og smærri hneykslismálum sam- félagsins. Er það m.a. til marks um, að hann er ekki maður til að fjalla um þjóðmálin, hin stóru mál, sem brenna á þjóðinni. Gils Guðmundsson ræddi um Vilmund í ágætri heilsíðugrein í dagbl. Þjóðviljanum fyrir nokkru. Viðbrögð V.G. voru ofsafengin árás á Þjóðviljann og ritstjóra hans. Vilmundur segir m.a. í Dagbl. 16.12.1977: „Og Þórður gamli á sér málgagn, Þjóðviljann, sem í umfjöllun um þjóðmál er ekki annað en þröng- sýnt og auðvirðilegt sóðablað lygið og rætið." Og V.G. heldur áfram: „Afturgangan birtist í óumburð- arlyndu fólki, sem trúir á málstað sinn og vill þröngva hugmyndum sínum og lífsstíl upp á aðra, með góðu eða illu.“ Hvernig getur V.G. talað af svo lítilli samúð með óumburðarlyndu fólki? Ég skil það ekki. Hefur hann ekki viljað troða með góðu eða illu upp á þjóðina hugmyndum sínum um, hvernig átti að leysa Geirfinns- málið og að dómsmálastjórnin væri í tengslum við glæpaöfl, að stjórn- málaflokkur væri í tengslum við glæpamenn. Ég segi með illu, af því að hann hefur sífellt haft í frammi aðdróttanir um glæpsamlegt atferli tiltekinna manna. En þrátt fyrir stóru orðin er eins og V.G. hafi ekki getað leynt afbrýðisemi út í dagbl. Þjóðviljann. Vissulega er efni Þjóðviljans bæði gott og illt, eins og flestra blaða. En í því blaði hefur stundum mátt sjá árásir á persónu manna. Og þessum neikvæðasta þætti í skrifum Þjóð- viljans hefur V.G. ekkert gefið eftir. Enda hefur afbrýðisemi hans blossað upp, þegar honum hefur þótt Þjóðviljinn komast með hníf sinn á undan honum í feitt hneyksli. Þá setur V.G. upp sinn venjulega vandlætingartón, gefur út „kópíu“ af Þjóðviljaskrifunum og segir verða að taka málið til rækilegrar meðferðar, af því að Þjóðv. hafi „klúðrað" málinu. Gapastokkur Vilmundar Á prófkjörum má sjá, að þrátt fyrir ofstopann og grunnfærnina vekja athafnir V.G. hrifningu með einföldum sálum og óánægðum, fólki, sem nýtur þess að sjá jafnt háa sem lága í gapastokki Vil- mundar. I huganum eða í orði getur það þá kastað í þessa sakborninga fúleggjum, dauðum rottum og köttum og leðju úr rennusteininum. Vissulega hefur alltaf ákveðinn hópur fólks haft gaman að niður- lægjandi „drama“, hvor heldur það var gapastokkur í eina tíð, að standa í götuhorni í Hitlers-Þýzka- landi og sjá Gyðing dreginn út úr húsi sínu af Gestapó, mann hýddan við staur austur í Pakistan eða hengdan í írak. Utan um menn, sem skrifa reglulega með orðaforða Vilmund- ar, safnast lið traustra fylgis- manna. Skrif hans eru þeirra andlega fæða. Vitaskuld taka þeir óstinnt upp allar efasemdir um átrúnaðargoðið. Það mátti sjá, þegar Björgvin Guðmundsson benti á það, sem hann kallaði tvöfalt siðferði V.G. Vilmundur kallar þetta lið sitt almenningsálit. En það er ekki aðeins orðaforði V.G. og sérkennilegur hugarheim- ur, sem skera hann úr fjöldanum. Fúskari Vitaskuld sýnir allt framferði V.G., að sjálfsgagnrýni hans heldur honum ekki í skefjum fremur en meis vatni. Yfirleitt er hann að fjalla um mál, sem hann hefur afar lítið vit á, eins og t.d. lögskýringu. Þá tekur hann venjulega svo til orða, að „lögfróður maður" hafi sagt sér, eins og viss manntegund á til að segja „ólyginn sagði mér“. Síðar japlar V.G. á rugli sínu um lög og réttarfar viku eftir viku og misseri eftir misseri. Þrautreyndir lögmenn eru stund- um óánægðir með dóma Hæstarétt- ar. Hæstaréttardómarar eru vissu- lega aðeins menn undir miklu vinnuálagi, sem þurfa að vinna verk sitt á stuttum tíma og þeim getur skjátlazt. Ef þrautreyndur lögmaður vill gagnrýna dóm Hæstaréttar, þá veit hann, að það kostar hann margra vikna verk að kanna máalvexti frá öllum hliðum. Vonlaust er að ætla að mynda sér skoðun um mál með því að skoða það aðeins frá sjónarhóli annars málsaðiljans. En þegar hinn V.G. kemur til skjalanna, þá þarf hann aðeins að skoða málið frá einni hlið og er hann þó enginn lögfræðingur. Síðan fellir hann sinn áfellisdóm yfir Hæstarétti. Allt hans atferli einn æðibunugangur sleggjudóma og siðleysis. Hann sér aldrei nema eina hlið á hverju máli og þá venjulega aðeins yfirborð hennar. Með slíkum vinnubrögðum ávinnur V.G. sér orðstír sem fúskari allra fúskara, sem vaðið getur inn á hvaða sérfræðisvið sem er og fellt þar dóma ótt og títt, án þess að hafa kannað málið. Mannþekkjarinn Vilmundur Gylfason Vantraust er eitt hinna stóru orða V.G. Hann hefur ár og misseri unnið þrotlaust að því að rýra fyrirvarsmenn og stofnanir ís- lenzks þjóðfélags og lýðræðis því trausti, sem þeim er nauðsynlegt að hafa, svo að þær fái starfað. Uppáhalds purningar V.G eru „Er honum treystandi?" „Er hann traustsins verður?" „Á hann ekki að segja af sér?“ o.s.frv. Auk þessa ósleitilega starfs við að rýra menn í ábyrgðarstöðum og yfirvöld trausti, ræðst hann harka- lega á ráðherra fyrir að bera traust til fólks í samskiptum við það t.d. að treysta ráðuneytisstjóra og starfsfólki ráðuneytisins, sbr. til- vitnuð ummæli hér að framan. Slíkt traust kallar hann barnaskap og skort á mannþekkingu. Á hinn bóginn sýnir V.G. mann- þekkingu sína með því, hverja hann gerir að heimildar- og trúnaðar- mönnum sínum. Það er ekki að ástæðulausu, sem ferið er að kalla Vilmund Gylfason, Kristján Pétursson og Hauk Guðmundsson „heilaga þrenningu heiðarlegra manna". Ástæðulaust er þó að gera aðferð Hauks Guðmundssonar að gaman- máli. Aðferð hans heyrir til al- gjörra undantekninga í sögu ís- lenzkrar lögreglu. En ef hún væri algeng, er ljóst að gera mætti hvaða grandvaran mann að glæpa- manni í augum almennings. Guð- bjartsmálið er lítið íslenzkt Dreyfusarmál. MacCarthy, Nixon og Agnew Árásir V.G. á dómstóla réttarfar á Islandi minna á, að fyrir nokkrum árum gerðu þeir Nixon og Agnew varaforsetaefni hans „lög og rétt“ að helzta slagorði sínu í kosningabaráttunni. Þeir boðuðu eflda og herta löggæzlu og réttarfar. Þessi barátta þeirra tvímenninga dugði þeim þó ekki sjálfum til að komast hjá að verða sjálfir uppvísir að stórfelldum lögbrotum. Þær uppljóstranir sýndu svart á hvítu, hvernig yfirdrepskapur og hræsni hinna stórvirku lýðskrumara veður oft uppi í lýðræðisþjóðfélögum. Nixon var lærisveinn lýðs- krumarans MacCarthys, sem vakti upp ógnaröld í Bandaríkjunum upp úr 1950. Nixon var einn þeirra, sem báru MacCarthy til grafar. Það var engin tilviljun, að öldungardeildarmaðurinn, Sam Ervin, fékk það verkefni að stjórna Watergaterannsóknum þingsins gegn Nixon og hans mönnum. Mörgum árum áður hafði Ervin orðið manna fyrstur til að fordæma MacCarthy, sem þá var þjóðhetja, sem mannorðsmorðingja (charact- er assassin). Blind sjálfs- upphafning I blindri sjálfsupphafningu vill og V.G. líkja sjálfum sér við rannsóknarblaðamennina, sam- herja Sam Ervins. Líkingin milli hans og Nixon og MacCarthy er þó miklu nærtækari. Hann hefur átt frumkvæði að persónulegum árás- um eins og þeir á andstæðinga sína. Hann hefur haldið uppi harkaleg- um árásum á réttarfar og ráðu- neyti, eins og MacCarthy og Nixon o.s.frv. Sá veldur miklu, sem upphafinu veldur. Harkan í atlög- unni gegn Nixon var fyrst og fremst sprottin af hefndarhug þeirra, sem orðið höfðu mörgum árum áður fyrir barðinu á ofsókn- um MacCarthys og Nixons. Þessi öfl unnu leynt og ljóst að falli Nixons á degi reikningsskilanna. Að lokum Ofsóknir Vilmundar Gylfasonar, flumbruháttur hans og fúsk, sið- leysi og dónaskapur, hvort heldur í sjónvarpi eða öðrum fjölmiðlum, sjálfsupphafnig og dómsýki, skrum og skítkast munu því miður skipa honum á bekk sem hinum litla íslenzka Nixon eða MacCarthy, atkvæðaveiðara, sem kemst all- langt upp mannfélagsstigann, en skortir vitsmuni og sjálfsgagnrýni til að átta sig á, að flest mál hafa fleiri en eina hlið og að hróp hjarðarinnar „Heil Vilmundur" eru engin sönnun þess, að aðferðin sé ráðvönd eða málstaðurinn góður. í grein þessari er reynt að veita V.G. ofurlítið aðhald. Vonandi verður næsti kafli í ævisögu hans bjartari en sá, sem nú er að enda. Ólafur Jóhannesson blikksmiður kennari við blikksmíða- deild Iðnskólans að útskýra teikningu fyrir nemendum sínum. Iðnskólinn í Reykjavík': Blikksmíða- braut stof nuð Ákveðið hefur verið að við Iðnskólann í Reykjavík verði rekin sérstök fram- haldsdeild í blikksmíði á næsta vetri; til þess að svo geti orðið þurfa að innrit- ast minnst 8 nemendur. Nú er svo komið að flestir eru farnir að hallast að því að færa verklegu kennsluna inn í skólana. Þar með er ekki sagt að segja eigi skilið við gamla meistarakerfið því að sjálf- sögðu verða skólarnir og atvinnulífið að haldast í hendur ef vel á að takast. Félag blikksmiða' hvetur alla blikksmiði, sveina og meistara, að standa vörð um verkmenntun í blikk- smíði og því hvetja þá sem hugsa sér að fara í blikk- smíðanám til að hefja námið í hinni nýju Blikk- smíðabraut í Iðnskólanum. Með slíkri hvatningu stuðlum við blikksmiðir að betri verklegri menntun. Kristján Ottósson, blikksmiður. Sigurður Harðarson nemi í blikksmíði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.