Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 „Hráefni berst ekki nógu jafnt til fiskvinnslustöðvanna" — segir Kristján Guðmundsson útgerðarmaður í Rifi „Nýliðin vertíð var að mínu mati ósköp venjuleg hvað veður- far snertir, hrælur voru ekkert meiri en gengur o>? gerist á vctrarvertíð. Aflinn var hins ve«ar minni en í fyrra, þó ckki hafi verið stór munur á. Samt er það svo að afiinn minkar ár frá ári,“ sagði Kristján Guðmunds- son útgerðarmaður og skipstjóri á Rifi þegar Mbl. ræddi við hann. Kristján hefur búið í Rifi í 19 ár, en áður bjó hann í Stykkishólmi og gerði þaðan út bátinn Tjald. Ástæðan fyrir því að hann fluttist út í Rif, er að á þessum árum var mikið róið með línu, og þótti Kristjáni alltof langt að þurfa að sækja á miðin frá Stykkishólmi. Þegar Kristján fluttist í Rif var hluti hafnarinnar kominn og fyrstu húsin voru risin. „Síðastliðinn vetur var ég með tvo báta á mínum snærum, Brim- nes og Tjald. Annars er ég búinn að vera með fiskverkun í tæp 15 ár. í upphafi var ég eingöngu með skreiðarverkun en fór síðan yfir í saltfiskinn. Ef janúar og febrúar hefðu verið betri s.l. vetur þá gæti ég trúað að svipað aflamagn og í fyrra hefði komið á land. Þá gerðist það nú að margir þeirra litlu báta sem róið hafa héðan síðari hluta vetrar komu ekki, nema einn sem var hér um tíma og fiskaði vel, og á ég von á að þessir bátar komi hingað á nýjan leik. Um þorskveiðibannið um páskana er það að segja að það nýttist vel, enda var bræla á miðunum allan tímann.“ — Nú ert þú með stóra saltfisk- verkun, eru ekki mikil vandkvæði hjá þér eins og öðrum sem eru með saltfiskverkun? „Aðalvandinn er sá að ekki er búið að ganga frá sölum á Portúgalsfiskinum og afkoma salt- fiskverkurnarinnar var vægast sagt slæm síðari hluta s.l. árs og það sem af er þessu. Annars veit maður ekki hvernig útkoman verður fyrr en búið er að ganga frá sölum og ennfremur ef viðmiðun- arverðið verður tekið til endur- skoðunar. Framleiðslan hjá mér í vetur va320—330 tonn miðað við full- staðinn fisk. Við erum hér tveir saltfiskframleiðendur, og enn- fremur Sigurður Agústsson í Stykkishólmi, þá eru hér tvö Kristján Guðmundsson útgerðarmaður frystihús og úti á Hellissandi er ennfremur saltfiskverkun. Samvinna milli íbúa á Rifi og Hellissandi er mjög góð, enda er þetta sami vinnumarkaðurinn og sami hreppurinn, þ.e. Neshreppur utan Ennis. Þriðja byggðin í hreppnum er svo byggðin á Gufu- skálum. Okkur hefur fundist það harla einkennilegt að nú eru 12 íbúðir lausar í Gufuskálabyggðinni, en þar var starfsfólki fækkað í fyrra. Póstur og sími, sem hefur með þessar íbúðir að gera, hefur reynst ófáanlegur að leigja þessar íbúðir, nema hvað okkur tókst að fá eina íbúð fyrir skömmu undir sveitar- stjórann okkar og hans fjölskyldu. Þetta háttalag Pósts og síma er næsta furðulegt að okkar mati, en hér er nú mikill skortur á íbúðum." — Hvernig er höfnin orðin hér? „Höfnin er orðin góð, þótt lengi megi endurbæta og það er líka nauðsynlegt að halda áfram ahfn- arbótum, þar sem við komum aldrei til með að lifa af öðru en sjávarfangi. Byggðarlagið er þannig í sveit sett, langt í rafmagn og sveitir litlar. Það, sem háir okkur mest, er að hráefni berst ekki nógu jafnt til fiskvinnslustöðvanna. Þetta hefur komið berlega í ljós í vor en suðvestanátt hefur verið ríkjandi og á meðan svo er komast trillur lítið á sjóinn. Nú eru gerðir héðan út 6 bátar, 120 tonn og stærri, en aðeins einn þeirra er nú á veiðum. Það er hætt við að dauður tími verði fram í ágúst, þegar síldveiðar í reknet byrja. Reknetaveiðar hófust hér á ný í fyrrasumar og gáfu góða raun og síldin sem fékkst var mjög góð. Við gerum okkur vonir um að veiðin verði betri í sumar og haust, enda er síldarstofninn í örum vexti. Það var mikill galli, að ekkert leitarskip skyldi vera á miðunum í fyrra, en við vonum að leitarskip verði sent á miðin núna. Hér áður fyrr hófust síldveiðar í reknet í júlí og vonumst við til að svo verði aftur innan nokkurra ára. Flotinn er nú vel búinn til síldveiðanna og reknetabátarnir allir komnir með hristara. Hins vegar er það svo að sá bátur sem mestu hefur skilað hér á land í gegnum árin, Skarðsvík SH, er nú svo til eingöngu á loðnuveiðum og því kemur lítið af afla þess báts hér á land.“ — Hvernig gengur að manna báta héðan? „Það hefur gengið vel, það eru mest heimamenn sem eru á bátunum og að nokkru leyti aðkomumenn. Ólafsvíkingar eiga í bátunum með mér og er samvinna við þá góð. Við sækjum mikla þjónustu inn í Ólafsvík og margir héðan vinna þar og svo aftur öfugt. Sá landsfrægi rígur sem rætt er um milli þessara staða er því úr sögunni." — Hvernig er samgöngum hátt- að við Rif? „Það er hér lítill flugvöllur, sem Vængir lögðu á sínum tíma. Völlurinn hefur hins vegar aldrei verið lagfærður frá því fyrsta, en hins vegar er hann mikið notaður. Vængir fljúga hingað 5 sinnum í viku og oft tvisvar á dag yfir háannatímann, en aðstaða við völlinn er svo slæm að það er ekki einu sinni vegur að honum. Það er t.d. auðvelt að leggja nýjan veg að vellinum sem aldrei festir snjó á, auk þess vantar algjörlega lýsingu á völlinn, þar sem oft þarf að nota hann í myrkri í skammdeginu, bæði vegna sjúkraflugs og eins kemur það oft fyrir að vertíðabát- ar þurfa að fá varahluti í hvelli,“ sagði Kristján. „Afskipti bæjarfélagsins af atvinnumálum hafa ekkí endað giftusamlega" fíætt vid E/lert Krístinsson í Stykkishó/mi Trésmiðja Stykkishólms h.f. er rótgróið fyrirtæki á Snæfellsnesi, en það var stofnað 1945 og reyndar má rekja sögu fyrir- tækisins allt til ársins 1929. Núverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Ellert Kristins- son viðskiptafræðingur og ný- kjörinn forseti hreppsnefndar Stykkishólms. Ellert hóf störf hjá fyrirtækinu árið 1970 og fyrstu tvö árin var hann jafnhliða við viðskiptafræðinám í Háskólan- um. „Okkar aðalverkefni er smíði innréttinga og hurða og auk þess erum við í húsasmíði og framleið- um einingahús. Sú framleiðsla hefur gengið ágætlega, en reynsl- ap á enn eftir að koma á þessi hús. Það er mjög hentugt að reisa einingahús hér í kring, þar sem lítið er um góða steypumöl hér í nágrenninu," sagði Ellert þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Hann gat þess ennfremur að þeirra aðalmarkaðssvæði væri eðlilega Snæfellsnes, en ennfrem- ur hefði fyrirtækið selt þó nokkuð af innréttingum til Reykjavíkur og hefði smíðað allar innréttingar í útibú Landsbanka íslands á ísa- firði. Þá kvaðst Ellert vilja bæta því við, að í Stykkishólmi væri annað stórt trésmíðaverkstæði, Trésmiðjan Ösp. „Hjá okkur vinna nú um 20 manns og starfsmanna- fjöldi er svipaður hjá Ösp. Það er mikið byggt hér og að líkindum eru nú 20 hús í byggingu." „Fólksflótti frá Stykkishólmi er sáralítill nú, og það fer vaxandi að fólk komi hingað á ný að loknu námi. Atvinna hefur verið mikil og fjölbreytni atvinnulífs er töluverð hér. Skelfiskvinnsla síðustu ára skapar mikinn stöðugleika, þá er hér stórt iðnfyrirtæki sem Skipa- smíðastöðin Skipavík er. Þar er nú verið að bæta móttökuskilyrði fyrir skip til viðgerðar, meðal annars með því að byggja viðlegu- kant.“ — Hvernig eru vegirnir hér í kring? „Vegirnir eru oft erfiðir og við Hólmarar leggjum áherzlu á að fá góðan veg yfir Kerlingarskarð. Þá er verið að vinna í flugvellinum hér og er það mikilsvert atriði. Þá liggur fyrir að það þarf að stækka sjúk-rahúsið og byggja heilsu- gæzlustöð við það, en sjúkrahúsið er orðið alltof lítið og nauðsynlegt er að byrja á heilsugæzlustöðinni í sumar. Varðandi hafnarmálin er það að segja, að það þarf að halda áfram með höfnina, .þar sem bátum hefur fjölgað. Hafnarskil- yrði hér eru góð, en það sem vantar er stærri og betri viðlegu- kantur." Ellert Kristinsson framkvæmdastjóri — Nú eruð þið með nýtt hótel hér á staðnum, hvernig gengur rekstur þess? „Við höfum talið að eina for- sendan fyrir því að hægt sé að reka hótelið sé að lengja ferða- mannatímann. Hótelrekstur í landinu á við mikla erfiðleika að etja, m.a. eru öll lán viðvíkjandi þessum rekstri með eindæmum óhagstæð og því verður að breyta. Við vonumst annars til að þegar lokið verður við stækkun flugvall- arins muni rekstur hótelsins batna, þ.e. með örari komum ferðamanna til staðarins. Við Stykkishólmsbúar þurfum ekki að vera hræddir við framtíð- ina, og það eru mörg verkefni sem bíða sveitarfélagsins, en aðalverk- efnin eru gatnagerð og vatnsveitu- framkvæmdir. Vatnsveitufram- kvæmdin hefur verið talsvert erfið, þar sem lögnin er mjög löng, en því verki lýkur nú í sumar, en þessar framkvæmdir hafa staðið yfir frá því skömmu eftir 1970.“ — Hvernig er félagsaðstaða hér í Stykkishólmi? „Félagsaðstaðan stórbatnaði með byggingu félagsheimilisins. Þá er nú verið að ljúka við íþróttavöllinn og þegar því verki lýkur verður auk knattspyrnunnar góð aðstaða fyrir frjálsar íþróttir. Hvað skólamálin varðar, þá þurfum .við að hefja byggingu á nýjum grunnskóla í sumar og á þessu ári er áætlað að vinna fyrir 30 milljónir króna, en skólinn sem fyrir er, er alltof lítill." — Hefur bærinn einhver af- skipti af atvinnumálum staðarins? „Það er mest einkaframtakið sem hefur notið sín og nýtur sín hér. Afskipti bæjarfélagsins af atvinnumálum hafa ekki endað giftusamlega til þessa og hér er hlutafélagaformið mjög ríkjandi. Eðlilega byggist mikið hér í kringum sjávarfangið, ég hef minnst á skelfiskvinnsluna, en bolfiskvinnsla er hér einnig mikil, bæði hjá Þórsnesi, Sigurði Agústs- syni og Rækjunesi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.