Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978 SLAKUR LBKUR IKEFLAVIK NORÐAN strekkingur og kuldi setti sín mörk á leik Keflvíkinga og Fram, sem fram fór í Keflavík í gærkvöldi. Við slíkar aóstæður er erfitt að sýna góða knattspyrnu og slík varð raunin í pessum leik. Það var fátt sem gladdí augu Þeirra 396 áhorf- enda, sem greiddu aðgang að pessum leik, Því langtímum saman gekk knötturínn milli andstæðinga og ráði tilviljun ein Því hvar hann hafnaðí. IBK - Fram 1:1 fi I Texti: I Helgi Daníelsson I Myndir: FriðÞjófur Helgason. Kristins, sem þakkaöi fyrir sig og skoraði af stuttu faeri. Síðari hálfleikur var nær einstefna að marki Fram og eftir aö Steinar Jóhannsson hafði skoraö á 50. mín. eftir góöa sendingu frá Ólafi Júlíus- syni, héldu menn að önnur mundi fylgja í kjölfarið. En því var ekki að heilsa. Þrátt fyrir góð tækifæri urðu mörkin ekki fleiri og urðu Keflvíkingar að sætta sig við jafnteflið. Við slíkar aðstæður er vart hægt að búast við því að leikmenn sýni á sér sparihliðarnar. Þorsteinn stóð fyrir sínu í marki ÍBK og verður ekki sakaöur um markið. Þá átti Sigurður Björgvinsson góöan leik og sömu- leiðis skapaöi Ólafur Júlíusson oft hættu meö góðum sendingum inní vítateiginn, en sóknarmenn náðu ekki að nýta sér sendingarnar. Gísli Torfason er drjúgur liði sínu þótt oft hafi hann veriö betri. Stundum brá þó fyrir samleik úti á vellinum, en broddinn vantaöi í sóknarleik beggja liða. Keflvíkingar hefðu veröskuldað bæði stigin, en þeir höfðu ekki heppnina með sér og Framarar sluppu með skrekkinn og annaö stigið. Fyrri hálfleikur var tíöindalítill framanaf, en Framarar, sem léku undan vindinum höföu heldur frum- kvæöiö, en þeim tókst illa aö skapa sér tækifæri. Þó þurfti Þorsteinn að taka á sínum stóra til að verja skot frá Eggerti Steingrímssyni á 9. mín og aftur á 31. mín. varði hann vel skot frá Eggert. En á 34. mín. skoraði Kristinn Jörundsson eftir góöa að- stoð Guöjóns Guðjónssonar bak- varðar ÍBK, sem bókstaflega stöðv- aði knöttinn og sendi hann til nrnmima Valur — KA í KVÖLI) fer fram einn leikur í 1. deild í knattspyrnu. Valur KA leika á LauKardalsvellinum kl. 20.00. í STUTTU MÁLI 1. deild 21. júní Keflavfkurvöllur ÍBK - Fram 1-1 (0-1) MÖRKIN. Kristinn Jörundsson. Fram á 34. mfn. Steinar Jóhannsson, ÍBK á 50. mín. ÁIIORFENDUR. 396. StÍKahæstir meö 3 eru. Þorsteinn Biarna- son. Sixurður BjörKvinsson ok Olafur Júlfusson. ÍBK. • Hér skall hurð nærri hælum við mark Fram, en Guðmundur Baldursson markvörður hafði betur í Þetta sinn í viðureign við Steinar Jóhannsson, hinn sókndjarfa miðherja ÍBK. | ,ý~y**p-'4 -i r | • újálfari ni inKa Þúrir Jónsson í baráttu við hinn unga og efnilega drengjalandsliðsmann úr Víkingi Lárus Guðmundsson. Það var fátt um fína drætti hjá Fram í þessum leik og fáir skáru sig upp úr meðalmennskunni. Kristinn Jörundsson var skástur í sókninni, en Pétur Ormslev átti sinn slakasta leik um langan tíma. Trausti slapp sæmilega frá sínu hlutverki, svo og Gunnar Guömundsson, sem alltaf vinnur vel. Leikinn dæmdi Magnús V. Péturs- son og gerði það vel. Víkingar jöfnuðu á elleftu stundu FH-INGAR, sem byrjuðu frekar illa í 1. deildinni í ór sækja sig með hverjum leik, og var Það sárgrætilegt fyrir Þá aö missa leikinn við Víking í gærkvöldi niður í jafntefli eftir slæm mistök á síðustu mínútu leiksins. FH-liöið lék mun betur en Víkingar og átti að sigra í leiknum eftir gangi hans. FH-ingar léku undan nokkuö sterk- um hliðarvindi í fyrri hálfleik og sóttu þá nær látlaust. En ekki fóru sóknarlotur liösins að ógna marki Víkinga verulega fyrr en eftir 15 mín. leik. Fyrsta mark leiksins kom á 20. mínútu og var þar að verki Leifur Helgason sem hafði fengið góða sendingu út á hægri kantinn og einlék laglega í gegn um vörn Víkinga og skoraði. Var mjög laglega að marki þessu staöiö hjá Leifi Helga- syni. Litlu seinna skall hurð nærri hælum hjá Víkingum er þung pressa var að marki þeirra en skallað var yfir. Áfram dundu FH sóknirnar á Víkingsmarkinu og á 30. mín kemur glæsilegt mark frá Janusi eftir að Leifur hafði fengið knöttinn inni við hliðarlínu vítateigsins en í staö þess að skjóta renndi hann knettinum út til Janusar sem skoraði með óhemju- fallegu skoti efst í markhornið. Þarna sat liðssamvinna í fyrirrúmi og uppskeran eftir því. Heldur var dauft yfir Víkingsliðinu í fyrri hálfleiknum og allt spil þeirra of þröngt. Það var helst Arnór sem ógnaði með hraða sínum en í heild var lítið unnið saman. Víkingar byrjuöu síðari hálfleikinn mjög sprækir og mikil hreyfing var á liðinu. Sóttu þeir nú undan hliðar- vindi og var alit annar bragur á leik liðsins en í fyrri hálfleiknum. Um leiö fór vörn FH að virka óörugg og missa menn fram hjá sér. Aöeins voru liönar sjö mínútur af síðari hálfleiknum er Arnór skoraði fyrir Víkinga með góöum skalla yfir Þorvald markvörð sem hljóp heldur glannalega út úr markinu. Rétt einni og hálfri mínútu síðar jafna Víkingar, og rétt einu sinni var það þrumu- fleygur frá Gunnari Erni Kristjánssyni FH - Víkingur 3:3 Texti: Þórarinn Ragnarsson. Mynd: Kristinn Ólafsson. jafn, liðin skiptust á að sækja án verulegra marktækifæra. Á lokamín- útu leiksins verða slæm mistök í vörn FH. Gunnar Bjarnason bakvörður er með knöttinn inni í vítateignum ekki langt frá markteig og hefur alla möguleika á að hreinsa frá markinu er Þorvaldur Þórðarson markvörður kallar á knöttinn. Sendir Gunnar knöttinn á Þorvald en ekki tókst betur til en svo að hinn ungi efnilegi Víkingur Lárus Guðmundsson komst á milli og renndi sér á knöttinn og skorar af frekar stuttu færi og jafnar leikinn 3—3. Voru þetta dýrkeypt mistök hjá FH-ingum og kostuöu þá annað Framhald á bls. 26 frá vítateigslínu, óverjandi skot fyrir markvörðinn. Nú var farið að hvarfla að undirrituðum að Víkingar myndu taka öll völd í sínar hendur líkt og Fram gerði í síöasta heimaleik FH. En það var öðru nær. FH-ingar sóttu í sig veðrlð og náðu upp sömu baráttunni og í fyrri hálfleiknum og náðu góðum sóknarlotum. Var þar þyngst á metunum að knötturinn var látinn ganga meira út á kantana og breidd vallarins notuð. Víkingar dofnuðu hinsvegar við að jafna leikinn og voru sendingar þeirra ekki nægilega öruggar, gekk því illa aö ná góðum samleik. FH nær forystu í leiknum á 67. mínútu leiksins. Ólafi Danivalssyni er brugðið rétt utan hliðarlínu vítateigs Víkings. Þórir Jónsson tekur auka- spyrnuna meistaravel og sendir mjúka sendingu beint á kollinn á Ólafi Dan sem skallaði í stöngina og inn. Eftir þetta var leikurinn nokkuö STAÐAN Staöan í 1. Akranes Valur Fram ÍBV Víkingur Þróttur KA Keflavík FH Breiöablik deild er nú Þessi: Stig: 8 7 1 0 25—7 15 6 6 0 0 17—5 12 8 4 13 11—9 9 7 3 2 2 12—10 8 7 3 13 13—15 7 7 1 4 2 9—11 6 6 1 3 2 6—7 5 8 12 4 10—14 5 8 0 4 4 11—22 4 7 0 1 6 4—18 1 Markhæstu leikmenn: Matthías Hallgrímss. ÍA 10 mörk Ingi Björn Aibertss. Val 7 Pétur Pétursson ÍA 6 Gunnar Örn Kristjánss. Víking 5 Arnór Guðjohnsen Víking 5 Bikarinn: Mikið um óvænt úrslit NOKKRIR leikir fóru fram í Bikarkeppni KSÍ í gærkvöldi og urðu úrslit þeirra sem hér segir« Þór, Akureyri — Leiftur, Ólafs- firði 4il Leikið var á grasvellinum á Akureyri í norðankulda og slyddu. Staðan í hálfleik var 1:0 Þór í hag og var markið sjálfsmark Leifturs. í upphafi seinni hálfleiks bætti Helgi Örlygsson við marki en Guðmundur Sigurðsson var næst á ferðinni með eina mark Leifturs. Tvö síðustu mörkin skoraði Jón Lárusson fyrir Þór. Þetta var verðskuldaður sigur betra liðsins. Ármann, Reykjavík — Víkingur, Ólafsvík 0i4 Ólafsfirðingarnir hafa mjög góðu liði á að skipa núna og þeir unnu óvæntan sigur á 2. deildarliði Ármanns en leikið var á Melaveli- inum. Sigurþór Þórhallsson skor- aði eina mark fyrri hálfleiksins en í seinni hálfleik skoraði Magnús Stefánsson fljótlega mjög fallegt mark með skalla og síðustu tvö mörkin skoraði Jónas Kristófers- son. Víkingarnir voru miklu betri og væntanlega munu þeir standa sig vel í 3. deildinni í sumar. með þrumuskoti í markvinkilinn. Þetta var góður leikur af hálfu beggja liða. Fylkir, Reykjavík — ísafjörður 2.1 Leikurinn fór fram á Árbæjar- velli í miklu roki. ísfirðingarnir sóttu heldur meira í f.h. en þá skoruðu bæði liðin eitt mark. Hilmar Sighvatsson skoraði fyrir Fylki og Jón Oddsson skoraði fyrir ísfirðinga. í seinni hálfleik sóttu Fylkismenn á móti rokinu og voru mun betri. Sigurmark Fylkis skoraði Guðmundur Bjarnason KR, Reykjavík — Grindavík 3.1 Hífandi rok var á Seltjarnarnes- inu í gærkvöldi, ein 7—8 vindstig, og setti rokið svip á leikinn. KR lék undan vindi í f.h. og skoraði þá tvö mörk og voru Börkur Ingvars- son og Vilhelm Frederiksen þar að verki. í seinni hálfleik skoraði hvort lið eitt mark, Stefán Örn Sigurðsson fyrir KR og Einar Jón Ólafsson fyrir Grindavík. Einherji, Vopnafirði — Austri, Eskifirði 4—1 (1—0) Mörk Einherja í leiknum skor- uðu Helgi Ásgeirsson, Steindór Sveinsson, Kristján Davíðsson og Gísli Davíðsson. KS. Siglufirði — Tindastóll Sauð- árkróki 2—0 (1—0) Mörk Siglfirðinga skoruðu Frið- finnur Hauksson það fyrra og Þórhallur Benediktsson það síð- ara. Þr/SS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.