Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 Ragnhildur Helgadóttir alþingismaður: Sættir lands- hluta, sam- starf fólksins Tvö mál eru þaö öðrum fremur, sem jafna aðstöðu landsbúa. Annað er kjördæmamálið, og hitt er varanlegt vegakerfi um allt landið. Það olli mörgum vonbrigðum, ekki síst þeirri, sem þetta ritar, að ekki skyldi nást samstaða um endurbæt- ur á kosningaskipaninni á liðnu kjörtímabili. Það var reynt af hálfu Sjálfstæðisflokksins, en engin lausn, sem til greina kom, hlaut nægilegt fylgi, hvorki innan stjórn- arflokkanna á Alþingi né á breiðari grundvelli. Við svo búið má þó ekki lengi standa. Allir sanngjarnir menn hljóta að sjá, að við, sem búum í Reykjavík og í Reykjanes- kjördæmi, getum ekki sætt okkur við það til langframa að hafa margfalt minni kosningarétt en aðrir landsmenn. Þetta mál verður að leysa á næsta kjörtímabili. Um þetta verða að nást sættir lands- hlutanna. Flestir eru sammála um, að eitthvert stærsta hagsmunamál allra byggðarlaga sé varanlegt vegakerfi um landið. Nýir vegir munu tengja byggðirnar, auka öryggi, spara verðmæti í dýrum samgöngutækjum og draga úr mengun umhverfisins. Fyrir nokkrum vikum var birt á vegum Sjálfstæðisflokksins áætlun um þetta efni, undirbúin af mál- efnanefnd flokksins um samgöngu- mál undir forystu Valdimars Krist- inssonar. Lausn þessa máls verður að vera innan þeirra marka, sem Islending- ar ráða við af eigin rammleik. Ýmsar tillögur hafa áður verið gerðar um varanlega vegi. Þeim hefur oft fylgt sá annmarki, að skort hefur afl þeirra hluta, sem gera skal, peningana, þ.e. fjáröflun- aráætlun, sem landsmönnum hefur þótt viðhlítandi. Hinni nýju vega- gerðaráætlun Sj álfstæðisflokksins fylgir raunhæf áætlun um fjár- mögnun. Hún hefur að geyma það nýmæli, að vegafé komi m.a. úr byggðasjóði. Sýnist það raunhæf og snjöll hugmynd um innlenda fjár- mögnun og til þess fallin að sætta þéttbýli og strjálbýli. Óneitanlega hefur gætt gagnrýni í þá átt, að fjármagn hafi um of farið til framkvæmda, sem eingöngu kæmu strjálbýli til góða. Reykvíkingar hafa margir velt fyrir sér leiðum til að koma vegakerfinu í gott horf. Þeir geta vænzt góðs af hinni nýju áætlun, ekki síður en fólk í öðrum byggðum landsins. Samkvæmt vegagerðaráætlun Sjálfstæðisflokksins er stefnt að því að uppbygging þjóðvega lands- ins fari fram í þremur áföngum á 15 árum. Nú þegar hefur verið lagt varanlegt slitlag á 200 km vega, og ætlunin er að bæta 800 km við á næstu 5 árum. Væru lágmarks- framkvæmdir á ári 100 km, en meðalframkvæmdir á ári 160 km. Vegakaflar yrðu að sjálfsögðu misdýrir eftir aðstæðum á hverju svæði. Að fimm árum liðnum væru þá 1000 km vega landsins komnir með varanlegt slitlag. Hér er um að ræða mál, sem kjósendur þurfa nauðsynlega að átta sig á, þótt stuttur tími sé til Gísli Jónsson: í átt að tveggja flokka kerfi Engum, sem fylgst hefur með framvindu íslenskra stjórnmála síðustu dagana, dylst að stórra tíðinda er að vænta og líklegt að tímamót eða straumhvörf séu í nánd. Bæjar- og borgarstjórnar- kosningar leiddu í ljós að íslend- ingar eru á leiðinni til tveggja flokka kerfis. Augljósast var þetta af utankjörstaðaratkvæðum á fjöl- mennustu stöðunum, t.d. Reykjavík og Akureyri. Yfirgnæfandi meiri- hlut utankjörstaðaratkvæða skipt- ist á aðeins tvo flokka, Sjálfstæðis- flokkinn og Alþýðubandalagið. Mjög mikið af þessum atkvæðum voru frá ungu námsfólki. Af þessu má draga þá ályktun að sú þróun sé að verða meðal ungra Islendinga, að þeir skiptist að mestu í tvennt eftir pólitískum skoðunum: annars vegar byltingarsinnaður hópur sósíalista sem sækir sér fyrirmynd- ir til ríkja, þar sem marxistar eru alls ráðandi, hins vegar einlægir lýðræðissinnar og frjálshyggju- menn sem treysta ekki öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum til þess að vera boðberi og vörður þeirra hugsjóna sem þeir aðhyllast. Borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík staðfesta þessa þróun á víðara vettvangi. Því er það, að við stöndum nú frammi fyrir því gamla, sem Rómverjar sögðu svo: Aut est, aut non est, tertium non datur. Annaðhvort er eða er ekki, hið þriðja kemur ekki til greina. Forysta Sjálfstæðisflokks eða Alþýðubandalags í borgarstjórn Reykjavíkur missti Sjálfstæðisflokkurinn meiri hluta sinn fyrir vangá og andvara- leysi. Forysta Alþýðubandalagsins er tekin við. Þátttaka annarra flokka er þar til málamynda. Þeir munu engu ráða sem máli skiptir. Öll samvinna annarra við flokka eins og Alþýðubandalagið, þar sem kommúnistakjarni ræður, sannar þetta. Kommúnistar gera hvergi bandalag við aðra nema til þess að nota þá um stund og gleypa síðan eða sparka eftir atvikum. Stefán Jónsson sagði á framboðsfundum á Norðurlandi eystra að hann ætlaði að skamma kratana lítið. Það gæti skeð að Alþýðubandalagið þyrfti að brúka þá eftir kosningar! Vinstri stjórn eftir kosningarnar á sunnudaginn yrði stjórn Lúðvíks Jósepssonar. í slíkri stjórn yrði Framsóknarflokkurinn veikur og lamaður, enda litlar líkur til þess að hann verði þá enn næststærsti flokkur þjóðarinnar. Um nýliða Alþýðuflokksins er ógerlegt að spá. En hætt er við því að reynsluleysi þeirra megi sín lítils gegn þaul- hugsuðum valdatökuáformum kommúnista í Alþýðubandalaginu. Allt ber því að einum brunni, og lýðræðissinnar á Islandi eiga nú aðeins einn leik. Hann er sá að efla Sjálfstæðisflokkinn svo, að ekki verði hægt að ganga fram hjá honum við myndun ríkisstjórnar. Liggur nokkuð við? Þessari gömlu spurningu er auðsvarað. Frelsi okkar og öryggi liggur við. Sjálfur Einar Ágústsson gaf í skyn að landið gæti orðið varnar- laust á skemmri tíma en einu kjörtímabili ef Framsóknarflokk- urinn færi í nýja vinstri stjórn. Hvað þá um yfirlýsta „hernáms- andstæðinga" í frambjóðendahópi Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins? En við ætlum okkur ekki að vera varnarlausir gegn hvaða hundadagakonungi sem nennti að leggja undir sig landið eða kalla yfir okkur örlög Tékka, Ungverja eða Afríkuþjóða þeirra, sem nú eru fórnarlömb alheimskommúnism- ans. Af hverju hefur verðbólga ævin- lega verið mest undir stjórn þar sem Alþýðubandalagið hefur átt fulltrúa? Vegna þess að kommún- istarnir í Alþýðubandalaginu vita að verðbólga er hættulegasti óvinur lýðræðisins. Þeim er því ekki svo leitt sem þeir kunna að láta. Óðaverðbólga var undanfari ein- ræðis í Þýzkalandi, í Grikklandi, í Portúgal og í Argentínu svo að dæmi séu tekin. Það er því engin furða þótt andstæðingar lýðræðis Framhald á bls. 19 stefnu. Menn þurfa að hafa hug- fast, að hér er um mikið áhugamál Sjálfstæðismanna að ræða, lang- þráða lausn á sameiginlegu hags- munamáli höfuðborgarbúa og ann- arra landsmanna. Minna má á hina miklu bifreiða- eign landsmanna. Lætur nærri, að þrír fólksbílar séu á hverja 10 íbúa landsins. Þessar umbætur á vegum muna spara eigendum bifreiða stórfé í minna sliti, — þær eru verulegt hagsmunamál fjölskyldn- anna. Andstæðingar Sjálfstæðismanna reyna að gera lítið úr þessari áætlun. Þeir ættu að geyma það grín, en líta í kringum sig á göturnar í Reykjavík. Sú var tíð, að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins töldu sig geta gert lítið úr malbik- unaráætlun Geirs Hallgrímssonar þáverandi borgarstjóra. Úrtölu- menn hentu gaman að áætluninni og töldu áformin gylliboð og skýjaborgir. En þau urðu að veruleika, og sandrykið hvarf af götum borgarinnar um leið og úrtölumenn urðu sér til skammar. Þessi vegagerðaráætlun er sam- bærilegt verkefni og gatnagerðar- áætlun Reykjavíkur á sínum tíma, og hún er því fyllilega raunhæf. Þetta er mál, sem vel er fallið til að ná samstöðu um meðal allra landsmanna. Um þetta ættu að geta tekist góðar sættir landshlut- anna. Fyrir því vill Sjálfstæðis- flokkurinn beita sér, fái hann til þess kjörfylgi á sunnudaginn. Þetta vill Sjálf- stæðisflokkurinn • Þjóð og þegnar Sjálfstæðisflokkurinn leggur höfuðáherslu á fullveldi og sjálfstæði hins íslenzka lýðveldis, efnahagslegt og pólitískt; varðveizlu jæirrar menningararfleifðar, er knýtir þegnana saman í þjóð; hyggilega nýtingu auðlinda láðs og lagar, er bera uppi lífskjör þjóðarinnar; öryggi þjóðarinnar í varnarsamstarfi lýðræöisríkja, sem tryggt hefur frið í okkar heimshluta í marga áratugi; — og síðast en ekki sízt þegnréttindi einstaklinganna, frelsi þeirra til menntunar, skoðana, tjáningar, starfs og ferðalaga; frelsi þeirra til að velja og hafna í leit að lífshamingju, innan þess ramma sem leikreglur lýðræðis setja. Sjálfstæðisflokkurinn byggir á rétti manneskj- unnar til lífshamingju, leikreglum lýðræðis og kristilegu siðgæði. • Stefnan í efnahagsmálum Sjálfstæðisflokkurinn stefnir að þjóðarsátt og samátaki þjóðfélagsafla til að ráða niðurlögum verðbólgu og tryggja stöðugleika í efnahagsmálum, rekstraröryggi atvinnuvega, og atvinnu handa öllum. I því efni leggur flokkurinn áherzlu á eftirfarandi stefnuatriði: • 1) Skipulögð samráð stjórnvalda, stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka um kjaramál, sem leiðir til þjóðarsáttar í stað sundrungar. • 2) Endurskoðun vísitölukerfisins til að tryggja að tekjur/ launþega séu í eðlilegu samræmi við verðmætasköpun í þjóðfélaginu og hag atvinnu- vega, án víxlhækkana verðlags og kaupgjalds. • 3) Hallalaus viðskipti við útlönd og stöðvun erlendrar skuldasöfnunar. • 4) Rétta gengisskráningu og frjálsan ferðagjaldeyri. • 5) Eflingu jöfnunarsjóða til að mæta sveiflum í verði og framleiðslu útflutningsafurða. • 6) Virka samkeppni og frjálsa verðmyndun til að lækka vöruverð til samræmis við neyzlu annarra þjóða. • 7) Örvun sparnaðar með raunhæfri vaxtastefnu og auknu frelsi til verðtryggingar fjárskuldbindinga. • 8) Jafnrétti atvinnugreina þannig að lánakerfið veiti fjármagninu í arðbærustu farvegi, sem skila því fyrst og bezt aftur til nýrra verkefna. • 9) Aðhald og samdrátt í ríkisútgjöldum og skatt- heimtu til að auka ráðstöfunartekjur almennings. • 10) Tekjuskattur verði ekki greiddur af almennum launatekjum. Varnaröryggi — frumskylda sjálfstæðra þjóða Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka áherzlu á þá frumskyldu fullveldis okkar að tryggja varnaröryggi þjóðarinnar — með aðild að varnarsamtökum vest- rænna lýðræðisríkja, Atlantshafsbandalaginu, og varnarsamvinnu við Bandaríkin. Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að góðri sambúð við allar þjóðir en tryggja samstöðu okkar og tengsl við þær þjóðir, sem eru skyldastar okkur að menningu, þjóðfélagsháttum og viðhorfum til lýðræðis og mannréttinda. Hann vill styrkja þessi tengsl á sviði menningar, viðskipta og gagnkvæmra hagsmuna. Aðild okkar að slíku fjölþjóðasamstarfi hafði mjög mikil áhrif á fullnaðarsigur okkar í landhelgismálinu — við gerð Óslóarsamningsins, er innsiglaði endanlegan sigur íslendinga í þessum lokaáfanga sjálfstæðisbaráttunnar. Fullveldi þjóðarinnar sækir styrk í slíkt samstarf en vá í einangrun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.