Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 — Pétur Framhald af bls. 32 aftur og aftur staðið að því að rifta gildandi kjarasamningum. Þeir hafa margoft staðið að því að skerða eða banna vísi- tölubætur á kaup til að slepp^ út úr hringrás vísitölukerfisins. Það vekur sannast sagna furðu að kjósendur skulu búnir að gleyma kjarasamningunum sem gerðir voru í febrúar 1974. Þrem mánuðum síðar, stóðu ráðherrar og þingmenn Alþýðu- bandalagsins að bráðabirgða- lögum um að svíkja þessa nýgerðu kjarasamninga og taka af umsamdar verðbætur og beinlínis lækka kaupið. Og síðustu daga hefur í borgarstjórn okkar sést árangurinn af langþýðingar- mesta kosningaloforði Alþýðu- bandalagsins og Alþýðuflokks- ins „Samningana í gildi“ en með sinni gerð þar viðurkenna þeir í raun, nauðsyn þeirra aðgerða sem gerðar voru, um Ieið og þeir svíkja sitt aðalkosningaloforð. Þegar við göngum til þessara kosninga höfum við okkur til varnaðar kosningaspár síðdegis- blaðanna, stuðningsblaða Alþýðuflokksins. Sérstaka at- hygli hefur vakið óblandin ánægja þeirra með þær fjöl- skylduákvarðanir gömlu krata- foringjanna, að senda nú fram á hinn pólitíska vígvöll prinsa sína og prinsessur. A kosningareið þessara rósa- riddara hefur einn hæruskotinn málaliði slegist í för, Bjarni prófessor Guðnason. Sá hinn sami sem sá í Alþýðuflokknum eina vitann — eina ljósið í pólitísku myrkri þjóðarinnar. Nú er ég sannfærður um að prófessor Bjarni á eftir að reyna að ljós rósariddaranna er villu- ljós, sams konar ljós og strand- ræningjar héldu á lofti fyrrum til að lokka sæfara upp í brimgarðinn. Þessa ályktun dreg ég af þvi að hann er eini frambjóðandi vinstri flokkanna, þvert ofan í yfirlýsingar og fullyrðingar meðframbjóðenda sinna, sem hefur haft þá hreinskilni til að bera að viðurkenna nauðsyn efnahagsaðgerða núverandi rk- isstjórnar, en hann sagði orðrétt í sjónvarpsumræðunum: „Við heitum því að þær fórnir sem færa þarf komi réttlátlega niur“. Undir þennan fyrirvara tek ég heilshugar. I þessu efni hefur líka mikið áunnist, sérstaklega í hækkun bóta til elli- og örorkulífeyris- þega, verðtryggðum lífeyris- greiðslum, o.fl. Góðir Reykvíkingar. Áform tveggja vinstri stjórna um brottrekstur varnarliðsins, úrsögn úr N-Atlantshafsbanda- laginu og slit tengsla íslendinga við aðrar vestrænar þjóðir hafa í bæði skiptin brotnað á styrk- leika Sjálfstæðisflokksins hér í Reykjavík. Nú er þetta vígi fallið um sinn. Ef kjósendur bera ekki gæfu til að veita Sjálfstæðis- flokknum traust í alþingiskosn- ingunum er hætta á válegri þróun þjóðmála á næstu miss- irum. Sigur vinstri flokkanna í þessum kosningum kallar einnig skilyrðislaust á myndun vinstri ríkisstjórnar. Frambjóðendur Alþýðu- flokksins képpast nú við að fullyrða um heilindi sín í varnarmálum, en þeir geta ekki neitað staðreyndum — þeim, að ungu mennirnir svokölluðu, sem náð hafa völdum í Alþýðu- flokknum hafa marg samþykkt það á sínum þingum á undan- förnum árum og nú síðast á liðnum vetri, að varnarliðið eigi að fara burt af landinu. Og þegar Framsóknarflokkur- inn hefur misst sitt vinstra fylgi yfir til kommúnista, er ljóst að þeir munu reyna að ná því aftur. Það er mannlegt og eðlilegt. Hvað er betra til þess en að taka upp fyrri þráð, að berjast einnig fyrir brottför varnarlið síns? Enda liggja yfirlýsingar Ein- ars Ágústssonar fyrir um að ekki muni standa á sér að koma varnarliðinu burtu, verði vinstri stjórn mynduð. Aðeins eitt getur tryggt að af þessum áformum verði ekki. Það er að Sjálfstæðismenn snúi vörn í sókn í alþingiskosningunum og sýni að þeim loknum þann styrkleika, sem verður að taka tillit til, við næstu stjórnár- myndun. Þetta getur tekist með þrot- lausri vinnu og aftur vinnu. Þetta getur tekist með því að þið sjálfstæðisfólk sem heima sátuð, skiluðu auðu eða kusuð aðra flokka vegna óánægju í sveitastjórnarkosningunum, snúið nú bökum saman með öðrum Sjálfstæðismönnum sem vilja verja frelsi einstaklingsins til orða og athafna, án hafta og fjötra sósíalismans. — Með því að berjast fyrir borgaralegu lýðræði, þar sem einstaklingur- inn er í öndvegi. Með því að kjósa D-listann á sunnudaginn kemur. Þetta tekst ef við veitið Sjálfstæðisflokkn- um brautargengi. — Krag látinn Framhald af bls. 1 Efnahagsbandalagið sem var samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu haustið 1972. Úrslitin voru túlkuð sem mikill sigur fyrir Krag en degi síðar sagði hann af sér. I stjórnartíð Krags varð sam- komulag um að Danir afhentu Islendingum handritin í Árnasafni og var það ekki hvað sízt þakkað áhrifum hans. Hann var alla tíð vinveittur íslendingum og kom oft til íslands, meðal annars sem gestur á Pressuballi. Um hann látinn sagði Willy Brandt, formaður vestur-þýzka sósíaldemókrataflokksins og for- seti Alþjóðasambands jafnaðar- manna og náinn vinur hans: „Hann ávann landi sínu virðingu í heiminum. Nafns hans verður ávallt minnzt meðal evrópskra stjórnmálamanna eftirstríðsár- anna.“ — Síldaryinnsla Framhald af bls. 32 bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins fram tillögu, fyrst hvor í sínu lagi og síðan sameiginlega, um að verkamenn á vegum bæjarins fengju einnig fullar vísitölubæt- ur. — Ræða Geirs Framhald af bls. 1 um, Sjálfstæðismenn. Þrátt fyrir góðan málstað og frábæra frammistöðu Sjálfstæðismanna er nú vinstri stjórn í Reykjavík. En þessi vonbrigði 'hafa ekki orðið til þess, að við Sjálfstæðis- menn höfum látið hugfallast. Margir gamlir og nýir liðsmenn hafa einmitt gefið sig fram þessar síðustu vikur og gengið ótrauðir fram fyrir skjöldu. Sjálfstæðis- menn hafa ótrauðir sótt á bratt- ann og innt af hendi mikið starf. Vörn hefur verið breytt í sókn — ósigri skal snúa í sigur. Reykvík- ingar munu koma í veg fyrir að vinstri stjórn haldi innreið sína í landið eins og í höfuðborgina. Við erum reynslunni ríkari af vinstri stjórn á landsvísu, öryggis- leysi út á við, sjálfstæði landsins teflt í hættu, efnahagsupplausn og öngþveiti, sundrung þriggja til fjögurra flokka og flokkabrota á vinstri væng, hlaupið frá vandan- um, þegar verst gegnir. Og þá hefur verið kallað til Sjálfstæðisflokksins, kjölfestu og frumkvæðisafls íslensks þjóðfé- lags. Sjálfstæðisflokkurinn hefur axlað ábyrgðina. Sjálfstæðisflokk- urinn hleypur ekki undan merkj- um, flýr ekki vandann eins og vinstri flokkarnir. En við skulum muna það, að í upphafi allra vinstri stjórna átti að setja Sjálfstæðisflokkinn til hliðar í íslenskum stjórnmálum. En það hefur ekki tekist, m.a. vegna þess að á fyrri vinstri stjórnarárum var meirihluti Sjálf- stæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur sú brjóstvörn, sem dugði til að varðveita frelsi og lýðræði og "frjálsa skoðanamynd- un. Valið í alþingiskosningum er skýrt. Vinstri stjórn eða Sjálf- stæðismenn í stjórn. Vinstri stjórn merkir varnarlaust land. Alþýðu- bandalagið gengur lengra í þjónk- un sinni við Sovétríkin en jafnvel kommúnistaflokkar í Suður-Ev- rópu. Þeir lýsa yfir, að nauðsyn- legt sé að halda áfram þátttöku í Atlantshafsbandalaginu. En kommúnistar hér í Alþýðu- bandalaginu hrópa ísland úr NATO og hverjir tóku undir þann söng hér á Lækjartorgi 1. maí — það voru kratabroddarnir. Vart er því Alþýðuflokknum að treysta, eða er hann ekki að hrósa sér af því að launþegaforingjar sínir ráði ferðinni í flokknum þegar mikið liggur við? Muna menn landhelgismálið? Sjálfstæðisflokkurinn einn allra stjórnmálaflokka tók upp 200 mílna útfærsluna í alvöru. Alþýðu- bandalagsmaðurinn Svavar Gests- son sagði 50 mílur verkefni næstu daga, vikna og ára. Lúðvík sagði, að einhverntíma kæmi að því, þegar 200 mílur væru viðurkennd- ar af alþjóðalögum og hafréttar- ráðstefnunni væri lokið. Og var það ekki Benedikt Gröndal, sem reyndi að gera 200 mílur broslegar með því að segja: Sjálfstæðismenn vilja færa landhelgina út upp á miðjan Grænlandsjökul? Muna menn kannske útifundina hér á Lækjartorgi til að mótmæla samningunum við Vestur-Þjóð- verja og Breta, — mótmæla sigur- samningunum. Þá voru Sjálf- stæðismenn kallaðir svikarar og landsölumenn. En við sömdum til sigurs. Stefna okkar var rétt. Hverjir stjórnuðu þessari baráttu gegn sigursamningunum í landhelgismálinu? Alþýðubanda- lagsmenn. Hverjir hlýddu þeim í einu og öllu? Það voru Alþýðu- flokksmenn. Er þessum flokkum trúandi fyrir stjórn landsins og nýtingu fiskveiðilögsögunnar? Nei og aftur nei. I ljósi þess hamagangs sem uppi var hafður gegn sigursamningun- um í landhelgismálinu, sem hjaðn- aði niður eins og bóla, ber að skoða offors þessara flokka gegn efna- hagsráðstöfunum og bráðabirgða- lögum. Alþýðubandalagið hefur forystu — Alþýðuflokkurinn þorir ekki annað en að vera í bandi Alþýðubandalagsins eins og fyrri daginn. Samningana í gildi, segja þeir fyrir kosningar og svíkja eftir kosningar. Þeir viðurkenna þar með nauð- syn efnahagsráðstafana. 30% efndir á kosningaloforði eru sýndarmennska og reikninginn fá reykvískir kjósendur fyrr en seinna. En hvað skeður í framleiðslu- fyrirtækjum kommúnista á Neskaupstað? Ekki eru samningar þar í gildi. Þar viðurkenna kommúnistar að útflutningsverð sjávarafurða leyfir það ekki. Sjálfstæðismenn segja ekki kjósendum eitt fyrir kosningar og gera annað eftir kosningar. Spurningarnar eru: Vilja menn treysta atvinnuör- yggið og forða atvinnuleysi? Vilji menn draga úr verðbólgu en ekki gefa henni lausan taum- inn, skilja þeir nauðsyn efnahags- ráðstafananna. Vilja menn ekki einmitt vernda mesta kaupmátt sem við höfum nokkurn tíma notið, 47% aukningu á þessum áratug þegar þjóðartekj- ur hafa aukist um 35%. Eru menn ekki sammála um að kaupmáttar- aukning hinna lægst launuðu sé hærri, en hún hefur aukist um 60% og kaupmáttur ellilífeyris- og örorkulífeyrisþega um 160% á sama tíma? Vilja menn auka framleiðslu þjóðarheildarinnar með framtaki og verðmætasköpun einstaklinga? Skilja menn nauðsyri þess að eyða ekki meira en aflað er? Þeir Reykvíkingar, sem svara þessum spurningum, játandi, kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það er áreiðanlega meiri hluti Reykvíkinga, sem eru þessarar skoðunar. Það er okkar verk að hvetja þá til að nýta sér kosninga- réttinn, sem við höfum, en sem svo margir aðrir hafa verið sviptir eða aldrei kynnst. Valið stendur milli frjálshyggju eða ríkisforsjár, sjálfstæðis eða sósíalisma. Fram til sigurs Sjálfstæðis- menn. Fram til sigurs Reykvíkingar. — Byggða- áætlanir Framhald af bls. 16 Hermannsson tillögu til þings- ályktunar um beizlun orku og orkusölu á Austurlahdi. Þar er lagt til að hið fyrsta verði lokið rannsókn á byggingu Fljótsdals- virkjunar (1. áfanga Austurlands- virkjunar), að hraðað verði rannsóknum á hagkvæmni virkjana í Fjarðará og Geithellna- á. Tillögunni fylgdi ítarleg og nákvæm greinargerð um orkumál á Austurlandi. Virkjun Bessastaðaár Ári síðar er svo lagt fram frv. til laga um virkjun Bessastaðaár í Fljótsdal, þar sem ríkisstjórninni var heimilað, að undangenginni fullnaðarrannsókn, að reisa og reka (RARIK) 32 mw. vatnsafls- stöð við Bessastaðaá í Fljótsdal í N-Múlasýslu. Frv. þetta átti m.a. rætur í áhuga þingmanna kjör- dæmisins og tilmælum Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjör- dæmi. Ráðstafanir vegna snjóflóða í Norðfirði I febrúar 1975 leggur ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar fram á Alþingi, í samráði við þingmenn Austfirðinga, frumvarp til laga um ráðstafariir vegna snjóflóða í Norðfirði og fjáröflun til Viðlaga- sjóðs. Frv. þetta fól í sér stofnun til bráðabirgða við Viðlagasjóð, vegna snjóflóðanna. (Lögin um viðlagatryggingu komu síðar að frumkvæði Matthíasar Bjarnason- ar tryggingaráðherra). Óþarfi er að rekja þetta mál frekar en allir Austfiröingar þekkja viðbrögð stjórnvalda og aðild þingmanna að þeim viðbrögðum, er þetta mál var á döfinni eystra. Dýralæknisumdæmi Austurlands Á þinginu 1975 er Sverrir Hermannsson meðflutningsmaður að frv., sem felur í sér breytingu á umdæmum dýralækna í Austur- landskjördæmi. Frumvarpið var flutt að ósk heimamanna og fól í sér þá breytingu að dýralæknis- umdæmi yrðu þrjú í landshlutan- um: 1) Austurlandsumdæmi nyrðra (N-Múlasýsla, að undan- teknum Skeggjastaöahreppi og Vopnafjarðarhreppi, Seyðisfjörð- ur, Neskaupstaður, Eskifjarðar- kaupstaður og S-Múlasýsla að mörkum Skriðdalshrepps og Breiðadalshrepps og mörkum milli Reykjafjarðarhrepps og Fáskrúðsfjarðarhrepps. 2) Áustur- landsumdæmi syðra: S-Múlasýsla frá mörkum Reykjafjarðarhrepps og Fáskrúðsfjarðarhrepps við ströndina og Skriðdalshrepps og Breiðadalshrepps inni á landinu annars vegar að mörkum milli S-Múlas. og A-Skaftafellss. hins vegar. 3) Austur-Skaftafellssýslu- umdæmi. — Frumvarp þetta varð að lögum í maí 1975." Þjóðvegir í snjóahéruðum Á þinginu 1977 er Sverrir Hermannsson meðflutningsmaður að tillögu sjálfstæðisþingmanna til þingsályktunar um að flýta uppbyggingu þjóðvega í snjóa- héruðum landsins. Er þar gert ráð fyrir að verkefni þetta verði unnið á ákveðnu árabili í samræmi við áður gerða framkvæmda- og fjár- mögnunaráætlun. Kortabók íslands Sverrir Hermannsson flutti á síðasta þingi tillögu um útgáfu kortabókar Islands, þjóðaratlasar, er verði safn korta af íslandi, þar sem alls konar fróðleikur um land og þjóð er settur fram á myndræn- an hátt. Kortabókin verði upplýs- inga- og heimildasafn í þágu stjórnvalda, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga sem fást við margs konar áætlanagerð varðandi byggð, atvinnulíf og landnýtingu. Er þar átt við nýtingu lands til búskapar, ýmiss konar verklegra framkvæmda, samgangna, almennings ota og náttúruvernd- ar. Kortabókin verður gagnlegt heimildarrit fyrir innlenda og erlenda fræðimenn, sem stunda rannsóknir á ýmsum fræðasviðum. Einnig fyrir þá sem kanna út- breiðslu ýmiss konar fyrirbæra til lands og sjávar og samhengi þeirra í milli. Síðast en ekki sízt hefur slík bók menningargildi og yrði notúð af kennurum og nemendum í framhaldsskólum og sem uppsláttarrit fyrir kennara og nemendur í efstu bekkjum grunn- skóla. Þessi tillaga Sverris varð ekki útrædd. — Hér hefur . .. FramhaJd af bls. 28. ráð fyrir að þær kosti milli 70 og 80 milljónir, þ.e. dýpkunin og nýi viðlegukanturinn. — Af þessu sem hér kemur fram má ljóst vera að þetta 10 ára uppbyggingartímabil stað- arins hefur staðið yfir í tíð þriggja síðustu ríkisstjórna, viðreisnarstjórnar, vinstri stjórnar og núverandi hægri stjórnar. Þingmenn, stjórnvöld og embættismenn hafa á þess- um tíma skilið og metið dugnað heimamanna, sem sézt hefur í þessum verkum, sagði Adolf Berndsen að lokum. — Þá unnu menn á sama tíma . . . Framhald af bls. 25 um þennan klukkutíma, því þetta er eins og þegar klukkunni var flýtt, þá unnu menn á sama tíma, þótt hann héti öðru nafni.“ Fossvirki sér aðeins um gröftinn fyrir stöðvarhús, en að sögn Lands- virkjunar var sú leið farin að brjóta framkvæmdir við Hrauneyjafossvirkj- un upp í smærri einingar til aö gefa íslenzkum verktökum tækifæri til að bjóða í þær. Sagöi Rannver að vel gæti svo farið að Fossvirki biði í fleiri hluta virkjunarinnar, þótt tíminn yrði að skera úr um hvort það væri ráölegt eða ekki. Vatni dælt undan grunninum Það vakti athygli okkar að á svæðinu þar sem stöövarhús Hraun- eyjafossvirkjunar á að rísa voru menn að vinna við boranir með jarðbor. Við nánari eftirgrennslan kom í Ijós að hér voru menn frá Orkustofnun og er þeirra hlutverk að bora átta holur í kringum hinn fyrirhugaöa grunn. Holurnar veröa 70 metra djúpar og verður jarövegsvatni undir grunninum dælt upp um þær. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að vatn safnist í gröft stöövarhússins, en holan sem grafin verður fyrir húsinu verður 50 metra djúp. í sumar er annar bor væntanlegur á staðinn og með honum fleiri menn. Inni í skúr einum við framkvæmda- svæðið sátu tveir ungir menn og teiknuöu og mældu af miklum móð. Aðspurðir kváöust þeir heita Reynir Elisersson og Flóki Pálsson og vera að teikna þversnið af framkvæmdun- um. „Þeir eru margir, sem ekki eru sáttir við þennan nýja vinnutíma,“ sögöu þeir. „Þeir hinir sömu vilja heldur vinna klukkutíma lengur á kvöldin en vakna klukkutíma fyrr á morgnana. Viö erum ekki ráönir með sama samning og aðrir starfsmenn hér og þurfum því ekki aö hefja vinnu fyrr en klukkan sjö. Tómstundir eru litlar, kannski tveir til þrír tímar á dag og það er helzt að farið sé í bíó eða þeim eytt í eitthvað annaö í svipuðum dúr. Nei, viö verðum hér ekki lengi, aöeins þangað til þessum áfanga lýkur, sem við vonum að verði í lok október."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.