Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 „Minning hans verður ætíð í heiðri höfð á Islandi,, — segir Geir Hallgrímsson forsætisráðherra vegna fráfalls Jens Otto Krags fyrrv. forsætisráðherra Dana „Jens Otto Krag var íorsætis- ráðherra þegar handritin komu heim til íslands á sínum tíma og átti hann sinn mikla þátt í því. t>ess vegna verður hans minnst í íslandssögunni sem eins þeirra manna er áttu mikinn þátt í því, að endanlegur aðskilnaður Dan- merkur ok Islands varð með þeim hætti, að enginn skuggi hvflir á vináttu þjóðanna. — Við þökkum Jens Otto Krag, ásamt mörgum ííóðum vinum í Danmörku, hina farsælu lausn málsins og minning Jens Otto Krags verður ætíð í heiðri höfð á íslandi, sagði Geir Hallgn'msson forsætisráðherra cr Mbl. sneri sér til hans vegna Geir Hallgrímsson: Niður- greiðsla vaxta réttlætanleg við íbúðakaup ungs f ólks í SJÓNVARPSUMRÆÐUM formanna stjórnmálaflokk- anna í fyrrakvöld var rætt um vaxtamái og m.a. bent á, að vextir fylgdu verðbólgu og leiðin til þess að lækka þá væri að minnka verðbólguna. Að öðrum kosti væri sparifé fólks brennt upp. Geir Hall- grímsson, forsætisráðherra sagði, að Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalags- ins væri talsmaður lágvaxta- stefnu en það merkti í raun og veru, að fjármagn væri ódýrt handa þeim, sem tækju fé að láni. Forsætisráðherra benti á, að niðurgreiðslur vaxta væru réttlætanlegar í sumum tilfellum t.d. til að auðvelda ungu fólki að byggja þak yfir höfuðið án þess að það sæti uppi mcð háa verðhólguvexti, sem því væri ofviða. Forsætisráðherra sagði ennfremur, að gera ætti sparnað aðlaðandi. en lág- vaxtastefna væri ekki leið til þess. fráfalls þessa merka danska stjórnmálamanns. Dálítið dulur en vinur vina sinna Þá hafði Mbl. samband við Sigurð Bjarnason sendiherra í London og konu hans, Ólöfu Pálsdóttur, en þau voru lengi í Danmörku og kynntust Jens Otto Krag vel. Þau sögðu: „Jens Otto Krag var mikill vinur okkar og er það því mikið áfall að heyra af fráfalli hans. Við höfðum mikið saman við hann að sælda, sérstak- lega meðan hann var forsætisráð- herra og raunar voru fyrstu kynni okkar þegar við áttum samvinnu í Norðurlandaráði. Sú reynsla, sem við höfum af honum, er, að hann var alltaf mjög jákvæður, dálítið dulur en vinur vina sinna. Við hittum Jens síðast þegar hann kom frá Washington, þar sem hann starfaði sem sendifulltrúi EFTA. — Við munum alltaf minnast hans með virðingu og þakklæti og sem eins bezta vinar Islands. I því sambandi má segja að hann lagði sig ætíð fram um að hafa sem bezt samstarf milli íslands og Danmerkur, og hann ásamt flokksbræðrum sínum og fleiri átti stóran þátt í farsælli lausn handritamálsins. — Ekki er ýkja langt síðan hann bað Ólöfu að gera af sér styttu og ætlaði hann í því sambandi að koma hingað til London, sögðu þau hjón að síðustu. Okkar bezti banda- maður í handritamálinu Stefán Jóhann Stefánsson fyrr- Framhald á bls. 19 Ingólfur Árnason, Akureyri: „Meiri sjónarsvipt- ir að Lárusi Jónssyni en Inga Tryggvasyni 99 Vil ekki minnast á Stefán Jónsson” >> „MÉR hcfur reynzt bezt að tala við mann, sem ætti að vcra einn helzti pólitíski andstæðingur minn, Lárus Jónsson, þegar skórinn hefur kreppt að hitavcit- unni okkar eða öðrum málum, sem ég hef reynt að leggja lið. Þcss vegna þætti mér ólíkt meiri sjónarsviptir að Lárusi en t.d. Inga Tryggvasyni." Þetta eru ummæli Ingólfs Árnasonar bæj- arfulltrúa SFV á Akureyri í viðtali sem birtist í F-listanum 21. júní s.1. í blaðinu var þessi spurning lögð fyrir Ingólf Árnasoni Hvaða gagn heldur þú að Þorsteinn (Jónatansson) gæti unnið kjör- dæmi sínu á alþingi eða ert þú kannski sammála því að einstakl- ingar séu vanmáttugir að vinna kjördæmi sínu gagn upp á eigin spýtur á alþingi? Ingólfur svaraði svo m.a.: „Nei, það er bara fyrirsláttur þingmanna sem mistekizt hefur að sinna hlutverki sínu sem fulltrúar kjördæmis síns og því miður eru þingmenn þessa kjördæmis ekki undanskildir. Áhugi þeirra á Framhald á bls. 19 Josef Brodskij (fyrir miðju) ásamt Jóhanni Hjálmarssyni og David McDuff (t.h.). Ljósm. Mbl.i RAX Josef Brodskij í íslandsheimsókn Lesúrverkum sínum í Regboganum íkvöld á ljóðum HÉR ER nú staddur sovézka útlagaskáldið Josef Brodskij, en um hann lét Rostropovitsj þau orð falla í samtali við Matthías Johannessen þar sem skáldskap bar á góma að Brodskij væri hiklaust mesta núlifandi skáld sem yrkir á rússneska tungu. Brodskij les úr ljóðum sínum í Regnbogan- um í kvöld kl. 20.00. Meðal þeirra sem studdu við bakið á Brodskij og komu ljóðum hans á framfæri á Vesturlöndum var W.H. Auden og hjá honum kynntist Brod- skij Islandi, en hér heimsækir hann nú vin sinn skozka skáldið og þýðandann David McDuff, sem hefur lært ís- lenzku og vinnur að þýðingum á ljóðum íslenzkra skálda, en McDuff er m.a. kunnur af þýðingum sfnum Mandclstams. Brodskij hefur sjálfur skil- greint sig sem einn af „kynslóð- inni 1956“, sem mótaðist eftir uppreisnina í Ungverjalandi. Hann er af Gyðingaættum, fæddist í Leningrad 1938 og skáldskapur hans og þýðingar urðu til þess að 1964 var hann úrskurðaður „ónýtur þegn“ og dæmdur til Síberíuvistar fyrir „iðjuleysi". Brodskij hafði sótt um leyfi til Israelsferðar og vegna aðgerða vina heima fyrir og erlendis fékkst dóminum yfir honum breytt 1972, þannig að honum var leyft að fara úr landi án þess að eiga afturkvæmt. Brodskij fór þá til Bandaríkj- anna og er hann nú fyrirlesari Framhald á bls. 19 Bókun Benedikts Gröndals: Horfið frá „byggðasjónarmiðum” með 500 millj, kr. lánveitingu til Reykjavík og Reykjaness BENEDIKT Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, sat hjá við at- kvæðagreíðslu í stjórn Byggða- sjóðs um 500 milljón króna lán- veitingu til fiskvinnslufyrirtækja í Reykjavík og á Reykjanesi. Lýsti Benedikt Gröndal þeirri skoðun sinni í sérstaktri bókun, að með þessari lánveitingu væri horfið frá „byggðasjónarmiðum." Bókun Benedikts Gröndals, þar sem þessum sjónarmiðum er lýst, er svohljóðandi: „Þar sem líkur benda til, að Byggðasjóður mundi lána a.m.k. 500 millj. kr. til frystiiðnaðarins árið 1978 tel ég, að ríkisstjórnin geti ekki vísað á þessi lán sem „sérstakt lánsfé" eins og lofað var við ákvörðun fiskverðs 1. okt. sl. Þar sem veita á þessi lán um allt land tel ég enn írekar horfið frá byggðasjónar- miðum og tilgangi sjóðsins. Af þessum sökum greiði ég ekki atkvæði um tillöguna.“ Ragnar Arnalds, formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins, greiddi atkvæði gegn lánveiting- unni og vísaði í bókun sinni sérstaklega til röksemda Bene- HiVto nrAnrlolo Óvenjuvelunnið í kjördæminu — því höldum við þriðja manninum inni f — segir Olafur G. Einarsson Baráttan ákaflega tvísýn hjá okkur — því ekki hægt að full- yrða um lyktir — segir Jósef Þorgeirsson Staðan léttari eftir því sem líður á baráttuna — segir Steinþór Gestsson Morgunblaðið hafði í gær samband við þrjá frambjóðend- ur Sjálfstæðisflokksins, þá Ólaf G. Einarsson, þriðja mann á lista flokksins í Reykjaneskjör- dæmi. Jósef Þorgeirsson. ann- an mann á lista flokksins í Vesturlandskjördæmi, og Stein- þór Gestsson, þriðja mann á lista flokksins í Suðurlands- kjördæmi og spurði þá um stöðuna í kosningaharáttunni og úrslit kosninganna. „Miðað við úrslit sveitar- stjórnarkosninganna höldum við ekki þriðja kjördæma- kjörna fulltrúanum og Alþýðu- flokkurinn vinnur hann. Ég hef hins vegar ástæðu til að ætla að óvenju vel sé unnið í kjördæminu af stuðningsmönn- um Sjálfstæðisflokksins og því fer fjarri að við höfum lagt árar í bát. Við ætlum okkur að ná inn þriðja kjördæmakjörna fulltrúanum og þar með tryggja að fulltrúi Suðurnesja, Eiríkur Alexandersson, komist á þing. Sjálfstæðisflokkurinn hefur góða málefnalega stöðu í kjördæminu. Aldrei hefur verið framkvæmt meira en á síðasta kjörtímabili. Nægir þar að nefna hitaveituframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, hafnarfram- kvæmdir, vegamál og fleira. Fólk sér í gegnum glamuryrði hinna flokkanna í kjördæminu og við treystum á dómgreind kjósenda. Með því einu að styðja Sjálfstæðisílokkinn í þessu kjördæmi sem öðrum verður komið í veg fyrir vinstri stjórn og nýja kollsteypu í efnahgs- og varnarmálum, sagði Ólafur G. Einarsson þegar rætt var við hann. „Baráttan hér er ákaflega tvísýn og engan veginn hægt að fullyrða um Jiverjar lyktir verða. En ég hef orðið var við það, að sjálfstæðismcnn í kjör- dæminu hafa starfað mikið og ég hcf því trú á því, að með öflugu starfi til loka á kjördegi megi sigur vinnast," sagði Jósef Þorgeirsson. „Mér sýnist að staðan sé mun léttari þegar líður á kosninga- baráttuna og þykist þess full- viss að við höldum okkar hlut fyllilega." sagði Steinþór Gests- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.